Morgunblaðið - 09.09.1960, Page 10

Morgunblaðið - 09.09.1960, Page 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 9.-sept. 1960 Knútur Þorsfeinsson, skólastjúri, Hornafirði Engu þjóðfélagi sœmandi Eins og írá hefir verið skýrt í blaðinu, kom Molotov, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, til Vínarborgar sl. mánudag til þess að taka sæti sem aðalfulltrúi Rússa í Alþjóða-kjarn- orkumálastofnuninni þar í borg — eftir nokkurra ára „útlegð“ sem sendiherra í Ytri-Mongolíu. Hefur afturkoma hans þaðan og skipun hans í fyrrgreinda stöðu vakið hina mestu athygll. — Myndin var tekin ,er Molotov og kona hans, Paulina, gengu inn í flugstöðvarbygginguna í Vinarborg við komuna þangað. Fer með fangið fullt af kveðjum vestur yfir álana Dr. Richard Beck á förum til Vesturheims SÁ hörmiulegi atburður, sem gerð ist á Seyðisfirði á þessu sumri, þar sem talið er að norskur síld- veiðimaður hafi ofurölvi ráðið landa sínum og skipsfélaga bana, með æðisgengnum likamsárásuin, hefur að vonum vakið miklar um- ræður og blaðaskrif. Þó hér sé um að ræða erlendan og ókunn- an mann, er ósköpunum veldur, hlýtur það að færa hverjum heil- brigðum manni hroll í brjóst og vekja til umhugsunar um það, hversu vinna megi gegn því, að önnur eins hörmungartíðindi end urtaki sig á íslenzku láði eða legi. Samkvæmt þeim fregnum, er borist hafa var ölæði miikið og almennt á Seyðisfirði þennan sól- arhring, enda fjöldi síldveiðiskipa erlendra og innlendra, sem lágu þar inni. Er slí'kt engin nýlunda, því vitað er og alkunnugt, að 1-á er landlegur verða á síldveiðitím- anum og skipin leita hafna í síld- arverstöðvunum norðan og aust- anlands, þá fylgir því jafnan drykkj uskapur,' ólæti og óspekt- ir, svo hverjum hugsandi manni hrýs hugur við. Hefur sá ófögn- uður farið æ vaxandi, sem eðli- legt er, þar sem fjöldi þeirra manna, er síldveiðar sækja vex árlega og drykkjuhneigð þjóðar- innar eykst hröðum skrefum. Mætti nefna þess fleiri dæmi, úr flestum síldveiðistöðvum lands ins, frá síðustu árum, að svo langt hefur þar oft gengið í drykkju- svalli og ósæmi, að spjöll og hverskyns hneyksli hafa af hlot- ist, og miskunn forsjónarinnar stundum ein bjargað því, að eigi gerðust þar svipaðir atburðir, sem á Seyðisfirði á dögunum. — Nafnkunn.ur maður, Sveinn Benediiktsson, sem um áratugi hefur haft náin kynni af lífinu í síldarverstöðvum landsins, hefur í grein, sem birtist í Morgunblað- inu 9. ág. sl., vikið að því hve brýna nauðsyn bæri til að vinna gegn þeirri taumlausu ofdrykkju, er svo oft ætti sér stað á þessum stöðum um síldveiðitímann og þeirri sjúku fjársóun og skað- semi, er henni fylgdi. Eru það vissulega orð í tíma töluð ,og mættu atburðirnir á Seyðisfirðí verða til að ýta undir raunhæfar framkvæmdir í þeim efnum. Og þó framhjá þeim at- burðum ,sem betur fer eru nálega einsdæmi hér, sé gengið, er það víst að fjársóunin, mannskemmd irnar og spjöllin, sem oft og ein- att hljótast af landlegu-ölæði síld veiðitímans eru það mikil, að það ætti, í raun og veru, að vera fyr- ir löngu búið að opna augu allra ábyrgra aðila fyrir því, að þar verður á að ósi að stemrna, og að svo búið getur ekki vansalaust gengið. Það er löngu búið að sýna sig, að það er lítil, sem engin lausn, þessara mála, þó verið sé að senda nokkra lögregumenn til um ræddra staða, til að gæta þar reglu og réttar um síldveiðitím- ann. örfáir menn fá við ekkert ráðið, þar sem við er að eiga heil an hóp ölóðra manna. Og að senda til umræddra staða það öfl ugt lögreglulið, að koma mætti að fullu liði, er til stóróspekta dregur, hefði þann kostnað í för með sér, að ofvaxið yrði til lengd ar. Sú eina lausn þessarra , mála það eina átak, sem að raunhæfu gagni mundi koma, er að áfengis sölum ríkisins á og í nágrenni um ræddra síldarverstaða væri að fullu lokað um síldveiðitímann, og að bönnuð væri yfir sama tíma bil, sending og afgreiðsla áfengis með pósti til einstakra manna, skipshafna eða hópa í viðikom- andi stöðum. — Með slíkum að- gerðum vær‘ áreiðanlega stigið það spor, er raunhæfast gildi hefði til úrbóta. Og það spor verð ur að stíga. Það er ekki sæmandi, að frið- samir borgarar, sem búa í um- ræddum síldarverstöðvum, verði ár eftir ár að búa við það, að eiga yfir höfði sér dögurn og dægrum saman örvita drykkjuskap og ó- spektir fjölda manna, innlendra og erlendra, er vart og stundum eigi, vita hvað þeir gera. — Það