Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 1
20 siður og LesLók pifirgiíiiiIaMSí 47 árgangur 120. tbl. — Laugardagur 28. maí 1960 Prentsmiðia -Morgunblaðsins Herinn tekur völdin í Ty Itlenderes og fylgismenn hans fangelsaðir Aþenu, Grikklandi, 27. maí — (Reuter) — TYRKNESKI herinn tók í dag völdin í Tyrklandi í sínar hendur mótspyrnulítið, og tilkynnti jafnframt að bráðlega yrðu látnar fara fram kosningar í landinu til að tryggja því lýðræðisstjórn. Útvarpið í Ankara tilkynnti að „þjóðleg sameiningar- nefnd" undir forystu Cemal Grusels hershöfðingja, færi með stjórn landsins til bráðabirgða til að fyrirbyggja glundroða. Lýsti útvarpið því yfir, að Tyrkir myndu halda tryggð við Vesturveldin og samtök þeirra, þar á meðal Atlantshafs- bandalagið og Miðbandalagið (CENTO). Handtökur Adnan Menderes forsætisráð- herra var handtekinn skömmu eftir að hann hélt af stað frá Ankara í fyrirhugaða ferð um Anatolíu-héraðið. Fjöldi annarra Crabb á lífi London 27. maí (Reuter):— BREZKI froskmaðurinn Lionel Crabb, sem hvarf fyrir fjórum árum, er nú kennari í köfun hjá rúss- neska flotanum, að því er bókaútgáfufyrirtæki í Lond on segir. Fyrirtækið segir að eigin- kona Crabb hafi þekkt hann á mynd, sem smyglað var frá Ráðstjórnarríkjunum, en þar sézt hann um borð í rússnesku skipi. Fyrirtæk- ið mun á mánudaginn gefa út bók, sem skýrir frá því er Crabb hvarf nálægt rússnesku herskipi við Bretlandsstrendur, þegar Krúsjeff var þar í heim- sókn. Höfundurinn er Tékki sem vann áður við dagblöð í Prag og Moskvu og heitir Bernard Hutton. ráðherra og forsetinn, Ge]al Bay- ar, voru einnig handteknir eftir byltingu hersins, sem hófst á mið nætti sl. Fundarhöld hafa verið bönnuð, bönkum lokað og útgöngubann sett á. En dagblöð þau er Mend- eres hafði bannað, munu koma aftur út á morgun. Hin nýja ríkisstórn hefur lokað sima, ritsíma og járn- brautarsamböndum við önnur lönd, og helztu fréttirnar ber- ast frá útvarpsstöðvum í Ank- ara og Miklagarði. En flug- stjórar á erlendum flugvélum, sem hafa haft viðkomu í Tyrk landi, segja að allt virðist þar með kyrrum kjörum. í fréttum frá París er sagt að komið hafi til átaka milli hers og lögregiu við aðalstöð.var lög- reglunnar í Ankara, og hafi nokkrir særzt. Grusel hershöfðingi fiutti í kvöld útvarpsávarp til þjóðar- innar og sagði m. a.: „Ég mun ekki koma á einræði. Ég tók við stjórn landsins vegna þess að á- standið fór dagversnandi. Ég veit að þjóðin öll fylgir mér." Cemal Grusel hershöfðingi er 65 ára, og var, þar til fyrir hálf- um mánuði, yfirmaður landhers Tyrkja. Hann var um tíma yfir- maður hersstöðvar Atlantshafs- Framhald á bls. 19. Flóðbylgja frá jarðskjálftunum í Chile felldi þessa stöðumæla við götu í borginni IIilo á Hawai. Norðmenn svuro Russum OSLÓ, 27. maí. (Reuter): — Halvard Lange utanríkisráðherPa Noregs, afhenti í dag sendiherra Rússa í Osló svar við mótmæla- orðsendingu Rússa frá 13. maí vegna bandarísku njósnaflugvél- arinnar, sem skotin var niður 1. maí, en henni var ætlað að lenda í Bodö í Noregi. I svarinu segja Norðmenn að það hafi verið stefna þeirra, og verði áfram, að banna það að norskt landsvæði verið notað al njósnaflugvélum eða til nokkurra þeirra aðgerða er skerði landa- mæri annars ríkis. Neita Norð- menn því að þeir eigi nokkurn þátt í árásum á Ráðstjórnarríkin, eins og sagt er í orðsendingu Rússa. Norðmenn sendu Banda- rikjunum mótmæli vegna flugs- ins og svöruðu Bandaríkjamenn því til að það mundi ekki verða endurtekið. JarðskjáSftar og eídgos breyfa landslagi í Chile