Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 19. júlí 1960 MÖRCUNBl AÐ1Ð 13 i' • pUi/fff* ttnut, •11,1 Franskir MMMM ÞÚSCNDIR manna námu staðar á Hótel tslands-Ióðinni á sunnudaginn. Var ávallt all- stór hópur fólks þar frá því um morguninn til'kvölds. Þar voru til sýnis í góða veðrinu tvær nýjar og nýstárlegar gerðir Renault-bíla, sem vöktu mikla athygli — og mikla löngun hjá flestum. Á föstudaginn voru sömu byggði fyrsta bílinn og hai þá 75 menn í vinnu og frai leiddi það ár 76 bíla. 60 áru seinna hafði Renault-ver smiðjan 60 þúsund manns þjónustu sinni og framleid meirra en 500 þúsund bí auk traktora, jámbrauti vagna, neðanjarðarlesta sjálfvirkra véla. Renault Caravelle. fararskjdtar Renault-verksmiðjurnar eín beina getu sinni að tveim gerð um bíla, Renault-Dauphine, 4 dyra bílum fyrir 4, og hins vegar Renault Caravelle, 4 manna bílum, 2 dyra. Renauit-Dauphine bílarnir líka ákaflega vel og sala þeirra hefur stóraukizt á heimsmarkaðnum. Jókst sala þeirra í Bandaríkjunum úr 57.000 bílum 1958 í 118 þúsund 1959. í Þýzkalandi seldust 13.000 slíkir 1958, en 46 þús. 1959. 1 Italíu seldust 700 slíkir 1958 en 12.000 1959. 'i’ranski sendiherrann (t. v.) og fulltrúi Renault verksmiðjanna bílar til sýnis nokkrum gest- um Columbus-umboðsins og meðal gesta var sendiherra Frakka. Bauð Reinhart Lár- usson forstjóri gesti velkomna og kynnti fyrir þeim fulltrúa Renault-verksmiðjanna, sem lýsti þeim tveim gerðum Ren- ault-bíla, sem nú fara sigur- för um heiminn. Fulltrúinn, Garchen, lýsti þeirri byltingu, sem átt hefur sér stað hjá Reunault, sem Renault Dauphine. Hingað eru nokkrir slíkir komnir og líka mjög vel. Þeir þykja mjög rúmgóðir og eru ákaflega traustbyggðir með sterka vél og ná auðveldlega yfir 100 km hraða. Bíllinn er fagur í útliti, og kostar hér 109 þúsund krónur. Hin stærri gerð — Renault Caravelle — er lúxusbifreið, tveggja dyra en rúmgóð. Vél- arafl hennar er mun meira og allur útbúnaður íburðarmeiri. Sá bíll er mjög straumlínulaga og hefur hlotið miklar vin- sældir. Hér kostar bíllinn 168 þús. kr. Renault-verksmiðjurnar hafa lagt sig mjög fram um að vanda þessa bíla og vinsældir þeirra, sem stóraukast dag frá degi, tala sínu máli um að það hafi tekizt. Verksmiðjurnar framleiða einnig tvær gerðir bifhjóla, sem hér má einnig fá. Fulltrúinn kvaðst fullviss um að Dauphine-bílarnir myndu reynast vel hér. Hita- kerfi þeirra væri ákaflega gott og styrkleiki þeirra eins og bezt gerist í smábílum. Hann kvaðst vona að viðskipti íslands og Frakklands þróuð- ust til ánægju fyrir báða aðila. immm mm m Nírœð : Sigurlaug Brynjóllsdóttir SIGURLAUG Brynjólfsdóttir, Fagranesi Skagafirði, varð níræð 3. júlí sl. Sigurlaug er fædd á Ölduhrygg í Skagafjarðardölum. — Var hún alin upp hjá merkishjónunum Birni Þorkelssyni og konu hans Guðlaugu Gunnlaugsdóttir á Sveinsstöðum í Tungusveit. Árið 1897, 9. október giftist hún Jóni Benediktssyni. Bjuggu þau lengst af á Grjótagili í Seylahreppi. Eignuðust þau fjórar dætur: Unu, Ingibjörgu, Birnu og Kristínu, sem allar eru húsfreyjur í