Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. júlí 1960 • V að auglýsing i siærsva og útbreiddasta blaðinu — eyknr söluna mest -- 2íJör0mtfjlaí>i& Merkilegar fiskirann- sóknir við Grœnland Leiðangurinn lagði upp frá Rvík í fyrrad. í FYRRAKVÖLD lét hér úr höfn fallegur færeyskur stálbátur, Brestir frá Þórshöfn. Var ferð- inni heitið til Grænlandsmiða. Hafa Færeyingar nú haslað sér völl á sviði fiskirannsókna á fjar- lægum miðum. Að Ieita nýrra miða Nokkru áður en Brestir lét úr höfn, skauzt blaðamaður frá Mbl. um borð. Uppi í brúnni hitti hann skipstjórann, glaðlegan ungan Færeying, Júst í Túni, sem talaði íslenzku nær reiprennandi. f>ar var og leiðangursstjórinn Jákup Sverri Joensen mag. seient., eini fiskifræðingur Færeyinga, og veitir hann fiskirannsóknum þeirra forstöðu. - Joensen sagði að leiðangurinn væri farinn til þess að reyna að finna ný mið fyrir línu og hand- Ungmeimafélag Ölfiisinga 25 ára I fyrra mánuði er Ungmenna- félag Ölfusinga 25 ára. í því til- efni var haldið upp á afmælið með hófi að Hótel Hveragerði, þ. 16. þ. m. Hófið hófst með same^ginlegri kaffidrykkju. Formaður setti skemmtunina og rakti í stuttu máli sögu félagsins. Sýndur var leikþáttur, sem Aðalheiður Jó- hannsdóttir setti á svið. Karla- kór söng undir stjórn Jóns Jóns- sonar kennara við Hlíðardals- skóla. Gamanvísur voru sungn- ar af þeim Gesti Eyjólfssyni garð yrkjumanni og Sigurjóni Guð- Frh. á bls. 15 færabáta Færeyinga út af austur- strönd Grænlands. Er einkum hugsað til rannsókna á svæðinu frá suðuroddanum Hvarfi (Kap Farvel) og allt norður fyrir Ang_ magsalik. Óþekktar slóðir Heima er mikill áhugi fyrir þesum leiðangri, sagði Júst skip- stjóri, og við erum vongóðir. Þess ár veiðislóðir eru óþekktar, til línu- og handfæraveiðar, sagði Joensen. — Þær rannsóknir sem 'stundaðar hafa verið, eru á veiði- svæðum dýpra úti, sem aðeins ‘eru sótt af úthafstogurum. Eru það einkum Þjóðverjar og þið fslendingar, sem stundað hafa fiskirannsóknir og leit að miðum 'þarna. Mér er kunnugt um það, að íslenzkir kollegar mínir, t.d. Jakob Magnússon hafa mikinn áhuga á þessum rannsóknum — Við erum vel útbúnir að veiðar- færum til þess að stunda svo kerf isbundnar rannsóknir allt fram um mánaðamót ágúst—sepember, sagði Joensen. Júst í Túni, skipari, sagði að skip hans hefði fyrst allra fær- eyskra skipa sótt á Nýfundna- landsmið. Væri Brestir eign ann- ars helzta útgerðarmanns Færey- inga, Paul Hansen í Þórhöfn. Merkur leiðangur Jakob Magnússon fiskifræðing ur, sagði Mbl. í gær að hér væri vissulega um merkan rannsókn- arleiðangur að ræða. Myndi Fisk; deildin án efa fylgjast með hon- um og árangurinn með miklum á- huga. Hér væri í rauninni um að ræða gamalt áhugamál íslenzkra fiskifræðinga — og aðkallandi rannsóknarefni. skrifar um: KVIKMYNDIR NÝJA BÍÓ: Fjölskyldan í Friðriksstræti Þ A Ð má með nokkrum rétti segja að þessi ameríska kvik- mynd sé tímabær, því að hún fjallar meðal annars um útnefn- ingar forsetaefnis við væntanleg- ar forsetakosningar í Bandaríkj. unum, en eirmitt nú standa slík- ar