Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1960 ' Dráttarbraut fyrir 400 tn. skip og bryggja við Arnamesvog í Garðahreppi í GÆR voru mcnn að lóða- mælingu við Arnarnesvog í Garðahreppi, efst á norðan- verðu Álftanesi, vestan Vífils staðalæksins. Þar var verið að mæla fyrir 2,5 hektara lóð fyrir dráttarbraut og véla- verkstæði, sem Sigurður Sveinbjörnsson ætlar að reisa við voginn. Hefur Sigurður í hyggju að smíða þarna bryggju að auki, því aðstaðan er mjög hagstæð að því er hann tjáði Mbl. í gær. 400 lesta skip — Ætlunin er að hafa þarna einn sleða til þess að draga skipin á land, en ég reikna með að geta haft 8—12 skip uppi í einu, sagði Sigurður. — Þessi dráttarbraut verður fyrir fiskiskip allt að 400 lestir, en þegar bryggjan bætist við get um við tekið á móti stærri skip- um. Að vísu munum við ekki draga þau á land, en þau leggjast svo að segja að verkstæðisdyrun- um og verður það okkur til mik- ils hægðarauka, bætir þjónust- una — og umfram allt: Dregur úr viðgerðarkostnaðinum. Almenningshlutafélag — Ég ætla að flytja verkstæð- ið smám saman suður eftir, von- ast til að geta byrjað starfsemina þarna syðra næsta vor og úr því á dráttarbrautin að verða tilbúin til notkunar mjög fljótlega. — í sambandi við byggingu dráttarbrautarinnar er rétt að það komi þegar fram í upphafi, að ég hef í hyggju að stofna sér- stakt félag um hana. í því sam- bandi hef ég mikinn áhuga á að hægt verði að gera það að al- menningshlutafélagi. öllum, sem áhuga hefðu á, gæfist kostur á að eignast hlut í fyrirtækinu. Það væri þýðingarmikið, ef slíkt fyr- irkomulag yrði innleitt hér. Við djúpan vog — Aðstaðan í Arnarnesvogi er hin ákjósanlegasta. Ég fæ 150 metra með sjó og þarna snar- dýpkar frá fjöruborðinu. Siglinga leiðin liggur inn Skerjafjörð, fyr ir Kársnesið og síðan inn djúp- an ál, sem gengur voginn á enda, því innst í honum er tveggja metra dýpi á stórstraumsfjöru. Þarna innan skerja er heldur engin hreyfing á sjó og því eink ar þægilegt viðlegu. — Eins og ég sagði áðan er ætlunin að flytja vélaverkstæðið og plötusmiðjuna frá Skúlatúni 6 smám saman suður eftir. Hús- næðið við Skúiatún er fyrir löngu orðið of lítið, við erum í hrein- ustu vandræðum hvað það snert ir. Við höfum 600 fermetra hús- næði, sem er á tveimur hæðum. Ég geri ráð fyrir, að við kæm- umst ekki af með minna en 8— 900 fermetra á nýja staðnum og þar verður allt byggt á einni hæð. Stálskipasmíði — Þegar öll mannvirki verða komin þar upp get ég fyrst farið að hugsa um nýsmíði. Ég hef lengi haft áhuga á stálskipunum, enda miða ég allt við að geta full nægt þörfum þeirra í nýju drátt- arbrautinni, sagði Sigurður. Hann hefur rekið vélaverk- stæði síðan 1939, er hann byrjaði starfsemina í bílskúr við Lauga- veg 68. f Skúlatún futti hann verkstæði sitt 1942 og hefur það vaxið stórlega ár frá ári. — Þennan öra vöxt á ég fyrst og fremst að þakka hve ég hef verið lánsamur með starfsmenn, sagði Sigurður. Nú eru þeir 60 talsins. Verkefnin hafa líka verið óþrjótandi. Þessa dagana er unn- ið svo að segja nótt og dag, pvi enginn vill verða síðastur á síld- armiðin. Fimmta dráttarbrautin Auk margs konar viðgerða framleiðir Sigurður olíuknúnar vindur. Hann setur niður 18 hringnótavindur fyrir þessa síld- arvertíð. Þilfarsvindur frá hon- um eru nú á 80 fiskibátum — svo og 37 þilfarsvindur. Taldi Sigurður, að nýja drátt- arbrautin mundi bæta úr mjög brýnni þörf. í