Skaga- firði. Jón maður hennar andaðist 17. maí 1924. Bjó Sigurlaug áfram nokkur ár með dætrum sínum. — Mörg síðustu árin hefur hún dvalið hjá Birnu dóttur sinni og manni hennar, Eiríki Sigmunds- syni á Fagranesi á Reykjaströnd. Þrátt fyrir hinn háa aldur, er hún allvel ern og vinnur í I jnd- um, svo henni fellur sjaldan verk úr hendi. Er sjónin enn svo góð, að hún les hiklaust gleraugna- laust, Guð blessi þér æfikvöldið, aldna heiðurskona. Gamall vinur. Þorsteirm Jónsson Framh. af bls. IX. að allir hermenn yrðu hækkaðir í tign um eitt stig; Ennfremur að svo fljótt, sem unnt væri, skyldu innfæddir Afríkumenn taka við öllum embættum hers- ins. Þá var það enn þetta sama kvöld (8. júlí) að útgöngubann var fyrir skipað frá kl. sex síð- degis, og skyldi ná til allra. Næstu nótt (aðfaranótt laugar- dags) var sæmilega rólegt. Fá- einar sprengingar heyrðust og daginn eftir fréttum við, að nokkrir innfæddir menn hefðu misst lífið vegna þess að þeir brutu útgöngubannið. Morgun- inn var lítið sögulegur; á götun- um voru færri hermenn, og þeir Ihöfðu verið kallaðir burt frá flug vellinum. En nú tóku að berast fréttir um að mikið vantaði á að allur herínn hefði samþykkt skil- mála ríkisstjórnarinnar, og að nýr hryðjuverkafaraldur vær; líklegur til þess að gjósa upp. Ennfremur komu fregnir um ó- eírðir annars staðar í Kongó. Og nú hófst hið mikla út- streymi. Fólk vildi ekki lengur eiga neitt á hættu og allir voru að flýta sér að koma konum og börnum út á flugvöll í von um að koma þeim burt úr landinu. Afgreiðslusalurinn á flugvellin- um var líkastur miðbænum í Reykjavík 17. júní. Við hófum stöðugt ferjuflug yfir fljótið til Brazzaville, og frá Brussel komu þrjár stórar þotur, Boeing 707, fjórar DC-6 og tvær DC-7 til þess að sækja flóttamenn. Þegar kom- ið var undir kvöld kom olíuleki að DC-4 flugunni minni og var hún tekin úr umferð til viðgerð- ar. Skömmu síðar tók fjöldi her- manna að streyma inn á flug- völlinn og þáð var sæmilega aug- Ijóst að þeir myndu ætla að loka honum eins og áður. Var því af- ráðið að fylla mína flugu svo fljótt sem verða mætti til þess að reyna að koma nokkum kon- um og börnum burt til viðbótar. Fór svo að lokum að 84 var tíoð- ið í hana. Meðan þessu fór fram hafði ég misst frá mér alla áhöfn- ina, en mér tókst að finna véla- mann, sem var þarna á reiki og hann snaraði ég. Jafnskjótt og stiginn hafði verið tekinn frá dyrunum settum við tveir vélarn ar í gang, tvær og tvær í senn. Rétt þegar við tókum að aka af stað streymdu enn fleiri her- menn inn til þess að loka flug- vellinum. En við ókum áfram svo hratt sem við gátum og hófum þegar flugtak án venjulegrar uppkeyrslu. Þegar við komum til Brazzaville reyndist þar allt meir en troðfullt af flóttamönn- um, og með því að ekki var unnt að sjá hvernig ætti að takast að finna hæli handa þeim, sem ég var með, var ég beðinn að halda áfram með þá til Brussel. Á með an verið var að gera við olíulek;- ann hjá mér fór ég að svipast um eftir áhöfn og fann flug- stjóra af DC-3 flugu, sem hafði lent þar skömmu áður og