Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 11
Prlðjudagur 19. júlí 1960 MORCVNJtr4 ÐIÐ 11 alltaf annað veifið voru her-I menn að stöðva bíla almennra | borgara til þess að leita þar að . vopnum. Ef þeir fundu vopn j tóku þeir þá sem í bílunum voru og fluttu burt, en hvert þeir fóru vissum við ekki, en fréttum svo seinna að sumir þeirra höfðu verið teknir af lífi. Við hringd- um upp flugvöllinn til þess að fé að vita hvort á okkur þyrfti að halda til flugs og var þá sagt að herinn hefði lokað flugvellinum og stöðvað allar brottferðir. Með því að við höfðum ekkert þarfara að iðja afréðum við að fara að leika golf, enda golfvöll- urinn mjög í nánd við hús það, er Jack býr í , og þangað gátum við komist eftir fáförnum leið- um. En df því að golfvöllurinn er líka í nánd við íbúðarhverfi svertingja, þótti okkur sem viss- ara myndi að taka með okkur skammbyssuna mína, l>etta átti nú samt eftir að skjóta okkur skelk í bringu, því að ekki vorum við búnir að vera að leiknum meir en sem svara mundi tiu mínútum þegar við urðum þess varir að tylft hermanna, sem voru næsta grimmdarlegir á svip, höfðu umkringt okkur og nálguðust okkur nú og beindu að okkur byssustingjunum og litlum vélbyssum. Ég er hrædd- ur um að skammbyssan í rass- vasa mínum hafi tekið, að gerast nokkuð stór og þung. Þegar þeir FLÓTTAFÓLKIÐ reynir all ar leiðir til að komast heim til Belgíu. Myndin er tekin á flugvellinum í Brazza- ville í Frönsku-Kongó. Fjöldi flóttamanna frá Belgísku Kongó hefur safn- azt kring um bandaríska herflutningavél í von um að fá að „sitja í“, þegar flug- vélin fer. Þorsteinn Jónsson lýsir ástandinu í Kongó annst skammbyssan í rass vasanum hlyti að vera áberandi EF ég segi lesendum Morg- unblaðsins dálítið frá minni egin reynsJu síðustu dagana áður en ég fór frá Kongó — dagana þegar allt var komið þar í háspennu — hygg ég að það muni gefa alveg eins ljósa hugmynd um almennt ástand þar, eins og þó að ég reyndi að skapa dálítið víðara sjón- arsvið, einkum sökum þess, að til þess yrði ég að byggja á slitróttum sögusögnum ann- arra. Af orðasveimi var þar nóg, en að iá skipulegar, ljós- ar og traustar fregnir, ætla ég að væri þá lítt mögulegt; enda liggur það i hlutarins eðli, að svo hlaut það að vera, þegar bæði samgöngur og öll þjóð- félagsleg starfsemi voru á ringulreið. Að kvöldi fimmtudagsins 7. Júlí kom ég hcim til Leopold- ville úr venjulegu farþegaflugi til Loanda í portúgölsku Angola. f Loanda höfðum við heyrt ó- ljósar fregnir um að her inn- fæddra Kongómanna hefði gert uppreisn, og á þessu fengum við staðfestingu þegar við komum til Leopoldville. Virtist sem þetta mundi næsta alvarlegt mál, því að þessi þjálfaði og vel vopn- aði her átti að vera megin- varn- argarðurinn á milli annars vegar laga og reglu en hins vegar stjórn leysis í hinu nýja lýðveldi. Og reynsluan átti eftir að sýna okk- ur að alvarlegt mál var þetta í raun og sannleika. Ég á heima í Limeté, sem er útborg frá Leopoldville og íbúða staður hvítra manna, miðja vega milli flughafnarinnar og miðdep ils höfuðborgarinnar. Þegar við komum heim til mín í flugvallar- bílnum, varð það að ráði að við Jack Dixon, aðstoðarflugmaður minn, ástralskur að þjóðerni, færum þar af til þess að fá okkur glas af bjór, en síðan ætlaði ég að fara með