Morgunblaðið - 29.06.1960, Side 13
Miðvikudagur 29. júní 1960
MOUCrnvnr <4 »fð
13
Héðinshöfði kemur
ekki til greina
í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
er þess getið að listaverkanefnd
hafi í alvöru mælzt til þess við
bæjarstjórnina að fá húsið Héð-
ins'höfða fyrir samastað undir
„borgarsafn Reykjavíkur“.
Þetta virðist í fljótu bragði
ákaflega meinlaus uppástunga og
hentug til að vekja athygli á til-
veru nefndarinnar, en í fram.-
kvæmd væri hún vægast sagt
óráð, sem vonandi er að bæjar-
stjórnin skilji. Héðinshöfði er
timburhús, eins og skýrt er tek-
ið fram í umræddri frétt og kem-
ur þar af leiðandi ekki til greina
sem staður fyrr safn af neinu
tagi. Sagt er að húsið sé asbest
klætt, og á það víst að réttlæta
hæfni þess sem frambærilegan
geymslustað fyrir safn. Slíka við
báru tekur enginn alvarlega, sem
hugarfarslega er ekki staðráðinn
í því að drýgja glæp á kostnað
framtíðarinnar.
Ekki mun almenningi enn hafa
verið gerð nein grein fyrir því
hve „borgarsafnið“ (sem auð-
vitað á að heita Listasafn Reykja
15 sm. snjólag stöðv-
aði vinnu og kennslu
Hlíðardalsskóli
í Ölfusi
SKÓLASLIT fóru fram í Hlíð-
ardalsskóla 1. maí, en kvöldið
áður höfðu kennarar kvatt nem
endur á sérstakri kvöldvöku,
þar sem allir kennararnir
mæltu nokkur kveðjuorð til
nemenda. Lýstu þeir ánægju
sinni yfir samstarfinu við nem-
endur á liðnum vetri og óskuðu
þeim velfarnaðar. Skólastjóri er
Júlíus Guðmundsson, en auk
hans störfuðu við skólann þrír
stundakennarar á liðnum vetri.
Síðastliðið haust innrituðust í
skólann 85 nemendur, sem skipt
ust í fjóra bekki gagnfræðastigs-
ins. Fjórir nemendur hættu
námi á skólaárinu vegna las-
leika eða af öðrum orsökum.
TJnglingaprófi lauk 31 nemandi.
Landspróf þreyta nú ellefu nem
endur. í 4. bekk voru sex nem-
endur, og luku þrír þeirra gagn-
fræðaprófi, en þrír ganga undir
próf 3. bekkjar Menntaskólans,
og mun það nýmæli, að nemend
ur gagnfræðaskólans læri eftir
námskrá 3. bekkjar Mennta-
skólans
Hæstu einkunnir við skólann
voru sem hér segir:
í 1 bekk Ásta Guðmundsdótt-
ir, 8,20, í 2 bekk Harri Guð-
mundsson 8,51, í 4 bekk Guðný
Kristjánsdóttir, 8,79, og er það
jafnframt hæsta einkunn skól-
ans á þessu vori, en prófum
landsprófsdeildar er ekki lokið.
Allir nemendur hafa á skóla-
árinu unnið meðfram námi
sínu einhver dagleg störf í þágu
skólans, og eftir að prófum lauk
unnu þeir að því dagana fyrir
skólaslit að gera hreinan allan
skólann og prýða umhverfi
hans.
Nú er unnið að því að breyta
skólanum og heimavist nem-
enda í sumargistihús, sem fyrir
hugað er að taki til starfa 18.
júní. Mun dvalarstaður þessi
verða mjög vistlegur og að-
hlynning góð, og eru líkur á að
hann verði fjölsóttur af gestum.
