Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 17
Föstudagur 9. sepf. 1960 MORGUNBLA ÐÍÐ 17 Atli Steinarsson skrifar frá Róm: Það leið yfir unnustuna, er mannsefnið gafst upp en heimsmethafinn vann öruggan sigur , fWiIma Rudolph eini keppanðinn, sem vann prenn gullverðlaun. RÓM, 4. sept. —■ I Olympíu- blaði Mbl. spáðum við um úr- slit í frjálsíþróttagreinum leikanna. Sú spá hefur reynzt rétt í fjórum greinum, kúlu- varpi, 400 m gr.hl., langstökki og 3000 m hindrunarhlaupi. Þetta var auðvelt með kúlu- varpið en vafasamara með 3000 m hindrunarhl. — hlaup þar sem allt getur gerzt. — Olympíublaðið nefndi heims- methafana sem sigurvegara — en jafnvel það getur verið hættulegt hér í Róm, sbr. t. d. hástökkið og sleggjukastið. konungur og drottning spretthlaupanna • Heimsmethafinn vann örugglega En í þessari grein dugði heims- methafinn til sigurs — og það nokkuð létt og auðveldlega. Hann fór sér hægt í byrjun var í 5. sæti eftir 1000 metra og kominn í 2. sæti eftir 2000 metra. Tímarn ir voru 2.45.0 og 5.45.8 á fyrsta manni, sem alla tíð var Sokolov Rússlandi. Heimsmethafinn Krys- kowiak var enn annar, er bjallan hringdi til síðasta hrings, en hún orkaði á hann eins og vekjara- klukka á viðbragðsfljótan mann. Hann þaut fram fyrir og hafði eftir 100 metra tryggt sér 10 til 12 metra forskot og það lét hann nægja — hljóp létt og ótekinn gegnum markið sem ólympískur sigurvegari. Sigur hans er einn af þeim öruggari sem hér hefur sézt — í flokki með sigrum Nied- ers, Halbergs og Rudolp í hlaupi kvenna og Hary í 100 hlaupi karla o. fl. Landskeppnin við Austur - Þjóðverja verður um helgina Á MORGUN og á sunnudaginn mun landslið íslands í frjálsíþrótt um heyja landskeppni við Aust- ur-Þjóðverja og fer keppnin fram í borginni Schwerin. íslenzku frjálsíþróttamennirn- ir, sem hafa verið að xeppa á Ölympiuleikunum fóru frá Róma- borg í gær, en héðan fór megin- hluti íslenzka landsliðsins s.l. miðvikudag áleiðis til Berlínar og var áætlað að hóparnir myndu mætast í Berlín í gærkveldi, en þaðan verður haldið til Schwerin. fslen^ka landsliðið íslenzku íþróttamennirnir eru þessir: (Bezti árangur innan sviga). 100 m hlaup — Hilmar Þor- björnsson, Á (10.4), Valbjörn Þorláksson, ÍR (10.8). 200 m hlaup — Hilmar Þor- björnsson, Á (22.8), Hörður Har- aldsson, Á (22.2). 400 m hlaup — Hörður Haralds- son, Á (49.2), Þórir Þorsteinsson, A (50.4). Svavar Markússon, KR. Hástökk — Jón Pétursson, KR (2.00), Jón Þ. Ólafsson, ÍR (1.88). Langstökk — Vilhjálmur Ein- arsson, ÍR (7.41), Einar Frímanns son, KR (6.98). Þrístökk — Vilhjálmur Einars- son, ÍR (16.70), Jón Pétursson, KR (14.53). Stangarstökk — Valbjörn Þor- láksson, ÍR (4.40), Heiðar Georgs- son, ÍR (4.10). Kúluvarp — Guðmundur Her- mannsson, KR (15.74), Gunnar Huseby, KR (15.76). Kringlukast — Jón Pétursson, KR (49.98), Hallgrímur Jónsson, Á (49.61). Spjótkast — Gylfi Gunnarsson, ÍR (62.46), Valbjörn Þorláksson, ÍR (62.01). Sleggjukast — Þórður Sigurðs- son, KR (54.09), Friðrik Guð- mundsson, KR (51.73). Erfið keppni RÓM, 3. sept. — Það leikur ekki i vafi á því að Armin Hary er I bezti spretthlaupari heimsins. —1 Það sýndi hann svo áþreifanlega í 100 m hlaupinu hér í Róm. Bandaríkjamennirnir, sem aldrei hafa viljað af fúsum vilja viðurkenna heimsmet hans, 10.0, urðu nú að bíta í súra eplið, og sjá að þeir höfðu haft á röngu að standa. 