Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 22. maí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 Myndin er úr „Hjónaspili“: Haraldur Björnsson. Rúrik Haralds- son og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum. Síðusfu sýningar á leik- ritum Þióðleikhússins UM þessar mundir eru sýnd 4 leikrit í Þjóðleikhúsinu, en sýn- ingum lýkur á þeim í næstu viku vegna „Listahátíðarinnar", sem hefst eins og kunnugt er 4. júní næstkomandi. Þess ber samt að geta að „f Skálholti“ og „Hjóna- spil“ verða sýnd einu sinni hvort á „Listahátíðinni": „Karde- mommubærinn" verður sýndur í 43. sinn í dag (sunnudag 22.), og hefur verið uppselt á allar sýn- ingar og hafa þá um 28500 leik- húsgestir séð sýninguna. Leik- urinn verður sýndur tvisvar sinnum ennþá, á þriðjudaginn kemur kl. 7 og svo næstkomandi fimmtudag, sem er uppstigning- ardagur, og verður það í allra síðasta sinn. Sú sýning verður kl. 3 síðdegis. „f Skálholti" hefur 'nú verið sýnt 10 sinnum við ágæta að- sókn og verður það leikrit einnig sýnt tvisvar sinnum fyrir „Lista hátíðina". Næsta sýning verður á uppstigningardag. Gleðileik- urinn „Hjónaspil" verður sýnd- ur í 17. sinn í kvöld og er það næst síðasta sýningin á því Jeik riti. Gamanleikurinn „Ast og stjórnmál" var frumsýndur í byrjun þessa mánaðar og hlaut ágæta dóma. Leikurinn hefur að Fiskur af lieima- og f jarlægum miðum í VIKUNNI sem nú var að líða lönduðu 6 togarar hér í Reykja- vík alls rúmlega 1300 tonnum. Var afli þeirra ýmist af heima- miðum, Grænlands- eða Ný- fundnalandsmiðum. Eins og stendur eru flestir togaranna hér á heimamiðum. Flestir eru að vanda á ísfiskveiðum en nokkrir eru á saltfiskveiðum, eða þá með salt um borð og geta þá stundað jöfnum höndum ísfiskveiðar og saltfiskveiðar. Askur var með 299 tonn af Ný- fundnalandsmiðum, Úranus með 282 tonn af Grænlandsmiðum, Fylkir með 290 tonn af Nýfundna landsmiðum,, Geir 283 tonn af heimamiðum, Hvalfell 282 tonn af Nýfundnalandsmiðum og í gær var verið að landa úr Karlsefni um 170 tonnum af heimamiðum. í dag er væntanlegur af Ný- fundnalandsmiðum togarinn Nep- túnus. — Eins og stendur munu flestir togaranna vera á veiðum hér á heimamiðum, og munu fáir togarar vera á Nýfundnalands- miðum eins og stendur, en þar er t.d. hinn nýi togari, Narfi, sem ífiuii vera i þann veg að sigla heim með farm sinn. anv eins verið sýndur 5 sinnum og verður sá leikur sýndur í síð- asta sinn næstkomandi laugar- dag. Listahátiðin. Að undanförnu hefur staðið yfir sala á aðgöhgumiðum á ,Listahátíðina“ og hefur hún gengið mjög vel. Fyrsta daginn, sem sala hófst hafði myndazt ein sú stærsta biðröð fyrir utan Þjóðleikhúsið, sem sézt hefir hér í bæ. Geysilega mikið er pantað af aðgöngumiðum gegnum lands símann. Nú þegar er uppselt á nokkrar sýningar og mikið selt á allar hinar. HraSfrystihúsið tekur til starfa SEYÐISFIRÐI, 21. maí: — Það hefur vakið vonir manna hér í bænum, að tveir ungir menn hafa ráðizt í það að fá frystihúsið hér á leigu og ætla þeir sér að starf- rækja það fyrst um sinn. Ef tíð vecður hagstæð hér um slóðir þá mun starfsemi frystihússins leiða til þess að menn hverfi að sjó- sókn á trillum. Ef tíðin yrði hag stæð gæti þetta leitt til þess að margar trillur hefji héðan róðra. Þessir ungu menn eru báðir héðan úr bænum, Haukur Guð- mundsson, sem er vélstjóri og mun sjá um vélagæzluna og Haf- steinn Sigurðsson, sem hefur matsmannsréttindi við frystingu á fiski. Sem kunnugt er hefur hrað- frystihúsið llengst af verið óstarf rækt og eru nú miklar vonir tengdar við starfsemi