Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 2
e 2 MORr.TlNBLHÐIÐ Sunnudagur 22. maí 1960 sland fái handritin I TÍMARITINU „Verdens Gang“ birtist fyrir nokkru tillaga, sem nefnd danskra áhugamanna um handritamálið hefur gert til ríkis stjórnar Danmerkur og stjórn- málaflokkanna þar í landi, en formaður nefndarinnar er Bent A. Koch, ritstjóri „Kristeligt Dagblad“. Eigi er vitað, hver verður af- staða danskra stjórnarvalda til tillögunnar. Tillagan er þannig í islenzkri þýðingu: Vér undirritaðir, sem berum þá ósk í brjósti að ráða til lykta deilunni um íslenzku handritin á þann hátt, að fullnægt verði réttmætum óskum, bæði Dana og íslendinga, leyfum oss að leggja til, að a. íslenzk handrit í opinberum dönskum söfnum verði afhent Islandi að gjöf. b. Stofnskrá Arnasafns verði breytt með konungsbréfi í þá átt, að 1. ísland fái aðaláhrif á stjórn stofnunarinnar. 2. Stjórninni verði veitt heim- ild að koma handritunum fyrir þar, sem hún ætlar, að ákjósanlegust skilyrði séu fyrir hendi að fullnægja fyr- irmælum stofnskrárinnar um varðveizlu þeirra og nýt- ingu. S. Breytingar á stofnskránni verði framvegis á valdi Al- Þingis. 4. Öllum, sem réttmætra hags- muna hafa að gæta, verði tryggð aðstaða til þess að bera ágreiningsatriði um það, hvort gætt sé fyrir- mæla stofnskrárinnar, undir dómstólana, og að 5. Úrskurðarvald um það, hvort gætt sé fyrirmæla stofnskrárinnar, verði falið íslenzkum dómstólum. Jafnframt beinum vér þeim til- mælum til dönsku rikisstjómar- innar, að hún leiti samkomulags við íslenzku ríkisstjórnina um, að hin síðarnefnda mæli svo fyr- ir við hina nýju stjórn stofnun- arinnar, að 1. öll handrit, er rituð séu af Is- lendingum, fyrir íslendinga og á íslandi varðandi íslenzkar bókmenntir skulu flutt til ís- lands ásamt handritum þeim, er runnið hafa til safnsins um íslenzkar bókmenntir og fjalla um lögfræðileg og sagnfrséði- leg efni, jarðabækur, skjöl frá fornum íslenzkum býlum o. s. frv. 2. Sá hluti Árnasafns, er notaður verði við samningu hinnar miklu íslenzk-dönsku orðabók- ar, skuli verða áfram í Dan- mörku, þar til verkinu er lok- ið, þó eigi lengur en 20 ár, og loks að S. Þau stjórnarskjöl, sem í safn- inu eru og snerta ríkjasam- bandið og framkvæmd þess, skulu vera áfram í Danmörku. Tillagan um afhendingu hand- rita úr dönskum söfnum (skinn- bækur í konunglega bókasafninu) er gerð á grundvelli þeirra skoð- unar, að handrit þessi hafi kom- izt í eigu Dana á þeim tíma, er Island var hluti danska ríkisins, og eðlilegast sé nú eftir sambands slitin, að þeim sé ætlaður staður á Islandi. Til stuðnings tillögunni um breytingu á stjórnskrá Árnasafns í þá átt, að fært verði að flytja handritin til fslands, viljum vér — auk hins ótvírsðða siðferðilega réttar, sem virðist vera fyrir hendi frá okkar sjónarmiði — benda á eftirfarandi, er prófessor, dr. jur Alf Ross hefir meðal ann- arra tekið fram (Ugeskrift for Restvæsen, 11Z5 1957). 