Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 9
Sunmidagur 22. maí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 9 t — Danskur skáldskapur Framh. af bls. 6. allrar hamingju fyrirlítur höf- undurinn þessa afsökun, og mð- urstaðan verður sú, að sögumað- ur sé óþokki. Það er gaman að athuga það, að söguhetjan í skáidsögu Ib Munksgaard er einnig öþokki, en þykist vera verri en hann er — og þess: vegna verður hann betri. Sögu- hetja Ole Juul er algjör and- stæða. I þessu yfirliti um danskaP lausamálabækur, sem komið hafa út veturinn 1959—-1960, er enn eftir að minnast á tvær at- hygliSverðustu skáldsögurnar; „Jorim er mit navn“ eftir Karl Bjarnhof og „Dþden má have árság“ eftir Willy-August Linne- mann. Báðir þessir rithöfundar eru fyrir löngu orðnir þekktir erlendis. Karl Bjamhof er ásamt með Karen Blixen sá nútíma- höfundur danskur, sem er mest lesinn erlendis. Hann hefir m]ög mikia sérstöðu sem rithöfundur, þvt að hann er blindur. Karl Bjarnhof sameinar þessa sér- stöku lífsreynslu mikilli og sér- kennilegri skáldgáfu. Minningar hans „Stjernerne blegner" og „Det gode lys“ bera augljós merki þessa. Með næstu bók sinni, skáldsögunnj „Det korte dag er lang nok“, sýndi hann, að honum lætur vel að skrifa fleira en minningar. í nýjustu skáldsögú sinni gengur hann feti framar og fjallar um fólk, sem á engan hátt tekur þátt í hlutskipti hinna blindu. Þeir, sem eru kunnugir bókmenntum Norðurlanda, munu hugsa til Hermans Bangs og Henriks Ib- sens er þeir lesa „Jorim er mit návn“. Sagan gerist ílitlu þorpi í Danmörku og fjallar um tón- listarmann, sem bjó ekki yfir ríkri tónlistargáfu, og flýr því á vit lífslýginnar. Kona hans er dugmikil og verður að sjá heimilinu farborða. Bæði setja þau allt sitt traust á börnin, dreng og stúlku. Þau eiga að verða það, sem foreldrarnir gátu ekki sjálfir orðið. Listamenn — auðvitað. Snilld Karls Bjarnhofs felst í því, að hann segir þessa sögu þannig, að hvert smáatriði verð- ur lifandi þáttur í frásögninni, en jafnframt finnur lesandinn hinn kalda gust örlaganna á næstu grösum. Bjarnhof er mik- ill stílsnillingur. _ Willy-August Linriemann er j frá Flensborg, og allar bækur hans gerast í þessari fallegu j landamæraborg. Fyrstu skáld- sögur sínar skrifaði hann í natúralískum stíl með landa- mæraerjurnar í huga — eins og ösvikinn danskur Slésvíkingui'. Tvær síðustu skáldsögurnar, sem hafa einkum aflað honum frægð- ar. eru skrifaðar í rómantískum stíl og af leiftrandi kímni. „Dþden má have en ársag“ er eins og næsta bók á undan „Bogen om det skjulte ansigt" eins konar sagnasáfn. Sögurnar eru sagðar í loftvarnarbyrgi í Flensborg, meðan á loftárás stendur. Fólkið í Flensborg flýr sprengjuregnið á sama hátt og unga fólkið í „Dékameron“ eftir Boecacio flýr drepsóttina i Ftór- ens. 1 loftvarnabyrginu stappa menn í sig stálinu með því að segja sögur. Og í þessum sögum birtist lifandi, litrík og ógleym- anleg mynd af Flensborg. Willy-August Linnemann seg- ir frábærlega vel frá. Sumar sög- urnar eru svo skelfilegar, að kaldur sviti sprettur út á enni manns, aðrar eru svo fjörugar, að einna helzt má líkja þeim við sögur Boccacios. I mörg ár hefir ekki verið skrifað á dönsku eða á öðrum Evrópumálum af svo miklu fjöri, ást á lífinu og andúð á öllum broddborgaraskap í j hugsun og skoðunum. Þetta er sannarlega mikið nútímaverk. Willy-August Linnemann var með réttu kjörinn í febrúar sl. | „rithöfundur ársins“. en það er j mesta viðurkenning, sem hægt | er að veita rithöfundi í Dan- i mörku. Jæja, hér hafa verið nefndar nokkrar nýjar danskar lausa- málsbækur, sem eru vel þess virði að lesa þær. Ekki af því að . þær eru danskar bækur — held- j ur af því að þær eru góðar bækur. — Hakon Stangerup. ÞESSI 3 HEFTI með myndskreyttri og litprentaðri kánu . , í . ájSiö.í iWi&Htepri, ? l «*«•*» 1» . .. i ■ Í , Á i xtijá&E&í&GAÁtf* | :x •i nix&pxfMxfoik. 3 13 N it* , o 8>-<r * i Bt'kfHkil ln«> lljnu » Frcfiréslr Bcnjir, min j Bfosrá þilf Til Btiafiiirfar J Sawoftriífid Hillkv Dnmmur Þif rrí »mi, iraf A .jémíu itórisnmuii Kotmfú Hiicrriif? Wmiui íilio Giití-fjJrildi? og samtals 20 lögum eftir þennan vinsæla danslagahöfund eru komin út pg fást nú í hljóðfæraverzl- unum í Reykjavík og víðar. Hvert hefti kostar í lausa- sölu 30,00, 35,00 og 30.00 kr. Afsláttur er 30%, ef minnst 10 eintök eru keypt af hverjú hefti. Upplag er takmarkað, svo þeir, sem vilja tryggja sér eintak af þessum mjög eftirspurðu heftum, ættu að gera pantanir sínar sem fyrst. TÓNABANDIÐ, Reykjavík, pósthólf 88, sími 17446 eða Hljóðfærahús Reykjavíkur, Bankastræti. Textahefti Tólfta Septembers fæst einnig á sömu stöðum. Frá unglingavinnunni í Krýsuvík StarfaÖ verður í tveim flokkum í sumar og fer fyrri flokkurinn upp eítir 3. júní og verður til 6. júlí. Siðari flokkurinn fer upp eftir 18. júlí og verður til 23. ágúst. Hver flokkur ke/nur heim einu sinni á tímabilinu. Teknir . verða drengir á aldrinum 9 til 14 ára. Innritun fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni dag- ana 23. til 25. mai kl. 9 til 5 alla dagana. Á sama stað og tíma verður einnig tekið á móti um- sóknum um dvöl barna í Giaumb*. Barnaverndarfulltrúi Hafnarf jarðar Sundbolir ný sendinsr. £ rúó Hafnarstræti 4. Gre/ðs/usl oppar vatteraðir — Margir litir. C^roó Hafnarstræti 4. Kápur — Dragtir ný sending á mánudag. £ roó Hafnarstræti 4 — Sími 13350 Myndavélar F il mur FRAMKÖLLUN — KOPERING STÆKKUN LÆKJARTORGI fyrirliggjandi. — Verð kr. 109.80 platan. I i -•*- > l*iíil Þorgcirsson — laugavegi 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.