Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. maí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 17 Óskar Pétursson Skammbeinsstöðum 60 ára við það, sem nú er, en það veit ég, að vel hefði hann verið hlut gengur á því sviði, því maðurinn er greindur í bezta lagi og liggur margt í augum uppi. Sú stutta SÚ kynslóð, sem nú er komin um og yfir miðjan aldur, hefur lifað gjörbyltingu á flestum svið um í þjóðfélaginu. f>eir sem fæddir eru um aldamótin síðustu hafa verið virkir þátttakendur í þeinri stórkostlegu þróun, sem hér hefur orðið. Þeirra verk er því mikið og margur maður get- ur litið með gleði og kanski nokkru stolti yfir farinn veg. — Venjulega ber að gleðjast yfir því, sem áunnizt hefur og þakka öllum, sem hafa lagt hönd á plóginn. Og íslenzka þjóðin stendur nú betur að vigi en nokkru sinni fyrr að halda áfram þeirri uppbyggingu er aldamóta mennirnir lögðu grundvöllinn að af stórhug og framsýni. Og þótt margur hafi fengið að launum lúin bein, þá er það lífsins saga, sem hver kynslóð hefur hlotið eftir erfiði dagsins. En því hef ég þennan formála að mig langar í dag að senda mætum manni og góðum granna fátæklega afmæliskveðju — sex- tugum. En þessi maður er Jón Óskar Pétursson, bóndi að Skammbeinsstöðum. Hann er fæddur að Skammbeinsstö'ðum hinn 22. maí árið 1900, elzta barn þeirra hjóna Guðnýjar Kristjáns dóttur frá Árgilsstöðum og Pét- urs Jónssonar frá Stokkalæk, en þau höfðu þá nýhafið búskap að Skambeinsstöðum og þar bjuggu þau í fjörutíu ár, en Pétur lézt árið 1940, en Guðný lifir enn nærri 85 ára og vel ern. Níu urðu þau börn Guðnýjar og Péturs, sem til aldurs komust. Það gefur því auga leið að vinna hefur orð- ið hörðum höndum til að halda í horfinu, þá var ekki barnalíf- eyrir greiddur og varð hver að sjá um sig sjálfur. En þetta tókst með sóma, en snemma vöndust bömin vinnusemi. Það varð hlutskipti Óskars eins og reyndar flestra unglinga á þeim árum að fara að heiman í atvinnuleit fljótt eftir ferming- una. Lá þá leiðin að sjónum á vetrum en heim til föðurtúna að sumrinu. í fjölda margar ver- tíðir var Óskar á togurum, en vann svo að búi foreldra sinna öll sumur. Árið 1931 hóf hann búskap að Skammbeinsstöðum og giftist Guðnýju Jónsdóttur frá Holts- múla í Landsveit, mætri konu, er hefur reynst honum traustur förunautur. Þau hjón eiga þrjú böm, en þau eru: Unnur, gift Gísla Ástgeirssyni bónda, Syðri Hömrum, Eyrún, gift Sæmundi Gúðmundssyni, skólastjóra við Laugalandsskóla hér í Holtum og Bragi, er vinnur að búi foreldra sinna. Fjölmörg trúnaðarstörf hafa Óskari verið falin fyrir sveitar- félagið og ýmiskonar félagskap. Verður fátt eitt talið, en þess má geta, að hann átti um skeið sæti í hreppsnefnd og í skóla- nefnd í áratugi, í stjórn sjúkra- samlagsins, endurskoðandi sveit- arreikninga o. fl. o. fl. og svo það, sem sízt skyldi vera eftir- skilið, að hann hefur um langt árabil verið organisti við tvær kirkjur í sveitinni, Marteins- tungu og Hagakrkju. Verða þau störf ein sjálfsagt seint metin eins og vert væri. Óskar hefur aldrei verið í tölu stórbænda, enda aldrei að þvi stefnt, en hann hefur verið góður- bóndi og farsæll; hann hefur ræktað jörð sína og bætt mjög og látið mörg strá vaxa, þar sem áður spratt eitt. Og þannig hefur hann farið með búfénað sinn að hann hefur jafn an gefið góðan arð. Ekki veit ég um það, hvort hugur Óskast hef- ur hneigzt til þess á unglingsár- unum að stunda skólanám, en þess var þá lítill kostur miðað saga, sem