Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. júfrií 1960 MORGVNBLAÐIÐ 13 KOIMGO- NÝLEGA vorum við nokkrir flugiiðar að ræða um hið komandi sjálfstæði landsins við hinn innfædda bílstjóra okkar, er hann ók okkur af flugvellinum. Meðal annars spurðum við hann hvaða breytingu sjálfstæðið myndi koma til með að hafa á hans eigin hagi. Svar hans lýsir nokkuð glöggt j>eim hugsunarhætti, sem er afaralgengur hér: „Ja, þá þarf ég ekki að vinna eins mikið og fæ miklu hærri laun og borga enga skatta. Auk þess ferðast ég svo frítt í öllum strætisvögnum og járnbrautarlestum, ef ég kæri mig um. Svo eignast ég fljótt fínt hús og nýjan bíl“. munu fussa og sveia og segja, að það sé ekki annað en hin venju lega afsökun nýlendukúgaranna, til þess að halda sem lengst í nýlendurnar. Fólk, sem þannig hugsar, gerir það sjálfsagt af ein skærri mannúð, en það er einmitt af slíkum ástæðum að við sem höfum kynnzt ástandinu í nýlend unum af eigin reynslu, segjum að sumstaðar verði hvíti maður- inn að halda áfram að stjórna, a. m. k. fyrst um sinn. Víðast hvar myndi allt loga í blóðugum óeirðum ef hvíti maðurinn léti skyndilega af völdum. Belgíska Kongó getur hæglega orðið eitt af þesum svæðum. Hinar ýmsu nýlenduþjóðir hafa auðvitað mismunandi að- ferðir við að stjórna nýlendum og verndarsvæðum sinum. T. d. „Jæja“, sögðum við, „hver borgar þá allt þetta?“ „Nú, ríkistjómin auðvitað“, sagði hann. Nú standa yfir hinar fyrstu al- mennu þingkosningar í landinu. Um miðjan mánuðinnáað mynda hina fyrstu innlendu ríkisstjóm og þann 30. þ, m. fær þjóðin fullt sjálfstæði. Hvemig mun þessum miklu umbrotum reiða af. Ekki ætla ég að gerast spámaður, en til þess að menn geti fert sér gleggri grein fyrir hvað gæti gerzt, er réttast að líta snöggv- ast á sögu landsins og ástandið í því eins og það er nú. Belgíska Kongo er yngsta ný- lendan í Afríku og eru ekki liðin nema rúm 80 ár síðan hvíti mað- urinn náði tökum þar Á dögum Leopolds konungs II. og allt fram að lokum fyrri heimsstyrjaldar stjórnuðu Belgar nýlendunni með nokkuð harðri hendi, en slíkt var, því miður, fremur al- gengt í nýlendum Afríkti á þeim tímum, enda var það oft nauð synlegt til þess að hafa hemil á hinum sífelldu óeirðum hinná mörgu þjóðflokka og ættbálka blökkumanna. Upp úr lokum fyrri heimsstyrjaldar breyttist þetta samt til muna. Lýðræðið eða þingræðið náði meiri út breiðslu í Evrópu og fór þetta að segja til sin í nýlendunum. Stjórn hinna hvítu manna tók að gerast miklu mannúðlegri og var farið að hugsa meira um velferð blökkumanna, sem víðast hvar voru enn algerir villimenn, og þó sérstaklega í Kongó-nýlend- unni. í>að er afar algengt heima á íslandi að heyra krítík kastað á nýlendufyrirkomulagið og ný- lenduþjóðirnar (stór hópur manna er samt að heimta okkar eigin nýlendu!). Þeir, sem þannig tala eða skrifa hafa oftast enga raunverulega þekkingu á málunum, en byggja sínar skoð- anir á áróðursgreinum annarra „sérfræðinga" og „mannvina“, sem sjálfir oft á tíðum hafa hvergi náiægt nýlendum komið eða eru að fiska eftir pólitískum ávinningi. Nýlenduþjóðimar hafa unnið, og vinna enn, mikil og þarfleg störf í þágu hinna inn- fæddu á áhrifasvæðum sínum, oftast að þakkarlausu. Hin svo- kallaða nýlendukúgun má