Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVWBI 4ÐIÐ Sunmidagur 22. maí 1960 Stúlka helzt vön afgreiðslu og ekki yngri en 25 ára óskast í hjúkrunar- og snyrtivöruverzlun í miðbænum. Um- sóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „Snyrtileg — 3923“. Dömur — Sumarfatatízkan 1960 TÖKUM UPP Á MORGUN SPORTJAKKA — SPORTBUXUR — SHORTS og allskonar sportfatnað. HJÁ B Á R U . LÍFSTYKKJAVÖRUR HAFA HLOTIÐ EINRÓMA LOF FYRIR GOTT LAG VANDAÐA VINNU BEZTU FÁANLEG EFNI FJÖLBREYTT TEGUNDAVAL BIÐJIÐ ALLTAF UM BRJÖSTAHÖLD OG LÍFSTYKKI MEÐ VÖRUMERKINU sém viiuwm OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ BEZTA Þær læra að vefa, lita og spinna FYRIR skömmu var hald- in sýning á verkum nemenda Handíða- og myndlistarskól- ans, Skipholti 1, hér í bæ. Voru þar sýnd verk úr öll- um deildum skólans, barna- teikningar, mosaik, vefnaður, tsáldþrykk, litógrafía, mál- verk og teikningar, svo eitt- •hvað sé nefnt. Eins og kunnugt er hefur Handíða- og myndlistarskól- inn starfað um 21 árs skeið, alla tíð undir stjórn Lúðvígs Guðmundssonar skólastjóra. Kennslugreinar eru fjölda margar. Dagdeildirnar eru fjórar, kennsludeild hagnýtr- ar myndlistar, listiðnaðar- deild kvenna, kennaradeild í vefnaði og teiknikennaradeild. Auk þess eru síðdegis- og kvöldnámskeið í 12 mismun- andi listgreinum. Áhugi fyrir myndvefnaði Það var verið að taka niður sýninguna, þegar blaðamann Morgunblaðsins bar þar að. Nokkrir nemendur voru sam- an komnir til þess starfa, hýr- ir í bragði eftir vel heppnaða og fjölsótta sýningu. Við náðum tali af Lúðvíg Guðmundssyni, skólastjóra, og fór hann með okkur um allar deildir og útskýrði hinar ýmsu listgreinar. Lengst af dvöld- um við í listiðnaðardeild kvenna og skoðuðum hina ýmsu muni nemenda skólans, sem einkenndust af glöggu listaauga, vandvirkni og á- huga. — Vefstólar skólans eru nú um 18 talsins, stórir og litlir, sagði Lúðvíg Guðmundsson. Það ríkir mikill áhugi á vefn- aði meðal kvenna, nú 'eins og áður, og eru námsmeyjar á ýmsum aldri. í vetur var myndvefnaður kenndur í ein- um flokki á kvöldnámsskeiði og mæltist það mjög vel fyrir. Á þessum vegg sjáið þið verk eftir þær. Kennari í mynd- vefnaði er frú Vigdís Krist- jánsdóttir. í listiðnaðardeild kvenna er kenndur vtfnaður, vefnaðar- fræði og mynzturteiknun, einnig hafa nemendur heimild til þátttöku í námi allra kennslugreina kennsludeildar hagnýtrar myndlistar, eftir því sem tími leyfir. Og nú byrja þær á viðaukanámi í spuna og lýkur því námi ekki fyrr en um miðjan júní nk. Ofið teppi eftir frú Sigríði J. Magnússon, formann Kvenrétt indafélags tslands. Síðan læra þær litun, bæði jurtalitun og „kemiska" litun. I sumar safna þær jurtum til litunar. Utlin unnin frá byrjun A sl. hausti var stofnuð við skólann kennaradeild í vefn- Armstólar — Sólaborð — Armso.ar Fjölbreytt úrval — Vönduð vara — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. KRISTJÁN SIGGEIRSSON H.F. Laugaveg 13 — Reykjavík — Sími 1-3879. lilllliiÍlIIÍIÍIÍÍl Fallegur myndvefnaður eftir gerði Hjörleifsdóttur, leik- konu, í svörtum, livitum og gráum litatónum. aði og eru nemendur hennar 5. Frú Margrét Ólafsdóttir og frú Sigríður Halldórsdóttir hafa kennsluna með höndum. Kennaranámið 1 vefnaði tek- ur tvö ár og læra þær að vinna ullina frá byrjun. Próf frá húsmæðraskóla er áskilið fyrir inntöku 'í deildina og stúlkur, sem lokið hafa kenn- araprófi í handavinnu frá handavinnukennaradeild Kennaraskóla Islands ganga fyrir öðrum. — Þarna er sýnishorn af því, hvernig stúlkurnar vinna, segir skóla- stjórinn. Lítið á þessi pils. Þær fengu hvítt band upp í hendurnar, lituðu það, teikn- uðu upp mynztrið og ófu dúkinn. Síðan saumuðu þær pilsin og lokastigið er að ganga í þeim! Fjölbreytt handavinna Handavinna kvennanna á sýningunni var mjög fjöl- breytt, falleg og mikil að vöxtum. Þar gaf að líta vegg- teppi í ölium stærðum, enn- fremur bar mikið á áþrykktu taui og batik. Við skoðuðum litla áþrykkta dúka allt upp í heila kjóla og gluggatjöld. Lúðvíg sagði að litirnir væru nokkuð dýrir, en þeir þyldu sól og suðu og væru mjög fallegir. Tauþrykk, sáldþrykk og batik kennir frú Kristín Jónsdóttir. — Þess má geta, sagði Lúð- víg Guðmundsson að lokum, að það háir mjög starfsemi skólans, hve húsrúm er hér lítið. Margar deildir, sem áð- ur töldust til Handíða- og myndlistarskólans, hafa klofn að út frá honum, þar sem ekkert rúm var fyrir þær. I athugun er að auka við hús- næðið, en hvernig það geng- ur er erfitt að segja um á þessu stigi málsins. En von- andi verður, áður en langt um líður, hægt að auka starf- semina, sérstaklega vefnað- inn, og munu áreiðanlega all- ar konur fagna þvi. Hg. Mæðrablómið selt í dag I DAG verða mæðrablómin seld á götum bæjarins í til- efni mæðradagsins, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Ennfremur verða blómabúðir opnar frá 10— 14. Ágóðinn af blóma- og merkjasölunni rennur til mæðraheimilisins Hlaðgerð arkot í Mosfellssveit. STOW-v'bratorar fyrir stein- steypu leigðir út. Þ. ÞORGRÍMSSON & Co. Borgartúni 7, — Sími 22235, Málflutningsskrifstola JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaöur Laugavegi 10. — Simi: 14934. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.