Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 9. sept. 1960 JlfarcgtsiiMftfrifr tltg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórarí Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlanr* 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. YFIRGAF FRAMSÓKN ■piNS og skýrt hefur verið *-■' frá hér í blaðinu hefur þekktur Framsóknarmaður, Runólfur Björnsson, bóndi á Kornsá, hætt stuðningi við flokk sinn Hann færði rök að því, hvers vegna hann gæti ekki stutt Framsóknarfl. og voru þau í meginatriðum á þessa leið: Hann sagðist ekki geta fellt sig við þær aðgerðir Fram- sóknarflokksins árið 1956 að rjúfa stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn til þess að segja upp varnarsamningn um og „skipa sér í austur- dyrnar“. Hann kvað það hafa verið sér sár vonbrigði, þegar formaður Framsóknarflokks- ins tók sér stöðu við hlið Lúð- víks Jósefssonar á sjóréttar- ráðstefnunni í Genf. Land- helgismálið væri of stórt mál til þess að annarleg sjónarmið mættu komast þar að. Auk þessa benti Runólfur Björnsson á að viðskilnaður vinstri stjórnarinnar við efnahagsmálin hefði ekki ver- ið með þeim hætti, að það sæmdi Framsóknarflokknum að reka jafn hatramraa stjóm arandstöðustefnu og hann gerði. Nefndi hann sérstak- lega lausn flugmannaverk- fallsins og hvatti menn að lokum til að standa fast sam- an um viðreisn efnahagskerf- isins, sem hann taldi að geng- ið hefði betur en jafnvel bjartsýnústu menn hefðu leyft sér að vona. Þessi fyrrverandi Fram- sóknarmaður telur þannig tvær meginástæður til þess að Framsóknarflokkurinn sé ekki lengur verður trausts. Annarsvegar er það dekrið við kommúnista og samstað- an með þeim, sem ljósast lýs- ir sér í afstöðunni til varnar- málanna, Atlantshafsbanda- lagsins og landhelgismálsins. Að hinu leytinu fordæmir hann svo afstöðu Framsókn- arflokksins til viðreisnarinn- ar og efnahagsmálanna í heild og hinn óábyrga málflutning flokksins. Hjá því getur varla farið, að þeir séu fleiri meðal hinna greindari og gegnari Fram- sóknarmanna, sem líta líkt á þessi mál og Runólfur Björns son. LOFTLEIÐIR CÍÐASTA ár Loftleiða hf. ^ var hið hagstæðasta í sögu félagsins. Flutningar voru meiri en nokkru sinni áður og veltan þar af leiðandi hin hæsta. Er ársveltan nú orðin nálægt 100 millj. kr. og fé- lagið skilaði erlendum gjald- eyri til bankanna að upphæð 12V2 millj. kr. Meginatriðið er þó ekki veltan heldur fjárhagsafkoma félagsins og síðasta ár varð hagnaðurinn 2,6 millj. kr. Af þeirri upphæð þarf félagið aftur á móti að greiða 1,8 millj. í skatta og heldur þann- ig aðeins eftir 800 þús., sem það getur notað til að greiða hluthöfum arð og leggja í varasjóði. Engum blandast hugur um það, að mikill dugnaður og hagsýni hefur ríkt í rekstri þessa íslenzka flugfélags og allir óska því velfarnaðar í samkeppni við stærri og auð- ugri félög. En hversu fráleitt er þá ekki, að ríkið skuli hirða af því meginhluta hagn- aðar, þegar vel gengur og gera því þannig ókleift að byggja upp eignir sínar til að styrkja samkeppnisaðstöðu og standa undir skakkaföll- um, sem alltaf geta borið að höndum. En það er ekki einungis Loftleiðum, sem gert er erfitt fyrir að standast samkeppn- ina. Þegar málið er nánar skoðað, kemur í ljós að raun- verulega er öllum íslenzkum atvinnurekstri gert erfitt að komast á samkeppnisfæran grundvöll við erlend fyrir- tæki. Hið alvarlega við þessa þróun er auðvitað það, að hún kemur niður á lands- mönnum öllum, og það er einmitt meginástæðan fyrir því, að íslendingar hafa ekki náð að bæta kjör sín síðasta hálfan annan áratuginn, með- an allar aðrar frjálsar þjóðir hafa sótt hratt fram til bættra lífskjara. Þess vegna er mönn um nú orðið ljóst, að róttæk- ar breytingar verður að gera á