Morgunblaðið - 28.05.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.05.1960, Qupperneq 20
/ Íbróttasíðan Er á blaSsíðn 18. Fangi orða sinna og gerða. Sjá bls. 11. 120. tbl. — Laugardagur 28. maí 1960 Castro býður 3 íslend- íngum á veiðar Í GÆR barst bréf til ís- lenzkra sjóstangaveiðimanna frá Kúbu, þar sem þremur íslendingum er boðið á hina alþjóðlegu sjóstangaveiði- keppni, sem haldin verður i Havana 9. til 16. júní. Ætlar dr. Fidel Castro, einræðis- herra á Kúbu, að vera vernd- ari mótsins og taka þátt i keppninni dagana 15. og 16. júní. BoS aS nokkru leyti Islenzku þátttakendunum er boðin frí ferð frá Miami á Flor- ida og viku upphald meðan a mótinu stendur. Aftur á móti verða þeir að sjá um ferðakostn- að til og frá Miami. Er nú í athugun hvort möguleikar eru á Féll í lest AKRANESI, 27. maí: — Um kl. 8 á miðvikudagsmorguninn vildi það óhapp til, að unglingspiltur, 15 ára gamall, Björn Lárusson, sem heima á á Heiðarbraut 34, féll úr stiga niðri í lest á m.s. Langjökli og brotnaði um öklann á vinstra fæti. Var hann þegar fluttur til læknis og síðan heim til sín, þar sem hann liggurTiú. —Oddur. að þiggja boðið, en bréfið barst ekki hingað fyrr en í gær. Lík- lega hafa Kúbumenn ekki heyrt um íslenzka sjóstangaveiðimenn fyrr en eftir mótið í Vestmanna- eyjum. En á mótinu á Kúbu verða fulltrúar frá 50 milljón sjóstangaveiðimönnum víðsvegar um heim. Fidel Castro með stengur þær, sem hann ætlar að nota á sjó- stangarveiðimótinu. Merkjasala Islands á I5KKNASJÓÐUR Islands efnir til merkjasölu til ágóða fyrir starf- semi sína á morgun, sunnudag. Sjóðurinn var stofnaður árið 1942 með eitt þúsund krónu framlagi sjómannskonu, sem gaf þetta fé af áhættuþóknun manns síns, er hún hafði heimt heilan heim af bafinu á stríðsárunum. Sjóðnum er stjórnað af 5 manna stjórn og er biskupinn yfir íslandi formaður hennar. t sjóðnum eru nú um 200 þús. kr. Hann aflar sér tekna með Mjög góður trilluulli AKRANESI, 27. mai. 15 Trillu- báar eru á sjó hér í dag. Þrjár trillur reru hér í gær, Vonin, er var með handfæri og fiskaði 1900 kg. og tvær trillur með línu, sem fengu 800 kg. hvor. Trillubátarn- ir hafa aldrei aflað jafn vel svo snemma árs sem nú. Togarinn Bjarni Ólafsson landaði hér í dag um 170 iestum fiskjar, sem hann aflaði vestur við Labrador. Ekknasjóðs sunnudag merkjasölu einu sinrd á ári og sölu minningarspjalda, sem fást á biskupsskrifstofunni, í Foss- vogskapellu, Holtsapóteki, hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grenilis, skólastjóra Mýrarhúsa- skóla og verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Hafnarfirði. Sjóðurinn styrkir fátækar og bammargar ekkjur um land allt. Foreldrar ættu að leyfa börn- um sínum að selja merki ekkna- sjóðsins á sunnudaginn. Verða þau afhent í Sjálfstæðishúsinu. Þarf ekki að efa að Reykvíkingar muni taka börnunum vel og kaupa af þeim merki í þágu hins góða málefnis. Krýsuvíkurferð FARFUGLAR og Æskulýðsráð Reykjavíkur efna til ljósmynda- tókúferðar í Krýsuvík á sunnu- daginn Leiðbeint verður um með- ferð ljósmyndavéla. í sambandi við þessa ferð efna farfugiar til ferðar á Krýsuvíkurbjarg. Lagt verður af stað í ferðirnar kl. 10 á sunnudagsmorgun frá Búnað- arfélagshúsinu. Gripnir v/ð eggjarán AKUREYRI, 27. mai: — I gær- dag var gert aðvart frá Eyrarlandi að óboðnir gestir væru í hólmun- um í Eyjafjarðará hér innan við bæinn. í þessum hólmum er mikið um fugl og hafði svæðið verið aigerlega friðlýst lengL Er lögreglan kom á vettvang, voru nokkrir unglingar þar að safna eggjum í fötur. Gerði lög- reglan eggin upptæk. Hólmar ^þéssir eru eign Akureyrarbæjar og er þar mikið anda- og kríu- varp. Datt af hestbaki Klukkan að ganga 7 í gær- kvöldi fannst maður liggjandi á götunni syðst í Aðalstræti. Lög- reglan kom á staðinn með lækni cg var maðurinn fluttur á sjúkra hús. Hafði hann hlotið skurð á höfði við að detta af hestbaki. Hann mun hafa verið ölvaður. ir Stórfiski Allir Islendingar kannast við stórfiskaveiðar gamla manns ins hans Hemingways við Kúbu. Þar á hafinu er alls kyns stórfisk að fá, túnfisk og hámeri og Kúbumenn áhugasamir veiði- menn. I maímánuði er sérstök Hemingway-keppni í stangar- veiði og keppir sigurvegarinn í henni m. a. á alþjóðlega mótinu. ir Sjóstangaveiðifélag í Eyjum Mikill áhugi er nú um sjó- stangarveiði hér á landi. — I fyrradag var undirbúningsfund- ur að stofnun sjóstangarveiðifé- lags í Vestmannaeyjum. Var kjörin undirbúningsnefnd á