1. Tilgangurinn með því að koma á fót stofnuninni mun á ann- ann bóginn hafa verið sá að varðveita handritin handa komandi kynslóðum, en á hinn bóginn að geyma þau við slík skilyrði, að þau gætu þjónað vísindarannsóknum og að smám saman yrði hægt að koma þeim á prent. Islendingnum Arna Magnús- syni var Hafnarháskóli aðeins eðlilegt gagn til þessa. 2. Hafnarháskóli á engann raun- verulegan eignarrétt að safn- inu, heldur aðeins vald til þess að stjórna því í samræmi við tilgang stofnunárinnar og stofn skrárinnar. Með því, að það er álit okkar, að rannsókn ritanna og nýting verði nú bezt framkvæmd á ís- landi, ekki sízt hinna miklu, hálfrannsökuðu hluta safnsins, teljum vér eðlilegt, að stofnuin sé talin sjálfseignarstofnun og að opin leið verði að flytja safnið. Með flutningi ritanna á slíkum grundvelli yrði lögð áherzla á það atriði, að hvorugt landanna er „eigandi" að handritunum, en á hinn bóginn yrði öllum, er réttmætra hagsmuna hafa að gæta í sambandi við þau, tryggð aðstaða til þess að bera ágrein- ingsatriði um það, hvort fylgt sé ákvæðum stofnskrárinnar, undir dómstólana. Með því að vér lítum ennfrem- ur svo á, að jákvæð lausn á hinni margæru deilu um handritin myndi vera mikilvæg, ekki ein- ungis samskiptum Dana og ís- lendínga heldur einnig norrænni samvinnu, og að slík lausn gæti orðið fyrirmynd þess, hvernig tveim þjóðum getur á grundvelli gagnkvæms skilnings tekizt að útkljá mál, sem viðkvæmt er frá þjóðernislegu sjónarmiði, berum vér fram þau eindregnu tilmæli, að íslenzka handritamálið verði tekið til meðferðar og útkljáð að fullu“. í nefnd þeirri, er bar fram til- lögur þessar, eiga sæti: H. Dons Christensen biskup; Edv. Henningsen bókaútgefandi; cand. mag. S. Haugstrup Jensen, lýðháskólastjóri; Bent A. Koch ritstjóri (formaður); A. Richard Möller, lögmaður við landsyfir- réttina, og G. Sparring - Petersen prófastur. Eftirtaldir menn hafa léð til- lögunum fylgi sitt: Carl Bay, dómprófastur; Hanne Budtz, landsyfirréttarlögmaður; E. Busch, yfirlæknir; Erik Drey- er, ráðuneytisstjóri; Johs. Hoff- meyer, lektor; Eiler Jensen, for- maður landssambands stéttarfél- aga; C. V. Jernert, forstjóri; Hans L. Larsen .verksmiðjueigandi; dr. med. E. Meulengracht, prófessor; Jóhs. Petersen - Dalum, tilrauna- stjóri; Poul Reumert; dr. Hakon Stangerup, dósent; Knud Thestr- up, dómari; H. öllgaard, biskup. Lögregluvörður um bú- sfað Kishi Dagskrá Alþingis DAGSKRA efri deildar Alþingis mánu- daginn 23. maí kl. 1.30: 1. Tollvöru- geymslur, 3. umr. 2. Ríkisreikningurinn 1957, 2. umr. 3. Alþjóðasiglingamála- stofnun, frv. 1. umr. 4. Landnám, rækt un og byggingar í sveitum, frv. 1. umr. 5. Fiskveiöasjóður Islands, frv. Framh. 3. umr. 6. Verzlunarstaður við Arnar- nesveg, frv. 2. umr. (Ef leyft verður). Dagskrá neðri deildar kl. 1.30: 1. Dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi, frv. Frh. 2. umr. (Atkvæðagr.). 2. Sala tveggja jarða í A-Húnavatnssýslu, frv. Frh. einnar umr. (Atkvæðagr). 