í hann krækti ég sem aðstoðarflugmann. Hjá franska flughernum tókst mér að fá lánaðan loftskeyta- mann. Með lítið annað en fötin, sem við stóðum í, lögðum við upp í þessa langferð til Brussel árla sunnudagsmorguns, og ég er nú að skrifa þetta einhvers staðar yfir eyðimörkinni Sahara. Rétt þegar við vorum að fara af stað heyrðum við loftskeyta- sendingu frá Luluaburg, sem er inn í miðri Kongó. Þetta var neyðarkall, og hljóðaði þannig: „SOS, SOS. SOS, innlendur upp- reisnarh ;kir að okkur. Get- um ekk; ; t öllu lengur. Send- ið fallb iið svo skjótt sem verða ma.“ Þetta var síðasta sambandið, sem við höfðum við Kongó. Á- standið þar er sannarlega óglæsi- legra þegar þessar línur eru skrifaðar. (Þegar ég skrifaði þetta, hafði ég enga hugmynd um að innan fárra daga myndi ég vera kominn heim til íslands og koma þangað á undan þessari grein minni) . Þing norrœnna endur- skoðenda í Reykjavík I GÆR komu hingað 10 löggilt- ir endurskoðendur fiá Norður- löndunum, ásamt konum sínum Þeir koma til þess að sitja fund Norræna endurskoðendasam- bandsins, sem haldin verður í Reykjavík 18. júlj n.k. Fundurinn er haldinn hér í til- efni þess, að Félag löggiltra end- urskoðenda á 25 ára afmæli hinn 16. júlí n.k. og munu hinir er- lendu endurskoðendur sitja af- mælishóf félagsins laugardaginn 16. júlí. Þeir munu ennfremur ferðast til Gullfoss, Geysis og Þingvalla og snæða þar kvöld- verð fboði bæjarstjórnar Reykja víkur. Ennfremur fara þeir tii Akureyrar og Mývatnssveitar. Féiag löggiltra endurskoðenda var stofnað 16. júlí 1935 og var fyrsti formaður félagsins Björn E. Árnason. Stjórn félagsins skipa nú: Svavar Pálsson, for- m'aður, Halldór V. Sigurðsson, ritari og Ragnar Á Magnússon, gjaldkeri. MÁX Waterless Hand Cleaner er snjóhvítt hreinsikrerrl, sem gjörhreinsar hendurnar, jafnvel þó þær séu óhreinar af smurningsúrgangi, feiti, málningu, lakki, prentsvertu, fjölritarableki, kítti, tjöru eða hverskonar öðrum óhrein- indum. MAX Waterless Hand Cleaner inniheldur ekki ammoníak né önnur sterk efni, sem skaða hendurnar. MAX Waterless Hand Cleaner verður ekki fljótandi í dós- inni, og hægt er að nota hann eftir vild með eða án vatns. Nú er ekki lengur nein þörf á að ganga með gróin óhreindi á höndunum né bauga um neglurnar, vegna þess að MAX hreinsar í burtu öll slík óhreindi fljótt, auðveldlega og algjörlega. Þegar öll önnur hreinsiefni, svo sem hand- sápa og annað, hefur brugðizt, leysir MAX vandann. MAX Waterless Hand Clearier er ómissandi á öllum heim- ilum, í verksmiðjum, bílaverkstæðum og öðrum verkstæð- um prentsmiðjum o. s. frv. o s frv MAX Waterless Hand Cleaner inniheldur Lanolin, en þetta efni er þekkt að því, að vernda jafnvel hina viðkvæmustu húð. MAX Waterless Hand Cleaner er einnig hægt að nota til að hreinsa ýmislegt annað en hendurnar svo sem veggi og allskonar tréverk, postulín, veggflísar, rimlagluggatjöld o. s. frv. o. s. frv Reynið MAX einu sinni og' MAX verður þá ómissandi. MAX fæst í verzlunum víðast hvar á landinu. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.