Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 17
Föstudagur 10. júní 1960 MORCUNBl 4 ÐIÐ 17 Frumskógakofi á ferð um landið Hann rigndi á mánudaginn. í>egar blaðamaður Morgunbl. var á gangi niðri við Tjörn og dáðist að álftahjónunum, sem syntau þar með sex nýfædda unga sína eins og þau ættu Tjörnina, gerði úrhellisskúr, svo blaðamaðurinn forðaði sér inn í Iðnó. Þar var miðasala í full- Zibumm „vinnukona" um gangi, því sýna átti Grænu lyftuna þá um kvöldið. Innan úFsalnum í Iðnó gömlu barst ómur af mannamáli. Við nánari athugun kom í Ijós að þarna var leikflokkur á æfingu, einn þeirra leikflokka, sem nú actla að leggja land undir fót og skemmta fólkinu í lands- byggðinni í sumar. Tveir í skógi. Leikflokkur Þorsteins Ö. Step- hensens var þarna að æfa gam- anleikinn „Tveir í skógi“, eftir Axel Ivers. Það voru mikil við- brigði að koma úr rigningar- suddanum inn í Iðnó, þar sem sviðið var kofi mitt inni í frum- skógum Afríku, „þriggja daga reið frá Apritown“. En allir vita hvar Apritown er. Þar fást flug- vélavarahlutir og þar eru knæp- ur. Á einni knæpunni er meira að segja Rauðhærða Maja! Hakkabuff. Húsbændur í frumskógakofan- um eru félagarnir Tom og Zi- bumm (Helgi Skúlason og Þor- steinn Ö. Stephensen), þeir hafa gefizt upp á lystisemdum menn- ingarinnar og flúið saman inn Á dráttarvél á Snæfellsjökul HELLNUM, 8. júní. — Á hvíta- sunnudag sl. fóru fjórir bændur úr Breiðavíkurhreppi á Massey- Ferguson dráttarvél upp að sælu- húsi Ferðafélagsins á Snæfells- jökli. Farið var upp af þjóðveg- inum við Stapafell. Leið þessi er mjög ill yfirferðar víðast hvar og víða upp mikinn bratta að fara. Ferðin frá Stapafelli að sælu- húsinu tók 3 klst. Vélin var á járnbeltum. Reyndu þeir félagar að halda áfram upp jökulinn en tókst ekki vegna þess hve snjórinn var laus. Sagði Holgeir Þorsteinsson bóndi á Hamraendum, sem var einn af þeim ,sem þátt tóku í leiðangrin um ,að ferðin hefði gengið vel. Þetta er fyrsta vélknúna farar- tækið sem fer þessa leið. — K.K. í frumskóginn. Tom er kvenhat- ari mikill, en sá „sem einu sinni hefur orðið fyrir reglulegum von brigðum af kvenfólkinu, hann fellur alltaf fyrir því aftur“. "Zibumm er rólegur náungi, alls enginn kvenhatari, nema síður sé. Hann er vinnukonan á heimilinu, en, eins og hann sjálfur segir: „úr hakkabuffi get- ur ekki einu sinni góður Guð búið til annað en hakkabuff". Stúlka af himnum ofan. Þeir félagar eiga kunningja, sem gengur undir nafninu Tiger- bully (Knútur Magnússon). Hvort hann hlaut nafnið vegna þess að hann barðist eitt sinn við tígrisdýr og kyrkti það með berum höndum“, eins og hann segir, eða hvort það var vegna þess, að andlit hans var „útbíað í freknum", skal ósagt látið. — Tigerbully er mesta þarfaþing. Hann sækir vistir fyrir þá fé- laga til Apritown, svo sem whisky, grammófónnálar og hakk að buff. Svö er Tigerbully fyrsta flokks skytta, en nóg um það“. En Adam var ekki lengi í Paradís. Stúlkan af himnum ofan (Helga Bachmann) birtist skyndi lega í rjóðrinu þeirra og — nei annars, það má víst ekki segja meira! ¥ Þegar æfingu var lokið hjá leikílokknum, beið ilmandi kaffi sopinn uppi á lofti hjá Kristínu húsfreyju í Iðnó. — Þú hefur ekkí áður farið í svona leikferð, Þorsteinn? — Nei, en mig hefur lengi langað til þess. Ég hef að vísu farið í leikheimsóknir með Leik-' félagi Reykjavíkur á einstaka staði úti'um land, en það er ekki það sama. Helga, Helgi og Knút- ur eru þessu hins vegar alvön. „Maður reynir að stilla sig“. — Þetta á sér engan sinn líka, sagði Helga. Maður kynnist svo mörgu ólíku fólki um land allt, það er ómetanlegt. Undirtektirn- ar eru líka mjög misjafnar. Ég man eftir einni sýningu fyrir vestan. Það var lítið hlegið, svo við vorum farin að óttast, að fólkið skemmti sér ekki. En á eftir fengum við miklar þakkir fyrir sýninguna. Ég spurði þá eina konu, sem verið hafði við- stödd, hvers vegna ekki hafi ver- ið hlegið, en hún svaraði: „Mað- ur reynir nú að stilla sig svona í leikhúsi"! — Það er annars ákaflega skemmtilegt og í rauninni merki legt til þess að vita, sagði Þor- steinn, að ný hús hafa nú risið upp um allt land, og gera það fært fyrir leikflokkana að leggja í