hér hefur verið rak- in er þó í raun og veru ekki nema umbúðir, því allir menn gegna að sjálfsögðu einhverjum störfum. Á bak við er svo per- sónan, maðurinn sjálfur. — í í þessu tilfelli er mér ljúft að votta um það að Óskar er dreng- ur góður í þess orðs fyllstu merk ingu, held ég að fullyrða megi að það sé álit allra, sem honum hafa kynnst og varast verður betri einkunn gefin nokkrum manni, en sú, að öllum sínum samferðamönnum hafi hann orð ið til góðs. Óskar á Skammbeins stöðum er einn af þessum vor- mönnum, sem mótuðust af áhrif- um frá hugsjónaeldi ungmenna- félagshreyfingarinnar á morgni aldarinnar. Hann gekk ungur í Ungmennafélagið Ingólf og hef- ur enginn átt lengur sæti í stjórn þess en hann. Á þeim árum er Óskar og hans jafnaldrar voru að alast upp voru búskaparhættir allir með frum- stæðu sniði miðað við það, sem nú er. Flestir voru fátækir og lífsbaráttan var því oftast hörð og ýmsir urðu undir í þeirri bar- áttu, biðu ósigur. En svo fór að rofa til. Breytingin kom með bættum samgöngum, alhliða menntun, ræktun, húsabótum, rafvæðingu, félagslegum samtök um, og vitanlega mörgu fleiru. Og því skyldum við ekki við tíma mót í lífi mætra manna, sem hafa verið virkir þátttakendur í allri þessari uppbyggingu, rétta þeim höndina með þakklæti og virð- ingu, en Óskar á Skammbeins- stöðum er einmitt einn af þessum mönnum. Skammbeinsstaðir í Holtum hafa jafnan verið stórbýli og þar hefur oft verið búið með rausn og prýði. í þyrjun 18. aldar bjó þar t. d. Hákon Hannesson sýslu maður Rangæinga og þá var þar kirkja (svo nefnd hálf- kirkja). Að sjálfsögðu er sýslu- maðurinn löngu ausinn moldu og sömuleiðis kirkjan. En þar sem sem áður bjó einn bóndi búa nú PILTAR = EFÞlÐ EfGIO UNNUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRINGANA / W E S L O C K Hurðahúnar og skrár Mjög falleg- vara. Til prýði í öllum íbúðum. Skoðið W E S L O C K áður en þér kaupið annað. Fyrsta sendingin komin til landsins og fæst í Byggingavörur ht., Laugaveg 178, sími 35697. Umboðsmenn á íslandi fyrir WESERN LOCK Mfg. CO. K. Þorsteinsson & Co. Tryggvagötu 10 — Sími 19340. þrír bændur í raun og veru stór- búum og held ég að á engan sé hallað þó því sé haldið fram að Skammbeinsstaðir séu einhver bezt setna jörðin í sveitinni. Ég tel.hiklaust að Óskar á Skamm- beinsstöðum sé óskabarn ham- ingjunnar. Hann er alinn upp á góðu heimili og mótaðist ungur af áhrifum hugsjóna og menning- ar. Sjálfur átti hann gott heim- ili og hann hefur á ýmsan hátt verið brautryðjandi í búnaði Lönd okkar Óskars liggja sam- an, við höfum því jafnan haft allmikið saman að sælda, þau skipti hafa öll orðið á þá leið að ég þakka í einlægni fyrir sam- skiptin. Óskar, á þessum tímamótum í lífi þínu, óska ég þér allra heilia og þakka þér tryggð og vináttu frá fyrstu tíð. M. G. Dönsk borðstofuhúsgögn Sundurdregið borð og 6 bakstólar og buffetskápur. Ennfremur sófasett og 3 sófaborð. — Allt sem nýtt til sýnis og sölu að Úthlíð 7 eftir kl. 17 daglega. FATAPRESSA óskast. Upplýsingar í síma 127, Selfossi. Þokpoppi — Krossviður NÍKOMIÐ : BRENNIKROSSVIÐUR 4 m/m FURUKROSSVIÐUR 4—5 m/m Ennþá fyrirliggjandi á gamla verðinu: ÞAKPAPPI 2 tegundir kr.: 127,00 og kr.: 168,00 rl. BORÐPLASX 62x44 cm. 6 litir VEGGSPÓNN 2 tegundir WISA-PLÖTUR plast- Húðaðar Væntanlegt Sænskt harðtex 1/8” olíusoðið og venjulegt. Gatað liraðtex 1/8” BRENNI, EIK, TEAK og MAHOGNI í plönkum. Tökum á móti pöntunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.