3. Verzl unarbanki Islands, frv. 2. umr. (Ef leyft verður). 4. Verðlagsmál, frv. 2. umr. 5. Dýralæknar, 2. umr. 6. Orlof húsmæðra. frv. 2. umr. 7. Framleiðslu- ráð landbúnaðarins o fl. frv. 2. umr. TOKYO 21. maí. — Óflugur lög- regluvörður var við bústað Kis- hi, forsætisráðherra Japans í morgun, er um 150 manns reyndu að ráðast til inngögnu í húsið. Þetta er annar dagurinn í röð, sem átök verða við hús ráðherr- ans. í morgun tókst nokkrum jafn- aðarmannaforingjum að komast inn í hús Kishi og báðu um við- tal við ráðherrann, en var synj- að. — í gær réðust um 300 stúd- entar að húsinu, en lögreglan kom í veg fyrir að þeir kæmust að því og yllu spjöllum. Sjö voru handteknir og 30 stúdentar og lögreglumenn hlutu meiðsli í átökunum. Um 500 lögreglumenn voru kvaddir á vettvang til að fjar- lægja áhangendur stjórnarand- stöðunnar, sem settust að í göng- um þinghússins í morgun, er gengið var til atkvæða til sam- þykktar vamarsammngnum. — Tókst stjórnarandstöðunni ekki að koma í veg fyrir samþykkt hans. /* NAIShnifT / SV 50 hnúlor X Snjókoma 9 06, S7 Skúrir IC Þrumur Wzi KutíaM Hitaski! H Hmi L Lat/i Gromyko svaraði ekki spurmngum NEW York, 21. maí: — Gromyko, utanríkisráðherra Ráðstjórnar- innar, kom hingað í morgun því bann mun sitja fund Öryggis- ráðsins, sem fjallar um banda- rísku njósnaflugvélina U-2 að kröfu Rússa. Á flugvellinum las Gromyko yfirlýsingu fyrir blaða- menn, en fékkst ekki til að svara neinum spurningum. Ekkert nýtt kom þar fram. Fundur Öryggis- ráðsins hefst á mánudag. Ráðstjórnin sendi, japnösku stjórninni í gærkvöldi mótmæla- orðsendingu vegna varnarsamn- ingsins við Bandaríkin. Sagði þar, að bandarísk flugvél frá stöðvum í Japan hefði flogið inn í rússneska lofthelgi og Japanir yrðu að taka afleiðingunum, ef þessu héldi áfram. - Þunn ljósrák á kvöldhimninum yfir Osaka í Japan sýnir braut rússneska geimskipsins, þegar þa» fór yfir borgina sl. þriðjud. Flensborgarskóla bárust góðar gjafir við skólaslit HAFNARFIRÐI. — Flensborgar- skólanum var sagt upp í fyrradag, og flutti skólastjórinn, Ólafur Þ. Kristjánsson, ræðu við það tæki- færi. Flutti hann hvatningarorð til nemenda, þakkaði samveruna í vetur, og óskaði þeim alls vel- farnaðar. Loks afhenti hann próf skírteini. í vetur voru í skólanum 382 nemendur í 14 bekkjardeildum. Gagnfræðaprófi luku 53 og hlaut Sigurbjört Þórðardóttir í bók- námsdeild hæsta einkunn eða 8.49, í verknámsdeild varð Jón Aðalsteinsson efstur með 8,21. Hæsta einkunn í skólanum hlaut hins vegar Pálína Dóra Péturs- dóttir í 2. bekk, 9.35. Geta má þess, að í bóklegu fékk hún 9.55, sem er afbragðseinkunn. 