Reykjavík eru nú 3 dráttarbrautir og ein í Hafnar- firði. NA /5 hnútar »/ SV 50 hnútar ¥ Snjókoma > ÚSi \7 Stúrir K Þrumur mas Kutícsiii ZS* HUash/ H Hd L Lagi QFiJQFin Kl 1? > loiö n V- 27 stiga hiti i Berlin UM hádegi í gær var hæg Norðmenn háður austlæg átt víðast hvar hér daginn. semna um á landi, skýjað loft en úrkomu laust, utan smáskúra sums staðar á Norðurlandi. Víða norðanlands og vestan naut sólar nokkuð. Frost er ennþá á Norðaust- ur-Grænlándi og fremur kalt í Labrador og á NýfUndna- landi, en hlýtt víða í Evrópu. 1 Berlín var t. d. 27 stiga hiti og 21 stig í Stokkhólmi og Helsinki. í Ósló var 14 stiga hiti og rigning öðru hverju, en þar var landsleikurinn við Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Breiðafj. og SV- mið til Breiðafjarðarmiða: Hægviðri, víðast úrkomulaust. Véstfirðif og Vestfjarðamið: NA-gola og síðan stinnings- kaldi, dálítil rigning norðan- til á morgun. Norðurmið og Norðaustur- mið: Austan-kaldi, skýjað, dá- lítil rigning á morgun. Norðurland til SA-lands, Austfj.mið og Suðausturmið: Hægviðri, skýjað. Frá vinstri: Móðir Gedda óperusöngvara, N. Gedda, Guðlaugur Rósinkranz, Frank Schaufuss ball- ettdansari. Myndin var tekin við komu Hrímfaxa í fyrrinótt. Gedda og Stína Britta syngja í Rigoletto í kvöld HINN heimsfrægi óperusöngvari og kom fyrst fram í Stokkhólmi Nicolai Gedda kom hingað til lands í fyrrinótt með Hrímfaxa Flugfélags íslands. Var hann hinn kátasti er hann steig út úr vél- inni og kvaðst aldrei fyrr hafa sungið svo norðarlega. Þá kvað söngvarinn létt af sér áhyggjum, er þjóðleikhússtjóri tjáði honum að hann syngi hlutverk sitt í Rigoletto á ítölsku, en hann sagð ist hafa kviðið dálítið fyrir því, ef hann yrði að syngja á íslenzku. Nicolai Gedda er fæddur 1925 — Eisenhower Framh. af bls. 1. þings. Sagði hann, að ef stjórnar- andstæðingar töpuðu atkvæða- greiðslunni í þinginu vegna þing mannafæðar, skyldu þeir ein- beita sér að því að sigra í næstu almennu kosningum. Almennur frídagur Formósu Hagerty dvelzt á Formósu og leggur síðustu hönd á undirbún- ing að komu Eisenhowers. Munu þeir Eisenhower og Chiang Kai- Shek aka í opinni bifreið frá flug vellinum að gististað forsetans, en þar heldur Eisenhower ræðu. Hefur Formósustjórn ákveðið að komudagur Eisenrowers verði al- raennur frídagur. Hætta fyrir forsetann Einn af þingmönnum japanska jafnaðarmannaflokksins, Shoichi Miyake er kominn til London, gagngert til að skýra fyrir brezku stjórninni hvílík hætta kunni að stafa af heimsókn Eisenhowers. Segir hann ógerlegt að taka nokkra ábyrgð á því, sem fyrir forsetann kunni að köma meðan á heimsókninni stendur — aldrei sé hægt að vita nema einhver óróaseggur leynist innan um mannfjöldann, sem safnist utan um forsetann. Sagði Miyake, að ferðinni ætti að fresta, jafnað- armenn mundu bjóða forsetann velkominn síðar.. Lýsti hann því jafnframt yf- ir, að mótmælin í Japan gegn vainarsamningnum ættu fyrst og fremst rót að rekja til þeirra að- íerða, sem Kishi hefði beitt til að fá hann samþykktan í neðri deild þingsins. Frá Englandi fer Miyake til Þýzkaiands, Frakklands o« ttalíu sömu erinda. 