heita úr sögunni, þó að sums staðar þurfi hvíti maðurinn ennþá að hafa vit fyrir þeim svörtu þar sem þeir eru stytzt á leið komnir á þroskabrautinni. Veit ég vel að margir, sem lesa þessar línur hætti en þó hafa þeir verið treg- B ari til að láta þá innfæddu hafa nokkur raunveruleg völd fyrr en núna á allra síðustu árum. Aftur á móti hafa Belgar haft nokkuð annað háttarlag á stjórn sinni á Kóngó-nýlendunni. Þar til ný- skeð stjórnaði landstiórinn í um boði konungs og beJgíska þings- ins, sem alger einræðisherra og hvorki hvítir né svartir íbúar landsins hafa fengið að hafa nokkur afskipti af stjórnmálum. Belgar hafa lágt áherzlu á, að báðir kynflokkar væru jafnrétt- háir og yrði jafnt að ganga yfir alla. Mönnum kann e.t.v. að finn ast Belgar hafi verið heldur hæg fara í að innleiða lýðræðisskipu lag í nýlendunni, en það má ekki gleymast að vegna þess hvað hún er tiltölulega ung eru þeir inn- bornu komnir styttra á menn- ingar og menntabrautina en flestar aðrar negraþjóðir Afríku. Þó hafa stjórnarvöldin með dyggi legri aðstoð trúboðanna, bæði kaþólskra og mótmælenda, lyft Grettistaki í menntamálunum. Vegna þess hve landið er víð- áttumikið og samgöngur erfiðar í stórum landshlutum hefir hér verið við mjög ramman reip að draga. Um 3/5 hlutar íbúanna búa á víð og dreif í frumskóg- unum, enn við hin frumstæðustu skilyrði. Samt er % af þjóðinni læs og skrifandi, 75% af öll- um börnum á skólaaldri (6—12 Gengið til kosninga. o. s. frv. en eins og við mátti bú- ast vill stór hópur stúdentanna ekki líta við öðru en lögfræði eða hagfræði. Telja þeir sig þá líklegri til að komast í háttsettar stöður í stjórnardeildum og í stj órnmálaf lokkunum. Sem sagt, Belgar hafa afkastað næstum ótrúlega miklu í viðleitni sinni að mennta þjóðina almennt en aftur á móti hafa látið kennslu í stjórnmálum og lýðræðisskipu- lagi, þar til fyrir skömmu, heldur lýðræði eóa skrílræöi hafa Bretar yfirleitt haft þá skip an á, að láta þá innfæddu hafa vaxandi ítök, og þá ábyrgð í stjórn landa sinna þar til þeir væru færir um að taka algerlega við sjálfir. Svo að segja undan- tekningarlaust eru ráðgjafaþing í nýlendum þeirra og víða þjóð- kjörin löggjafaþing, sem svo kjósa sína eigin ráSherra til að fara með flest innanríkismál. Þetta fer auðvitað allt eftir því, á hvaða þroskastig íbúar land- anna eru komnir. Það gegnir að vísu dálítið öðru máli í þeim fáu nýlendum, þar sem hvítu mennirnir hafa gerzt landnemar í stórum stíl og verið búsettir í margar kynslóðir, og eru sjálfir orðnir innboronir eins og t. d. í Kenyu og Rhodesíunum. Þar eru auðvitað blökkumennirnir miklu fjölmennari en þeir hvítu, en flestir á lægra menn- ingarstigi, og ríkir því nokkur tortryggni á milli kynflokkanna, sem smám saman hverfur eftir því, sem blökkumennirnir ná meiri menntun og þroska. Enda er brezka ríkisstjórnin smátt og smátt að neyða hvítu mennina í þessum löndum til að láta af ein- ræði sínu og veita blökkumönn- um meiri hlutdeild í stjórnum landanna unz jafnvægi verði náð. (Hér á ég auðvitað við Suður- Afríku, sem ekki er nýlenda). Frakkar hafa stjórnað sínum ný lendum með nokkuð svipuðum vftettfílt____________ Konur í Kongó við vatnsból með börn sín á bakinu. Eftir Þorstein Jónsson ára) ganga