Staddur í Hlíðardalsskóla, 24.
maí 1960,
Helgi Sveinsson.
víkur) er auðugt að listaverkum,
— en í réttu hlutfalli við fjölda
safngripa hlýtur húnæðisþörfin
að vera. Eitt er víst, að tugir
heimilissafna í Reykjavík bera
langt af „borgarsafninu" að vali,
gæðum og fyrirferð. Væri það
bæði tímabær og þakkarverð
framtakssemi, að listaverkanefnd
in fengi Listamannaskálann leigð
an til að sýna okkur, hve mörg
og hve dýrmæt listaverk við eig-
um sameiginlega, — svo og hvað
hvert þeirra hefur kostað og
hvaðan þau eru upprunnin. Þess
háttar heimildarskýrslur fylgja
oft safngripum í erlendum söfn-
um, og þykir þar engin goðgá. En
hér eru skattgreiðendur og list-
unnendur ekki virtir þess að sýna
þeim blaðaljósmyndr af þeim
listaverkum, sem þeir eru látnir
borga, og eiga hlutdeild í. Sýn-
ing þessi mundi væntanlega
vekja athygli og glæða áhuga
á góðu málefni. Og færi svo, að
sýningin fyndi náð fyrir augum
Reykvíknga þá er „borgarsafn-
inu“ líka borgið. Þá þarf það
aldrei framar að biðja um að
láta rottur éta sig eða eyða sér
í eldi, að Héðinshöfða.
S. B.
JÚ, það reyndist rétt vera að
þetta væri Bjarni Guðjónsson,
sem kom á móti fréttamanni
blaðsins á götu, og í fylgd með
honum Elna kona hans. Þau hjón
in eru sjaldséðir gestir á ís-
landi, hafa verið búsett í Banda-
ríkjunum í 16 ár. Nú búa þau í
hinni sólríku Suður-Karolínu,
sem er á sömu breiddargráðu og
nyrsti oddi Afríku. Og sem við
stóðum þarna á götunni í aus-
andi rigningu, hlaut talið fyrst
að berast að veðrinu.
— í Suður-Karolínu er yndis-
legt veðuriag, sagði Bjarni. Vor-
Nýr barnaskóli í bygg-
ingu á Hvammstanga
Fréttir úr Vestur Húnavatnssýslu
V. Hún. 19. júní 1960.
Sl. vetur var með eindæmum
snjóléttur og síðarfar hagstætt.
Einnig hefur vorið verið mjög
hagstætt og sauðburður gengið
yfirleitt vel. Grasspretta er orðin
allgóð og mun sláttur hefjast al
mennt um mánaðarmótin næstu.
Vegalagningar í sýslunni
munu verða með svipuðum
hætti í sumar og þær hafa verið
á undanförnum árum, unnið all
víða en lítið á hverjum stað. Brú
á að byggja á Tunguá á Vatns-
nesi, en hún hefur verið mikill
farartálmi að undanförnu. Mink
ur var kominn á Vatnsnsið en
ekki hefur hans orðið vart þar
í vor. Kf. V. Húnvetningá tók í
notkun verzlunar- og vöru-
geymsluhús í sl. mánuði. Eftir
um það bil hálfan mánuð mun
viðbygging við sjúkrahúsið á
Hvammstanga taka til starfa eft
ir að hafa verið 4 ár í byggingu.
Kostnaður við bygginguna og
tæki til starfrækslu mun verða
hátt í 4 millj. Hafin er á ný
vinna við barnaskólann á
Hvammstanga og er hugmyndin
að hann verði gerður fokheldur
á þessu ári, enda bráð nauðsyn
á að hann komist upp sem fyrst
Góð veiði vestra
ALASUNDI, 27. júní: — Þær
fréttir berast frá útgerðarstöð
Norðmanna á V-Grænlandi, að
skipin afli nú vel þar, einkum
á Stóra-Lúðubanka. Þykja horfur
óvenjugóðar.
Vann forseta-
eiðinn
LEOPOLDVILLE, 27. júní. —
(Reuter). — Joseph Kasavubu
vann í dag eið sinn sem fyrsti
forseti hins verðandi lýðveldis
Kongó. Athöfnin fór fram í þing-
húsinu, en þar höfðu safnazt sam
an undir forystu Alberts Kalinjis
andstæðigar Lumumba, hins verð
andi forsætisráðherra landsins.
Heimtuðu þeir, að fylgismenn
Kasavubu fengju meiri ítök í
stjórn landsins og að Kasai hérað
ið yrði sjálfstætt ríki.
Öflugur lögregluvörður var við
þinghúsið og kom ekki til alvar-
legra átaka.
Baldvin Belgíukonungur hefur
þegið boð um að vera viðstaddur
hina hátíðlegu stofnun lýðveld-
isins, á fimmtudaginn.
