Morgunblaðið - 30.06.1960, Side 8

Morgunblaðið - 30.06.1960, Side 8
8 MORGVNBIAÐIÐ Fimmtudagur 30. júní 1960 ÞAÐ voru samtök jap- anskra stúdenta, sem stóðu fremst í flokki í róstunum miklu í Tókíó og urðu þess valdandi, að Eisenhower forseti varð að hætta við för sína til Japans. Samtök þessi voru upphaflega stofnuð og alin af komm- únistum, en síðar hafa þau klofnað frá kommúnista- flokknum japanska vegna þess að þau voru enn öfga- fyllri og óstýrilátari en kommúnistar gátu sætt sig við. — 0 Ávöxtur frjálsræðis Stúdentasamtökin kallast á japönsku Zengakuren. Orðið hefur enga sérstaka merkingu, en er til búið úr skammstöfun á heitinu Samband sjálfstjórn- arfélaga stúdenta. Þetta er samband félaga og einstakir stúdentar eru ekki meðlimir í því, heldur tilheyra þeir sín um háskólafélögum, sem síð- an ákveða hvort þau gerast aðitjar að Zengakuren-sam- bandinu í Tokíó. í Zemgakuren eru samtals 250 stúdentafélög og er heild- arféiagatala þeirrá 290 þús., en það er um það bil helm- ingurinn af öllum háskóla- stúdentum í Japan. Sambandið var stofnað 1948 á hinum umbrotasömu her- námsárum, þegar japanska þjóðin öll, háskólarnir og stúdentarnir fengu skyndilega svo víðtækt skoðanafrelsi, að slíkt hafði aldrei áður þekkzt í Japan. Nú gerðist það meira að segja í fyrsta skipti í sögu Japan að menn fengu að ræða írjálslega um vinstri-skoðan- ir. Nú var kommúnistaflokkur ieyfður í Japan og atti hann miög virkan þátt í stofnun Zengakuren á þeim forsend- um, að „þjóðleg stúdenta- fylking getur orðið þýðingar- mikið vopn í baráttunni gegn ríkisvaldinu“. Árið 1950 skýrðu kommúnistar frá því, að 5000 stúdentar í Tokíó-há- skóla værvr meðlimir flokks- ins og að 300 stúdentasellur hefðu verið stofnaðar út um gervallt land. Virðist þá hafa verið há- mark áhrifa kommúnista. Eft- ir það fór að draga úr áhrif- um þeirra í stúdentasamtök- unum og stafar það af ágrein- ingi eða hreinum klofningi, sem varð milli kommúnista- flokksins og forustuliðs Zen- gakuren. • Klofningur vinstr!-manna Kommúnistaflokkurinn var andvígur því, að Zengakuren yrði byltingarhreyfing, fannst að félagsskapurinn drægi með því athygli frá sjálfum flokkn um. Kommúnistarnir gáfu út fjölda fyrirmæla og tilskip- ana til flokksmanna sinna í Zengakuren, að þeir ættu að takmarka starfssvið sitt við málefni stúdenta og háskóla. Mislíkaði kommúnistum, þeg- ar það kom fyrir, að Zenga- kuren tók forustuna frá sjálf- um flokknum í ýmsum þjóð- legum baráttumálum. Þrátt fyrir klofninginn hefur stjórn Zengakuren-stúdentar leggja til atlögu. ofstækisfyllri en kommúnistar Zengakuren margsinnis lýst því yfir, að hún stefni að bylt- ingu og kommúnistaþjóðfélagi 1 Japan. Japanskir stúdentar og menntamenn þjást af einskon- ar öfugum MaCarthyisma. Það er í tízku að vera vinstri- sinnaður og ekkert annað er þolað nema vinstriskoðanir. Beita þeir alla sem eru á ann- arri skoðun sömu kúgunarað- gerðum og McCarthy var van- Eftir John Campbell ur í Bandaríkjunum Þetta andrúmsloft vinstristefnu skýrir það, hversvegna hin harðskeytta og vel skipulagða vinstrisinnaða forusta Zenga- kuren félagsskaparins hefur getað haldið slíkum járnaga á stúdentunum, sem raun ber nú vitni. • Fordæmdir sem trotskíistar Á 14. þjóðþingi Zengakuren, sem haldið var 1959, var talið að aðeins 37% af 350 fulltrú- um væru kommúnistar. Hin 63% tilheyrðu .