Morgunblaðið - 29.06.1960, Side 11
Miðvik'udagur 29. júní 1960
MORCVTSBLAÐ1Ð
11
Bretinn flaug
á þridzkunni
FRÁ 4. til 18. júní var 8.
heimsmeistaramótið í svif-
flugi haldið á flugvellinum
Butzweilerhof við Köln. —
Þar kepptu 55 flugmenn
frá 23 löndum í þessari fal-
legu íþrótt, og í fyrsta
skipti voru núna íslending-
ar með í leiknum.
Eftir fyrsta alþjóðasvifflug-
mótið, sem haldið var á Wass-
erkuppe í Þýzkalandi 1937,
stóð til að gera svifflug að
olympískri keppnisgrein, en
heimsstyrjöldin sá um að frest
ur yrði á þvi. Þegar svo séð
varð, að ekki yrði keppt í svif-
flugi á Olympíuleikunum 1948
ákvað FAI (Alþjóða-Flugmála
sambandið) að efna sjálft til
keppni, sem haldin var sama
ár í Sviss með bezta árangri.
Var þá þegar ákveðið að halda
slíkt mót annað hvert ár og
skyldi sigurvegarinn bera tit-
il heimsmeistara. 1950 var mót
ið í Svíþjóð, 1952 á Spáni, 1954
Englandi, 1956 Frakklandi,
1958 Póllandi, og nú í áttunda
skiptið, aftur í fæðingarlandi
svifflugsins.
í tveimur flokkum
Keppt var núna í tveim
flokkum, svokölluðum „opn-
um“-flokk, þar sem gerð og
útbúnaði svififlugnanna eru
engin takmörk sett, og í
„standard“-flokk en þar eru
svifflugurnar einfaldari að
gerð og nokkrum takmörkum
háðar, t.d. er hámarks væng-
haf 15 metrar, radiotæki bönn
uð o. s. frv. Þessi seinni flokk-
ur var stofnaður eftir mótið
1956 og skyldi sérstaklega
örva smíði minni og ódýrari
svifflugna, sem þó hefðu
sveitinni, Björn Jónsson, far-
arstjóra, var að finna á
Bútxweilhof-flugvelli daginn
sem undirritaður kom á mót-
ið. Þetta var fjórði keppnis-
dagurinn og Þórfaallur Filipp-
usson, eini keppandi íslands,
var langt kominn í svifflugu
sinni í áttina til Oerlinghau-
sen, 162 km. norðaustur af
Köln. Þar sem þetta var svo-
kallað markflug, voru hinir
íslendingarnir, þeir Ásbjörn
Magnússon formaður íslenzku
svifflugnefndarinnar og Gísli
Sigurðsson þegar lagðir af
stað í bíl til að sækja Þórhall
og sviffluguna ásamt þeim
Þorgeiri Pálssyni og Sverri
Fararstjórarnir, Ásbjörn Magnússon og Björn Jónsson og
„rúgbrauðið", sem Volkswagen-verksmiðjurnar lánuðu ís-
lendingunum. Þeir þeyttust um allt V-Þýzkaland og sóttu
sviffluguna þar sem hún lenti, því næsta morgun þurfti
allt að vera klappað og klárt.
en Jensen á 0-2
^ Eftir Leif Magnússon, verkfræðinema í Hannover
Þóroddssyni, sem þrátt fyrir
ungan aldur eru báðir upp-
rennandi svifflugmenn.. Á
stórri töflu voru keppnisnúm-
er og lengdartími jafnóðum
birt og fréttir bárust, og glaðn
aði yfir Birni þegar Nr. 50,
íslenzka númerið var komið á
sirm stað. Þórfaallur hafði náð
alia leið og var með mjög
sæmilegan flugtíma. Hann
hafði, ásamt þeim Þorgeiri og
Sverri, verið við æfingar í
Oerlingfaausen fyrir mótið og
þekkti því staðinn vel.
Jensen lenti í fjörunn!
