Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 16
16 MORGVKBLAfílB Pöstudagur 9. s»pt. 1960 / Ný sending Enskir kjólar Bernharð Laxdal Kjörgarði Sendcsveinn óskast nú þegar, eða 1. október, allan eða hálfan daginn. Upplýsingar á skrifstofu okkar kl. 10—11. ^MBTMHH&OLSEinC Vesturgötu 2 Réftingamenn óskast Réttingamerm óskast á stórt bifvélaverkstæði úti á landi. Mikil vinna. — Gott kaup. — Upplýsingar í síma 24390. 4 herb. íbúð Til sölu nýleg 4ra herb. endaíbúð í fjölbýlishúsi við Eskihlíð. — Svalir. — Hitaveita. — 1. veðréttur laus. — Allar riápari uppl. gefur: EIGNASALA • REYNJAVÍK • Ingólfsstræti 9 B. Sími19540 Vinna Að Álafossi í Mosfellssveit vantar eftirlits starfs- fólk nú þegar eða 1. október: — Ráðskonu, trésmið, hreingerningamann, 2 vefara og 2 stúlkur í verk- smiðjuna. - - Upplýsingar á skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2, kl. 1—2 daglega. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í húsgagnaverzlun Trésmiðjan Víðir h.f. Laugavegi 166 Rennismiður og vélvirkjar eða menn vanir vélaviðgerðum óskast nú þegar. BJÖRM & HALLDÓR H.F. Vélaverkstæði Síðumúla 9 —Sími 36030 Sextugur í dag: Guðm. Jóharmesson bóndi á Arnarhóli EINN mesti athafna- og búmað-' ur hér í Gaulverjabæjarhreppi, Guðmundur Jóhannesson bóndi á Arnarhóli er sextíu ára í dag. Ég þykist renna grun í að af- mælisbarnið sé mér ekiki beint þakklátt fyrir að vera á þessum vettvangi að minna á starf þess, því Guðmundur er lítt fyrir það gefinn að trana verkum sínum, en verður hinsvegár vegna verka sinna að láta sér lynda að merki.safrnæli hans sé gripið einmitt til að minna á þann þátt er hann hefir svo myndarlega ofið í framfarasögu okkar bænda, og þá styrku stoð er hann hefir reist í byggirigu okkar sveitarfélags. Guðmundur sá fyrst ljós þessa heims að Skaftholti í Gnúp- verjahreppi, en þar fæddi móðir hans tvo drengi hinn 9. septem- ber árið 1900. Hinn sveinninn er Eiríkur Jóhannessón vel þekiktur borgari í Háfnarfirði, vinsæll hæfileikamaður við hvert það verkefni er hann vinnur að. Guð- mundur er sonur Jóhannesar Eggertssonar frá Tjarnarkoti í Njarðvíkum og konu hans, Mar- grétar Jónsdóttur frá Álfistöðum á Skeiðum. Fárra daga gamall fluttist hann frá foreldrum sín- um að Útverkum á Skeiðum, til Jóns bónda þar Guðmundssonar og hans konu Bjarnþóru Bjarna- dóttur og ólst þar upp við góða aðhlynninigu og varð þar á eng- in breytíng er Bjarni sonur Jóns I tók við heimilisráðum af föður sínum látnum ,en hann lézt árið 1902. Bjarniþóra var alla tíð Guð- mundi sem hin bezta móðir enda hefir hann ætíð minnzt hennar ipeð virðingu og þakklæti. Út- verka heimilinu reyndist Guð- mundur og jafnan hinn nýtasti þegn og galt vel það fóstur er hann þar hlaut og munu margir aðrir sem mér eru því kunnugri geta staðfest þessi orð mín. Árið 1925 giftist Guðmund,ur heytmey sinni Ingibjörgu Árna- dóttur og hófu þau það ár búskap á jörðinni Efra-Velli hér í sveit- inni og bjuggu þar í 7 ár er þau fluttust að Útverkum en þaðan árið 1934 að Brú í Stokkseyrar- hreppi en þar bjuggu þau í 10 ár er þau fluttust að Arnarhóli og hafa þau síðan þar búið við slík- an myndarskap að algjörlega fá- títt er. Þetta er ég hefi nú sagt er að- eins sá ytri rammi er gefur að líta þegar hugleitt er athafnasvið Guðmundar á Arnarhóli. Mergur málsins er að sjáifsögðu hinn innri veruleiki um starf og at- hafnir Guðmundar sem hvar- vetna hafa verið hinar farsælu framfarir. Alls staðar þar sem hann hefir sett bú sitt hefir hann fegrað og prýtt. Viðhaldið því gamla og skapað nýtt, allt eftir því hvað hyggilegast hefir verið á hverjum stað og tíma. Á Arnar- hóli hafa umsvif hans þó verið mest í búskapnnm og er það ó- umdeilanleg staðreynd að þar hefir hann virkilega skapað nýj- an stað. Endurbyggt hvert ein- asta hús og bætt við nýjum eftir því sem búskapurinn hefir auk- ist og kröfur tímans vaxið. En þar við hefir ekki stanzað, jarða bætur miklar og vélakostur til heyöflunar og þæginda úti og inni svo sem bezt verður á kosið. Og þessu grettistaki hefir hann lyft á áðeins 16 árum er liðin eru síðan að hann flutti heianili sitt á þessa jörð sem þó er ekk- ert sérlega landstór en vel fallin til ræktunar og vel í sveit sett. Þá kosti hefir Guðmundur sánn- arlega kunnað að nota á hyggi- legasta hátt. Að sjálfsögðu á hér sinn hlut og hann ekki lítinn, hans ágæta kona, Ingibjörg, sem ekki aðeins hefir verið manni sínum samhent í framkvæmdunum, heldur og hinn mesti 9körungur í sinni hús- freyjustöðu. Ingibjörg er hógvær kona, greind og gjörhugul á alla hluti. Hefir hjónaband þeirra alla tíð