Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ >r!8judagur 19. Júlí 1960 —__ PATRICIA WENTWORTH Gamlar syndir | -------------------22 Hann kinkaði kolli. — Mér datt það líka í hug. En er það rétt þegar hún segir, að ungfrú Ann- ing hafi talað eins og sá, sem óskar sér bess að hann hefði hníf í hendinni? Maud Silver svaraði í ofurlitl- um ávítunartón: — Það skal ég ekkert um segja. Þú verður að muna, að ég var þarna ekki sjálf viðstödd. — En það var hún fraenka þin. Og ég er alveg viss um, að þegar hún endurtók orð ungfrú Ann- ing, hafi hún eitthvað gefið til kynna hvernig þau voru sögð. Ef til vill mundi hún ekki nota svona dramatískt orðatiltæki, en einnig um þetta atriði er mér næst að haida að Marie hafi sagt rétt frá í öllum atriðum. — Já, þér er auðvitað óhætt að ganga út frá, að ungfrú Ann- ing hafi reiðzt. Hvaða ögrun hún hefur orðið fyrir, vitum við auð- vitað ekki. Eins og ég sagði við Ethel frænku þennan dag, þá er hún býsna skapmikil að eðiisfari þó hún fari yfirleitt vel með það. Ef hún og Alan Field hafa þekkzt þegar þau voru á yngri árum — og það held ég sé áreiðanlega rétt — og ef eitthvert nánara samband hefur verið milli þeirra, þá getur þessi setning, sem heyrð ist til hennar verið fullkomlega eðlileg, ef hún hefur átt ein- hverra harma að reka. Hins veg- ar þarf hún ekki að hafa neina alvarlega merkingu. Hann svaraði með sinni alvar- legustu rödd: — Það getur nú al- veg verið hvort tveggja til um það. En þegar kona segir við karl mann, að hún gæti drepið hann og svo er hann myrtur hálfum öðrum sólarhring síðar, getur maður ekki látið ummælin alveg eins og vind um eyrun þjóta. — Nei .. það get ég vil skilið. Hann leit á hana með einkenni legum svip. — Annars hefði ég hálf-gaman af að vita, hvers vegna þér er svona annt um ung- frú Anning. Hún svaraði rólega. — Ég bý nú til dæmis hjá henni, eins og er. — Hann hló. — O-jæja, þú hefur nú leigt hjá ýmsum án þess að skoða þig sjálfkjörinn verndara þeirra. — Góði Frank minn, þetta er nú óþarflega sterkt til orða tek- ii. Ég get ekki annað en mót- mælt því. — Þú verndar hana eins og hún væri einhver uppáhalds- frænka! Maud Silver svaraði alvörugef in: — Ég vona nú, að jafnvel þótt svo væri, léti ég ekki persónuleg ar tilfinningar ráða í máli eins og þessu. — Viltu þá ekki segja mér, hvers vegna þú tekur svona ein- dregið svari ungfrú Anning? Ef Marie hefði ekki verið búin að segja mér það, sem þær Ethel heyrðu fyrir tilviljun, hefðirðu líklega alls ekki minnzt á það .... eða hvað? — Kannske ekki á þessu stigi málsins, Frank. — Og nú vildi ég gjarna vita, hvers vegna? Eftir mínútu þögn svaraði hún: — Ég er nú ekki skyldug að svara þeirri spurningu, en ég geri það nú samt, til þess að þú skul- ir ekkí misskilja tilgang minn með þögninni. Mér gengur ekk- ert annað til þess en skiljanleg samúð með manneskju, sem hef- ur hlotið illa meðferð, og er nú þannig stödd, að það hlýtur að valda henni hugarkvöl. Ég hef ástæðu til að halda, að hún hafi tekið það mjög nærri sér, þegar hr. Field sveik hana í tryggðum. Þegar hann svo kemur aftur, ýf- ast