þess. — Fréttaritari S \ s \ j Kennedv sigrar j \ enn | ( NEW York, 21. maí: — John 's S Kennedy vann í gær sjö- i • unda stórsigur sinn í full- ■ v trúakosningunum til þings- s S ins, sem velur forsetaefni s • demokrata fyrir næsta for- ) ( setakjör. — I Oregon-fylki ^ S vann Kennedy alla 17 full- S • trúana, sem þar voru kosn- ) ; ir til að sitja þingið og hall- ^ S ast nú æ fleiri að því, að s ) Kennedy verði forsetaefni ) ^ demokrata. ^ Skúgræktarferð mAlfúndafélagið óðinn efnir til skógræktarferðar í Ifeiðmörk á þriðjudagskvöld. — Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu kl. 8. Styrktnrsjóður stúkunnur Frón FYRIR nokkru afhenti Ludvig C. Magnússon, skrifstofustjóri, stjórn Styrktarsjóðs stúkunnar Fróns nr. 227 tíu þúsund og sex- hundruð krónur, sem eru gjöf til sjóðsins frá nokkum velunn- urum hans ,aðallega mönnum utan vébanda Góðtemplararegl- unnar. Verða nöf gefendanna rituð í þar til gerða mjög vand- aða bók, svo sem jafnan er gert, er sjóðnum berast slíkar gjafir, áheit eða dánarminningargjafir. A þessu ári hafa og nokkrir menn afhent gjaldkera sjóðsins, Sveini Sæmundssyni, yfirlög- regluþjóni, fjórtán hundruð kr. Eem að mestu eru áheít, og má af því marka, að vel gefst að heita á sjóðinn. Stjórn Styrktarsjóðsins skipa þrjár konur í stúkunni, þær frúrn ar Ágústa Pálsdóttir, Mávahlíð 37, Arnbjörg Stefánsdóttir, Ljós- heimum 4, og Sigríður Jónsdóttir, Drafnarstíg 2, og veita þær einn ig móttöku gjöfum og áheitum til sjóðsins. Ennfremur veita þær, ásamt Guðmundi Illugasyni, lög- regluþjóni hjá sakadómara, við- töku dánarminningargjöfum, og láta af hendi hin smekklegu minn ingarspjöld sjóðsins, en ár frá á’ú fjölgar þeim, er kjósa að fara þessa leið, er þeir vilja minnast látinna vina. Hlutverk Styrktarsjóðsins er margþætt og að sama skapi fjár- frekt. Megintilgangur sjóðsins er að styrkjá og gleðja með fjár- framlögum sjúka eða fátæka, ennfremur að veita mönnum styrki til dvalar í hvíldar- eða hressingarheimili. Og þegar sjóð- urinn hefur vaxið nægilega, að dómi sjóðsstjórnar, má veita ungum og efnilegum mönnum, þeim, er þess kunna að þurfa og bindindissamir eru styrki til ýmiss konar náms, svo að þeir megi verða hæfari til að skapa menntandi félagslíf og efla bind- indisstarfsemi. Ár hvert eru veittir styrkir úr sjóðnum, svo sem gjaldþol hans og skipulagsskrá fyrir hann leyfa. Þrátt fyrir það hefur hann aukizt, og er nú ört vaxandi. Má fyrst og fremst þakka það sí- vakandi áhuga og einstakri fórn- arlund félaga stúkunnar Fróns, svo og öðrum þeim mönnum, er styrkt hafa sjóðinn með fjárfram- lögum, og með því sýnt í verki, aó þeir virða að verðleikum þá viðleitni til góðra verka, er hann innir af höndum. — Eisenhower Framh. af bls. 1. izt að þeirri niðurstöðu, að já- kvæður árangur af „toppfundin- um“ yrði honum óæskilegur eða óbærilegur, sagði Eisenhower, en að vanda var skuldinni skellt á Vesturveldin, aðallega Banda- ríkin — og þeim kennt um, hvernig til tókst á „toppfundin- um“. Moskvuútvarpið sagði í morg- un, að það væri hreinasta fjar- stæða, að óeining væri með leið- togum Ráðstjórnarinnar. Þar væru allir á sama máli bæði hvað snerti innanríkis- og utan- ríkismál. Ekkert gæti haggað samstöðu Ráðstjórnarforingj- anna. Eisenhower mun flytja banda- rísku þjóðinni skýrslu um „topp- fundinn' einhverntíma í næstu viku, en um helgina dvelst hann í Gettysburg. í 8. ferðina JÁRNFLUTNINGAR Flugfélags- ins til Grænlands hafa gengið að óskum síðan þeir hófust á mið- vikudagskvöldið. Sólfaxi kom laust eftir hádegið úr sjöundu