Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 14
14 MORCinsnr. 4ðið Föstudagur 10. júní 1960 Ford Consul 1957 í úrvals standi. Til greina koma skipti á ódýrum bil. Plymouth Plaza 1956 2ja dyra, keyrður 35 þús. mílur. Skipti á ódýrari bíl æskileg. Opel Rekord 1955 í úrvals lagi. Fiat 1100 1954 Fæst með góðum greiðslu- skilmálum. Willy’s Station 1955 ,6 cyl., í góðu lagi. Morris Minor 1950 í góðu lagi. Fæst með góð- um greiðsluskilmálum. Reno 1947 ný skoðaður, í góðu lagi. — Lítil útborgun. Höfum mikið úrval af bifreiðum án útborgunar, gegn öruggum mánaðar- greiðslum. — Verzlið þar sem úrvalið er mest og þjónustan bezt. Laugaveg 92 Simar 10650 og 13146. BÍLmilNN við Vitatorg. — Sími 12-500 Chevrolet ’58 2ja dyra, 6 cyl., ekki sjálf- skiptur. Ekinn aðeins 15 þús. mílur. Bíllinn er mjög glæsilegur og selst með góð um skilmálum. Chevrolet ’57 nýkominn til lándsins. Sér staklega fallegur vagn. Chevrolet ’47 Fæst með 20 þús. kr. útb. Dodge ’42 ný skoðaður. — Útborgun 10 þús. kr. Kaiser ’52 Mjög góður. Útb. 10 þús. kr. — Moskwitch ’58 Ekinn 17 þús. km. Sérstak- lega glæsilegur vagn. Austin 8 ’46 Sérstaklega fallegur vagn. Austin 12 ’47 Útborgun 15 þús. kr. Opel Caravan ’55 Útb. 40 þúsund ki Fiat 1100 ’54 Skipti hugsanleg á Opel Caravan. Volkswagen ’52, ’53, ’55, ’56, ’58, ’59, ’60 Ford Junior ’46 Útborgun 15 þús. kr. Jeppar Höfum mikið úrval af jeppum. — BÍUSUINI við Vitatovg. Simi 12-500 Niræður: Björn Jónasson frá Hámundarstöðum. f DAG, 10. júní 1960, er Björn Jónasson frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, níræður. Hann dvelst nú að Elliheimil- inu Grund hér í Reykjavík og hefur verið rúmfastur að mestu síðustu árin, en að öðru leyti er hann hinn emasti, les blöð og bækur, og fylgist með öllu, sem gerist, ekki sízt í stjórnmála- heiminum bæði innan lands og utan. Björn Jónasson er fæddur í Selási í Húnavatnssýslu 10. júní 1870. Foreldrar hans voru Jónas Guðmundsson, er síðast bjó í Sel- ási (d. 1872) og kona hans María Guðmundsdóttir, Skúlasonar bónda að Efri-Þverá í Vestur- hópi, Sveinssonar „vaktara" við Innréttingarnar í Reykjavík. — Björn Jónasson var næstyngstur níu barna er þau María og Jónas áttu saman. En eftir lát Jónasar bjó María áfram í Selási með Sveini Stefánssyni og áttu þau saman fjögur böm, svo alls var systkinahópurinn frá Selási þrettán manns. Nú eru þau öll látin nema Björn, sem í dag fyllir níunda áratuginn. Við lát Sveins Stefánssonar árið 1878 leystist Selásheimilið upp og börnin, sem á legg voru komin, fóru að vinna fyrir sér. Þá var Björn aðeins átta ára gamall og frá þeim tíma hefur hann sjálfur séð sér farborða. Um 1890 fluttist Bjöm til Austfjarða ásamt þremur bræðrum sínum, Guðmundi, sem bjó fyrst á Skála nesgrund og síðar að Brimneshjá- leigu í Seyðisfirði. Þórði, sem bjó á Ljósalandi í Vopnafirði, og Svenbirni Jónssyni, sem ásamt Birni bjó að Hámundarstöðum í Vopnafirði. Þar hóf Björn bú- skap árið 1895 og bjó þar óslitið rausnarbúi í 50 ár eða til ársins 1945, er hann hætti búskap og fluttit til Reykjavíkur, en þá voru börn hans sezt þar að og Björn orðinn ekkjumaður. Konu sína, 'Sigríði Pálsdóttur, frá Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu, missti Björn árið 1942. Börn Björns á Hámundarstöð- um eru: Jónas skipstjóri, nú búsettur í Halifax i Kanada. Páll verkamaður í Reykjavík, Sumarbústaður við Lögberg er til sölu. Steinhús, 2 herb. og eldhús. Vatn og raf- magn. Stórt land fylgir. Uppl. gefur Málflutningsstofa INGI INGIMUNABSONAR, hdl. Vonarstræti 4 II. hæð — Sími 24753. m Skrásett vönunerki: Minnesota Minning & Mfg Co. USA Einkaumboð: G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F. Grjótagötu 7. — Sími 24250 — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. foringjar ættu ekki að sxipta sér af stjórnmálum. — Enginn, sagði hann, getur bæði verið yfirmað- ur í hernum og stjórnmálamað- ur. En þetta skildi Gursel einnig á þann veg að engri ríkisstjórn væri heimilt að nota herinn í sljórnmálalegum tilgangi. Það var fastheldni hans við þessa skoðun sína sem varð til þess að hann lenti