í skóla, og 10 prósent af allri þjóðinni situr nú á skóla- bekk. Þetta myndu sjálfsagt þykja mjög lágar tölur í Evrópu en í Afríku mega þær teljast mjög lofsverðar. Þar sem hægt hefur verið að koma framhalds- námi við hefur verið lögð á- herzla á að útskrifá barnakenn- ara og svo að kenna iðnað og landbúnað svo að þjóðin kynni betur að nýta hin miklu náttúru- auðæfi landsins. Sú óþægilega reynd hefur samt orðið, að meirihluti blökkumanna, sem framhaldsmenntun hafa fengið vilja bara verða skrifstofumenn í stórborgum og ekki lyfta þyngra verkfæri en kúlupenna. Fyrir skömmu sá ég í íslenzku dagblaði að einn af „nýlendu- sérfræðingum'* okkar var að skamma belgísku stjórnarvöldin fyrir það að af 12 milljón þel- dökkum íbúum landsins væru ekki nema 5—6 háskólagengnir Þessi tala hans er alls ekki langt frá því að vera rétt. Stjórnarvöld in hafa talið að hinu takmarkaða fé, sem þau hefðu væri betur varið til að veita sem flestum af þessum 12 milljónum einhverja undirstöðumenntun heldur pn að útskrifa nokkur hundruð há- skólastúdenta. Það er ekki þar með sagt að æðri menntun hafi verið algerlega lögð á hilluna. Síður en svo. Tveir glæsilegir háskólar hafa nýlega tekið til starfa í landinu: Lovanium í Leo poldville (1954) og ríkisháskólinn í Elizabethville (1955) og sitja þar nú 5—600 stúdentar og glíma við akademisk efni. Þjóðin hefur mikla þörf á kennurum, læknum, búfræðingum, verkfræðingum sitja á hakanum, enda var talið svo langt í land með að þjóðin færi að stjórna sér sjálfri, að ekkert lægi á og margt annað væri meira aðkallandi. Samt var búið að stíga fyrsta sporið í þessa átt. Fyrir rúmlega tveimur árum var í fyrsta skipti leyft að stofna stjórnmálaflokka í landinu og skömmu síðar efnt til fyrstu bæjarsjórnakosninganna í helztu bogum landsins. Voru kosmr inn fæddir borgarstjórar í þeim borg, arhverfum, sem blökkumenn að- allega höfðu búsetu í. í fyrstu virtist þetta ætla að gefast vel, en ekki leið svo á löngu þar til forsprakkar ýmissa stjórnmála- flokka fóru að ágirnast meiri völd. Sóttu sumir þeirra ráð stefnu Afríkuríkja í Accra, höf- uðborg Ghana, og þar smituðust þeir alvarlega af hinni miklu þjóðernishreyfingu, sem gengur sem eldur í sinu um- alla Afríku. Þar fengu þeir líka tilsögn í á- róðurstaktík og þegar heim kom tóku þeir svo til óspilltra mál- anna. Æsingaræður voru haldnar víðs vegar um landið og sums staðar ollu þær óeirðum og mann tjóni, því að lítið þarf til þess að æsa upp skrílshópa af hálfgerð um villimönnum, sem flykkjast til borganna í þúsundatali og dóla þar atvinnulausir. Aldrei urðu samt óeirðirnar mjög alvar- legar fyrir öryggi friðsamlegra borgara, þar sem her og lögregla var vel vopnum búin en skríllinn svo til óvopnaður. Auk þess var fjarri þvl að þjóðin stæði samein- uð bak við þessi læti og víðast hvar í landinu lýstu hugsandi blökkumenn sig andvígir þessu sjálfstæðisbrölti, þar eð það væri ekki tímabært. Áróðursmenn héldu samt áfram að heimta sjálf stæðið og kepptust um að lofa þjóðinni öllu fögru þegar það fengist. Stjórnin í Belgíu lét ó- trúlega fljótt í minni pokann og lofaði áróðursmönnum að veita þjóðinni sjálfstæði 30. iúní þ. á. Kom þetta flestum, jafnt svört- um sem hvítum, mjög á óvart. Undantekningarlaust