skattlagningu fyrirtækja, ef hér á að geta þróazt blómlegt athafnalíf og almenn hag- sæld. UTAN UR HEIMI1 Þessi er máluð í ár. Grandma Moses tírœð Hún byrjaði að mála 76 ára. Nú er biðröð eftir myndum hennar, sem kosta á annað hundrað t>ús. krónur FYRIR rúmlega tuttugu ár-1 dag er hún þekkt um allan um var Anna Mary Robert- son Moses óþekkt bónda- kona í Bandaríkjunum. Bjó hún þá í þorpinu Eagles Bridge, þar sem hún býr enn. Hún hafði mikið stritað um æfina og þegar hún var orðin 76 ára varð hún að hætta bú- konustörfum sínum. En eitt- hvað varð að gera til að drepa tímann, svo hún tók að mála myndir. Tveim árum síðar var hún fræg um öll Bandaríkin, og í Forseii A-Þýzka- lands látiim BERLÍN, 7. sept. (Reuter). — í dag var lýst yfir þjóðarsorg í Austur-Þýzkalandi. Ástæðan var sú, að forseti landsins, Wilhelm Pieck, lézt í morgun eftir nokk- urra daga alvarleg veikindi. — Hann var 84 ára gamall — hafði verið mjög heilsuveill undanfar- in ár, en sl. mánudag varð hann mjög veikur af lungnabólgu eða hjartasjúkdómi — fréttum hefir ekki borið saman um það — og fór síðan smáhrakandi, unz hann lézt í morgun. — ★ — Pieck hefir verið forseti aust- ur-þýzka ríkisins frá stofnun þess árið 1949. Hann var einn af stofnendum kommúnista- flokks Austur-Þýzkalands, en hann var stofnaður eftir heims- styrjöldina síðarL Nelirn fer ekki NÝJU Delhi, Indlandi 6. sept.’ (NTB-Reuter). Indverska rík- isstjórnin tilkynnti í dag að Nehru forsætisráðherra geti ekki verið viðstaddur setningu Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna hinn 20. þ. m. Forsætisráðherrann hefur hins vegar gefið til kynna að hugs- anlegt sé að hann fari til New York seinna í haust ef æskilegt þyki að hann sitji fundi Alls- herjarþingsins. Segir í fréttinni að Nehru fari í fimm daga opinbera heimsókn til Pakistan hinn 19. þ. m. heim. Myndir hennar hanga í öllum helztu listasöfnum Bandaríkjanna, þar sem menn eru sammála um að hún sé ein af fremstu málur- um landsins. Grandmama (amma) Moses, Grandma Moses málar fjór- ar myndir á viku. eins og hún nefnist í Bandaríkj- unum, er ákaflega vinsæli málari þar í landi. Ekki aðeins hjá gagn- rýnendum og stjórnum listasafn- anna, heldur hjá öllum almenn- ingi. Sést það bezt á því að um 80 milljónir pwstkorta hafa selzt af málverkum hennar • 76 ÁRA BYRJANDI Grandma Moses vissi ekkert um málaralist þegar hún fór að fást við liti og pensla. Enda sýna myndir hennar skort á þekkingu. Þær eru einkennandi fyrir barna- lega list. Hún vill gera myndir sínar eins trúanlegar og henni er unnt, og brýtur þá oft venju- bundnar reglur til að ná tilgangi sínum. Þannig sáldrar hún til dæmis oft glitri á vetrarmyndir sínar. I • ÚR DAGLEGA LÍFINU Gamla konan leggur sérstaka alúð við öll smáatriði er hún lýs- ir endurminningum sínum úr sveitalífinu. Það er ætíð fólk í myndum hennar og hún hefur sérstaklega gaman af að segja sögur — um kirkjuferðir, vinnu á ökrunum og ýmsa viðburði dag- legs lífs. Hún er óþreytandi við vinnuna, og er sagt að hún máli 4 myndir á viku. Samt sem áður á hún erfitt með að gera viðskiptavin- unum til geðs, því biðröð er eftir myndum hennar. ★ Þegar Grandma Moses seldi fyrstu myndirnar árið 1939, fékk hún nokkra dollara fyrir þær. í dag fæst vart mynd eftir hana undir 3.000 dollurum. Amma er orðin efnuð, en lifir sama óbrotna lífinu og áður og heldur áfram að mála þótt tíræð sé. Hún er vel ern, og heldur bæði sjón og heyrn. „En ég er að verða löt“, segir hún. „Ég var vön því að fara á fætur klukkan 6 og mála fram að hádegi. Nú orðið fer ég ekki á fætur fyrr en kl. 7“. (Lauslega þýtt) Myndir Ömmu eru vel til þess fallnar að láta gera af þeim póstkort, og hafa 80 milljónir korta selzt í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.