„aðalfylking- unni“ svokölluðu, en hún er lengra til vinstri en Kommún- istarnir. Við hliðina á þeim er í rauninni lítið á kommúnista sem íhaldsmenn. Ágremingur- inn kom berlega í ljós á þessu þingi, því að hópur flokks- bundinna kommúnista, sem viidu skipa eftirlitsnefndir til að stuðla að íhaldssamari stefnu, var rekinn úr fundar- sal og þegar þeir neituðu að fara með góðu móti voru þeir bornir burt með valdi. Þá greip kommúnistaflokk- urinn til hefndarráðstafana, rak 72 forustumenn Zenga- kuren úr kommúnistaflokkn- um og fordæmdi þá sem trotskíista. Zengakuren-forustan svar- aði með níði um komni- únista. Sögðu þeir að komm- únistar væru orðnir gamlir kyrrsetumenn, kjarklausir og hefðu misst allt samband við byltinguna. Þeir bættu því við, að Krúsjeff forsætisráðherra Rússlands væri „gamall aft- uihaldssamur steingerfingur“. Eftir þennan klofning hafa hinir róttækustu verið alráðir í Zengakuren-félagsskapnum og þeir hafa leitt félagsskap- inn til æ róttækari og æsilegri aðgerða. Það voru Zengakuren-stú- dentar, sem ruddust inn í að- aiflugstöðvarbyggihguna við Tokíó í janúar sl. þegar Kishi forsætisráðherra ætlaði að íijuga til Bandaríkjanna til að undirrita hinn nýja öryggis- eátlmála ríkjanna. Lögreglan reyndi árangurslaust í margar klukkustundir, að koma stú- dentunum út af flugvellinum og á meðan var Kishi forsætis- ráðherra ekið um hliðargötur og bakhlið til flugvallarins, en þvrilvængja lögreglunnar flaug yfir og sendi tilkynn- íngar í radíó um það, hvar stúdentahóparnir héldu sig. Lögreglan forðast eins og hún getur að beita stúdentana valdi, því að þá yrði hún ásök uð um að vera farin að taka upp sömu aðfarirnar og tíðk- uðust fyrir stríð. • Veldur áhyggjum Japanskir háskólar og stú- dentar þeirra vilja varðveita háskólafrelsið ,sem þeim var veitt á bandarísku hernámsár- unum. Það má því heita, að háskólarnir sjálfir en ekki lög- reglan ráði lögum og lofum á lóðum háskólanna. Stjórnir háskólanna eru hikandi við að beita refsiaðgerðum gegn meðlimum Zengakuren. En aukið vald samtakanna veld- ur flestum áhyggjum, bæði stjórnarvöldum og stjórnar- andstöðunni. Jafnaðarmenn og kommúnistar eru líka áhyggjufullir yfir því, hve ó- stýrlátir stúdentarnir eru. Hef ur það nokkrum sinnum kom- ið fyrir, að blað kommúnista gefi út yfirlýsingar um að kommúnistaflokkurinn beri enga ábyrgð á ýmsum óhæfu- verkum Zengakuren. Forustumenn Zengakuren stjórna stúdentunum nú með járnhnefa, en þeir eru farnir að leita víðar og hyggjast færa út völd sín. Starfsmenn þeirra eru nú að leita fyrir sér um samtsarf við kennara og æskulýðsfélög og jafnvel kvennasamtök. Sjást þess merki að Zengakuren menn eru byrjaðir á endurskipu- lagningu ýmissa gamalla fé- lagssamtaka á þessum sviðum. Rósturnar í Tokíó og á Haneda-flugvelli við borgina, þegar Hagerty blaðafulltrúi kom þangað voru aðallega eða jafnvel eingöngu skipu- lagðar af Zengakuren félags- skapnum. Það voru einnig einskonar stormsveitir Zenga- kuren sem gerðu „sjálfsmorðs atlöguna“ að þinghúsinu í Tokíó. • Minnihlutinn stjórnar En hvað hafa þeir mikinn stuðning meðal japansks al- inenings? Hin róttæka forusta Zenga- kuren heldur völdum í stú- dentasamtökunum með hinum venjulegu aðferðum kommún- ista til að stjórna og ráða með litlum minnihluta. Þeir fylla kosningafundi og hafa alltaf betur en andstæðingarnir með sterku skipulagi á félagsmái- um. En af 600 þúsund háskóla- stúdentum í Japan er ekki tal- ið að meir en 30 til 40 þúsund séu öruggur stuðningsmenn vinstri forustunnar. Og kommúnistar eru ekki enn búnir að gefa upp alla von um, að þeim takist að siða þessa róttæku ólátabelgi og innlima þá að nýju í kommúnistaflokkinn. Samt sagði málgagn kommúnista í Japan, Akahata, nýlega í for- ustugrein: „Við skulum greina skýrt á milli smáhópa óðra trotskíista sem ráða öllu í stjórn Zengakurens og þröngva vilja sínum upp á stúdentana . . .“ Þessi skoðun kommúnista er, þótt undarlegt megi virð- ast einnig skoðun japanskra stjórnarvalda. (Observer — Öll réttindi áskilin). Linoleum c þykkt (brezkar) fyrirliggjandi O. V. Jóhannsson & Co. Hafnarstræti 19 — Símar: 12363 og 17563 Sölumaður óskast Óska eftir sölumanni til starfa við fast- eignasölu hér í bænum. — Upplýsirigar kl. 5—8 í síma 23059. Óska eftir að taka á leigu geymslupláss bílskúr eða bragga. — Upplýsingar í síma 32881.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.