þessi sár upp á ný, og það gat ekki hjá því farið, að fráfall hans með þessum atvikum gerði illt verra. Og þá vildi ég ekki verða til þess að auka enn á mót- læti hennar. — Þú hefur náttúrlega ekki hugsað þér þann möguleika, að hún hafi sjálf myrt hann? Maud Silver svaraði þessu með annarri spurningu: — Er það satt að hr. Field hafi verið stung- inn til bana en ekkert vopn hafi fundizt á staðnum? — Það er rétt hermt. Ef morð- inginn hefur haft nokkurt vit í kollinum, hefur hann auðvitað fleygt því í sjóinn. — Ef svo hefur verið, gæti því hæglega skolað á land aftur. Það eru harðir straumar hérna í vík- bendi þér á, að þú hefur enn ekki svarað því, sem ég spurði þig um. — Hvort þú hefur tekið þann möguleika í reikninginn, að það hafi verið ungfrú Anning, sem stakk hann til bana. — Hefur nokkuð komið í Ijós, sem gæti styrkt þá tilgátu? — Og það var....? — Hún hefur að minnsta kosti gilda ástæðu. — Það sama gæti nú átt við heilan hóp af fólki. Hr. Cardozo, svo að einhver sé nefndur. — Gott og vel. Ég er heldur ekki að gefa í skyn, að ungfrú Anning hafi gildustu ástæðuna. Mér finnst það bara undarlegt, að þú skulir vera að reyna að gefa í skyn, að hún hafi enga ástæðu haft. Maud Silver horfði á skugg- ana, sem færðust yfir sjóinn. Eftir nokkra þögn sagði hún: — Ég hitti ekki hr. Field nema rétt sem snöggvast. Hann var mjög aðlaðandi og laglegur ungur mað ur. Ég fékk þá hugmynd, að allar hans hugsanir snerust um sjálf- an hann og hans eigin hagsmuni, og að hann notaði persónutöfrana í ákveðnum tilgangi. Og þegar ég fór að heyra um hann talað, styrktist þetta álit mitt á mann- inum. Hann var talinn hafa komið mjög lubbalega fram við bæði frú Hardwiek og ungfrú Anning. Og á frú Field gat ég heyrt, að hann gerði. til hennar óhóflegar kröfur um fjárstyrk, og það væri ekki í fyrsta sinn. Hún var svo niðurdregin, að mér datt meira en í hug, að hann ætl- aði að beita hana einhverjum bolabrögðum. Frank blístraði. — Hvað áttu við með bolabrögðum? Hún svaraði engu. — Áttu við, að hann sé að hafa út úr henni fé með hótunum? — Mér finnst hann vera sú manntegund, sem ekki myndi hika við slíkar aðferðir, og sé það rétt til getið, gætu þeir orðið nokkuð margir, sem vildu gjarna koma honum fyrir kattarnef. 20. kafli. Frank Abbott fór upp að Kletta brún um morguninn eftir og tal- aði við frú Field, Trevor majór og konu hans, frú Castleton, frú Maybury og hjúin í húsinu, sem sé Beeston bryta og konu hans og svo frú Rogers, sem vann þar á daginn. Þegar hann síðar fór yfir þessi nöfn með Colt lögreglustjóra, hafði hann hinar og þessar at- hugasemdir að gera. — Það er nú sjálfsagt ekki nema eðlilegt, að manni verði hverft við morð, sem framið er í manns eigin baðskúr, ekki sízt þegar morðinginn er sennilega meira eða minna tengdur fjöl- skyldunni. — Colt sarreinnti þessu. Það væri ekki von, að manni yrði vel við. „Það er nú til dæmis frú Field .... það er sagt, að henni hafi þótt vænt um hann......Lét óþarflega mikið eftir honum, heyrir maður. — Það var nú ekki hún, sem ég hafði í huga. Allt í lagi með hana. Bezta kona, sem þótti