útnefningar fyrir dyrum þar vestra. Hinsvegar gefur þessi mynd ekki glæsilegar hugmynd- ir um hvernig vinnubrögðin eru bak við tjöldin við þessar út- nefningar, né um þá menn, sem þar ráða mestu. — Annars fjall- ar myndin einkum um heimilis- h'f fjölskyldunnar í Friðriks- stræti 10, hins mikilsmetna lög- fræðings Joe Chapins, konu hans, sonar og dóttur. — Hefst mynd- in á einskonar forleik: Jarðarför Joe Chapins. Að þeirri athöfn lokinni safnast vinir hans og kunningjar á heimili hans, meðal þeirra fylkisstjórinn, öldunga- deildarþingmaður fylkisins, bankastjóri, hershöfðingi o. fl. mektarmenn, til þess að votta ekkjunni og börnunum samúð sína. En börnin, Ann og Jody, eru uppi á lofti og ræða sín á milli um alla hræsnina og yfir- drepsskapina meðal hinna „sam- úðarfullu“ gesta niðri. Loks fer Jody, sem er ölvaður, niður, og segir gestunum hvert álit hann hafi á þeim og reyndar móður sinni líka. £n Ann lætur hugann reika aftur í tímann og hefst þá meginþáttur myndarinnar. Kona Joes hefur verið mjög metnaðar- gjöm og gert sífelidar kröfur til manns síns um aukinn frama hans, en sýnt honum litla ástúð eða enga. Bömin hafa orðið hon- um vonbrigði og „vinir“ bans brugðist honum á hinn lúaleg- asta hátt. Hann er því mjög ein- mana maður og hneygist um of til vínnautnar. En þá hittir hann fyrir unga og glæsilega stúlku, Kate Drummond og þau fella hugi saman, en aldursmunurinn er mikill og vonbrigðin því einnig áhjákvæmileg. ... Mynd þessi er allefnismikil og yfirleitt betri en í meðallagi. Hún er einnig mjög vel leikin. Gary Cooper leikur Joe Chapin af mikilli nærfærni og skilningi, er vekur djúpa samúð ineð þess- um vonsvikna manni. Dóttur hans, Ann, leikur Diana Varsi með góðum tilþrifum og leikur Susy Parker í hlutverki Kate Drummond, er afbragðsgóður og hún sjálf heillandi persónuleiki. TRÍPÓLÍBÍÓ: Meðan París s%fur ÞETTA er fiönsk glæpamynd af lélegasta tagi, þar sem ægir sam- an mellum og morðingjum, sem drepa á báða bóga eftir því, sem þeim þykir henta í það og það skiptið og athafnasviðið er eink- um hóruhús og bófaknæpur. — Vera má að þetta sé rétt lýsing á lífinu í skuggahverfum hinnar fögru Parísar, en Ijótur samsetn- ingur er myndin engu að síður og til lítillar uppbyggingar. GAMLA BÍÓ: Litli kofinn ÞESSI bandaríska gamanmynd, sem tekin er 1 litum, er byggð á leikritinu með sama nafni, eftir franska rithöfundinn André Roussin. Munu margir hér kann- ast við leikritið, því að það var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu vetur- inn 1958, flestum til ánægju, en vakti þó nokkra hneykslun ein- stakra manna, sem töldu það hafa hættuleg siðferðileg áhrif. — Myndin er að ýmsu leyti frá- brugðin leikritinu, en megin- efnið er hið sama: skipreika fólk, ung hjón og vinur þeirra hafa náð landi á eyðieyju, allslaus að öllu nema samkvæmisfötunum, sem þau voru í þegar slysið bar að höndum. Seinna bætist svo í hópinn „villimaður", sem kemur nokkuð við sögu. Hjónin og vin- ur þeirra oúa um sig á eyjunni eftir föngum, en brátt rís upp hið mikla vandamál