11 nem- endur úr Flensborg þreyta nú landspróf. Heilsufar var fremur gott í skólanum í vetur. Við skólaslit voru mættir 20 og 10 ára nemendur, og færðu hinir fyrrnefndu honum að gjöf eðlis- fræðiáhöld, en hinir peningaupp- hæð. Þá var þar og mættur Finn- bogi Arndal, sem útskrifaðist úr skólanum 1895. Flutti hann stutta ræðu. í sambandi við þessi skólaslit gengu tveir synir séra Þorvaldar heitins Jakobssonar, sem var kennari í Flensborg um 13 ára skeið, á fund skólastjóra og af- hentu skólanum málverk, eftir Finn Jónsson og lampa útskorinn af Marteini Guðmundssyni. Höfðu báðir þessir munir verið í eigu sr. Þorvalds, en hann hafði á sínum tíma mælt svo fyrir, að þeir rynnu til Flensborgarskól- ans. Einnig gáfu fjögur börn hans 20 þús. kr. í Móðurmálssjóð séra Þorvalds, en sá sjóður var stofn- aður fyrir nokkrum árum af göml um nemendum hans. — Þakkaði skólastjóri hinar góðu gjafir. — G. E. LÆGÐARMIÐJAN er nú við Suðurströnd landsins og kuldaskilin gengin suður fyrir svo að kaldá loftið norðan að hefur nú flætt yfir landið. Norðan lands er NA-hvass- viðri, hiti nálægt frostmarki og talsverð snjókoma. Sunn- an lands er úrkomulítið, en þykkt loft með 4—7 stiga hita. Lægðin hreyfist til suð- austurs og fjarlægist, en fer jafnframt dýpkandi. Hins vegar er háþrýstisvæði yfir Grænlandi á undanhaldi og mun NA-veðrið því senn fara að ganga niður norðan lands. Hinn 7. þ. m. var ísjaðarinn ; á Grænlandshafi 100—120 km ( norðvestur af Straumnesi eða i óvenjulega langt undan landi [ eftir árstíma. | S VEÐURÚTLIT: SV-land, Faxafl., SV-mið,; Faxafl.mið: Vaxandi NA-átt, S léttir smám saman til. Breiða^ fj., Breiðafj.mið: Allhvass; norðaustan, slydda eða rign-S ing. ^ Vestf. til Austfj. Vestfj.mið; til Austfj.miða: Alihvass norðs austan og snjókoma, einkum ^ á annesjum og til hafs. SA- s Iand og SA-mið: Vaxandi aust j anátt, rigninng. ^ Ferðastyrkir til Bandaríkjaima MENNTASTOFNUN Bandaríkj- anna á íslandi (Fulbrightstofnun in) hyggst veita nokkra ferða- styrki til íslenzkra námsmanna, sem hafa í hyggju að stunda fram hallsnám við háskóla eða aðrar æðri menntastofnanir í Banda- ríkjunum á háskólaárinu 1960— 1961. Styrkir þessir munu nægja ’ fyrir ferðakostnaði frá Reykja- vík til New York, og til baka aftur. Ferðastyrkir þessir verða ein- ungis veittir þeim, sem hyggja á framhaldsnám og þegar hafa lokið háskólaprófi hér eða annars staðar en í Bandaríkjunum. Þeir sem hlotið hafa námsstyrk frá stofnuninni nú í vor þurfa ekki að sækja um þessa ferðastyrki, Umsóknir um styrki þessa skulu hafa borizt Fulbrightstofn- uninni fyrir 10. júní n.k. Með umsókn sinni þarf umsækjandi að láta fylgja afrit af skilríkjum fyrir því, að honum hafi verið veitt innganga í háskóla eða aðra viðurkennda æðri menntastofnun í Bandaríkjunum. Þá þarf hann að ganga undir sérstakt próf í enskri tungu. Þá þarf umsækj- andi að geta sýnt, að hann geti staðið straum af kostnaði vð nám sitt og dvöl meðan hann er í Bandaríkjunum. Umsækjendur fkulu vera íslenzkir ríkisborgar- ar. Umsóknareyðublöð fyrir styrki þessa er hægt að fá hjá Mennta- málaráðuneytinu, Stjórnarráðinu, hjá skrifstofu Menntastofnunar Bandaríkjanna, Laugavegi •!§, 2. hæð og hjá Upplýsingaþjóhustu Bandaríkj anna, sama stað á 5. hæð. Umsóknir má senda í póst- hólf stofnunarinnar. nr. 1059, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.