hann heim til sín í bílnum miínum, en Jack á heima hins vegar við miðbæinn. Nálægt miðnætti tókum við okkur upp. Á leið okkar heyrð- um við öðruhvoru skothvelli í fjarlægð, en annars mátti heita að göturnar væru mannlausar og við tókum ekki eftir neinu af- brigðilegu. En þegar við komum að aðaltorginu, þar sem er sendi- ráðsbygging Belgíu, var þar fyr- ir okkur fjoldi bíla og fólk í 'hundraðatali, karlmenn, kven- fólk og börn. Fór þetta fólk þarna um fram og aftur, aug- ijóslega kvíðið og óttaslegið, án þess þó beint að ærast. Við stönz uðum og spurðum hvað um væri að vera. Var okkur sagt að her- menn væru að setja upp vega- tálmanir um alla borgina og stöðvuðu alla umferð. Nokkuð höfðu skotvopn verið notuð og maður einn sýndi okkur bíl sinn, sem á voru fjögur kúlugöt. Hafði hann komið úr sömu átt og við, en um hálfri stundu fyrr. En okkur Jack gazt ekki að þeirri hugmynd að fara að ráfa innan um þessa þvögu, eins og sauðskepnur í rétt. Réðum við af að halda heim til hans. Á leiðinni mættum við. fjölda hermanna sem geystust áfram í jeppum og flutningabílum, með alvæpni svo sem mest mátti verða, gráir fyr- ir jámum. En vegatálmanir urðu engar fyrir okkur og enginn gerði tilraun til þess að stöðva okkur. Eftir að hafa drukkið eitt eða tvö bjórglös heima hjá Jack og heyrt nokkru-m skotum hleypt af í grendinni, komumst við að þeirri niðurstöðu, að það væri vel ráðið að fara heim til mín og sækja byssuna mína og hund- inn og dálítið af matvælum, ef við skyldum verða til þess neyddir að halda okkur innan dyra í nökkra daga. Við kom- umst til Limeté og þaðan aftur án þess að verða fyrir nokkrum óskundá. Á einum stað sáum við fram undan okkur eitthvað sem líktist vegartálma, og þar var fjöldi af hermönnum, en við smeygðum okkur inn í hliðar- götu og komumst þannig fram- hjá. Að lokum fórum við í rúmið um klukkan fjögur um morgun- inn. Þegar við risum úr rekkju um morguninn virtist allsæmilega rólegt að því er við bezt gátum séð. Að vísu var herinn mikið á ferð fram og aftur um aðal- breiðgötuna (boulevard) úti fyr- ir húsinu, sem Jack býr í. Og voru komnir alveg að okkur spurðu þeir hvort við værum með nokkur skotvopn og um leið potuðu þeir ógnandi í okkur með byssustingjunum. Vita- skuld sögðum við strax að svo væri ekki, við værum hér að- eins við friðsamlegan golfleik! „En eruð þið með nokkur vopn?“, endurtóku þeir, og ég var sann- færður um að þeir ætluðu að fara að leita á okkur. Ég veitti því athygli að þeir litu grunsamleg- um augum á golfpokana, og mér kom skyndilega ráð í hug. Ég af- réð að gera tilraun til þess að draga athygli þeirra að öðru og ég dró kylfu upp úr pokanum. XJm leið og ég gerði þetta var enn á ný ónotalega rekinn byssu- stingur í síðuna á mér. Það var dáti með áhyggjusvip, sem þetta gerði, en mér tókst að koma honum í skilning um að kylfan væri aðeins til friðsamlegra nota. Þessu til frekari áherzlu lét ég golf-kúlu falla og gaf henni vel- útilátið högg með kylfunni. Svo vel vildi nú til að höggið tókst með prýði og kúlan flaug um það bil 180 metra leið og inn í trjálund, sem þar var. Allir her- mennirnir sögðu einum rómi „Ah!