sambúðarinnar, BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir um þessar munlir þýzku myndina „Veðmálið. Hún fjallar um æskuástir og hefir hlotið góða dóma gagnrýnenda. Hún verður sýnd í bíóinu í kvöld. sem hlaut að gera vart við sig, þar sem um er að ræða tvo hrausta karlmenn og eina konu í þröngum og afskekktum heimi. Verður hér ekki greint fró því hversu sá vandi er leystur, en margt gerist í þessu litla samfé- lagi, sem er bráðskemmtilegt og fyndið. — Myndin er ágætlega gerð og eftir því vel leikin, enda leikendur ailir í fremstu röð kvikmyndaleikara, svo sem þau Ava Gardner og Stewart Grang- er, sem leika hjónin, og David Niven, sem leikur vin þeirra. Þetta er bráðsnjöll mynd, sem óhætt er að mæla með. AUSTURBÆ J ARBÍ Ó: V opnasmy glararnir ÞESSI franska mynd, sem tekin er í litum, gerist í Iridó-Kína. — Segir þar frá harðsvíruðum vopnasmyglurum undir forystu Tcheliabruskoi greifynju og elsk- huga hennar og baráttu ungrar og hugdjarfrar stúlku, Monica að nafni og Brisset’s, höfuðsmanns í frönsku leynilögreglunni gegn þessum hættulegu bófum. Tekst Monicu að komast í höfuðstöðvar smyglaranna með því að gerast einkaritari greifynjunnar. Er það áhættusamt starf og Monica tefl- ir djarft, enda munar oft minnstu að hún gjaldi fyrir dirfskuna með lífi sínu .... Það er mikil spenna í mynd þessari og hún er yfirleitt mjög vel leikin. Dominique Wilms, sem oft hefur verið meðleikari Eddie „Lemrny’s", leikur Monicu prýðisvel og Jean Gaven leikur Brisset höfuðsmann og fer einnig ágætlega með hlutverk sitt. Bóf- ana leika þau Lise Bourdin og Howard Vernon, ágætir leikarar. Er húsmæðurnar fara í frí Þær eru hreyknar, systum- ar, yfir nýju sumarfötunum sínum. Stóra systir fékk lér- eftsikjól með prinsessusniði, sem bundinn í mittið með slaufu. En sú litla fékk köfl- ótta kápu með „tunnugjörð- um“ yfir magann og höfuð- klút úr sama efni. Hvort tveggja mjög fallegir búning- ar á börn. ÞAÐ veldur húsmæðrunum miklum áhyggjum, þegar þær skreppa í sumarfrí með fjöl- skylduna, uð fallegu potta- blómin, sem þær hafa ræktað og annazt í lengri tíma, fölni og visni meðan þær eru í burtu. Bezta ráðið, og það sem langoftast er gripið til, er að biðja nágrannakonuna að vökva þau á meðan. En þær sem vilja ekki ónáða ná- grannakonuna of oft og fríið er ekki mjög langt hjá, skal bent á þetta heillaráð: Vökvið plönturnar vel og setjið pottinn í plastpoka. Pok inn er bundinn saman um stilkinn á jurtinni með pipu- hreinsara og geymdur á björt- um stað, þó þar, sem ljós nær ekki að skína á hann. ★ Þær húsmæður, sem eru svo heppnar að hafa blómagarð umihverfis hús sín, geta einnig sett plöntumar út í garðinn, meðan á fríinu stendur. Eru þær þá látnar í skjólgott horn, þar sem sól nær ekki að skína á þær. Pottablómin eru graf- in niður, þannig að barmar pottsins standa aðeins upp úr. Sjái veðurguðinn plöntunum ekki fyrir nægilegri rigningu, verður að fara þess á leit við nágrannann að hann vökvi I þær af og til u,m leið og hann ) vökvar sinn eigin garð. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.