svona ferðalög. Fólkið í sveit- inni fær nú tækifæri til að sjá meira en áður og lærir að velja og hafna. Enda er tilgangslaust að ætla sér að fara svona ferð nema maður hafi upp á gott leik rit að bjóða. Vísur um menninguna. — Þú ert leikstjórinn, Helgi. Hvað heldur þú um árangurinn? — Ja, leikritið er bráðsnjallt, og ég vona að það verði fólki góð skemmtun. — Hver þýddi það fyrir ykk- ur? — Það gerði nú Þorsteinn, bæði leikritið og vísurnar. — Vísurnar? — Já, reyndar. Við syngjum þarna um menninguna o. fl., samanber: Þegar vindur skóginn skekur skjótt til borgar hugur fer, það er margt sem þrá mér vekur þar sem litla knæpan er. Annars vorum við næstum kom- in í vanda. Þorsteinn skrifaði út eftir nótum við vísurnar, en fékk það svar að leikhúsin á hverjum stað hefðu látið semja lögin við þær sérstaklega, og fylgdu engin lög vísunum. En þá kom Knútur til hjálpar. — Knútur? — Já Hann samdi lögin. Helga, Þorsteinn, Krútur, Helgi. Tónskáld. — Hefur þú fengizt eitthvað við tónsmíðar áður, Knútur? — Já, lítillega. En það er ekki von að þú kannist við það, því Stúlkan af himnum ofan það sem ég hefi látið frá mér fara hefur verið undir nafninu Reynir Geirs. — Ó já. Hreðavatnsvalsinn? — Jú, meðal annars. — Nú, þá ætti því atriði að vera vel borgið. En segðu mér Þorsteinn, hvernig er ferðaáætl- unin? — Hún er nú ekki fullbúin enn. Við ætlum okkur að hafa frumsýningu á Homafirði seint í þessum mánuði. Þaðan höld- um við um Austfirðina um Norð- urland, Vesturland og Vestfirði og að lokum um Suðurland — En Reykjavík? Þið ætlið varla að skilja Reykvíkinga út- undan. — Við höfum nú hugsað okk- ur að hafa sýningar hér í höfuð- borginni að hringferð lokinni, en það verður varla fyrr en undir haust, því við munum sýna á um 35 stöðum úti á landi og á sum- um þeirra oftar en einu sinni. ¥ Kaffitíminn var á enda. Leik- arar þurfa víst að vinna þótt það sé annar í hvítasunnu, svo blaðamaðurinn þakkaði fyrir sig og kvaddi, ákveðinn í því að kynn ast nánar Afríkusólinni, Tom, Zibumm, Tigerbully og, síðast en ekki sízt, Stúlkunni áf himn- um ofan, þegar tekur að hausta. Múrarar Nokkra múraraflokka vantar nú þegar, eða sem fyrst í stórhýsi hér í bæ. Upplýsingar í síma 17146. Hefí kaupanda að 4ra til 5 herb. hæð í góðu steinhúsi. Helzt með sér inngangi og sér hita. Uppl. gefur INGI INGIMUNDARSSON, héraðsdómslögmaður Vonarstræti 4 II. hæð — Sími 24753. 77/ leigu alveg ný 6 herb. íbúðarhæð, stærð 160 ferm. hita- veita (sér hiti), upphitaður bílskúr getur fylgt ef óskað er. Tilboð merkt: „Góður staður — 3719“ sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m. Au g I ý s i n g frá Fiskifélagi íslands um dragnótaveiðar 1. 3. og 4. málsgrein 1. gr. laga 9. júní 1960 um takmarkað leyfi til dragnótaveiða, segir svo: „Áður en gerðar eru tillögur um opnun einstakra veiði- svæða, skal Fiskifélag íslands leita álits sveitarstjóma og annarra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta á viðkom- andi veiðisvæði. Berist álitsgerðir, skal ráðherra óheimilt að opna veiðisvæði eða hluta þess, nema álitsgerðirnar styðji almennt þá framkvæmd. Ef sveitarstjórnir, samtök útvegsmanna, sjómanna eða verkamanna leiða rök að því, að hagkvæmara sé að stunda aðrar veiðar en dragnótaveiðar á tilteknum hluta veiðisvæðis, og bera fram óskir um, að þeir hlutar svæð- anna verði friðaðir sérstaklega fyrir dragnótaveiði, þá skal ráðherra í samráði við Fiskifélag Islands verða við þeirri ósk“. Með skírskotum til þessa auglýsir Fiskifélagið hér með eftir álitsgerðum eftirtalinna aðilja: Sveita -og bæjarstjórna, samtaka útgerðarmanna, sjó- manna- og verkalýðsfélaga og eigenda frystihúsa. Skulu álitsgerðir þessar hafa borizt félaginu í síðasta lagi fyrir 20. þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir, að skipting veiðisvæða verði þessi: Ingólfshöfði/Reykjanes, Reykjanes/Snæfellsnes, Snæfells nes/Látrabjarg, Látrabjarg/Horn, Horn/Langanes, Langanes/Ingólfshöfði. Þeir ofangreindra aðilja, er ekki senda álitsgerð fyrir nefndan tíma, teljast samþykkir dragnótaveiðum á hlut- aðeigandi svæðum. Reykjavík, 9. júní 1960 FISKIFÉLAG ISLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.