í andstöðu gegn Menderes og stjórn hans. f „ORLOF“ I maíbyrjun fékk hann fyrir- skipun um að senda sveitir úr hernum til að lægja uppþot stú- denta, sem mótmæltu harðlega einræðisstefnu ríkisstjórnarinnar og ritskoðun. En hann áleit ekki þessi mótmæli hættuleg öryggi landsins, heldur aðeins lið í stjórnmálabaráttunni innanlands, og bæri hernum ekki að skipta sér af þeim. Þetta tilkynnti hanh ríkisstjóm inni og ekki stóð á árangrinum. Hann var sendur í orlof, sem í rauninni var undirbúningur að brottvikningu hans. En hann lét ekki kúgast. Kveðjuorð hans til hersins voru: Síðasta orðsending mín er: Standið vörð um heiður hersins og einkennisbúningsins, sem þið berið, hvað sem það kostar. Ein- mitt á þessu augnabliki verðið þið að skilja hve áríðandi er fyrir ykkur að losna við hinar skað- vænlegu afleiðingar af stjórn- málaástandinu í landinu. Haldið ykkur utan við stjórnmál“. ERFIÐLEIKAR FYRIR HÖNDUM Það kann að virðast undarlegt að einmitt þessi maður skuli hafa orðið mest áberandi stjórnmála- maður Tyrklands. En Gursel lítur á byltingu hersins sem einustu mögulegu ráðstafcUiirnar gegn því að Menderes notaði hann sem ,,stjórnmálatæki“. — Það er, segir hann, einungis til að losa okkur við þetta hættu- lega og óvirðulega hlutverk að við höfum látið til skarar skríða. Vafalaust hefur hvorki hann né aðrir yfirmenn hers og flota í hyggju að koma á varaniegu hern aðareinræði, en það hefur fyrr sýnt nig, hve erfitt er að ráða úr slíkum vanda. Það mun brátt koma í ljós hvernig honum reiðir af. Húseign við Akranes til sölu Húseignin Borgartún við Akraness er til sölu nú þegar, ásamt 12 kúa fjósi og hlöðu. Húsið er ca. 90 ferm. úr steinsteypu. 4 her- bergi og eidhús, ásamt rúmgóðum geymsl- um. Leiga á 7 ha landi getur fylgt. Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar. Undirritaður gefur nánari upplýsingar. Bæiarstiórinn Akranesi. Fyrir börnin í sveitina ULLARNÆRFÖT — ULLARLEISTAR — PEYSUR, ermastuttar og ermalangar — STROFF í mörgum litum. Skólavörðustíg 13 — Sími 17710. giftur Margréti Gísladóttur frá Papey. Þorbjörg frú í Reykjavík, gift Ólafi Jóhannessyni, Hámundur Eldjárn, vélstjóri, búsettur í Stykkishólmi. Björn átti um margra ára skeið sæti í hreppsnefnd Vopnafjarð- arhrepps og gegndi auk þess ýms um öðrum trúnarstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Vopnafjarðar og stuðnings og hvatamaður hvers ’konar framfaramála í héraðinu. Formaður var Björn áratugum saman á opnum bátum og var aflasæll í bezta lagi. Björn Jón- asson er drengur hinn bezti, glaðvær og traustur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, greindur manna bezt, skýr í hugs un og kann vel að flytja mál sitt, bæði í viðræðu og á mannamót- um. Hann var fordómalaus og vill líta á hvert málefni umbúða laust, og leita að kjarna þess, en fyrirlítur alla hræsni og yfir- drepsskap. Frarn yfir áttrætt var hann heilsugóður, léttur í spori og gekk að flestri vinnu til jafns við þá sem yngri voru. En úr því fór heilsu hans að hnigna og síð- ustu sex árin hefur hann dvalið að Grund og nú síðast lengst af við rúmið. Björn frændi minn er lærður í lífsins skóla. Sá skóli veitir þá menntun sem staðbezt er og traustust, þeim er hann vilja til- einka sér. Og það hefur Björn gert vel og dyggilega. Björn er gæddur dulrænum hæfileikum, eins og margir í þess ari ætt hafa verið fyrr og síðar, og svo var hann draumspakur um eitt skeið ævinnar. að furðu- legt þótti, og hefur verið um það ritað annars staðar. Langt er síðan Björn sagði það fyrir að hann næði níræðisaldri. Björn frændi minn er elzti nú- lifandi maður í okkar ætt, að því er ég bezt veit, og vil ég nú fyrir hönd okkar allra, bræðra- barna hans, senda honum þessa fátæklegu afmæliskveðju, og þakka honum hin gömlu kynni, sem seint gleymast, og þá telja honum það síðast til tekna, að hann hefur nú sett langlífismet í ætt okkar, því ekki veit ég um neinn frænda minn, sem eldri hefur orðið. Fylgi þér Guð og gæfan, frændi sæll, og blessi þér tíunda tuginn, sem nú er fram- undan. Jónas Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.