Morgunblaðið - 24.06.1960, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.06.1960, Qupperneq 24
Við höfum sofið Sjá bls. 13. Íbróttasíðan er á bls. 22. 140. tbl. — Föstudagur 24. júní 1960 16000 mál við Kolbeinsey Síldin djúpt ocj margir misstu af kostum " Siglufirði, 23. júní. LÖNDIJN hefur verið svo til óslitin hér í dag og hafa kom- ið hingað eða eru á leiðinni um 16 þúsund mál síldar. — Síldin hefur veiðzt fyrir norð- an Kolbeinsey og eru bátar enn að kasta þar í kvöld, en ekki er vitað um aflamagn. Síldin stendur djúpt og hafa margir bátar kastað án þess að fá nokkuð í aðra hönd, en aðrir hafa fengið góð köst. Þessir hafa komið með afla í dag, eða eru á leiðinni: Björn Jónsson 800 mál, Hag- barður 300, Böðvar AK 500, Vísir KE 350, Hrafn Svein- bjarnarson 350, Kópur KE 450, Gunnhildur ÍS 500, Pétur Jónsson 180, Heimir SU 300, Helguvík KE 550, Ásgeir RE 400, Heiðrún ÍS 700, Helga RE 800, Arnfirðingur 300, Stíg- andi VE 500, Þórkatla GK 400, Guðbjörg ÓF 800, Ársæll Sig- urðsson 800, Freyja ís 550, Gullfaxi NK 650. Auk þessara báta er vitað um að allmargir bátar hafa fengið einhvern afla nú í kvöld við Kolbeinsey. Heyrzt hefur að Sigurður Bjarnason hafi fengið 800 mál og Fram GK fullfermi, 700 til 800 mál, og mun hafa látið annan bát hafa afganginn úr nótinni. í kvöld er meiri kaldi úti á miðunum og rigning. Hér á Siglufirði er milt og gott veð- ur, dálítið úrfelli. Bræðsla er í fullum gangi hjá SR, en söltun er ekki hafin. Til Hjalteyrar komu tveir bát- ar í gær, Gylfi með um 500 mál og Gylfi II með 400. Þá hafa bor- izt um 3000 mál til Hjalteyrar og mun bræðsla hefjast þar í dag. Fegurðardrottning og heimsmethafi ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá neinum, sem til þekkir, að forráðamenn KR í frjáls íþróttum, höfðu sem himin höndum tekið, er heimsmet hafinn Roger Moens varð við beiðni þeirra að koma hingað til lands og keppa. Og KR-ingar sýndu vel hug sinn í þessu tilfelli við setn- ingu mótsins. Eftir að for- maður KR, Einar Sæmunds son, hafði kynnt heimsmet- hafann fyrir áhorfendum, gekk hin nýkjörna fegurð- ardrottning Islands, ungfrú Sigrún Ragnarsdóttir, fram á vöilinn og færði hinum góða gesti fagran blómvönd að gjöf. Meiri virðingu var vart hægt að sýna heims- methafanum. Ljósm.: Sv. Þormóðss. Hausf- veður ÞETTA er óvenjulegt veður svona um sólstöður segja veður- fróðir menn hér í Reykjavík. Hvassviðri eins og var í gær, var miklu líkara októberveðri, en því sem vænta má um sólstöður á Suðurlandi. 1 gærdag var hvasst hér í bæn- um og mun veðurhæðin hafa komizt upp í 8 vindstig. Rignt hefur látlaust í rúman sólarhring en úrkoman var ekki mikil, í gær ringdi hér í bænum frá kl. 9 árd. til 6 í gærkvöldi 5 millimetra. Mikil rjgning var í Vestmannaeyjum og þar var enn- þá verra veður, því veðurhæðin mældist þar 10- vindstig síðdeg- is í gær. I gærdag ringdi lang- samiega mest á Reykjanesvita, 38 millimetra. Rigningarsvæðið sem náði yfir allt Suður og Vestur- land teygði sig austur fyrir Skagafjörð. Á Hvallátrum rigndi í gær 27 millimetra. A Norðurlandi er annars áfram haldandi góðviðri, 14 stiga hiti var á Akureyri, en sólarlaust í gær. Austur á Héraði var bjart- viðri með 17 stigá hita. Sunnanrosinn átti að ganga niður í nótt er leið og verða sæmi lega skaplegt veður hér sunnan- lands í dag, —• en áframhaldandi úrkoma, með suðlægri átt. Víðtœk leit að donsku selveiðiskipi Allir vonast eft ir flaffiskinum — en of fáir til að taka á mióti honum VESTMANNAEYJUM, 23. júní: Dragnótaveiði hefur nú verið leyfð frá Vestmannaeyjum, en undanfarið hafa nokkrir bátar undirbúið sig til að stunda þess- ar veiðar. Höfðu þeir hagað und- irbúningi sínum með tilliti til þess, að leyfð yrði óbreytt möskvastærð. Nú var möskvastærðin stækk- uð og verður það til þess, að bátarnir þurfa að útvega ser ný veiðarfæri. Tefur þetta nokkuð að þeir geti hafið veiðarnar, en það mun verða í byrjun næsta mánaðar. • Mannekla háir verkun Alit er enn í óvissu hvernig aflinn verður