Morgunblaðið - 22.05.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.05.1960, Qupperneq 11
Sunnudagur 22. maí 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 Heilsuverndarstöð á Sólvangi HAFNARFIRÐI — Hinn 17. þ. m. tók til starfa Heilsuverndar- stöð á Sólvangi, sem starfrækt verður á vegum Hafnarfjarðar- bæjar, Sjúkrasamlags Hafnar- fjarðar og ríkisins. Verður þar haft á hendi eftir- lit með vanfærum konum og börnum 1—5 ára svo og ónæmis- aðgerðir. Annast Ólaíur Ólafsson læknir þá starfsemi. Barnahjúkr- unarkona, Guðrún Emilsdóttir, starfar á vegum stöðvarinnar í samvinnu við sérfræðing í barna sjúkdómum, sem er Magnús >or- steinsspn. Skoðun vanfærra fer fram á föstudögum kl. 15—16 .Börn 1— 5 ára komi á miðvikudögum kl. 15—17 og börn á fyrsta ári komi aðeins eftir boði hjúkrun- arkonu, en hún verður til við- tals í sima 50486 á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 14—15. Fólk er beðið að athuga að sími Heilsuverndarstöðvarinnar er 50486 en ekki 50281, eins og auglýst hefur verið. Undanfarið hafa hafnfirzkar konur og börn notið þjónustu Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur jafnframt því að eftirlit með vanfærum konum hefir far- ið fram á vegum Sólvangs. Eftirleiðis verður öll þessi starfsemi á vegum Heilsuvernd- arstöðvarinnar á Sólvangi. Allmiklar breytingar og lag- færingar hafa verið gerðar á húsnæði vegna hinnar nýju og auknu starfsemi og hefur bæjar- stjórn Hafnarfjarðar kostað það. Stjórn Heilsuverndarstöðvar- innar skipa: Ólafur Einarsson, héraðslæknir, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastj., Stefán Júlíusson, yfirkennari. Færaiiskirí í biíð- skaparveðri SIGLUFIRÐI, 12. maí: — Und- anfarna daga hefur verið hér ágætis tíð og eru tún nú farin að skipta lit og verða græn. Unnið er að því að ryðja snjó af vegin- um upp í Siglufjarðarskarð, en það gengur hægt, því að snjór er þar mikill. Hefur ein snjóýta verið að verki hérna megin skarðsins. Margir trillubátar stunda héð- an færafiskirí og hefur at'h verið góður hjá öllum. Hefur suma daga fengizt um tvö þúsund pund á færi. Mest af þeim afla er salt- að. Einn línubátur hefur róið héð- an með línu í vetur en er nú hættu- því og farinn á færafisk- irí. Púað á Menderes ANKARA, 20. maí. — Lögreglan varð að beita táragasi til að Ireifa mannfjölda miklum, sem safnazt hafði saman á torginu Ataturk, þegar forsætisráðherrann, Adn- am Menderes, ók þar um í dag. Upphófst mikið öskur og pú þeg- ar bíll hans ók þar um, en síðan urðu nokkrar óeirðir milli lög- reglunnar og mannfjöldans. Var Menderes á leið í veizlu, sem Nehru forsætisráðrerra lndlands hélt honum, en hann er í f jögurra daga opinberri heimsókn í Ank- ara . Hafliði losar hér í dag 200 tonn af fiski, sem fengin eru á heimamiðum. Fer hann í fryst- ingu og herzlu. Á morgun er von á Elliða með afla af fjarlægum miðum. Ekkert hefur írétzt frá honum um veiðarfæratjón. — Guðjón Husqvarna — Automatic Saumar venjulegan saum, sik-sak saum, stoppar í fatnað og fleira. Væntanlegar á næstunni. — Verð áætlað kr: 8.400.00 í tösku. Pantanir óskast endurnýjaðar. Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandbraut 16 — Sími 35200. Mjdlkur & rjdma-ís frá Isborg Ennþá sama lága verðið Mjólkurís: R j ó m a í s : 1 lítri kr. 19 50 1 lítri kr. 26.00 Vi lítri kr. 11.00 ’/z lítri kr. 14.00 Húsmæður! — Athugið að mjólkur- og rjómaís frá ísborg er ódýrasti eftirmatur sem völ er á. í S B O R G Símnotendur Heimildarmiðarnir eru fallnir úr gildi. Tryggið yður eigin númer nú þegar. Dregið 21. júní Símahappdrætti S.L.F. eimdallur F.IJ.S. heldur Almennan fund í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 24. maí kl. 21. Umræðuefni: Skipulagt almenningsalit „ i , Jóhann Hannesson, prófessor Frummælendur: „ . . K Kristmann Guðmundsson, nthofundur Ævar Kvaran, leikari. Síðan verða frjálsar umræður. — Öllum heimill aðgangur. HEIMDALLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.