Björn sagði mér nokkuð frá
því hvernig gengið hefði fram
ur gat huggað sig við það, að
jafnvel maður sem Johnson
(USA), sem enn á 9 ára gam-
alt heimsmet í langflugi (861
km.), komst heldur ekki
nærri alla leið! Næst var lang
flug í áttina til Kiel. Þeir
fremstu komust til Hamborg-
ar, um 380 km. vegalengd.
Þórhallur fékk 240 stig þenn-
an dag og hækkaði úr 33. í 31.
sæti. Þriðja keppnisdaginn var
frjálst langflug innán landa-
mæra Þýzkalands.
Veðri hagaði líkt og fyrri
daginn svo bezt myndi vera
að stefna aftur á Kiel. ,,Cow-
boy” Jensen spurðist fyrir
hvert lengst væri hægt að
lslenzka sveitin: Þorgeir, Sverrir, Gísli, Björn, Þórhallur og Ásbjörn. (Ljósm. Leifur Magnússon)
ágæta flugeiginleika. Reynsl-
an hefur líka orðið sú, að
þessar ódýrari svifflugur hafa
í keppni sízt gefið „opna“-
flokknum eftir, og er það
kannske sönnun þess, að meira
er komið undir manmnum en
tækinu.
Fluga nr. 50.
Aðeins einn úr íslenzku
að þessu. Fyrsti dagurinn
byrjaði reyndar ekki glæsi-
lega. Þraut dagsins var flug
frá Köln til Koblenz og til
baka aftur, samtals 172 km.
Munaði ekki nema tæpum
tveim km. að Þórhallur næði
alla leið, en hann varð að
lenda á smábletti hjá gasstöð
í útjaðri Kölnar. Þetta kostaði
náttúrlega mörg stig, en mað-
fljúga, og fékk það, svar, að
fjærsti púnkturinn væri fjar-
an á eyjunni Feihmarn. „Þá
lendi ég þar“, sagði Jensen.
Þennan dag setti Þórhallur
nýtt íslandsmet í langflugi,
flaug frá Köln til Flensborg-
ar, 447 km. en það samsvarar
vegalengdinni frá Keflavík
norður á Langanes. 19 svif-
flugur komust til Fehmarn þar
sem þessi dagur varð óvænt
búbót hjá ferjumanninum, —
og Jensen lenti þar í fjörunni.
Eftir þessar þrjár þrautir voru
Pólverjarnir í öllum fyrstu
sæiunum, en Þórhallur nr. 27
með samtals 1654.6 stig.
Pólverjar vöktu mesta athygli
Næsta dag, fimmta keppn-
isdag, ákvað mótsstjórnin 317
km. þríhyrningsflug. Skyldi
fljúga frá Köln til Hamm, þá
til Hirzewhain og þaðan aftur
til Kölnar. Við flugtaxsbraut-
ina var þegar kominn hópur
af svifflugum, Haase, Þýzka-
landi, , sem sigraði á síðasta
móti, viar þarna með nýja
plastik-svifflugu, Phönix FS
24. Jensen hinn danski, sem
haíði keppnisnúmer 2 á sinni
svitfiugu, hafði málað lítið U
íyrir framan töluna, svona
til minningar um fallinn fugl!
Ameríkanarnir, sem varla
virtust tala við hvorn annan
nema í gegnum „walkie-
talkie", voru að útbúa sína
menn, þá Sohreder, þann
sem villtist bak við járntjald-
ið á dögunum, Johnson og
Bikle, en hann var einn manna
með Schweizer-svifflugu.
Johnson var þarna með nýja,
dreka mikinn, sem hann og
kona hans hafa verið að smíða
undanfarin ár í stofunni
heima hjá sér. Einna mesta
atfaygli vöktu þó Pólverjarn-
ir með sínar „legustóls“-svif-
flugur. Þar liggur flugmaður-
inn að mestu á bakinu svo
skrokkur flugunnar er mjög
grannur og þar af leiðandi
loftviðnámið lítið. Fjórar þjóð
ir, þ. á. m. Rússar, höfðu á
síðustu stundu hætt við þátt-
töku í mótinu. Sögðu sumir,
að Rússum hefði þótt það mið
ur bærilegt til afspurnar að
verða dregnir á loft af her-
fiugvélum Strauss ráðherra.