er ekki sæmandi að láta það við- gangat ár eftir ár, að af völdum slíkra manna, séu í viðkomandi stöðum . framin stórspjöll á skemm.tistöðum, samkomuhúsum o.fl., spjöll, sem oft nema tugum þúsunda. — Og síðast, en ekki sízt, er það engu þjóðfélagi sæm j andi, að gera e‘gi al'lt, sem unnt er, til að vinna gegn því, að fjöldi dáðríkra og dugandi manna ger- ist þeir ógæfuvaidar eigin örlaga að eyða, á fám dægrum fjárhæð- um, sem máske tók þá vikur eða mánuði að vinna fyrir, til taum- lausrar áfengisneyslu, er í sjúku ! óráði leiðir þá til þeirra fram- : kvæmda, í orðum eða abhöfnum, ! sem skapar þeim sjálifum, vinum þeirra og vel'unnurum stundum lítt eða óbætanlegt böl og smán. Atburðirnir í sumar, er hér að framan hafa verið nefndir, hljóta ásamt mörgu öðru, að kalla á þær úrbætur þessarra mála, er bráður og makviss bugur verði að und- inn. PRÓFESSOR Richard Beck, for- seti Þjóðræknisfélags íslards í Vesturheimi, sem dvalið hefur í boði vina og velunnara hér á landi í sumar, að undanteknurn tveimur vikum í Noregi seinni part. júlímánaðar, heldur heim- leiðis vestur um haf næstkom- andi sunnudagskvöld þ. 11. sept- ember. Fyrri hluta sumarsins var hann að miklu leyti hér í Reykja vík og flutti ræður og kveðjur frá Vestur-íslendingum á árs- þingum margra félaga og öðr- um samkomum, meðal annars á samkomunni á Arnarhóli á Þjóð hátíðinni þ. 17. júní. Að lokinni Noregsför sinni var hann fulltrúi Vestur-íslendinga við embættistöku herra Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta íslands, en ferðaðist síðan víðs vegar um land, til Vestfjarða, um Norður- land, til Austfjarða, út í Gríms- ey og til Vestmannaeyja og einnig allvíða um Suðurland Lætur hann mikið af þessu ferðalagi sínu, kveðst „stöðugt hafa séð ættjörðina skarta sínu fegursta sumarskrúði“, enda hafi hann yfirleitt verið óvenju- lega heppin með veður. Hann var ræðumaður á ýms- um meiri háttai samkomum út um land, á 30 ára afmælissam- komu 'Skógræktarfélags Eyfirð- inga í Vaglaskógi á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga og á héiaða- samkomu Ungmennasambands Skagafjarðar á SauðáikrÓKÍ. Fyrirlestur sinn um Vestur- ís- lendinga, „Með alþjóð fyrir keppinaut“, flutti hann í Há- skóla Islands og á opinberum samkomum á ísafirði, Akureyii og sex stöðum á Austfjörðum. Þá flutti hann erindi um alþjóða samvinnu og um samband Is’.end inga yfir hafið á fundum Rótary klúbbanna á þessum stóðum. Reykjavík, Akureyri, ísaf'rgi, Vestm.eyjum, Siglufirði, Hafn- arfirði og Keflavík. „Ég kom með fangið ful'.t af kveðjum vestan um haf, sem óg hefi verið að skila til ættingja og vina um land allt í sumar, og ég fer með fangið jafn fuilt af kveðjum yfir álana“, seg'r hann. Dr. Beck rómar mjög þær ást- úðlegu og höfðinglegu viðtökur, sem hann hafi átt að fagna í þess ari heimsókn sinni, og biiur blaðið að flytja hjartans þakkir sínar öllum þeim, sem þar eiga hlut að máli, opinberum aðilum og einstaklingum og þá sérstak- lega nefnd þeirri, sem stóð að heimboði hans. Iðnfyrirtæki Tilboð óskast í lítið iðnfyrir- tæki í fullum gangi, hentugt fyrir karl eða konu sem vilja skapa sér sjálfstæða atvinnu. Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 13. þ.m. merkt. „Fyrirtæki — 902“. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli. Simi 13842. Málflutningsskrifstofa PÁLL s. pálsson Hæstaréttarlögmaöur Bankastræti 7. — Sími 24-200. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður Laugavegí 10. — Sími: 14934. (SABELLA laikkar sokkareikninffinn Þeir sokkar kosta minnst, seni duga bezt Skrásett vörumerki ÍSABELLA Margir hafa furðað sig á því, hvers vegna ísabella-sokkarnir hafi reynzt svo framúr- skarandi vel, eins og margra ára reynsla | hér á landi hefur sannað. Skýringin er sú að ÍSABELLA-sokkar eru búnir til úr undragarninu SILON, sem er frábært að gæðum, og er aðeins framleitt ! í Tékkóslovakíu. Vel klæddar konur nota ÍSABELLA-sokka Fást alls staðar HEILDSÖLVBIRGfilR : ÞÓRÐUK SVEINSSON & Co. h.f. — Sími 18-700 — 1&000000 0 00000000 Lokað laugardaginn 10. sept. vegna skemmtiferðar starfsfólks. Marpa h.f. Einholti 8 — Skúlagötu 42 Sölumaður óskast Iðnaðardeild SÍS vill ráða röskan og ábyggilegan sölumann strax. — Nánari upplýsingar gefur Starfs- mannahald SÍS, Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Starfsmannahald StS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.