Morgunblaðið - 24.06.1960, Síða 15
Föstudagur 24. júní 1960
MORCVNHT4Ð1Ð
15
Hvað er kona?
Að því er forn sögn á sans-
krít hermir er konan búin til
úr eftirfarandi: „Fyllingu mán
ans, bjúglínum höggormsins,
hringan vafningsviðarins,
skjálfta grassins, grannleika
reyrsins, angan blómsins, létt-
leika laufsins, leiftrandi augna
ráði hindarinnar, kátínu sól-
argeislans, tárum skýsins,
hviklyndi vindsins, feimni hér
ans, hégóma páfuglsins, mýkt
tígrisdýrsins, heitri glóð elds-
ins, nepju frostsins, tísti skjó-
-arins og gaggi gauksins".
Sögn þessari lýkur með
þeirri spaklegu niðurstöðu að
maðurinn geti ,hvorki lifað
með henni né án hennar".
Skemmtilegasta æviskeiöið.
aldursskeið konunnar
Hvað er „kvenleiki" eða
hvað gerir kvenmann að konu
er lendardómur, sem menn af
öllum stigum hafa glímt við
að ráða frá upphafi. Þeir hafa
ort ljóð til hennar og skrifað
um hana skáldsögur; þeir
hafa búið til heimspekikenn-
ingar um hana og skilgreint
hana vísindalega. Þó eru leyd-
ardómar konunnar enn óráðn-
ir.
Fyrir no'kkru kom út bók,
þar sem ráðizt er í að skýra
nokkra þessara leydardóma
konunnar. Bókin heitir ,,Sjö
aidursskeið konunnar", gefin
út af The Hopkins Press í
Baltjmore, og höfundurinn er
kvenmaður, dr. Elizabeth
Parker, sérfræðingur í kven-
sjúkdómum í Washington.
„Sjö aldursskeið konunnar
er rituð á einföldu, alþýðlegu
máli og er þar reynt að skýra
merkingu sjö helztu aldurs-
skeiða í lífi allra kvenna. Þar
er rakin sagan af byggingu og
starfsemi huga kdnunnar og
hvaða breytingar verða hér til
þess að mæ-ta þörfum lífsins á
hverju skeiði. ,Að þessar breyt
ingar eiga sér stað“, segir dr.
Parker, „er augljóst og auð-
velt að sanna og löngu vitað,
en þekkingin á öllum aðstæð-
um, som þessum breytingum
valda er ný til komin“.
Fyrst kemur aldursskeið
'hinna óbornu, þ. e. tímabilið
frá getnaði til fæðingar, þegar
ein örlitil fruma vex og dafnar
og þroskast og verður „að
litlum manni“. Annað alduTs-
skeið, bernskan, einkennist
einkum af vexti- og þroska.
Þriðja í röðinni er aldursskeið
æskunnar, vöxturinn heldur
áfram og kynþroski hefst,
„litla stúlkan breytist og verð
ur að konu“. Fjórða aldurs-
skeið þroska og manndóms,
þegar líkaminn nær fullum
vexti og kynþroska og býr sig
undir fullnægingu fimmta
stigs, sem er aldursskeið móð-
ur og eiginkonu. Um það ald-
ursskeið f arast dr. Parker
m. a. þannig orð: „Það er á
þessu aldursskeiði, að þess er
krafizt af konunni, að hún
haldi heppilegu jafnvægi milli
þróunar á eigin hæfileikum og
fullnægingar á þörfum eigin-
manns og barna“. Sjötta er
aldursskeið tíðaloka, þegar
„dregur úr frjósemistarfsemi
konunnar (ekki aðems hvað
kynferði snertir). „Það er
óþarft að kvíða fynr þessu
aldursskeiði; það sem skeður
er ekki annað en það, að kon-
an hættir að ala börn og ann-
ast þau“. Sjöunda og síðasta
aldursskeiðið’er kennt við ell-
ina. „Það er nær sanni að
segja, að hér opnist nýtt tíma-
bil í ævi konunnar“, segir dr.
Parker, „því að nú 4 dögum
geta konur að minnsta kosti í
Bandaríkjunum, reiknað með,
að þetta adursskeið verði
lengra og heilsusamlegra en
áður hefur þekkzt í sögunni.
Og það getur verið auðugt og
reynsluríkt“.
í formála að bókinni ræðir
dr. Parker um það, að aldrei
hafi kvenþjóðin verið ráðandi
afl í stjórnum landa eða við-
skiptum, í stríði eða leiðöngr-
um, í vísindum eða jafnvel
listum. Svo virðist sem konur
hafi skort áhuga á að spreyta
sig á þessum sviðum. í augum
allra kvenna veraldarsögunn-
ar var „fullnæging lífsins ekki
mæld á vegaskálum velgengn
innar . . . heldur í hlýju mann-
legra samskipta . . . fullkomn-
um kvenleika hennar“.