1952. Náði hann heimsfrægð á fá- um árum og söng sem gestur í Milano, París, London og New York, en fjögur síðustu árin hef- ur hann sungið við Metropolitan. Hann er einhver vinsælasti tenór sinnar tíðar. í gær hittu fréttamenn Gedda að máli í skrifstofu þjóðleikhús- stjóra, ásamt óperusöngkonunni Stínu Brittu Melander, sem hing að er komin til að fara með hlut- verk Gildu. Sagði Gedda að hann hefði ekki þekkt mikið til íslands, er hon- um var boðið hingað í vor og Stina Britta Melander í hlut- verki Violettu í La Traviata. (Ljósm.: Sveinn Sæmundsson) hefði sér lítt verið kunnugt ís- lenzkt sönglíf. Starfsbræðurnir við Metropolitan hefðu mjög dregið í efa að ópera væri til á íslandi, en nú sagðist Gedda geta leitt þá í allan sannleika er hann kæmi þangað aftur. Myndi sú söngmenning, sem hér væri, vekja athygli manna og eftirtekt í Ameríku. Gedda sagði að lokum að hann vænti þess að þetta yrði ekki hans siðasta ferð til íslands og tók þjóðleikhússtjori undir þau orð. Stína Britta Melander kemur nú hingað til lands í fjórða skipti og sagði hún að hér fyndist sér hún vera heima hjá sér. ísland hefði visst töfrandi aðdráttarafl, sem hvergi væri annarsstaðar. Eins og áður hefur verið getið syngja Nicolai Gedda og Stína Britta í Rigoletto, en óperan verð ur frumsýnd í kvöld. Gedda fer með hlutverk hertogans, en Stína Britta með hlutverk Gildu. Bar á Hótel KEA? AKUREYRI, 9. júní. — Aðal- fundi KEA lauk í kvöld. Meðal mála, sem samþykkt voru á fundinum, var tillaga méirihluta stjómarmanna um að opna vín- sölu að Hótel KEA, ef leyfi stjórnarvalda fengist. Ef slíkt leyfi fæst, mun verða hægt að fá vín með mat á Hótel inu og sennilega samskonar af- greiðslu og tíðkast á svipuð- um vínsölustöðum í Reykjavík. Nokkrir mánuðir eru liðnir síð an sótt var um nauðsynleg leyfi, en stjórnarvöldin hafa enn engu svarað. — Stefán. Veiða á stöðum fimm ALÞJÓÐA sjóstangaveiðimótið, sem íslendingarnir tveir taka þátt í, hófst í gær í Miami á Flor- ida. Keppnin fer fram í fimm borgum þar af fjórum á Florida, en í .lokin verður gert út frá Hav- ana, höfuðborg Kúbu. Fyrstu tvo dagana er veitt í Miami, síðan tvo daga í Tampa, þá einn dag frá Islamorada, sem er smáeyja fyrir suðurodda Floridaskaga og síðast einn dag frá Marathon, sem er nálæg eyja. Fara veiði- mennirnir þá til Havana og dag- ana 15.—18. júní verður loka- spretturinn þar. Síðustu sýningar á „Einu laufi64 SÝNINGAR á revíunni „Eitt lauf“ eru nú orðnar alls 26. Að- sókn hefur verið mjög mikil, og uppselt á nær allar sýningarnar. Vegna sumarleyfis starfsfólks revíunnar hætta sýningar nú um helgina. Sýningar verða í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu og á sunnudag á sama tíma. — Eichmann Framh. af bls. 1. í dag, að ísraelsmenn hefðu ekk- ert á móti því, að mál Eichmanns færi fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Vekur athygii Orðsending Argentínu hefur vakið geysimikla athygli í bæki- stöðvum Sameinuðu þjóðanna. Fyrstu viðbrögð þar voru þau, að margir töldu málið heyra undir alþjóðadómstólinn í Haag. Er, Argentína vísar til greinar nr 6 í sáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem segir, að sérhverja deilu, sem ógni friði og alþjóðaöryggi megi leggja fyrir Öryggisráðið eða Allsherjarþingið. Þó að bví tilskyldu, að viðkomandi þjóðir hafi áður reynt að jafna deiluna á friðsamlegan hátt. Ef Argentína óskar þess að mál ið verði tekið föstum tökum sem fyrst mun því væntanlega verða vísað til Öryggisráðsins. þar sem al’.sherjarþingið kemur ekki saman fyrr en í haust. En þess er vart að vænta, að Öryggisráðið geri annað en vísa málinu til al- þjóðadómstólsins í Haag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.