Morgunblaðið - 28.05.1960, Síða 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 28. maí 1960
Shipbrotó
menn
20
EFTIR W. W. JACOBS
13.
Carstairs leizt svo vel á skip-
ið, við fyrstu skoðun, að hann
ákvarðaði þá þegar að taka það
á leigu, og næstu vikurnar átti
hann margar ferðir til Southamp
ton til þess að fylgjast með við-
gerðunum. Þeir, sem ætluðu að
gerast þátttakendur í förinni,
höfðu nóg að gera að kaupa sér
hitt og þetta til ferðarinnar, hver
eftir sínum smekk, en það uppá-
tæki Alberts að kaupa sér þrjár
munnhörpur, sætti þó ýmsum at-
hugasemdum af hendi Biggs, og
þeim ekki öllum vinsamlegum.
STJARNAN létti svo loks akk-
erum í góðu veðri, snemma í októ
ber. Ofurlítil gola og ofurlítill
haustsvipur á veðrinu gerði ekki
annað en auka ánægju ferða-
fólksins, en því hafði nú fjölgað
um óþarflega laglegan lækni að
nafni Maloney og meykerlingu
að nafni ungfrú Flack, sem var
óaðskiljanleg vinkona frú Jard-
ine. Nú sátu farþegarnir í smá-
hópum á þilfarinu og horfðu leti
lega á skip, sem sigldu framhjá,
og hlökkuðu til ævintýranna —
vonandi þó meinlausra — sem
biðu þeirra. Læknirinn, sem
hafði farið margar sjóferðir,
hafði þá ánægju að vera skoðað-
ur kunnáttumaður á sjóferðasvið
inu, og komst þannig frá önd-
verðu í forréttindastöðu, sem
hinum karlmönnunum veittist
erfitt að steypa honum úr.
— Ég hefði haldið að sjórinn
væri versti staður fyrir mann í
yðar stöðu, sagði Knight, eftir
að hafa hlustað á eina eða tvær
sögur læknisins.
Læknirinn strauk rytjulega
yfirskeggið. — Hvers vegna?
— Ekkert að gera, svaraði
hinn.
— Algj örlegur misskilningur,
sagði Maloney. — Einmitt til
þess fer ég til sjós. Segjum að
við værum á landi og þér þyrft-
uð að láta taka af yður fót! —
Mynduð þér kannske koma til
mín?
— Nei, svei því þá alla daga,
svaraði Knight.
— Þar kemur að því, sem ég
er að segja, sagði læknirinn. —
Hér eigið þér ekki um neitt að
velja, og verðið að gera svo vel
að koma til mín, og ekkert und-
anfæri. Ef eitthvað gengur að yð
ur, getið þér ekki farið í lækna-
skrána og valið yður lækni, held
ur komið þér til mín. Og þér get-
ið heldur ekki áfrýjað sjúkdóms-
greiningunni minni. Og í það er
mikið varið og mesta huggun.
— Fyrir hvern? spurði Pep-
low alvarlega.
— Okkur öll, svaraði Maloney
og lækkaði röddina meðan tvær
kvennanna gengu framhjá þeim.
Og ef þér sálist af því að ég
lækna í yður liðagigt með því að
taka úr yður botnlangann — sem
væri betra upp á sálarrósemina
til að gera — bæði mína og yðar
— þá mynduð þér alls ekki vita,
að þér hefðuð vel getað lifað
fimmtíu árum lengur, ef ekki
hefði verið smávægileg, fyrirgef
anleg mistök.
Það fór hrollur um Peplow. —
Eruð þér íri? spurði hann hugsi.
Hinn hristi höfuðið. — Það get
ég varla sagt, þó að afi minn
væri það. Auk þess er ég allt of
alvarlega hugsandi til þess að
vera íri.
— Ég hef nú aldrei þurft á
lækni að halda, sagði Knight, —
en ef svo færi, vildi ég hafa hann
á settum aldri.
— Ég er einmitt á réttum
aldri, svaraði Maloney. — Þrí-
tugur; alveg mátulega ungur til
þess að vekja eftirtekt og nógu
gamall til þess að kunna það.