vænt um þennan vandræða-stjúpson sinn og er auðvitað frá sér yfir dauða hans. Og þó er eins og gæti ofurlítils léttis, en það veit fólk oft ekki sjálft, þegar svona stend ur á. — Ég hef heyrt, að hún hafi komið sér mjög vel, þegar þau voru hér fyrir nokkrum árum. — Aftur á móti hefur þetta ekkert tekið á Trevor-hjónin, að minnsta kosti ekki ofurstann. Hann er ekkert að fárast yfir því. Að sjálfsögðu sviplegt, eins og gengur, en náunginn var ekki annað en landeyða og lítil eftir- sjá £ honum. Frú Trevor fór um það mörgum fögrum orðum, hvað Alan sálugi hefði verið fal- legur, og hvað allar stelpur hefðu verið skotnar í honum .... en það var ekki annað en þvaður. Þetta virtist ekki koma neitt við hana í alvöru. öðru máli er að gegna um frú Field og svo Hard wick majór og konuna hans. .. Þetta skeður á þeirra heimili og auk þess hafði hún einu sinni verið trúlofuð honum. Og svo má þarna telja frú Castleton og frú Maybury og.það skil ég nú miklu síður. Þær eru mér báðar ráð- gáta, einmitt vegna þess að ég skil ekki, hvað þetta getur snert þær. Þær höfðu — eins og allir hinir — ekki séð hann í þrjú ár, og báðar virtust þekkja hann lauslega, eins og gengur um fólk, sem tilheyrir sömu klíkunum, en þekkist ekki neitt nánar fyrir því. Tökum fyrst frú Castleton. inni. Hann hló. — Ég tek eftir því að við segjum bæði hann. En ég Frekar hörkulegur kvenmaður. Var mikil fegurðardís hér í fyrndinni .. peningar .. metorð .. hefur alltaf haft allt, sem hendinni þurfti til að rétta. Og nýtur talsverðs álits fyrir góð- gjörðarstarfsemi — heldur ræð- ur á fundum og í útvarp og tek- ur þátt í opinberum kappræðum. Ég get, þó mig ætti að drepa, ekki skilið, að henni skuli ekki vera alveg skítsama um þetta .. en það er henni ekki! Colt lét þess getið, að kvenfólk — Steikin brann í ofninum, gæskan! En hér er komið bréf frá skattstofunni, svo að það gerir þá ekkert til með steikina. Þú verður áreiðanlega lystarlaus, þegar þú opnar bréfið! BEFORE VOU PACK UfJ BARNEY L£T ME CH6CK WITH BITSV . ONE MORE TIME/ Meanwhile goober, having fousht HIS WAY THROUGH SWAMP ANO TANGLEP UNDERBRU5H, IS NEAR THE POINT OF EXHAUSTION SlVING UP HOPE OF 6HOOTINS A MCVIE OF THE BLIND BIRD DOG ACTUALLY HUNTING, BARNEY AND HIS CREW PREPARE TO LEAVE l&gZGt okay Boys... thw 'f* LET'S GET PACKED... ^ r fM SORR^ MARK, BUT WE ' CAN'T WASTE ANY MORE TIME WAITING FOR GOOBER TO SHOW UP/ ALL RIGHT, MARK. BUT HURRY IT UR PLEASE / Barney og félagar hans eru að gefast upp á að bíða eftir að Bangsi komi í tæka tíð til að unnt verði að kvikmynda hann við veiðar, og eru að bú? s;" nnriir að íara. — Allt í lagi drengir, við skul- um pakka saman. Mér þýkir það leitt Markús, en við getum ekki eytt meiri tíma í að bíða eftir Bangsa. —Lofaðu mér að leita einu sinni enn með Bjarna áður en þú ferð Barney! — Allt í lagi Markús. En gerðu það fyrir mig að flýta þér! Á meðan er Bangsi að því kominn að gefast upp eftir að hafa brot- izt gegnuœ fen. <lóa og kjarr. þarf oft að sýna samúð sína ef fallegur ungur maður er annars vegar. — Nei, hún er alls ekki þann- ig. Og auk þess fæ ég nú