Morgunblaðið - 24.06.1960, Síða 12
MORClllSTtL AÐIÐ
Föstudagur 24. júní 1960
JltrjpjjiMaMli
títg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FÁHEYRÐ FREKJA
■fjAÐ er alkunna að kofnm-
" únistar hér á landi sem
annarsstaðar liggja á því lúa-
lagi að misnota ýmisskonar
almenn félagasamtök til
framdráttar pólitískum klíku-
hagsmunum sínum. Oft varar
fólk sig ekki á þessum vinnu-
brögðum kommúnista og
tekst þeim þess vegna stund-
um að beita ópólitískum fé-
lagasamtökum fyrir stríðs-
vagn sinn.
Áróðurstillaga
Á landsfundi Kvenréttinda-
fél. íslands, sem staðið hefur
yfir undanfarna daga, ætluðu
kommúnistar að leika þennan
leik. Þeir fluttu þar áróðurs-
tillögu, sem fól í sér harðorð
mótmæli gegn þeirri stefnu,
sem ísland hefur fylgt undan-
farin ár í utanríkis- og ör-
yggismálum. Mál þetta komst
til umræðu undir lok fundar-
ins og hófust þegar um það
mikil átök. Frú Auður Auð-
uns, borgarstjóri, vakti at-
hygli á, að hér væri um stór-
pólitískt deilumál að ræða,
sem ekkert erindi ætti inn á
fund hinna ópólitísku heild-
arsamtaka íslenzkra kvenna.
Konur ættu ekki að láta nota
þessi samtök sín sem pólitískt
áróðurstæki. Það mundi
veikja samtökin og rýra
traust þeirra og virðingu.
Frú Auður Auðuns gekk
síðan af fundi í mótmæla-
skyni við þessa tilraun komm
únista til þess að nota Kven-
réttindafélag íslands sem
pólitískt áróðurstæki.
Fundarkonum hafði nú
fækkað svo að fundurinn var
ekki lengur ályktunarfær. —
Reyndist því ekki mögulegt
að bera áróðurstillögu komm-
únista undir atkvæði og féll
hún þannig niður og lauk
fundinum þar með.
Siðleysi kommúnista
En kommúnistakonurnar,
sem fyrir áróðurstillögunni
höfðu staðið, létu ekki við
það sitja að gera tilraun til
lítilmótlegrar misnotkunar á
kvennasamtökunum. Bæjar-
stjórn Reykjavíkur hafði boð-
ið fulltrúum á fundinum til
kvöldboðs í Sjálfstæðishúsinu
á miðvikudagskvöldið. Tók
frú Auður Auðuns, borgar-
stjóri, þar á móti gestunum.
Þangað geystist nú dálítill
hópur kommúnistakvenna,
ruddist inn í salinn án þess
að taka af sér yfirhafnir og
einn af forsprökkum komm-
únista flutti þar skammar-
ræðu yfir borgarstjóra! Að
því afreki loknu þustu komm-
únistakonurnar út og kvöddu
hvorki kóng né prest.
Við íslendingar eigum
ýmsu að venjast í stjórnmála-
baráttu okkar. En það er
áreiðanlega einsdæmi, að
ágreiningur á opinberum
fundi nái svo langt að hann
verði til þess að menn geti
ekki borðað saman að honum
Ioknum!!
Kommúnistakonurnar
hafa þannig gerzt berar að
einstæðri frekju og skorti
á háttvísi. En framkoma
þeirra var engum nema
þeim sjálfum til skammar.
SPARIFÉÐ
rplMAMENN hamra mjög á
því, að með efnahags-
málalöggjöf ríkisstjórnarinn-
ar séu „héruðin rænd sparifé
sínu“.
Það er rétt að athuga þessa
fullyrðingu nokkru nánar.
Þegar vinstri stjórnin setti
lög um Seðlabanka íslands ár
ið 1957, var í 16. gr. þeirra
laga ákvæði um það, að
stjórn Seðlabankans væri
heimilt „að ákveða að bank-
ar og sparisjóðir skuli eiga
ionstæður í Seðlabankanum
og þá hve miklar, enda skal
stjórn banka og sparisjóða
skylt að veita Seðlabankan-
um upplýsingar um starfsemi
sína,t svo sem um innlán og
Útlán“.
Það er sem sí’í> :: vinstri
stjórnin undir forystu
Framsóknarmanna, sem
setti það í lög að stjórn
Seðlabankans skuli heim-
ilt að ákveða að bankar og
sparisjóðir um land allt
skuli eiga innstæður í
Seðlabankanum, og þá hve
miklar.
Þetta ákvæði frá valda-
tímabili vinstri stjórnarinnar
stendur ennþá. Við það var
aðeins bætt því með efnahags
málaráðstöfunum núverandi
stjórnar, að ákvæði þau, sem
vinstri stjórnin settu um
þetta efni, skulu einnig ná til
innlánsdeilda kaupfélaga og
Söfnunarsjóðs íslands, á
sama hátt og til banka og
sparisjóða.
Þetta er þá sannleikurinn
í málinu.
Ætli það færi ekki bezt á
því að Tíminn hætti hvala-
blæstrinum um það, að núver
andi ríkisstjórn sé að „ræna
sparifé héraðanna"?
UTAN UR HEIMI
Olympíuþorpið. Eftir að leikjunum er lokið verða íbúðirnar afhentar opinberum starfsmönn-
og fjölskyldum þeirra
Aðal akvegurinn að Olympíuleikjunum í bygglngu. Myndln til
vinstri sýnir undirstöður hans.
Verið er að ljúka undirbúningi að
Olmpíuleikjunum, sem hefjast í
Róm í ágústmánuði. Á svæði því
sem leikirnir fara fram hafa nú
risið upp íþróttahallir og leikveli-
ir. I*ar hefur verið byggt heilt
þorp með 1500 smáíbúðum, þar
sem 6.000 íþróttamenn munu búa
meðan á leikjunum stendur. Nýir
vcgir hafa verið lagðir til að ann-
ast alla aukaumferð í sambandi
við leikina.
Palazzo dello Sport heitir
stærsta íþróttahöllin. Þar verður
aðallega keppt í körfuknattleik
og boxi. Er það hringlaga bygg-
ing, um 100 metrar í þvermál og
tekur 18.000 manns í sæti. Áhorf-
endur geta fylgzt með leikjun-
um hvar sem þeir sitja, því kúp-
ullinn er sjálfbrennandi, svo
engar súlur skyggja á útsýnið.
f sambandi við Olympíuleikina
verður mikil listahátið í Róm
með óperusýningum, hljómleik-
um og listasýningum.
w
Pfllfl'*'-
^"ort var vígt 3. júní s.I. með kðrfuknattleikskeppnl mllli ftata og Fr^'