Hann lallaði síðan burt, bros-
andi og hlammaði sér í sætið
milli ungfrúnna Seacombe og
Blake, þar sem frú Jardine hafði
setið andartaki áður, og fcók sam-
stundis að færa sönnur á mál
sitt.
— Hver tók þennan dela um
borð? spurði Knight og sneri sér
að Pope.
— Carstairs, svaraði hann. —
Sagði, að hann minnti sig á þig.
Kátur kall, og kann auk þess sitt
handverk. Hann á einhverja glás
af verkfærum; ég hef séð þau.
— Þú færð að sjá þau aftur,
sagði Knight hátíðlega. — Taktu
eftir orðum minum, ef svo verð-
ur ekki. Það er annars dálitið
rómantískur endir á starfsömu
og fögru mannlífi að vera jarð-
aður úti á sjó, mörg þúsund míl-
ur frá landi.
Það var öllum hið mesta gleði
efni, að þegar skipið komst úr
landvari af eynni Wight, var
Sundið slétt sem spegill. Kvöld-
loftið var svalt og hressandi, al-
veg mátulega svalt til þess að
fólkið kunni að meta hlýjuna
inni í borðsalnum. í miðri mál-
tíðinni hóf Pope upp langa lof-,
gerðarrollu um matsveininn og
Peplow tók undir af öllu hjarta.
— Þetta hlýtur að vera vel
byggt skip, sagði ungfrú Flack.
— Það er ekki nokkur hreyfing
á því.
— Og alls ekkert þungt loft í
því, tók frú Jardine undir. -
Það er eiginlega varla hægt
að hugsa sér, að maður sé á sjó,
sagði Pope og leit kring um sig.
— Tíminn getur nú hæglega
ráðið bót á þeim vanda, sagði
læknirinn. — Ég hef einu sinni
haft þessa sömu tilfinningu, en
tólf tímum seinna fannst mér ég
vera í bátarólu, sem ímyndaði
sér, að hún væri hringekja.
— Spillti það nokkuð .. melt-
ingu yðar? spurði ungfrú Flack.
— Nei, sagði læknirinn, — að-
allega höfðinu á mér.
— Svimi, sagði Pope með spek
ingslegri vangaveltu.
— Nei, það var nú bara brúnin
á kýrauga, og einn skipsmaður-
inn, sem var að koma upp í þessu
bili. Hann gaf mér eftirtektar-
vert tilfeili af mari. Og hann
hefði verið í bælinu það sem eft-
ir var ferðarinnar, ef annar stýri
maður hefði ekki tekið hann út
úr höndunum á mér. Hann gaf
honum móteitur með þvx að gefa
honum tvö högg í hausinn. Ég
var kominn á fremsta hlunn að
skrifa um þetta í Læknablaðið.
Ungfrú Flack kinkaði kolli og
botnaði ekki upp né niður í
neinu. — En hvað þetta er
interessant, sagði hún og sneri
sér undan til þess að bæta á disk
inn sinn.
Næstu tveir dagarnir liðu álíka
rólega, og farþegarnir virtust
þakka Carstairs fyrir það. Þeir
lásu, spiluðu og gerðu sér ýmis-
legt til skemmtunar, en allir
undruðust stórum er Knight tók
að skemmta sér við lögfræðibæk
ur, sem hann hafði einhvers stað
ar grafið upp. Hvíslingar voru
um það — einkum frá frú Gin-
nell — að hann ætlaði sér að hef ja
laganám, þegar hann kæmi aftur
til Englands, en annars leið ekki
á löngu áður en hann lagði lög-
vísindin á hilluna og hafði fengið
meira en nóg.
Að morgni fjórða dags vaknaði
hann við það, að rúmið hans var
alls ekki lárétt, eins og það átti
að sér, ennfremur sá hann, að
gólfið var aldrei kyrrt tvær sek-
úndur í senn. Hann rakaði sig
vandlega og brosandi af eftir-
væntingu, gekk hann upp á þil-
far. Hressandi morgunloftið með
ofurlítilli vætu í, var indælt, en
sjórinn var einhvern veginn kol-
mórauður á litinn, og himinninn
þéttskýjaður. Þilfarið var blautt
og óvistlegt og stefnið á skipinu
reis og féll með glymjandi skell-
um.
