Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. júlí 196C MORCVNBTAÐIÐ 3 \ m * ** m m Sex ára í FJÓItÐA sinn taka ís- lendingar nú þátt í nor- rænni keppni í 200 m sundi. í fyrri keppnum í sömu grein, höfum við bæði far- ið með glæsilegasta sigur af hólmi, sem hugsazt kann, er það varð lýðum ljóst að 4. hvert manns- barn á íslandi lauk þraut- inni — og við höfum líka beðið hinn herfilegasta ó- sigur þratt fyrir okkar al- mennu sundkunnáttu, mest vegna óréttlátra keppnis- reglna. ★ Það hafa sem sagt skipzt á skyn og skúrir í þessum efn- um. Óhætt mun að fullyrða að keppnin, sem við nú stönd um í getur orðið „okkar keppni“. Keppt er um það að auka þátttökuna sem mest miðað við meðaltal þátttak- enda í tvö síðustu skiptin er keppnin fór fram. Nú hafa 20 þúsund íslend- ingar synt 200 metrána og það er betri byrjun en nokkru sinni fyrr (fyrsta keppnin með talin). Það ætti því að vera leikur að tvöfalda þessa tölu og þá verður bikar Forseta Islands kyrr á Fróni og vænt anlega settur upp við hlið bik ars Noregskonungs sem nú er geymdur í Þjóðminjasafninu til minningar um hið glæsi- lega afrek þjóðarinnar 1951. ★ Norræna sundkeppnin er stærsta „landskeppni" sem efnt hefur verið til. Það et keppni allra, ungra sem gam- alla, karla sem kvenna. 200 m sund er engum full- hraustum oviða. Samt ber þó að fara að öllu með gát og for sjá einkum fyrir þá er sjald- an synda. En sé byrjað nógu hægt — ekkert liggur á því tíminn er sundið tekur skipt- ir engu máli — og láta sig ekki mæðast. Sé farið svo að, geta allir er flotið geta lokið við 200 m sund. ★ Nú í vikunni barst blaðinu sú fregn, að sex ára gömul telpa hefði synt 200 metrana og staðist þá raun með prýði. Guðfinna litla Helgadóttir syndir 200 metrana. ísynti 200 metrana Við brugðum okkur því in í sundlaugar og hittum þar fyrir Guðfinnu Helgadóttur, hina ungu sundkonu, svo og móður hennar Erlu Erlings- dóttur íþróttakennara, en hún er dóttir Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns, hins kunna sundfrömuðar og er því vel að yngsti þátttakandinn í 200 m sundinu skuji vera afkom- andi hans. ★ — Er langt síðan þú lærð- ir að synda?, spyrjum við. — Ha ég. Ég var þriggja ára. Og ferðu oft í sund? — Já nokkuð. Nei ekki oft Stundum. Og hefurðu bara synt hérna í Sundlaugunum? — Nei líka í Stykkishólmi. —Og er jafn gott að synda þar? — Ja, nei. Það er betra hér. — Hvar er pabbi þinn. — Hann er úti á sjó. — Hvað heitir hann? — Helgi Hallvarðsson, stýri maður á Albert ★ Við sjáum að Guðfinnu litlu er orðið hálf kalt, svo að við tefjum hana ekki leng ur. Mamma hennar er líka að koma og til þess að fylgja henni inn í búningsklefana, enda er litla hnátan búin vel að gera að synda 200 metr- ana. Um leið og hún syndir að veggnum veltir hún sér á bakið til þess að sýna okkur að hún geti líka synt bak- 'sund. Við þökkum þessari litlu sunddrottningu fyrir spjallið og höldum á brott staðráðn- ir í því að láta ekki líða á löngu áður en við uppfyllum skyldu okkar við hina göfugu íþrótt og syndum 200 metr- ana. m^.mmmm mm-t Framtíð Norður- landaráðs rædd Rreýttar aðstæður skapa því nýja stöðu STAKSIEINAR „Hannibal játar“ f forystugrein Alþýðublaðsina