fundinum og félagið verður væntanlega stofnað næstu daga. Aðalfundi S. H. lauk í gær AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna hélt áfram í gær og lauk um miðnætti í gær- kvöldi. Fór fram stjórnarkosning og voru þessir menn kjörnir í að- alstjórn samtakanna: Elías Þorsteinsson, Sigurður Ágústsson, Einar Sigurðsson, Jón Gislason og Jón Árnason. í varastjórn voru kosnir: Ingvar Vilhjálmsson, Huxley Ölafsson, Björn T. Björnsson, Jóihann Sig- fússon og Finnbogi Guðmunds- son. Engin skoðun ó Nurfu BI.ADIÐ hefir verið beðið um að leiðrétta þá missögn blaðsins á fimmtudaginn um að farið hefði fram athugun á vél togarans Narfa í söiuferð þess á dögun- um til Bretlands. Slík athugun fór ekki fram og hefir skipið reynzt í alla staði vel, og því um algera missögn að ræða, sem sjálf sagt er að biðjast afsökunar á. Landsbankahúsið við Laugaveginn. — Sjá frétt á bls. 2. Líður að lokum: Sameinað þing á fundi í 5 klst. í gær — Margar þingsályktanir gerðar SAMEINAÐ Alþingi sat á fundi tillögur voru samþykktar á fund frá kl. 13,30 til tæplega 19,30 í gær, eða að frádregnu kaffihléi í fimm klukkustundir og voru 36 mál á dagskrá fundarins. Þótt svo lengi væri setið, vannst ekki tími til að taka öll málin fyrir, en 8 þingsáiyktunar- Mikil sýning á vinnu skólabarna Austur- bœjarskólans 30 ár síðan skólinn tók til starfa AUSTURBÆJARSKÓLINN minnist þess nú við lok þessa skólaárs, að liðin eru 30 ár frá því hann tók til starfa. Verður í dag opnuð sýning á vinnu skólabarna, sem stend- ur yfir í dag og á morgun. ir VINNUBÆKUR — MERK SÝNING Arnfinnur Jónsson, skóla- stjóri, bauð blaðamönnum í gær að skoða þessa sýningu. Var þá verið að leggja síðustu hönd að henni og unnu við það ásamt nokkrum kennurum börn úr eldri bekkjadeildum. Var skemmti- legt að skoða þessa sýningu, þó hratt væri farið yfir. Sýnilega er mikil áherzla lögð á sýningu handavinnu barnanna og svo- nefndra vinnubóka. Sagði skóla- stjórinn að vinnubókagerðin væri mjög merkilegur þáttur í skólastarfinu. I þær endursegja börnin í ritgerð og teikningum eitthvert ákveðið efni, sem þau hafa lesið um í kennslu og hand- bókum, ef þær eru til taks. Sýningin verður opnuð kl. 3 í dag og er opin til kl. 7 í kvöld, en á morgun er hún opin frá kl. 10—10. ★ BREYTTAR AÐSTÆÐUR Þegar Austurbæjarskólinn tók til starfa var hann meðal mestu bygginga landsins. Hann var stórátak á þeim tímum, sagði Arnfinnur, ætlaður 600 börnum. En hann varð brátt að taka við fleiri börnum. Eitt skólaárið voru í honum 1874 börn. Nú eru börnin í skólanum um 800. I gamla daga áttu öll börn í bænum, austan Klappar- stígs, skólasókn í Austurbæjar- skólann. Nú eru mörkin komin rétt upp undir skólann. Arnfinnur Jónsson minntist á breyttar aðstæður, einkum barn- anna, sem breytzt hefðu stórlega til batnaðar, einkum aðbúnaður heima fyrir. Og það kom fram að á fyrstu árum skólans voru um 60% barnanna lúsug, en nú eru mörg ár síðan að lús hefur fundizt í nokkru barni í Austur- bæj arskólanum. Arnfinnur gat þess og að enn væru 9 kennarar við skólann, sem starfað hefðu frá upphafi. ínum, einni vísað til ríkisstjórn- arinnar og nokkrum til nefnda. Þingsályktunartillögurnar, sem samþykktar voru, hafa ailar ver- xð teknar til frásagnar hér í blað- mu, en þær eru um Síldariðnað á Vestfjörðum, Hagnýtingu síid- araflans, Tónlistarfræðslu, Sím- töl og símgjöld bæjarsíma Reykja víkur og Hafnarfjarðar, Klak- og eldisstöðvar fyrir lax og sil- ung, Fiskileit á Breiðafirði, Þjóð- háttasögu Islendinga og Dvalar- heimili í heimavistarskólum. Verður sumra þessara þingsálykt ana getið að nýju í blaðinu næstu daga, þvi að nokkrar breytingar voru samþykktar á þeim. Á fundinum í gær svöruðu ráð- herrar einnig 2 fyrirspurnum og kosnir voru stjórnarmenn og endurskoðendur . Byggingasjóðs ríkisins. Að loknum fundi í Sameinuðu þingi fóru í gærkvöldi fram fund ir í báðum þingdeildum. Níu austur-þýzkir veiða við Austur- land NESKAUPSTAÐ, 27 maí: — Austur-þýzkur togari kom hér inn í morgun með tvo veika menn. Er talið að annar sé með snert af botnlangabólgu. Einnig þurfti togarinn að fá hér smá- viðgerð og taka vatn. Togari þessi heitir Einheit frá Rostock 268 rúmlestir að stærð. Hefur hann verið að veiðum fyr- ir austan land og er þetta fyrsta ferðin hans til Islandsmiða. Eig- andi skipsins er samvinnufélag í Rostock, sem á 50 skip og eru 9 þeirra að veiðum við Austur- land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.