Morgunblaðið - 28.05.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 28.05.1960, Síða 1
20 siður og LesLók 47 árgangur 120. tbl. — Laugardagur 28. maí 1960 Prentsmiðia -MorgunblaSsins Herinn tekur völdin í Menderes og fylgismenn hans fangelsaðir Aþenu, Grikklandi, 27. maí — (Reuter) — TYRKNESKI herinn tók í dag völdin í Tyrklandi í sínar hendur mótspyrnulítið, og tilkynnti jafnframt að bráðlega yrðu látnar fara fram kosningar í landinu til að tryggja því lýðræðisstjórn. Útvarpið í Ankara tilkynnti að „þjóðleg sameiningar- nefnd“ undir forystu Cemal Grusels hershöfðingja, færi með stjórn landsins til bráðabirgða til að fyrirbyggja glundroða. Lýsti útvarpið því yfir, að Tyrkir myndu halda tryggð við Vesturveldin og samtök þeirra, þar á meðal Atlantshafs- bandalagið og Miðbandalagið (CENTO). Handtökur Adnan Menderes forsætisráð- herra var handtekinn skömmu eftir að hann hélt af stað frá Ankara í fyrirhugaða ferð um Anatoiíu-héraðið. Fjöldi annarra Crabb á lífi London 27. maí (Reuter):— BREZKI froskmaðurinn Lionel Crabb, sem hvarf fyrir fjórum árum, er nú kennari í köfun hjá rúss- neska flotanum, að því er bókaútgáfufyrirtæki í Lond on segir. Fyrirtækið segir að eigin- kona Crabb hafi þekkt hann á mynd, sem smyglað var frá Ráðstjórnarríkjunum, en þar sézt hann um borð í rússnesku skipi. Fyrirtæk- ið mun á mánudaginn gefa út bók, sem skýrir frá því er Crabb hvarf nálægt rússnesku herskipi við Bretlandsstrendur, þegar Krúsjeff var þar í heim- sókn. Höfundurinn er Xékki sem vann áður við dagblöð í Prag og Moskvu og heitir Bernard Hutton. ráðherra og forsetinn, Gelal Bay- ar, voru einnig handteknir eftir byltingu hersins, sem hófst á mið nætti sl. Fundarhöid hafa verið bönnuð, bönkum lokað og útgöngubann sett á. En dagblöð þau er Mend- eres hafði bannað, munu koma aftur út á morgun. Hin nýja ríkisstórn hefur lokað síma, ritsíma og járn- brautarsamböndum við önnur lönd, og helztu fréttirnar ber- ast frá útvarpsstöðvum í Ank- ara og Miklagarði. En flug- stjórar á erlendum flugvéium, sem hafa haft viðkomu í Tyrk landi, segja að allt virðist þar með kyrrum kjörum. í fréttum frá París er sagt að komið hafi til átaka milli hers og lögreglu við aðalstöð.var lög- reglunnar í Ankara, og hafi nokkrir særzt. Grusel hershöfðingi flutti í kvöld útvarpsávarp til þjóðar- innar og sagði m. a.: „Ég mun ekki koma á einræði. Ég tók við stjóm landsins vegna þess að á- standið fór dagversnandi. Ég veit að þjóðin öll fylgir mér.“ Cemal Grusel hershöfðingi er 65 ára, og var, þar til fyrir hálf- um mánuði, yfirmaður landhers Tyrkja. Hann var um tíma yfir- maður hersstöðvar Atlantshafs- Framhald á bls. 19. Flóðbylgja frá jarðskjálftunum í Chile felldi þessa stöðumæla við götu í borginni Hilo á Hawai. Korðmenn svoro Rússum OSLÓ, 27. maí. (Reuter): — Halvard Lange utanríkisráðherPa Noregs, afhenti í dag sendiherra Rússa í Osló svar við mótmæla- orðsendingu Rússa frá 13. maí vegna bandarísku njósnaflugvél- arinnar, sem skotin var niður 1. maí, en henni var ætlað að lenda í Bodö í Noregi. 