þar sem kennt er í gömlu sam-
komuhúsi og mun óvíða á land-
inu vera lélegri aðstaða við barna
fræðslu í svipað stóru þorpi og
Hvammstangi er.
Héraðsskólinn á Reykjum i
Hrútafirði starfaði með svipuðu
sniði og að undanförnu, stund-
uðu þar nám um 90 ungmenni.
Stjórn og reglusemi í skólanum
undir stjórn Ólafs H. Kristjáns-
sonar, skólastj. er og hefur verið
með ágætum. íbúar sýslnanna
sem að skólanum standa eru á-
nægðir mð árangur skólastarfs-
ins, sem sést bezt á því að rúm-
ur helmingur nemanda hefur að
undanförnu verið úr nærliggj-
andi sýslum. Sr. Stanley Melax,
Briðabólstað, lætur nú af prests-
störfum eftir 40 ára þjónustu,
fyrst á Barði í Fljótum, síðan að
Breiðabólstað í Vesturhópi.
Fréttaritari.
— Bretinn flaug
Framh. af bls 11
málafélags íslands á heiður
skilinn fyrir allan undirbún-
ing að mótinu, f. h. stjórnar
Flugmálafélags íslands. Það
eru flugmálafélög hvers þátt-
tökulands, sem útnefna kepp-
endur og eru hinir formlegu
þátttakendur í mótinu, sem
haldið er að tilhlutan F.A.I.
alþjóðasambands flugmálafé-
laga. Volkswagen-umboðið á
íslandi útvegaði fyrir milii-
göngu þeirra Sigfúsar for-
stjóra og Schneider útflutn-
ingsstjóra Volks sagen-verk-
smiðjanna „Combi-bíl“ að láni
og reyndist hann ómetanlegur
styrkur því alls þurfti' að
keyra yfir 4000 km. til þess að
sækja sviffluguna á hina ýmsu
lendingarstaði. Og síðast en
ekki sízt ber að þakka Nord-
Rhein-Westfáliseher Luft-
sportverband. sem af höfðings
skap lánaði íslendingum end-
urgjaldslaust beztu sviflugu
sína, Ka-6, og studdu að auki
íslenzka liðið á allan hátt.
Þessi keppni var ómetanlegur
skóli yrir íslendingana, bæði
varðandi skipulagningu og
framkvæmd slíkra móta og
eins flugið sjálft.
Leifur Magnússon.
ið byrjar um miðjan febrúar,
og blómin fara þá að springa út.
Og þarna er langt vor, hver
blómategundin tekur við af ann-
arri. Munur eða í New York, þar
sem vetrinum lýkur svo að segja
einn góðan veðurdag og við tek-
ur heitt sumar. Hjá okkur verður
aldrei of heitt, því við búum um
320 km. frá sjó og uppi í fjöll-
unum, í um 550 m. hæð yfir sjáv-
armáli.
— Dóttur okkar finnst nú ekk-
ert að rigningunni. Hún er ný-
trúlofuð hér í Reykj avík og verð-
ur hennar tæplega vör, skaut
Elna inn í. Ég man að ég hirti
heldur ekkert sérlega mikið um
veðrið þessi 13 ár, sem ég bjó
hér. Frú Elna er danskrar ættar,
en talar íslenzku eins og hún
hefði alltaf búið hér.
— En við fengum snjó í vetur í
Suður-Karolínu, og eins fyrir 2
árum. Þá hafði ekki sést þar
snjór í 20 ár, segir Bjarni. Það
þótti okkur skemmtilegt. Það
lagðist 15 cm. snjólag á allar göt-
ur niðri í bænum og allt upp í
um 20 cm. hjá okkur uppi í
hæðunum. Skólum var lokað og
fólk komst ekki í vinnuna í 3
daga, því engar ýtur eru til eða
tæki til að moka. En svo kemur
sólin og hún er ekki iengi að
bræða burt snjóinn á þesSum suð-
lægu slóðum.
★Flytur inn vélar frá Danmörku
— Þið fóruð ekki upphaflega
til að setjast að í Bandaríkjun-
um, Bjarni, var það?