„Henni fannst gott að vera
kona“.
(The Johns Hopkins
University Lynn Poole).
Cuðlaugur Cuðjónsson
frá Stykkishólmi
t. 29. ágúst 1922, d. 4. sept. 1959.
Kveðja frá eiginkonu.
¥
í bjartri minning býr þú, vinur
minn,
blítt mér hjá, þó leiðir skilji
um sinn.
Svo óvænt lokið okkar samfylgd
hér,
en upp til hæða trúin bendir mér
á beinan veg, sem bjó þér Frels-
arinn,
í bjarta lífs og dýrðar himinn
sinn.
Þar á ég þig. í ást, sem aldrei
dvín,
við erum tengd þó héðan hverfir
sýn.
dauðinn aðeins skilur skamma
stund.
Skín mér heilög von um endur-
fund,
sem vermir hjartað, veitir styrk
og þor,
og vefur birtu harmsár reynslu
spor.
Tuttugu Akranes-
bátar á síld
AKRANESI, 22 júní — 1 kvöld
fer vélbáturinn Ölafur Magnús-
son, skipstjóri Þórður Öskarsson,
norður á síld. Höfrungur, skip-
stjóri Garðar Finnsson, er þá
einn ófarinn af þeim bátum, sem
héðan fara á síldveiðar í sumar.
Olafur Magnússon er 20. bátur-
inn, sem fer norður að sinni. Vél-
báturinn Farsæll bíður eftir nýrri
vél og fer síðar norður. Verið er
að stækka Skipaskaga 1 skipa-
smíðastöð Þorgeirs Jósepssonar.
Hefur báturinn verið sagaður í
sundur um miðju og bætt í hann
3 metra löngum nýjum miðhluta.
Sunnan-átt og hálfgerð rosa-
tíð hefur haldizt hér samfleytt í
5 daga. Allan þann tíma hafa
trillubátarnir hér ekki komizt
é sjó. Hér er Júpiter í dag og
lestar saltfisk. — Oddur.
Um okkar samleið, elsku vinur
minn,
ást og tryggðir breiddu unað sinn.
Mér fannst svo bjart og fagurt
þér við hlið,
hvar fórum við um gengin
ævisvið
og lítill sonur lífsins yndi bar,
sem ljúfur geisli á brautir gæf-
unnar.
Þú, honum varst svo hlýr og
hjarta kær,
og hann þig þráði, er okkur
varstu fjær.
Ég man, er komst þú heim af
hafsins slóð,
hve heitur sonar faðmur opinn
stóð,
að fagna þér, og föður ástin þín
var fegurri en orðin lýsa mín.
Hver minning um þig mínu
hjarta í,
frá morgni lífsins, skín mér björt
og hlý.
Svo blíð og viðkvæm var þín
glaða lund,
sem vakti mér til heilla hverja
stund.
Þín gæði öll, sem gull í dýrum
sjóð
ég geymi þér um mína ævislóð.
Þær ástar þakkir, elsku vinur
minn,
er ég færi þér og sonurinn,
þær eru stærri en orðin geta tjáð,
en allt það veit og þekkir
Drottins náð.
Við biðjum guð á ljóss og lífsins
strönd,
að leiða þig með sinni kærleiks
hönd.
/óhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
Iögfræðiskrifstofa-fasteignasala
Kirkjuhvoli. Sími 13842.
Málflutningsskrifstola
JÓN N. SIGURÐSSON
hæstaréttarlögmaóur
Laugavegi 10. — Sími: 14934.
Tilkynning
til kaupenda Morgunblaðsins utan
Reykjavíkur
Póstkröfur voru nýverið sendar til kaupenda blaðsins
úti uni land, sein fá blaðið bcint frá aigreiðslu þess
í Reykjavík.
Athugið að innleysa kröfurnar, sem allra
fyrst svo komizt verði lijá að stöðva út-
sendingu blaðsins. |KO¥0lltll
ISABELLA
KVENSOKKAR
eru viðurkenndir um allt land, sem einhver
vandaðasta tegund af kvensokkum sem
komið hefir til landsins.
ISABELLA-ANITA
saumlausir sokkar, uppfylla kröfur hinna
vandlátustu. Þeir eru fallegir, fara vel og
endast lengi.
ISABELLA-MARIA
með saum vanðaðir, fallegir, ódýrir.