1 svarinu segja Norðmenn a8 það hafi verið stefna þeirra, og verði áfram, að banna það að norskt landsvæði verið notað af njósnaflugvélum eða til nokkurra þeirra aðgerða er skerði landa- mæri annars ríkis. Neita Norð- menn því að þeir eigi nokkurn þátt í árásum á Ráðstjórnarríkin, eins og sagt er í orðsendingu Rússa. Norðmenn sendu Banda- ríkjunum mótmæli vegna flugs- ins og svöruðu Bandaríkjamenn því til að það mundi ekki verða endurtekið. Jarðskjálftar og breyta landslagi Yfir 6.000 hafa farist eldgos f Chile Santiago, Chile, 27. maí. — (Reuter) —- TALIÐ er nú að a. m. k. 6.000 Gerðardómur í Hellumálinu sparaði ríkissjóði stórfé Algengt á undanförnum árum að ríkisstjórnir veldu jbó málsmeðferð — Upplýsingar Cunnars Thoroddsen, fjármálaráðherra á Alþingi í gœr GUNNAR THORODDSEN, fjármálaráðherra, svaraði á fundi Sameinaðs Alþingis í gær fyrirspurn frá Þórarni Þórarins- syni um það, hvort stefna ríkisstjórnarinnar væri sú, að láta gerðardóma fella úrskurði um skaðabótakröfur, sem gerðar yrðu á hendur ríkissjóði? Sagði fjármálaráðherra m. a., að núverandi ríkisstjórn mundi, eins og fyrri ríkissjórnir, metc þa ðhverju sinni, hvort betur hentaði hagsniunum ríkisins að láta hina almennu dómsstóla eða gerðardóma f jalla um bóta- kröfur á hendur ríkissjóði — og velja þá leiðina, sem að hennar dómi væri hagkvæmust fyrir ríkið. Það kom einnig fram í svari Gunnars Thoroddsens, fjármálaráðherra, að á undanförnum árum hefði ríkið margsinnis vísað málum til gerðardóms, enda væri slík málsmeðferð mun kostnaðar- minni og gengi fljótar fyrir sig. Gunnar Xhoroddsen, fjármálaráðherra. Fyrirspyrjandi, Þórarinn Þór- arinsson, tók fyrstur til máls og vék strax að ska(J*^ótakröfu kaupfélagsins Þórs á Hellu á hendur ríkissjóði, sem gerðardóm Fraroh. a bls. 8 manns hafi farizt í jarðskjálft unum í Chile. í dag byrjaði nýtt eldfjall að gjósa í Andesfjöllum, ná- lægt Fanco-vatni, sem er um 800 kílómetrum fyrir sunnan Santiago. Nokkur þorp hafa alveg þurrkazt út, og segir brezka útvarpið að landslag Chile sé nú gjörbreytt frá því sem var. Ný fjöll hafa mynd- azt og önnur horfið. Ár og vötn hafa horfið en aðrar ár og önnur vötn komið fram annars staðar. „Hryllileg sjón“ Jarðskjálftar og flóðbyigja lögðu þorpið Ancud á eyjunni Chiloe í rúst og fórust þar um 500 manns. Sjónarvottur, Juan Diharca, segir svo frá, að eftir jarðskjálftann hafi hann og kona hans farið til hæðar nokkurrar í nágrenni borgarinnar. „Þegar við komum upp á hæðina, mætti okkur hryllileg sjón. Sjórinn hafði fjarað út um 500 metra, og ég vissi þegar hvað mundi ske. Óttaslegið fólkið hékk hvert í öðru, og bað Guð sér til hjálpar, risastór flóðalda, yfir 10 metra há, skall yfir borg- ina, molaði allar byggingar á undirlendinu, fjaraði síðan út og tók með sér líkin og brakið. Við ströndina lágu nokkrir bátar, sem höfðu staðið af sér flóðöid- una, en þeir hurfu í útsoginu. Þetta endurtók sig þrisvar sinn- um, og á eftir var meirihluti borgarinnar undir hálfum öðrum metra af vatni. Fjallshlíðarnar voru þaktar spriklandi fiski“. Jarðskjálftar á Indlandi og í Albaníu I dag hafa borizt fréttir úm jarðskjólfta bæði á Indlandi og í Albaníu, en flóðbylgja skall á Kamchaka í austur Síberíu, 16 þús. kílómetrum frá Chile. í Albaníu fórust sex en 95 særðust og 500 heimili eyðilögð- ust, flest í bænum Kortscha, en á Indlandi er ekki kunnugt um að neinn hafi farizt. Þar herjaði jarðskjálfti í héraðinu Assam og í vestur Bengal. ðryggisrdðið viU „topp“fund NEW YORK, 27. maí (NTB): — Öryggisráð Sameinuðun þjóð- anna samþykkti í dag með níu samhljóða atkvæðum tillögu þess eínis að stórveldin hefji viðræð- ur að nýju. Sovétríkin og Pól- land sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Tillagan var flutt af Argentínu , Ceylon, Túnis og Akvador. Róðið felldi tillögu Sovétríkjanna um að taka með í tillöguna ályktun um að for- dæma njósnaflug yfir landsvæði annarra ríkja, með sex atkv. gegn tveim, en þrír sátu hjá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.