telja allir hvítir menn búsettir hér, og marg ir svartir, að það hafi gengið allt of fljótt fyrir sig; það hefði alltaf staðið til að þjóðin fengi fullt sjálfstæði, slíkt væri sjálfsagt en hún yrði að læra þing- og stjórn- skipulag smátt og smátt af reynslunni en ekki ana út í þetta svona alveg óundirbúin. Flestir telja að belgíska stjórnin hafi hlaupið undan siðferðisiegri skyldu sinni. Er ástandinu líkt við stóran barnaskóla þar sem nokkrir óróraseggir hafi verið með ærslagang, en keniiararnix þá hlaupið á brott og yfirgefið skólann. Undirbúningurinn unhir fullt sjálfstæði er ólíkt betri í landi eins og Nígeríu, þar sem þjóðin hefur haft sitt eigiS iög- gjafarþing og rikisstjórn í rúm- an áratug, og hefur þvi velþjálf- aða menn í öllum stjórnarcleild- um þegar hún tekur við fullveldi sínu 1. nk. Engir slíkir menn eru fyrir hendi hér og er útlitið ekki beint glæsilegt. Þjóðin á engan leiðtoga, sem hún getur fylkt sér um. Þó að landi.iu hafi verið stjórnað sem einni heild þá samanstendur það í raun og veru af mörgum þjóðum, sem margar hverjar hafa staðið í illdeilum sín á milli í aldaraðir og gera enn. Næstum daglega heyrir maður um bardaga og víg á milli ættbálka og þjóðflokka í landinu, þrátt fyrir allar þær öryggisráð- stafanir, sem stjórnarvöldin reyna að gera. Ólíklegt má telja að þetta ástand fari batnandi á næstunni. Þó að raddir hafi heyrzt sem heimta að landinu verði skipt niður í smærri sjálf- stæð ríki er það næstum óhugs- andi vegna þess hvað náttúru- auðæfum landsins er misjafnlega deilt niður á landshluta og einnig vegna þess hvaða afleiðir.gar þetta kynni að hafa fyrir sam- göngukerfi landsins. AnnaS vandamál, sem blasir við hinni nýju stjórn landsins er tungu- málið Hér í landi eru töluð fjög- ur tungumál auk aragrúa af mál- lýzkum og neyðist því hið nýja þing og stjórn að nota frönsku sem landsmál. Gallinn er bara sá að hvergi nærri allir lands- menn tala frönsku. Mörgum stjórnmálaflokkum hefur skotið hér upp en mest ber auðvitað á fjórum þeim stærstu. Skiptist fylgi þeirra að mestu leyti niður í landshluta og er þegar orðið auðséð á þeim kosn- ingaúrslitum, sem hafa verið til- kynnt, að enginn flpkkur nær hreinum meirihluta á þingi. For- sprakkar þeirra eru að mestu leyti samvizkulitlir ævintýra- menn ,sem virðast aðallega hafa það fyrir markmið að næla sér í vellaunaðar ráðherrastöður. Sem dæmí um einn slíkan mætti nefna Patrice Lumumba. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var hann svo til óþekktur nema í annálum lögreglunnar. Hafði hann verið starfsmaður pósthúss- ins en verið staðinn að stórþjófn- aði og orðið að dúsa í tukthúsinu í nokkra mánuði. Sl. jan. skaut honum upp" í Stanleyville og hélt hann þar þrumandi æsingaræðu eina helgi yfir meira eða minna ölvuðum skríl. Afleiðingarnar urðu óeirðir miklar og létu '37 manns lífið í þeim. Nú var hann orðinn frægur. Nokkru seinna var hann dreginn fyrir rétt og dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að stofna til óeirðanna. Þeg- ar svo átti að færa hann í tukt- húsið var hann svo ódæll, að setja varð á hann handjárn Hélt hann samt áfram að berjast um hæl og hnakka og þurfti fjóra iögreglu Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.