ekki séð, að hún sé neitt frá sér af neinni sorg, eða hafi nokkra ástæðu til slíks. Hún er bara eins og fest upp á þráð. Vitanlega er svo sem ekkert í það varið að láta nefna sig í sambandi við morð, og henni þykir þetta kannske óheppileg auglýsing fyrir sig .... það gæti verið það. Eða hún hafi eitthvað annað í huga. Hún virðist hafa verið að taka svefnpillur til þess að geta sofið. Jæja, svo er það þessi frú Maybury — hálfgert fiðrildi, sem ætla mætti, að léti hverjum ‘degi nægja sína þjáningu. Ein frænka mín er gift foringja x sömu herdeild og Bill Maybury er í, og ég hef því heyrt sitt- hvað um Pippu, Hún er æst f skemmtanir, en maðurinn henn- ar er hæggerður og lætur hana fara sínu fram. Nú er hún eins og hún hafi orðið fyrir einhverju áfalli. Það þarf vitanlega ekki að þýða neitt sérstakt, en hitt kem- ur mér á óvart ef hún er mjög viðkvæm. Það er frú Hardwick aftur á móti og auk þess var hún uppeldissystir Fields, og rétt að því komin að verða konan hans, en hún virðist ekki líkt því eins slegin og Pippa Maybury. Þegar þau höfðu lokið umræð- unum um fólkið í Klettabrún, hafði Colt lögreglustjóri sitt til málanna að leggja. — Við höfum fengið nokkrar upplýsingar um númerið á þess- um bíl, sagði hann, — þessum, sem útlendingurinn kom í til „Káta Fiskimannsins“. Maðurinn sem sá hann, var í fylgd með stúlku. Hann nefndi það ekkert fyrst, en seinna hafði ég það upp úr honum, og hann gaf mér heim ilisfangið hennar. Hún segir, að maðurinn hafi áreiðanlega verið útlendingur, því að hún heyrði hann tala, og stúlkan, sem með honum var, virtist líka vera það, ajtltvarpiö I>riðjudagur 19. júlf 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 ,,A ferð og flugi": Tónleikar kynntir af Jónasi Jónassyni. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: — Hafnarvist Verðandi- manna, — II (Sveinn Skorri Hósk uldsson magister). 21.00 Islenzk tónlist: Verk eftir Sig- urð Þórðarson. 21.30 Utvarpssagan: „Djákninn í Sand ey“ eftir Martin A. Hansen; V. (Séra Sveinn Víkingur þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.25 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 20. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tóhleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Ný viðhorf í viðskipta- málum Vestur-Evrópu; fyrra er- indi (dr. Magnús Z. Sigurðsson). 21.00 Tónleikar: Fiðlusónata í G-dúr, op. 78 eftir Brahms (Adolf Busch og Rudolf Serkin leika). 21.25 Upplestur: „Krossfiskurinn“, smá saga ftir Böðvar Guðlaugsson — (höfundur flytur). 21.50 ,,Af greinum trjánna": Ljóðaþýð- ingar úr sænsku eftir Jóhann Hjálmarsson; ljóð eftir Gunnar Ekelöf, Erik Lindegren, Harry Marteinson, Ingvar Orre og Erik Blomberg. (Þýðandi les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Knittel“ eftir Hein- rich Spoerl, I. (Fríða Sigurðsson þýddi. — Ævar Kvaran leikarl les). 22.30 „Um sumarkvöld“: Martin Ljung, Ingibjörg Þorbergs, Nat King Cole, Gitta Lind, George Ulmer, Rose Marie Jun, Fritz Ruzica, Jane Froman, Luis Alberto og Paraguayos-tríóið skemmta. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.