verið mjög til fyrirmyndar og þau stjórnað heimili sínu með gagnikvæmu trausti og skilningi á hverju viðfangsefni. Guðmund- ur og Ingibjörg hafa eignast fjög- ur börn, þrjá pilta og eina stúlku er þau eigi fenigu notið, en liún andaðist skömmu eftir að hún hafði fæðst í þennan heim. Syn- ir þeirra eru, Árni skrifstofumað ur á Selfossi, Jóhannes bóndi á Arnarhóli og Bjarni rafvirkja- meistari í Reykjavík. „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" seg- ir máltækið, og hefir það reglu- lega sannast á sonum Guðmundar því svo lifandi eftirmiynd eru þeir foreldra sinna, hæfileikamenn til hvers sem þeir beina hugánum, tryggir vinum sínum og hjálp- fúsir ef til þeirra er leitað, og til slíkra manna er sannarlega oft leitað með eitt og annað af þeim er minna kunna og á skortir að fá úrlausn á einhverju sviði. Mér er vel í minni þá er ég fyrst sá Guðmund á Arnarhóli, en það var fyrir nærri þrjátíu árum og hann búandi á Efra- Velli. Hafði ég fengið að fara í sundurdráttarrétt er þá var í Sviðugörðum hér í sveitinni. Féð var að kcma af fjallí og spenn- ingur smáfólksins ekki litill að sjá féð svo og fólkið er til rétt- arinnar kom. Minnist ég þess þá vel að mér var starsýnt á mann sem kom ríðandi á fallegum hest- um og fór greitt. Hitt, er mér og ekki siður í minni hversu mikill léttleiki færðist yfir viðstadda er Afgreiðslustúlkur óskast í sérverzlun við Laugaveg, hálfan daginn (fyrir hádegi) og allan daginn. — Tilboð með uppl_ um fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merkt: „Afgreiðslustúika — 6T9“. Vefnaðarvöruverzlun Af sérstökum ástæðum er verzlun til sölu á góðum stað við Laugaveg. ■— Herbergi fyrir iðnað getur fyigt. — Tiiboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Verzlun — 910“. þessi maður hafði bætzt í hópinn og hafði hann ýms gamanyrði á vörum og var jafnvel til í að hrista jafnaldrana svolítið til, hverju þeir tóku vel og höfðu gaman af. Maður þessi var Guð- mundur á Arnarhóli, og þó að mín saga sé útaf fyrir sig ekki neitt merkileg, þá sannar hún mér þó það eftir að ég hefi vaxið úr grasi og orðið aðnjótandi ekki einungis vináttu Guðmundar heldur og hans ágætu verka við ýmis tækifæri, að énn er hann samur og jafn og þegar ég sá' hann svo að ég fyrst man eftir,- .•& Hvar sem hann kemur og fer’ flytur hann jafnan með sér gleðf og uppörfun, ætíð bætandi ef um misskilning er að ræða og ráð- hollur við hvern þann ■ er í ein- lægni leitar ráða til hans. Félags- málum hefir Guðm.undur jafnan lagt gott lið allt frá því er hann ungur starfaði í ungmennafélagi og tók þátt í íþróttamótum „Skarphéðins" á Þjórsártúni svo og við1 margháttuð félags- og al- menninigsstörf í sinni sveit á síð- ari árum. Hann er hagleiksmað- ur er lagt hefir gjörva hönd á margt og miðlað mörgum í starfi með hagleik sínum og hug- kvæmni. Er þar alveg sama hvert er litið, hvort um er að ræða smáðar, umgengni við skepnur eða úrlausn einihverra annarra viðfangsefna, allsstaðar kemur hans hyggjuvit í ljós. Lenigi hefir Guðmundi og verið viðbrugðið fyrir hestamensku sína og eru þeir ófáir hestarnir er fengið hafa sína fyrstu, og undinstöðu beztu þjálfun í hans höndum hér eystra. Gæðinga m.arga hefir hann og sjálfur átt og sýnt þeirn það atlæti er hann hefir fundið að þeir unnu til. Svo og hefir það verið haft við orð, að flest væru gæðingar í höndum Guðmundar enda þótt seinna brygði kanski til beggja vona um gæðin þegar í annarra hendur væri komið. En vist er að Guðmundur hefir um dagana haft yndi af hestum og lagt sig vel fram um þjálfun þeirra meðan þeir hafa verið í hans höndum. Og nú er þessi heiðursmaður sextiu ára að aldri, sífellt ungur í anda og horíir sannarlega ekki reiður um öxl. Að baki er mikið starf sem óneitanlega hefir oft verið hart að sér lagt að skila í höfn en með aðdáunarverðu sam- starfi foreldra og barna hefir það tekist með mikilli prýði, svo að þau geta sannarlega glaðst yfir. Enn er afmælisbarnið sístarfandi og sífellt að framkvæma eitthvað til bóta á sinni jörð. Veit ég að ég mæli þar fram ósk margra vina Guðmundar er ég segi, að vonandi eigi hann eftir lengi enn að starfa með sinum hyggindum að heimili sínu og fjölga þannig enn þeim merkjum er um alla framtíð minna á framtak hane og hyggindi. Honum og heimili hans árna ég allra heilla i framtíðinni og veit með vissu að undir það taka með einlægni allir hinir mörgu vinir þeirra Guðmundar og Ingibjarg- ar á Arnarhóli. Hafi þau þökk fyrir starf sitt og viðmót á liðiv um tima. Gunnar Sigurðsson, Seijatungu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.