— Hundaveður, sagði hann við
bátsmanninn, sem gekk fram
hjá.
— Ekki enn, svaraði hinn, —
en við fáum það sem við þurfum
í Flóanum. 1 yðar sporum skyldi
ég éta allt, sem ég get í mig lát-
ið, meðan veðrið er ekki verra
en þetta.
— O, það er allt í lagi með
mig, svaraði Knight. — Ég var
nú fyrst og fremst að hugsa um
dömurnar.
Tarn bátsmaður kinkaði kolli
og leit við til þess að horfa löng-
unaraugum á ungfrú Mudge, sem
kom allt í einu þjótandi út úr
dyrunum og trítlaði fram hjá
þeim, hálfslagandi. En á milli
hlaupanna, stanzaði hún og vagg
aði fram og aftur eins og strá í j
vindi, er hún reyndi að ná jafn-
vægi, og horfði með miklum við- j
bjóði á stórsjóina. Bátsmaðurinn
leit afsakandi á Knight, hljóp síð
an til stúlkunnar og studdi hana
sterkum armi, er hann lagði um
mittið á henni. Hún sneri sér við
og rak upp ofurlítið óp.
— Allt í lagi, sagði bátsmað-
urinn. — Ég hef tak á yður — yð-
ur er alveg óhætt.
— Óhætt? Þér eruð alveg að
kyrkja mig. Ég hélt að ég hefðí
lent í einhverri vél.
— Ég hélt, að þér ætluðuð að
detta, sagði bátsmaðurinn og lin-
aði ofurlítið á takinu. — Er þetta
betra?
Höfuð ungfrúarinnar hné á
öxl bátsmannsins og hún hálf-
lokaði augunum. Hann leiddi
hana þannig að bekk, og settist
svo niður, en hélt enn utan um
hana, þangað til hrottalegt kall
frá brúnni kom honum að verki
sínu aftur. Þegar stúlkan hafði
misst þennan siðferðilega og lík-
amlega stuðning, gekk hún reik-
ulum skrefum að dyrunum aftur
og hvarf niður stigann.
Við morgunverðarborðið tóku
sætin að tæmast löngu áður en
athöfninni var lokið. Borðsalur-
inn var allt í einu orðinn loftlít-
ill og þefillur, einkum bar mik-
ið á smurningsolíuþef. Svo brak-
aði í öllum þiljum og ýmsir hlut
ir, sem voru vanir að halda
kyrru fyrir, tóku nú að ókyrrast
í sessi.
— Við verðum að fá stoðir á
borðin fyrir hádegisverðinn,
sagði Tollhurst.
— Já, það er ofurlítið ókyrrt
í sjóinn, sagði Pope er hann stóð
upp til þess að hjálpa frú Gin-
nell út að dyrum. — Kannske ég
ætti að hjálpa yður í káetuna yð-
ar.
Þau hurfu síðan, en Markham
horfði á eftir þeim löngunaraug-
um. Þjónarnir, sem öfunduðu
brytann, af valdi hans, horfðu á
hann með velþóknun. En bryt-
inn stóð þarna fölur og með sam-
anbitnar varir og hugsaði um
það með sjálfum sér, hvort hann
myndi þrauka máltíðina á enda.
— Mér er hálf-illt, sagði
Carstairs allt í einu og stóð upp.
Það er sama hve fátæk við er-
um, alltaf gefur þú Bangsa kjöt,
þótt við fáum það sjaldan sjálf.
En Bangsi er gamall, Lísa, og
blindur, og hann hefur verið
indæll hundur.
Allt í lagí, Bjarni, ef þér þyk-
ír vænna um þennan veiðihund
en eiginkonu þína, þá......
Það er einhver að berja að dyr-
um.
'Sæll Bjarni! Manstu eftir mér?
Man ég eftir þér? Hvernig gæti
ég nokkurn tima gleymt þér,
Markús! Komdu inn fyrir.
