Morgunblaðið - 24.07.1960, Side 14

Morgunblaðið - 24.07.1960, Side 14
14 VOKGVNBLABIO * Sunnuðagur 24. júK. 1960 A TÍMABILINU 1. júní til 15. ágúst hafa bátar í ver- stöðvum sunnanlands undan- Jiágu til humarveiða í ís- lenzkri landhelgi. Veiðarnar fara aðallega fram í kringum Vestmannaeyjar og þar suður Jósep Zóphaníasson, formaður á „Hásteini“. af og er meirihluti veiðiflot- ans gerður út frá Vestmanna- eyjum, eða um tuttugu bátar. En það eru fleiri um hituna, þó að í smærri stíl sé, og með- al þeirra eru Stokkseyringar, sem gera út þrjá 20—30 tonna báta, og má segja að þeir séu lyftistöng alls atvinnulífs í þessu litla kauptúni við suð- urströndina. — Fréttamanni Mbl. lék nokkur hugur á að ajá með hverjum hætti þessi veiðiskapur fer fram, og brá sér á flot á mánudagskvöld með Stokkseyrarbátnum „Há- steini*. Á flóðinu kl. 5 var látið úr höfn og eftir margar sveigjur og beygjur út úr skerjagarðinum var stefnan tekin á Vestmanna- eyjar, en þar var humarveiðifiot- inn að veiðum. Þetta er fjmmta sumarið sem Stokkseyringar stunda krabba- veiðar, eins og fagmennimir kalia það, og er gert áð aflan- um á Stokkseyri, hann frystur og seldur á erlendan markað, að- allega til Bandaríkjanna. Óásjáleg skepna Krabbinn, eða leturhumarinn, eins og hann er kalíaður í dýra- fræðinni, er afar óásjáleg skepna, með stórar griptengur, tíu fætur og alþakinn harðri skurn, en undir skurninni aftan til er fisk- urinn sem hirtur er og mörgum þykir herrarnannsmatur. Humar- inn heldur sig niðri við botn, get- „Hasteinn" að veiðum skammt fra Vestmannaeyjum. ur gengið og sömuleiðis spyrnir hann sér aftur á bak með sund- biöðku, á ha.aendanum. — Það er lensað austur eftir. Það er bræla af vestri og formað- urinn, Jósep Zóphóníasson, segir — Hann Boggi er alveg meist- ari í kjötsupugerð. Hvar hef- urðu fengið uppskriftina, mað- ur? En Boggi lýsir því hátíðlega yfir að hann þurfi ekki að fletta Unnið að flokkun humarsins. Mavurinn biður eftir æti. Hwmnrhtn hefur v'*" 'lokkaður og Uiokar honum í k. skolaður. • Guðmundur að of hvasst sé til þess að toga, en austan Eyja sé oftast lygnara í þessari átt, en vestan þeirra, þar sem þær dragi töluvert úr kvik- unni. Eftir 4 tíma stim siglum við fyrir Yztaklett og höldum lengra austur á béginn og í fjarska má greina fjölda báta að veiðum. Togað i þrjár klukkustundir Hér er siéttur sjór og ekkert því til fyrírstöðu að hefja veið- arnar enda ganga skipsmennirnir fimm nú að trollinu og renna því út og stundu siðar skella hler- arnir á sjávarfletinum. Dýpið er 100 faðmar og um blakkirnar að framan og aftan renna 200 faðm- ar af vir á eftir trollinu ofan í djúpið. Næstu þrjár klukkustund ir er farið hægt yfir og sjávar- botninn skafinrt. Boggi og kjötsúpan A meðan bregðum við okkur í lúkarinn, þar sem Boggi kokk- ur er með kjötsúpu á boðstólum. „Hásteinn“ er nokkurs konar fjöl skylduskip. Tveir bræður Jóseps formanns eru á skipinu, tengda- faðir hans og svo er kokkurinn fjölskylduvinur. Boggi er að leggja síðustu hönd á matartil- búninginn og svo er rjúkandi súpa borin á borð. Pottgímaldið er sett á gólfið og Boggi slæðir kjötbitana upp úr og fyllir alla diska og síðan er byrjað að snæða. Bogga er hrósað mjög fyrir súpuna. upp í „Gyldendals store koge- bog“ eða óðrum slíkum til þess að gera eitt súputetur. — Bara að hafa nóg af hrísgrjónum, seg- ir hann. Enda vantaði ekki * grjónin. Þetta hefði verið boð- legt hvaða Kínverja sem væri þess vegna. Þegar menn hafa borðað sig sadda er snúið að öðru umræðuefni. Strangar reglu. — Er ekki erfitt að stunda róðra frá Stokkseyri? Guðmundur Alexandersson, tengdafaðir formanns, verður fyrir svörum. — Það getur orðið skrambi svart stundum, sérstaklega á vetrarvertíð. Þetta er bölvað brimbæli og þó tekur nú út yfir að við verðum að sæta sjávar- föllum til þess að komast út og að. Það er ekki hægt að búast við að á Stokkseyri geti skapast mikiu meira útræði. — Hvernig haía krabbaveið- arnar gengið? — Þær hoia óneitanlega geng- ið vel. Það sem af er veiðitíma- bilinu höfum við fengið 28 tonn, en í fyrra t d. fengum við 24 tonn yfir allt sumarið. — Það gilda strangar reglur um veiðarnar? — Já. Þessi undanþága er að- eins veitt til humarveiða, og ef mikið bæri á fiski í aflanum yrð- um við grunaðir um græzku. — Annars er ekki hægt að fyrir- byggja það, að karfi, langa og (Ljósm. Mbl. Markús). annar fiskur slæðist með í smá- um stíl. Rauðsprettu og sóikola sjáum við aldrei. Þau eru ekki á sömu slóðum og við veiðum krabbann. — Hvað er að segja um verð- mætið? — Við fáum 7250 krónur fyrir tonnið af fyrsta flokks humar. Kokkurinn segist hafa soðið humar einu sinni, en ekki haft neitt við höndina til að krydda hann og síðan hafa skipverjar ekki beðið um þann rétt afiur. Hífað Samræðurnar eru á enda. For- maðurinn kallar úr brúnni og það er byrjað að hifa. Eftir fimmtán mínútur bólar fyrst pokanum. Ffst í honum flýtur karfinn en undir er humar af öllum stærðum. Þegar aflinn er kominn um borð er þegar tekið að flokka humarinn eftir gæðum í tvo fiokka, því næst er hann skolaður og settur í is í lestinni. Haldið heim Trollinu er varpað út npkkrum sinnum enn. Það rifnar í einu toginu og þá er farið með það inn til Vestmannaeyja til lag- færingar, og fréttamaðurinn not- ar tækifæriö og fer upp í apótek að fá sér sjóveikistöflur, ef ske kynni að vinkona sjóveiki kæmi í heimsókn. Frá Vestmannaeyj- um er farið um hádegi á þriðju- dag, verið að veiðum allan þann dag og næstu nótt, en snemma morguns á miðvikudag er stefnt heim á leið. Það er komin austan bræla, ófært veiðiveður og auk Framh. á bls. 15 mmm m Kokknrinn mr »9 sjálfsögðu mannq vænstur um borð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.