ferðinni og átti að fara aftur um þrjúleytið. Smátafir urðu einu I sinni .vegna veðurs og féll þá ein : ferð niður. i Þessi ítalska stúlka virð- ist ekkert frábrugðin jafn- öldrum sínum, kannski í við laglegri en sumar. En hún er þó að einu leyti öðru vísi en allir aðrir, sem uppi hafa verið fyrr og síðar, því hún hefur tvö hjörtu. Þetta kom í ljós fyrir skcimmu, er læknar rannsökuðu hana. Hútti hefur verlð heilsulaus alla ævi, lítið þolað og legið mikið í rúminu, en enginn vitað fyrr hvað að er. — Læknar voru ekki búnir að gera það upp við sig síðast þegar fréttist hvað gera skyldi. Eflum varnirnar — segir de Caulle PARÍS, 20. maí. — De Gaulle, Frakklandsforseti mun flytja ræðu í sjónvarp og útvarp hinn 31. maí og ræða þá um „topp- fundinn“, sem fór út um þúfur og viðhorf þau, sem sköpuðust þá. Talsmaður stjórnarinnar greindi svo frá, að á stjórnar- fundi í dag hefði de Gaulle sagt, að Frökkum ætti nú að vera ljós- ara en áður, að þeir yrðu að byggja á sjálfum sér, þeir gætu ekki átt neitt undir öðrum — yrðu því enn að efla varnir lands ins. Kuldaleo og brúnaþunjj; UMRÆÐUEFNI manna á me«al hér í Reykjavík í gærmorgun var veðrið og var það ekki að undra. Héðan úr hænum sást ekki til Esjunnar í gærmorgun, en víst var að þar myndi vera illviðri. Um hádegið tók að greiðast úr skýjaflokunum sem umluktu fjallið og kom þá í Ijós að Esjan var hvít niður undir miðjar hlíðar. Var hún kuldalag og brúnaþung, eins og svo margir í gær. — Semja Norbmenn Framh af bls. 1. komulag ríkjanna 54, sem studdu tillögu Bandaríkjanna og Kanada í Genf, sé einnig til athugunar, en vafasamt sé hvort hagkvæmt yrði að láta slíkan samning koma til framkvæmda á Norður- Atlantshafi þar eð hagsmunir strandríkjanna á þessu svæði séu mjög ólíkir, segir Aftenposten. Hæpið sé, að hægt yrði að sam- ræma afstöðu þeirra allra. Getur blaðið um, að Bretar hafi ákveðið að virða 12 mílna fiskveiðilögsögu íslands að sinni, eða í 3 mánuði. Sennilega noti Bretar þennan tíma til að reyna að komast að samkomu- lagi við Norðmenn um einhver tímabundin fríðindi vegna út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Finnskir bladamenn SVO sem frá hefur verið skýft í fréttum dvelur hópur finnskra blaðamanna á Islandi dagana 2.—6. púní nk. Loftleiðir hf. hafa gert áætlun um ferðir blaðamannanna. Verða þeir tvo fyrstu dagana í Reykja- vík, en fara 4. júní til Akureyr- ar, Dettifoss og Mývatns. Sunnu- daginn 5. júní fara þeir til Þing- valla, Sogsfossa og Hveragerðia, Þeir fara héðan sem fyrr segir 6. júní. Schannong’s minnisvurðar 0ster Farimagsgade 42, Kþbenhavn 0. Alúðar þakkir færi ég öllum þeim, sem minntust mín með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmæli mínu 16. þ.m. Lifið heil. Stefán Guðmundsson Kystri Hól, Landeyjum Öllum vinum og vandamönnum, f jær og nær, þakka ég af heilum huga gjafir, skeyti, blóm og hvers konar vinsemd mér sýnda á 80 ára afmæli mínu 16. maí sl. — Guð blessi ykkur öll. Filippía Margrét Þorsteinsdóttir, Drápuhlíð 29. Jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAK PÉTUKSSONAK vélstjóra, Vallartröð 7, Kópavogi, sem andaðist 16. maí fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 24. maí kl. 3. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins Látna, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd dætra og annara vandamanna . Jóhanna M. Guðjónsdóttir. Þökkum alla auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar ARNDÍSAR JÓNSDÓTTUR Týsgötu 4 Jóna Jónsdóttir, Páll Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.