“ á þann hátt, sem svert- ingjar einir geta. Þeir göptu og skelltu svo allir uppúr og hlógu. Á meðan þessu fór fram hafði ég það á tilfinningunni að skamm- byssan í rassvasanum hlyti að vera mjög áberandi svo allir dátarnir sæu hana, en athygli þeirra hlýtur að hafa beinzt að goifkúlunni, því að nú virtist allt vera í bezta lagi. Þeir báru sam- an réð sín, sneru sér síðan að okkur og spurðu hvort við vær- um Belgir. „Non, Non, Anglaise** sagði Jack (Nei, nei. Englend- ingar). Þá brostu þeir á ný, kvöddu okkur og héldu á brott. Við vorum ekki nema rétt búnir að þurrka framan úr okkur svit- ann og samgleðjast sjálíum okk- ur, þegar einn dátinn kom allt í ein'ú hlaupandi í áttina til okk- ar og við gegnfrusum á ný eins og þorskar í íshúsi. Ætiuðu þeir eftir alltsaman að leita á okkur? En þegar hann kom til okkar opn aði hann krepptan hnefann og í lófa hans var golfkúlan mín. Okkur tókst að bíða þangað til hann var aftur úr augsýn, en þá slaknaði á strengdum taugum okkar og við veltumst um af hlátri í grasinu. Við lukum golfleiknum og fórUm inn í bæinn í eina íbúða- blokk flugfélagsins til þess að reyna að fá fréttir af því, sem væri að gerast. Þar fengum við að vita að ástandið væri miklu alvarlegra en okkur hafði grun- að. Okkur var sagt að svarta herliðið hafði lokað inni alla sína hvítu yfirmenn og neitað að hlýða sinni eigin ríkisstjórn. VkS heyrðum þá sorgarsögu, sem gerzt hafði í Thysville (en sú borg er um það bil 160 km suð- vestur af Leopoldville), þar sem innlendi herinn hafði ráðist inn í borgina, farið þar með ránum og nauðgað hvítum konum. Okkur var sagt að í Leopoldville væri herinn að stöðva fólk á veg- um úti til þess að leita á því að vopnum og væri þegar tekinn að gera vopnaleit í húsum inni, og að á hverri stundu mætti búast við að hann sleppti sér eins og í Thysville. Við fréttum að lög- reglan hafði gert uppreisn með hernum. Fyrrihluta morgunsins hafði all mörgu fólki tekist að komast yf- ir fljótið til Brazzaville með ferjubátnum, en nú hafði þeirri leið til undankomu verið lokað alveg eins og loftleiðinni. Afráð- ið hafði verið að flytja allar kon- ur og börn SABENA-flugfélag- inu viðkomandi inn í stóra íbúð- ar-blokk, sem talin var tiltöiu- lega öruggur staður. Flest af þessu fólki var þegar komið þang að en eftir voru tvær hvitar konur í Limeté, giftar mönnum, sem voru fjarverandi. Alls áttu þær fimm börn. En hér var sá þröskuldur á veginum, að sagt var að vegartálmar væru á öll- um leiðum til Limeté og að eng- inn möguleiki mundi til þess að komast þangað. En okkur Jack þótti sem við ættum að geta komist þangað sömu leið og síð- astliðna nótt, og fórum til þess að reyna það. Fór líka svo, að á því reyndust alls engir örðug- leikar, og áður en klukkustund var liðin voru konurnar og börn- in komin í Sabena-blokkina. Rétt er að geta þess að önnur konan var treg að fara með okkur, því að hún sagði, að guð myndi gæta sín, en við bentum henni á að guð hjálpaði þeim, sem hjálpuðu sér sér sjálfir. Vist myndi honum hafa verið ekki síður annt um nunnurnar í Thysville en hana en samt hafði ógæfan dunið yfir þær, eins og hún vissi. Þetta sama kvöld tilkynnti for- sætisráðherrann, Lumumba, að ríkisstjórn hans hafði náð sam- komulagi við uppreisnarherinn, og að nú væri aftur komin stjóm á. Skilmálarnir voru þeir, að Kasavubu, forsetinn, skyldi verða yfirstjórnandi hersins og Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.