Morgunblaðið - 30.06.1960, Side 10

Morgunblaðið - 30.06.1960, Side 10
10 MORCVIVBT. 4 ÐIÐ Fimmtudagur 30. júní 1960 JMfttttnttliftiritf ^ Útg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NÝ ÓHAPPAVERK DREZKI flotinn hefur hafið " ný óhappaverk og vald- beitingu á íslenzkum fiski- miðum. Eru það vissulega hin mestu ótíðindi. Eftir að Genfarráðstefnunni lauk, ákváðu brezkir togaraeigend- ur, að togarar þeirra skyldu ekki fara inn fyrir 12 mílna mörkin næstu þrjá mánuði. Er sá tími ekki útrunninn fyrr en um miðjan júlí. ís- lendingar höfðu ennfremur rökstudda ástæðu til þess að ætla að brezka flotamálaráðu- neytið hefði ákveðið að láta ekki herskip sín styðja brezka togara til landhelgisbrota, a. m. k. ekki innan þessara fyrr- greindu þriggja mánaða. Stöðug-t ágengari En Adam var ekki lengi í Paradís. Brezku togararnir hafa sífellt gerzt ágengnari á miðunum hér undanfarnar vikur. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu hafa brezkir togarar alloft verið að veiðum alveg á 12 mílna mörkunum og jafnvel farið inn fyrir þau. Er greinilegt, að togaramenn hafa haft í frammi hreinar ögranir við íslenzku landhelgisgæzluna um leið og þeir virðast hafa verið að reyna fyrir sér um það, hvort verndar væri að vænta frá brezkum herskip- um, ef íslenzku varðskipin reyndu að taka þá. Nú hefur það gerzt, að brezkt herskip hefur beitt íslenzku landhelgisgæzl- una valdi, hindrað íslenzka varðskipsmenn í að færa landhelgisbrjót til hafnar og flutt íslenzka löggæzlu- menn með ofbeldi úr brezkum togara yfir í Þór, sem staðið hafði landhelgis brjótinn að verki. Alvarlegur atburður Um það skal ekkert fullyrt á þessu stigi málsins, hvort þetta muni verða upphaf að nýju valdbeitingartímabili brezka flotans á íslandsmið- um, eða hvort hér sé um að ræða einstaka ofbeldisaðgerð af hálfu yfirmanns þess brezka herskips, sem tók að sér að hindra varðskipið Þór í að koma lögum yfir land- helgisbrjótinn Northern Queen. Hér er vissulega um mjög alvarlegan atburð að ræða. íslendingar hafa lagt sig fram um að forðast árekstra, og stuðla að bættri sambúð íslendinga og Breta. Því fer víðs fjarri að hægt sé að saka okkur um tilraunir til æsinga í þessu máli. Brezki flotinn og þeir sem honum stjórna bera því alla ábyrgð á því, ef nú hefjast ný átök og íllindi milli íslend- inga og Breta. En það er vissulega hörmulegt, ef brezka stjórnin liefur ekki lært meira af reynslunni en svo, að hún lætur nú flota sinn hefja nýjar hernaðar- aðgerðir gagnvart íslend- ingum. MIKIÐ ÁFALL PNGUM blöðum er um það " að fletta, að hið geysilega verðfall á fiskimjöli er mikið áfall fyrir sjávarútveg okkar íslendinga. Við höfum á und- anförnum áratugum lagt mikla áherzlu á að byggja síldarverksmiðjur og fiski- mjölsverksmiðjur víðsvegar um land. Enda þótt Norður- landssíldveiðin hafi oft brugð izt, þá hefur þó síldar- og fiskimjöl jafnan hin síðari ár verið mikilvæg útflutnings- vara. Sérstaklega hefur fram- leiðsla fiskimjölsins farið vaxandi með ári hverju. — Reynt hefur verið að hagnýta hverskonar fiskúrgang til mjölvinnsiu. Segja má einnig að sæmilegt verð hafi verið fyrir þessa vöru fram til síð- ustu ára. Eins og kunnugt er, eru það fyrst og fremst Perúmenn, sem valda hinu geysilega verð falli á fiskimjölinu. Þeir hafa á örskömmum tíma aukið framleiðslu sína á fiskimjöli gífurlega og fellt þar með verðið á þessari vöru á heims- markaðnum, eins og raun ber vitni. Aukin notkun Enda þótt ekki sé von- laust um að mögulegt reynist að auka notkun fiskimjöls í ýmsum lönd- um, er mjög hæpið að gera sér von um hækkandi verð lag á þvi á næstunni. Eins og áður er sagt, hlýtur þessi mikla verðlækkun á af- urðum okkar íslendinga að valda sjávarútveginum og fiskimönnum miklum erfið- leikum. Er vandséð, hvernig fram úr þeim verður ráðið. En vitanlega verður allt gert sem unnt er til þess af hálfu íslenzkra aðilja að firra hreinum vandræðum af þess- um sökum. Q' - ' s * ' Flugvél - veitingastofa FLUGVÉLARNAR eldast fljótt nú á tímum hinna öru framfara —■ svo fljótt, að menn vita stundum naumast, hvað þeir eiga við þær að gera. Flugvirkínn kom til skjalanna „Hassin Jukka“ — en svo heitir flugvélin, sem hér birtast myndir af, hefur komið að góðu hætt var að nota hana til flutn- inga og ákveðið var, að hún skyldi höggvin upp, gat Erkki ómögulega hugsað sér, að enda- lok „Hassin Jukka“ yrðu svo ömurleg. Veitingasala fyrlr böm Hann gerði því ráðstafanir til að éignast flugvélina — og inn- réttaði hana með það fyrir aug- um að hafa i henni veitingasölu, <5>1 í D A G verður Belgíska Kongó sjálfstætt riki. Mynd in sýnir íulltrúa ríkisstjórn- ar Belgíu, van der Meersch, óska hinum 34 ára gamla Patrice Lumumba til ham- ingju, er Lumumba hafði ioks tekizt að mynda ríkis- stjórn þá er nú tekur við völdum í landinu. sumartímann, en allt árið um kring eru híns vegar framreidd- ar veitingar inni í flugvélinni. Þar inni er mjög vistlegt og hlýtt. Skemmtilegur staður gagni við flutninga fyrir finnska herinn. Flugvirkinn Erkki Skogster var um árabil nátengdur flug- vélinni, sem hann þar af leið- andi hafði tekið miklu ástfóstri við. Og þegar að því kom, að aðallega fyrir börn. Þannig er hún nú staðsett í heimabæ hans, Hameenlinna, og nýtur þar mik- illa vinsælda. Undir vængjum flugvélarinn- ar hefur hann borð og stóla, þar sem hægt er að fá veitingar um Ekki má svo gleyma pallinum, sem byggður hefur verið úti á væng flugvélarinnar, en hann er mjög vinsæll, þegar vel viðrar. Börnin skernmta sér vel í flug- vélinni. Það virðist vera næstum því eins spennandi og vera myndi ef flugvélin væri á lofti. Onassis-J? jóiiin skilin NEW YORK, 27. júní: _ Tina Onassis hefur nú fengið löglegan skilnað frá manni sínum olíu- kónginum, Skilnaðurinn fékkst í Alabama-ríki í Bandaríkjunum, en Alabama er eitt þeirra fylkja, sem hefur hvað rýmst laga- ákvæði í þessu efni. Það var upp lýst, að Tina hafði sakað mann sinn um „andlegar misþyrming- ar“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.