— Nei, ég fór út fyrir Inn-
flytjendasamband vefnaðarvöru-
kaupmanna árið 1944, en þá voru
allar vörur fluttar inn frá Banda
ríkjunum. Og ég ætlaði upphaf-
lega að fara heim, þegar því
starfi væri lokið. En áður en
stríðinu lauk fékk ég mig lausan
og stofnaði fyrirtækið Edda Int.
Corp. ásamt bandarískum manni.
Við höfðum dálítil viðskipti við
ísland til að byrja með. En nú
flytjum við mest stórar vefnað-
arvöruvélar fyrir iðnaðinn inn til
Bandaríkj tr\na frá Danmörku.
Síðan 1950 höfum við hatt skrif-
stofu í Greenville í Suður-Karol-
inu, en viðskipti okkar eru mest
orðin í Suð-austurríkjunum. Við
bjuggum í New Yo\k og ég þurftl
því alltaf að vera að ferðast þessa
1300 km. leið. Árið 1957, eftir
að einkadóttir okkar lauk sinni
skólagöngu, fluttumst við svo
suðureftir. Og þar búum við nú
í bæ, sem er á stærð við Reykja-
vík.
— Eru nokkrir íslendingar
þar?
— Tvær íslenzkar konur, giftar
Bandaríkj amönnum, búa skammt
frá, önnur í 16 km. fjarlægð og
hin í nærri 50 km. fjarlægð frá
heimili okkar. Hingað kemur nú
í byrjun júlí nágranni okkar frá
Greenville, þekktur ungur píanó
leikari.
★ Efnir til hljómleika.
Þetta er 27 ára gamail piltur,
Richard Cass að nafni, einhver
eftirsóttasti píanistinn af
yngri kynslóðinni hjá Col-
umbía Artists. Hann hef-
ur fengið mjög góða menntun,
bæði heima í Bandaríkjunum og
eins í Ecole Normale í París, og
hélt 58 hljómleika á sl. ári í
Bandaríkjunum og Kanada. Þeg-
ar ég hlustaði á hann leika í
Carnegie Hall í apríl sl. og frétti
að hann mundi verða á leið
heim frá París í sumar, þá
fannst mér að íslendingar
mættu til með að fá að hlusta á
hann, fyrst hann færi svo að
segja um hlað hjá ykkur. Ég
kom því þessvegna í kring að
hann gæti stanzað hér og við
eigum von á honum til að halda
hljómleika í Austurbæjarbíói
svona viku af júlí.
— Er mikið tónlistarlíf 1
Greenville
— Já, já, við höfum sinfóníu-
hljómsveit og tónlistarfélag,
sem fær listamenn til að koma
á sama hátt og hér. En sinfóníu-
hljórasveitin er rekin með sama
sniði og tónlistafélagið þar,
styrktarfélagar greiða ákveðið
ársgjald.
— Og hvernig lízt þér á þig
hér eftir allan þennan tíma?
— Framfarirnar eru stórkost-
legar. Ég held bara að þetta sé
of erfitt fyrir þessa einu kyn-
slóð, sem nú er uppi, og allt verð
ur að gera. Það vakti athygli
mína að nokkur hálfbyggð hús,
sem ég sá í aprílmánuði 1959,
eru ekki tilbúin enn. En stórhug
inn vantar ekki hér. Mér finnst
líka allt þetta nefndarfargan og
öll þessi skriffinnska keyra úr
hófi. Það ættu fleiri að snúa sér
að framleiðslunni sjálfri.
Mér þykir ákaflega gaman að
vera loks kominn hingað heim
í almennilegt sumarfrí, sagði
Bjarni að lokum. Mig langar til
að geta skrppið norður í Þing.
Bjarni Guðjónsson er ættaður
úr Húnaþingi, frá Leysingjastöð-
um, sonur Guðjóns Jónssonar
Ásgeirssonar Einarssonar þing-
manns, sem bjó á Þingeyrum.
Tilkynning
til kaupenda Morgunblaðsins utan
Reykjavíkur
Póstkröfur voru nýverið sendar til kaupenda blaðsin*
úti um land, sem fá blaðið beint frá afgreiðslu þess
í Reykjavík.
Athugið að innleysa kröfurnar, sem allra
fyrst svo komizt verði hjá að stöðva út-
sendingu blaðsins.