nýttur. Frystihús- in her geta ekki tekið á móti flatfisknum vegna manneklu. Er uppi hreyíing að koma afl- anum ferskum, xsuðum, á erlend- an markað og hafa útgerðarmenn smærri báta, sem hér eiga Fisk- ver h.f., haft forgöngu um þetta. Hafa þeir leigt danskt skip til þessara flutninga og gert samn- ing við fiskkaupafyrirtæki í Dan- mörku um kaup á flatfiskinum. Kom skipið hingað fyrir tveimur dögum og liggur nú hér og bíður þess að flatfiskurinn veiðist. — Bj. Guðm . Mennirnir fundnir UM 11-leytið í gærkvöldi barst flugumferðarstjórninni skeyti um að norski selfang- arinn Signalhorn hefði komið auga á danska selveiðarann Kiki inni í ísnum — og var staðarákvörðun gefin 66'25' n.br. 33'10' v.lengd. — Taldi skipstjórinn á Signalhorn, að hann mundi komast að Kiki eftir 2—3 stundir. Ekki var getið um að sézt hefði til mannaferða. — Hálfri stundu síðar heyrðist hér í Reykja- vík er Signalhorn hafði sam- band við Angmagsalik og höfðu Norðmennirnir þá kom ið auga á áhöfn danska sel- veiðiskipsins. Tveir danskir Katalínubátar voru þá á sveimi á þessum slóðum. — Þessi björgunarsaga hófst í gærmorgun: FRÁ veðurathugunarstöðinni í Aputiteq, sem er alllangt fyrir norðan Angmagssalik á austur- strönd Grænlands bárust þær fregnir snemma í gærmorgun, að danskur selveiðari „Kiki“ væri að farast þar skammt frá. Hafði skipstjórinn á selveiðaranum Framhald á bls. 23. Vestmannaeyingar leita fiskmarkaðar Vestmannaeyjum, 23. júní. BÆJARSTJÓRN Vestmanna eyja samþykkti á fundi sínum fyrir nokkru, að senda tvo menn utan til markaðsleitar fyrir fisk, aðallega flatfisk. — Var það gert með hliðsjón af þeim erfiðleikum, sem eru á að selja og verka þessa vöru. Var jafnvel fyrirhugað að reyna að senda eitthvað af aflanum úr landi með flug- vélum. Til fararinnar völdust Guðlaug ur Stefánsson, forstjóri og Gísli Gíslason, stórkaupmaður Munu þeir einkum leita fyrir sér í Frakklandi og Sviss. Leggja þeir í för sína í kvöld, áleiðis til Reykjavíkur með Herjóifi. — Bj. Guðm. Winnufridur á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 23. júní. — Verka- kvennafélagið Brynja hér á Siglu firði, samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi gagntilboð vinnu- veitenda um laun síldarstúlkna við söltun. Hefur verkakvenna- félagið fallið frá fyrri tilmælum sínum um 25 prósent hækkun ákvæðislauna við síldarsöltun. í gagntilboðinu er gert ráð fyr- ir nýjum lið í kaup og kjara og vinnuveitenda. Eru það á- kvæði um laun pr. tunnu þegar um er að ræða söltun misstórrar síldar með miklu úrkasti. Verða greiddar kr. 32,10 að viðbæltu orlofi pr. tunnu í stað kr. 29,03 pr. tunnu að viðbættu orlofi, sem greidd var fyrir söltun þessarar síldar í fyrrasumar. Óbreytt verða því ákvæðislaunin fyrir söltun jafnstórar síldar, sem eru kr. 24,71 pr. tunnu að viðbættum kr. 1,48 í orlofsfé. samningi verkakvennafélagsins<é> Þá er gert ráð fyrir í gagntil- boði vinnuveitenda, að stúlkurn- ar fái karlmannskaup fyrir ýmsa vinnu við síldina, eftir söltun, t. d. ápökkun og pönnun síldar. Áður höfðu stúlkurnar karl- mannskaup fyrir flesta þætti þeirrar vinnu sem hér um ræðir. Nýir kaup- og kjarasamningar byggðir á þessum ákvæðum, hafa ekki verið undirritaðir og því ekki að fullu lokið, en hér er ekki búizt við neinum breyt- ingum frá því sem nú er. — Stefán. Ný framhalds- saga í dag í DAG hefst hér í blaðinu ný framhaldssaga, „Gamlar synd- ir“, eftir Patricia Wentworth, sem margir telja fullkominn jafnoka Agötu Christie og hin- ir sömu vilja halda því fram, að Maud Silver, gamla konan, sem situr oftast með prjónana sína og lætur lítið á sér bera standi sízt að baki Hercule Poirot, þó að hún láti kannski minna yfir sér. Sviðið er stórt og fornlegt hús, þar sem margir gestir eru samankomnir. Þangað kemur aðvífandi ungur maður, sem veit óþarflega mikið um fortíð sumra gestanna og hyggst nota sér þá vitneskju í ábataskyni, en fer að lokum sömu leiðina og margir stétt- arbræður hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.