á sunnudaginn segir svo: „Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, hefur skrifað grein í systurblöðin, Tím- ann og Þjóðviljann, þar sem hann ræðir viðhorf sín til lögbanns fbugmannaverkfallsins. í þessari grein koma fram mjög athyglis- verðar upplýsingar, m.a.: 1) Hannibal neitar ekki, að hann hafi ætlað að banna verk- fall farmanna með lögum, er hann var ráðherra í vinstri stjórn inni. 2) Hann telur aðstæður hafa verið allt aðrar þá en nú. Það fer þannig eftir aðstæðum, hvort Hannibal telur ríkisstjórn eiga að banna verkföll með lögum eða ekki. Meiri er glæpurinn í raun- inni ekki að skoðun forseta Al- þýðusambandsins. 3) Hannibal gefur enga skýr- ingu á þeirri baráttuaðferð sinni, að segja láglaunafólki að bíða með allar kaupkröfur, en taka upp hanzkann fyrir fámenna stétt tiltölulega vel launaðra manna“. Alþbl. nefnir hins vegar ekki ir greininni, en þar er talað um hið snjalla mottó Hannibals fyr- „ræningja“ sem segir „smellnar ; sögur, meðan hann er að lokka þig út í hliðargötuna, þar sem hann drepur þig“. „Illa farið nteð þernur“ f Þjóðviljanum á sunnudaginn er rætt um vinnudeilu þerna og skipafélagsins og sstgir þar áf þessa leið: „Það er samkvæmt þriggja ára | gömlu samkomulagi þjónafélags- j ins, miðað við að dagsfæði á skip- j um sé selt á 67,50 kr., og fá þern- j ur 10% af því. Raunverulegt verð fæðisins ná virðist vera leyndar- mál skipafélagsins, en á „Heklu“ er dagsfæðið nú selt á 134,00 kr. svo augljóst er hve illa er farið með þernur og þjóna hjá Eim- skip að ríghalda við samnings- ákvæði, sem binda þjónustu-Iaun- in við fasta töitu, er ekkert á orð- ið skylt við fæðissöluna. Þetta I vildu þernurnar fá leiðrétt og hljóta að fá í næstu samningum“. Þjóðviljinn mun þarna skýra rétt frá grundvallarverði fæðis- ins, en um það eitt var gefin yfir- lýsing, að ef það yrði hækkað í samningum, sem ef til vill yrðu gerðir síðar, mundi það ná til 15. júlí þessa áirs. Hins vegar var ekki minnzt á neina kauphækkun. m •: +** í Guðfinna með móður sinni, Frlu Erlingsdóttur. .*? (Myndirnar tók vig.) Góð tíS í Svarfaðardal Dalvík 18. júlí. Það, sem af er þessu sumri, hefir tíðarfarið verið mjög hag- sætt. Landbóndanum’ var vorið að vísu nokkur kalt með köfl- um og olli nokkrum kalskemmd um í túnum, einkum inni í döl- um. Fénaðarhöld voru þó í bezta lagi, og sauðburður gekk vel og vanhaldalaust að því er ég bezt veit. Grasspretta hefur orðið mik il, þrátt fyrir þurrkatíð, og um sl. mánaðamót var víða komið á- breiðslugras á tún. Sláttur hófst því með fyrra móti og heyskapar tíð hefur verið óvenju hagstæð því að frá 20. júní, er þeir fyrstu byrjuðu að slá, og til 10. júlí, mátti heita að aldrei kæmi dropi úr lofti. Þá gerði norðanbrælu í tvo daga, en síðan hafa verið samfelldir þurrkar. Yfirleitt eru bændur hér liðlitlir og misjafn- lega búnir að vélakosti, en þó munu margir langt komnir að slá tún sín. Sumir hafa fyrir nokkru hirt fyrra slátt, og mun það sjaldgæft hér í sveit svo wemma sumars. — SPJ. OSLÓ, 18. júlí (NTB): — Fram- tíðarstaða og verkefni Norður- landaráðsins hafa verið rædd í fastaráði þess. En að því stefnt, eftir að hafa leitað álits hjá deild um