Morgunblaðið - 29.06.1960, Page 1

Morgunblaðið - 29.06.1960, Page 1
20 síður Varðskipsmenn af Þór fóru um borð í brezkan togara en — brezkir sjdliðar beittu þá valdi Á þessari mynd, sem tekln l var úr Rán, flugvél landhelg- 7 isgæzlunnar í gær sést hvar 1 hraðbáturinn Elding liggur i utan á brezka togaranum 1 Northern Queen. Varðskipið Þór sést skammt frá. Myndin er tekin skömmu eftir að varð skipsmenn fóru um borð í tog arann. Sjá fleiri myndir á bls. 2 og 3. Northern Queen 2 sjdm. innan fiskveiðitakmark- anna við Grimsey í GÆRDAG setti varðskipið Þór menn um borð í brezka togaranum Northern Queen GY 124, sem var að veiðum um 2 sjóm. innan við fiskveiðitakmörkin norðvestur af Grímsey. Skömmu síðar kom brezka herskipið Duncan á vettvang og setti sjóliða vopnaða kylfum um borð í togarann áður en hægt væri að færa hann til hafnar. Skipherrann á herskipinu neitaði að sleppa togaranum og krafðist þess- að varð- skipsmenn yrðu sóttir. En þegar því var neitað, fluttu brezku sjóliðarnir varðskipsmenn um borð í Þór. Þór- arinn Björnsson skipherra á Þór mótmælti harðlega þessari valdbeitingu Bretanna. Tilkynning Bretans Mbl. er kunnugt um að skip- herrann á Duncan hafi sagt í til- kynningu til Þórs, að brezka rík- isstjórnin viðurkenni ekki 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Hins vegar hefðu togaraeigendur far- ið fram á að togaraskipstjórarn- ir héldu sig utan við 12 mílurnar í 3 mánuði, og hefði þetta verið ítrekað í yfirlýsingu, sem skip- stjórinn á ' togaranum Dianos hefði gefið í fyrrakvöld. I yfirlýs- ingu sinni hafi skipstjórinn út- skýrt ástæðurnar fyrir fyrr- nefndri ákvörðun togaraeigenda. Leiðinlegt er, hélt brezki skip- herrann áfram, ef þessi atburð- ur yrði til þess að eyðileggja það, sem áunnizt hefir undanfarnar vikur. Síðan óskaði hann eftir því að Þórs-menn tækju aftur sína menn úr brezka togaranum, en skipherrann á Þór svaraði um hæl, að hann teldi sér ekki fært að verða við þeirri beiðni. Á hraðbáti Varðskipsmenn fóru út í brezka togarann á hraðbátnum Elding, sem gengur 18 sjómílur. Hann var ó þessum slóðum í hópi síldveiðibáta, en eins og kunnugt er, er bátur þessi eign Hafsteins Jóhannssonar, sem er froskmað- Framh, á bls. 3. DrangajökuSI sökk í Pentlandsfirði Skozkur togari bjargaði áhöfninni Morgunblaðinu barst í gær- kvöidi svohljóðandi einka- skeyti frá fréttaritara sínum í Færeyjum: DRANGAJÖKULL, sem var staddur í Pentlandsfirði sendi út neyðarskeyti kl. 19,39 svo- hljóðandi: Turning over port- side (Er að hvolfa á bak- borða). Svo heyrðist ekki meira til hans. En kl. 20 kallaði^kozki tog- arinn Mount Eden frá Aber- deen til Wick-radíó, og skýrði loftskeytamaður hans svo frá að togarinn hefði bjargað öll- um sem á Drangajökli voru, samtals 19 manns. Hann er nú á léið til Aberdeen. Togarinn kom að Dranga- jökli þegar hann var að velta á hliðina. Fór hann alveg yfir um og stóð botninn upp nokkra stund, en svo sökk skipið stuttu síðar. Samkvæmt þeim fréttum, er Morgunblaðið gat aflað sér í gærkvöldi, var Drangjökull á heimleið frá Ósló, Amsterdam og fleiri Evrópuhöfnum, full- hiaðinn kartöflum og öðnum varningi, og með dráttarvélar á dekki. Skipstjóri var Haukur Guð- mundsson, Nökkvavogi 31 í Reykjavík, og voru kona hans og barn með í ferðinni. Hauk- Framh. á bls. 2. Drangajökull

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.