Yfir 6.000 hafa farist Santiago, Chile, 27. maí. — (Reuter) —¦ TALIÐ er nú að a. m. k. 6.000 Gerbardómur í Hellumálinu sparab'i ríkíssjóöi stórfé Algengt á undanförnum árum ab ríkisstjórnir veldu þá málsmebterb — Upplýsingar Gunnars Thoroddsen, fjármálaráðherra á Alþingi í gœr GUNNAR THORODDSEN, f jármálaráðherra, svaraði á fundi Sameinaðs Alþingis í gær fyrirspurn frá Þórarni Þórarins- syni um það, hvort stefna ríkisstjórnarinnar væri sú, að láta gerðardóma fella úrskurði um skaðabótakröfur, sem gerðar yrðu á hendur ríkissjóði? Sagði fjármálaráðherra m. a., að núverandi ríkisstjórn mundi, eins og fyrri ríkissjórnir, metc þa ðhverju sinni, hvort betur hentaði hagsmunum ríkisins að láta hina almennu dómsstóla eða gerðardóma f jalla um bóta- kröfur á hendur ríkissjóði — og velja þá leiðina, sem að hennar dómi væri hagkvæmust fyrir ríkið. Það kom einnig fram í svari Gunnars Thoroddsens, fjármálaráðherra, að á undanförnum árum hefði ríkið margsinnis vísað málum til gerðardóms, enda væri slík málsmeðferð mun kostnaðar- minni og gengi fljóíar fyrir sig. Uunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. Fyrirspyrjandi, Þórarinn Þór- arinsson, tók fyrstur til máls og vék strax að skaðjj^ótakröfu kaupfélagsins Þórs á Hellu á hendur ríkissjóði, sem gerðardóm Framh. a bls. 8 manns hafi farizt í jarðskjálft unum í Chile. I dag byrjaði nýtt eldfjall að gjósa í Andesfjöllum, ná- Iægt Fanco-vatni, sem er um 800 kílómetrum fyrir sunnan Santiago. Nokkur þorp hafa alveg þurrkazt út, og segir brezka útvarpið að landslag Chile sé nú gjörbreytt frá því sem var. Ný f jöll hafa mynd- azt og önnur horfið. Ár og vötn hafa horfið en aðrar ár og önnur vötn komið fram annars staðar. „Hryllileg sjón" Jarðskjálftar og flóðbylgja lögðu þorpið Ancud á eyjunni Chiloe í rúst og fórust þar um 500 manns. Sjónarvottur, Juan Diharca, segir svo frá, að eftir jarðskjálftann hafi hann og kona hans farið til hæðar nokkurrar í nágrenni borgarinnar. „Þegar við komum upp á hæðina, mætti okkur hryllileg sjón. Sjórinn hafði fjarað út um 500 metra, og ég vissi þegar hvað mundi ske. Óttaslegið fólkið hékk hvert í öðru, og bað Guð sér til hjálpar, risastór flóðalda, yfir 10 metra há, skall yfir borg- ina, molaði allar byggingar á undirlendinu, fjaraði síðan út og tók með sér líkin og brakið. Við ströndina lágu nokkrir bátar, sem höfðu staðið af sér flóðöld- una, en þeir hurfu í útsoginu. Þetta endurtók sig þrisvar sinn- um, og á eftir var meirihluti borgarinnar undir hálfum öðrum metra af vatni. Fjallshlíðarnar voru þaktar spriklandi fiski". Jarðskjálftar á Indlandi og í Albaníu 1 dag hafa borizt fréttir U* jarðskjálfta bæði á Indlandi og í Albaníu, en flóðbylgja skall á Kamchaka í austur Síberíu, 16 þús. kílómetrum frá Chile. í Albaníu fórust sex en 95 særðust og 500 heimili eyðilögð- ust, flest í bænum Kortscha, en á Indlandi er ekki kunnugt um að neinn hafi farizt. Þar herjaði jarðskjálfti í héraðinu Assam og í vestur Bengal. Öryggisrúðið vill „topp'lund NEW YORK, 27. maí (NTB): —. Öryggisráð Sameinuðun þjóð- anna samþykkti í dag með níu samhljóða atkvæðum tillögu þess eínis að stórveldin hefji viðræð- ur að nýju. Sovétríkin og Pól- lind sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Tillagan var flutt af Argentínu , Ceylon, Túnis og Akvador. Ráðið felldi tillögu Sovétrikjanna um að taka með í tillöguna ályktun um að for- dæma njósnaflug yfir landsvæði annarra ríkja, með sex atkv. gegn tveim, en þrír sátu hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.