aðildarlandanna, að reyna að koma á viðræðum við forsætis- ráðherra landanna um þetta efni i lok næsta árs. Þessar upplýsingar eru gefnar í skýrslu frá fastanefnd ráðsins, sem lögð verður fram á 8. fundi þess í Reykjavík. Ástæðan til þessara umræðna er m. a. fólgin í þeim breyttu viðhorfum, sem skapazt hafa vegna aðildar Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar að fríverzlun Evrópu. Auðljóst er, að staða Norðurlandaráðsins verður strax af þessum sökum nokkuð önnur en orðið hefði, ef komið hefði ver ið í torrænu tollabandalagi. A síðasta fundi Norðurlanda- ráðsins, sem haldinn var í Stokk hólmi, virtust ýmsir vera þeirrar skoðunar, að e. t. v. væri heppi- legast að halda fundi ráðsins ekki nema annað hvort ár, en sú skip- an hafði einnig áður komið til tais. Fundurinn í Reykjavík, sem haldinn verður dagana 28. júli til 1. ágúst, verður nokkru styttri en venjulega. Þær 25 tillögur, sem teknar hafa verið á dagskrá í þetta skipti, eiga líka að geta gert það kleift, að fundarstörfum verði lokið á tiltölulega skömm- uxn tíma, svo að ráðsmenn fói éinnig tíma til að njóta hinnar víð frægu gestrisni íslendinga. Heimsókn frændþjóðanna hef- ur verið undirbúin með það fyrir augum, að allir geti fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Þetta er í fyrsta skipti, sem Norðurlanda- ráðið heldur fund sinn á íslandi. - Tambroni Framh af bls 1 sinnar og sósíaldemókratar, hafa á fundinum um helgina faílizt á að styðja nýja stjórn kristilegra demókrata undir forsæti ein- hvers annars. Þetta samkomulag, sem skapa mun þingmeirihluta, siglir í kjöl far þeirra óeirða, er í landinu hafa staðið að undanförnu og leitt til dauða 10 manna, auk þess sem hundruð hafa særzt. Var til óeirðanna stofnað af kommúnistum og ýmsum öðrum vinstri sinnum, er kváðust vilja berjast gegn „fasistahættunni". Við umræður um óeirðirnar í ítalska þinginu, hafa vinstri- og hægrisinnar í báðum deildum barizt með berum hnefum og fleygt blekbyttum og skjala- töskum hver að öðrum. Tíminn er enn harðari af sér Um vinnudeilu þernanna segir Tíminn hins vegar sama daginn: I „Eins og skýrt var frá hér í I blaðinu í gær, lauk þernu^erk- ; fallimu lijá Eimskipafélaginu á þann veg, að félagsstjórnin lof- aði þe-v anum að sú kauphækkun, sem þær mundu fá við næstu samningsgerð, skyldi gilda frá 15. júlí 1960. Raunverulega þýðir þetta, að þernurnar fá kauphækk- un strax, en hún verður hins veg- ar ekki borguð út fyrr en síðar. Þetta er nýtt fyrirkomulag svo- kallaðra hengingarvíxla og er áreiðanlega ekkj hið bezta“. Tíminn gengur þannig enn skrefi lengra en Þjóðviljinn í til- raunum sínium til þess að efna til i vinnudeilna, og bætir við, að ekki [ sé „ósennilegt að fleiri verka- j lýðsfélög fari nú inn á þá braut“, j að tryggja sér „þannig strax j væntanlega kauphækkun, þótt ! hún verði ekki borguð fyrr en j síðar“. Sannleikur málsins er hins vegar sá, að þernurnar fengu enga kauphækkun og heldur ekk- ert loforð um að grundvöllur fæð- isgjaldsins yrði síðar hækkaður, hvað svo sem um það má segja, hvort sanngjarnt hefði verið að hækka hann, eða það verði síðar 1 talið sanngjarnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.