— Og mér er sama þó að allir
viti það, bætti hann við og leit
á glottandi andlitin kring um
sig. — Markham, yður líður held
ur ekki vel. Ættuð að fara í rúm
ið. Það verða nógir eftir til þess
að snúast kring um þá fáu, sem
.... eftir lifa.
Síðan hvarf hann, og það tals-
vert snögglega, og brytinn á eft-
ir. Frú Jardine, sem var þarna
ein eftir af kvenþjóðinni, stóð
upp af stól sínum og gekk eins
og ekkert hefði í skorizt, til setu
stofunnar. Karlmennir gengu
upp í reyksalinn og kveiktu sér
í vindlingum. Út um dyrnar á
hléborða sáu þeir hvíta öldutopp
ana þjóta fram hjá. Peplow lang
aði til þess að sjá þá betur og
gekk út úr reyksalnum, alveg út
að borðstokki og stóð þar síðan,
rétt eins og hann vissi ekki af
slagveðrinu og ágjöfinni.
— Jæja, þá getur maður sagzt
vera kominn til sjós, sagði lækn-
irinn, sem kom inn, úr sjúkra-
vitjun.
Talwyn starði á hann, svartur
á svip. — Já, maður verður var
við það hjálparlaust, sagði hann.
— En við höfum nú séð minnst
af því enn, sagði læknirinn, glað
ur í bragði.
Talwyn tautaði eitfchvað,
horfði á vindlinginn sinn með
haturssvip og fleygði honum síð
an. Svo muldraði hann eitt-
hvað í vasaklútinn sinn, stóð
upp og gekk út. Að tíu mínútum
liðnum var læknirinn orðinn
einn síns liðs.
Veðrið versnaði eftir því sem
á daginn leið og við hádegisverð
inn var frú Jardine ein honum
til samlætis, en stóð þó upp áð-
ur en máltíðinni var lokið og
gekk út úr borðsalnum, með ein-
hvern svip á andlitinu, sem gaf
til kynna undrun og reiði í senn.
Næsta morgun var komið fár-
viðri, sem hélzt allan þann dag,
án þess að slota.
Það var heldur ekki fyrr en
daginn þar á eftir, að Knight,
sem hafði undanfarið haldið í sér
lifinu með konjaki og vatni í
hæfilegum skömmtum, stakk fót
unum yfir rúmstokkinn og lét
sig síga hægt og hægt niður á
gólf. Úrið hans hafði stanzað,
enda aldrei verið dregið upp, og
hann var meira að segja ekki al-
veg viss um, hvaða dagur vik-
unnar væri. Hann opnaði dyrnar,
greip í hvað sem fyrir varð og
stuðningur gæti að orðið, og
staulaðist þannig inn í káetu
Peplows, en þar hneig hann mátt
vana niður á flosklæddan legu-
bekkinn.
— Halló! sagði Peplow mátt-
leysislega og leit þokukenndum
augum á vin sinn. — Hvað vilt
þú?
— Skemmtilegan félagsskap,
einna helzt, svaraði Knight og
reyndi af veikum mætti að vera
hastur í máli.
Vinur hans svaraði engu, en
sneri sér undan, lagði aftur aug-
un og reyndi að gleyma raunum
sínum í svefni. Knight lá á legu
bekknum, hlustaði á brakið í
skipinu, og fjarlægt brothljóð
frá vistarveru búrmannsins, ,og
svo tilbreytingarlaust skvampið
í austrinum. Þá opnuðust dyrnar
Snútvarpiö
Laugardagur 28. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar
— 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sigur
jónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin.
16.00 Fréttir.
16.30 Veðurfregnir.
19.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Tónleikar: „Amor galdrakarl**,
ballettsvíta eftir Manuel de Falla
(Söngkonan Marina de Gabarain
og Suisse-Romande hljómsveitin
flytja. Stjórnandi: Ernest Anser-
met).
20.55 Leikrit: „Karl III. og Anna af
Austurríki" eftir Manfried Rössn
er, í þýðingu Gissurar O. Erlings-
sonar. — Leikstjóri: Baldvin Hall
dórsson. Leikendur: Helga Valtýs
dóttir og Róbert Arnfinnsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
* 24.00 Dagskrárlok.