Eins og laxveiðimenn
Ein af annari voru svifflug-
urnar dregnar á loft og nú
var ekki annað að gera en
bíða, því þær áttu að lenda
aftur í Köln, þ. e. ef allt gengi
að óskum. Það þurfti þó ekki
að bíða lengi eftir fyrstu lend-
ingartilkynningunum. Hver af
öðrum neyddust flugmennirn-
ir til að lenda á miðri leið, en
slangur var þó komið fram
Ihjá fyrsta vendipúnkti og
þeirra á meðal var Þórhallur.
Litlu síðar voru allir pólsku
legustólarnir lentir, sömuleið-
is heimsmeistarinn Haase og
Ameríkanarnir ne.na Bikle.
Fjórar svifflugur voru nú
komnar yfir annan vendi-
punkt og höfðu tekið stefnu á
Köln. Eftir 7 tíma flug þaut
svo fyrstur yfir markið Þjóð-
verjinn Huth, „der Lange“,
sem var ákaft fagnað, enda
hafði hann tryggt sér með
þessu flugi fyrsta sætið í sín-
um flokk. Litlu síðar sást önn
ur sviffluga í aðflugi, en mjög
lágt. Var þar kominn Engler.d
ingurinn Nick Goodfaart, en
óhugsandi virtist að hann
næði inn yfir marklínuna.
Hann hvarf á bak við flug-
skýli, kom svo fram hjá því,
ennþá fljúgandi, sveif síðan
að því er virtist óralengi á
enskri þrjósku einni saman
rétt yfir grastoppunum yfir
marklínuna og lenti nokkrum
centimetrum handan hennar.
Sá þriðji og síðasti, sem þrí-
hyrningnum lauk, var Daninn
Seistrup. Eftir svona flug eru
svifflugmenn í svipuðu skapi
og laxveiðimenn, sem hafa ný-
lokið við að landa eínum 30
punda!
í 28. sætl
Nú barst tilkynning að Þór-
hallur hefði lent 20 km. aust-
ur af Köln, en hefði þó ekki
sézt yfir öðrum vendipunkt,
svo óvíst var hvort flugið
yrði tekið gilt alla þessa leið.
Enda kom það á daginn að
faann hafði eins og margur
annar lent í mestu vandræðum
Þjóðverjinn Heinz Huth,
heimsmeistari 1960. Hann
er 51 árs og á margra ára
þjálfun að baki.
að finna þenna stað, sem var
í miklu skóglendi. Bikle hafði
1 iangan tíma elt Þórhall í
þeirri von að hann þekkti stað
hælti betur og fann vendi-
punktinn rétt eftir að Þórhall-
ur hafði gefið upp leitina og
snúið til Kölnar.
Síðasta daginn var 200 km.
þrihyrningsflug, sem reynd-
ist mörgum erfitt. Þórhallur
náði þó 11. sæti í sínum flokk
eftir 79 km. flug og í heild
hlaut hann 2709,1 stig og 28.
sætið. Sigurvegari í „opna“-
flokknum varð mjög óvænt
Argentínumaðurinn Hossinger
með 5102,7 stig. „Standard“-
flokkinn og mótið í heild vann
elzti þátttakandinn, hinn 51
árs gamli Heinz Huth með
5619,1 stig, en hann varð
þríðji í Póllandi 1958.
Ómetanlegur skóli
Þátttaka í mótum sem þessu
er dýr og flestum einstakling-
um ofviða. Hafa því margir
hjálpsamir lagt þar hönd á
plóginn. Svifflugnefnd Flug-
Framh. á bls. 13.