1 annarri umferð náði Hary bezta tímanum, 10.2 sek. Þar með þurrkaði hann út nöfn 5 manna, sem skráðir hafa verið fyrir Ólympíumetinu, 10.3 — allt Bandarikjamenn. Hary er fyrst- ur Evrópumanna til að sigra á Ólympíuleikunum í þessari grein síðan 1924, en þá vann Englend- ingurinn Abrahams. Og þeir eru einu Evrópubúarnir, sem hafa sigrað í 100 m hlaupi á Ólympíu- leikum. í úrslitahlaupinu varð mikið Stríð. Hary stal tvívegis — eða var að minnsta kosti dæmdur Btuldur, þó áhorfendaþúsundirn- ar væru á öðru máli en ræsirinn. Enda var mikið púað á hann. Hary hafði því aðvörunar- merki, er hann fór í holurnar í þriðja sinn. Hefði hann stolið enn — var hann úr keppninni. Þetta jók að sjálfsögðu á spenn- inginn og var honum byrði. — Hann var heldur ekki fljótur upp — en náði fljótt forskoti og Sterkasta hlið hans er í upphafi hlaupsins. Á síðari hlutanum dró Sime verulega á hann og fékk sama tíma, en greinilegur sjón- urmunur var á þeim við markið. Tíminn var enn 10.2 sek. Vel að *ér vikið með slæmu viðbragði — og í keppni sem þessari, Hary dansaði af gleði. Daginn eftir fóru fram úrslit í 100 m hlaupi kvenna. Þar bar i Bandarísku svertingjarnir voru ósigrandi í 400 metra grindahlaupinu á Ólympíu- leikunum og unnu þrefald- an sigur. En þeirra í milli var einnig hörð samkeppni. Myndin sýnir, hvernig Lee Calhoun tókst að hrifsa gull peninginn frá landa sínum WiJIie May. Hann stangaði suúruna með hausnum. Ekki muna menn eftir að hafa séð slíkar aðfarir áður á Ólympíuleikum. þeldökk bandarísk stúlka, itur- vaxin, sigur af hólmi. Yfirburð- ir hennar voru enn meiri. Það er hreinlega engin, sem ógnar henni. Wilma Rudolph heitir hún og hún náði í úrslitum 11.0 sek. 3/10 betri tíma en gildandi heimsmet og 4/10 betra en Ól- ympíumetið. En metið fær hún ekki staðfest vegna þess að með- vindur mældist 2,754 stig en má hæst vera 2 stig. En án efa er þarna næsti heimsmethafi í þessari grein. Og hún er frárri mörgum karlmanninum, sem hér keppti á Ólympíuleikum og kom langt að. M. a. náði hún sama tíma og hinn víðfrægi Germar frá Þýzkalandi. — A. St. 9 Erfiðar undanrásir Hindrunarhlaupið —- úrslitin — var og dæmi um það, hve undan- rásir geta eyðilegt menn. Undan- rásir þess voru álíka erfiðar og í 5 km. Mannmargir riðlar, skip- aðir fjölda toppmanna hver, sem fáir hefðu getað trúað að yrðu siegnir út í undanrás. Baráttan var óskapleg og tók að vonum á menn. Svo fór og með Þjóðverj- ana að þessu sinni. Huneke gafst upp eftir 800 metra og Muller varð í 6. sæti — menn sem tald- ir voru líklegir til verðlauna. • Unnustan hrædd En uppgjöfin fékk meira á unn ustu Huneke en hann sjálfan. Hún hélt að eitthvað alvarlegt værí að honum, er hann hætti hlaupinu og henni lá við yfirliði hvað eftir annað út af þeirri trú sinrii. Læknar komu til hjálpar og svo fór að lokum að parið féll í faðma — sátt við allt, jafnvel það að hafa ekki fengið verð- laun. — A.St. 800 m hlaup — Svavar Markús- son, KR (1.51.2), Guðmundur Þorsteinsson, ÍBA (1.54.1). 1500 m hlaup — Svavar Markús ússon, KR (3.47.1), Guðmundur Þorsteinsson, ÍBA (4.02.7). 5000 m hlaup — Kristleifur Guðbjörnsson, KR (14.38.0), Haukur Engilbertsson, (15.17.0). 10.000 m hlaup — Hafsteinn Sveinsson, (34.20.4), Agnar Leví, KR (34.58.8). 110 m grindahlaup — Pétur Rögnvaldsson, KR (14.5), Björg- vin Hólm, ÍR (14.9). 400 m grindhlaup — Sigurður Björnsson, KR (56.8), Guðjón Guðmundsson, KR (55.3). 3000 m hindrunarhlaup — Kristleifur Guðbjörnsson, KR (9.37.4), Haukur Engilbertsson, (9.35.6). 4x100 m boðhlaup — Hilmar Þorbjörnsson, Á, Einar Frímanns son, KR, Valbjörn Þorláksson, ÍR, I-Iörður Haraldsson, Á. 4x400 m boðhlaup — Hörður Haraldsson, Á, Grétar Þorsteins- son, Á, Þórir Þorsteinsson, A„ Þetta er 10. landskeppni Islend inga í frjálsum íþróttum með fullskipuðu liði og vafalaust sú erfiðasta. Að vísu er ekki ósennilegt að Islendingar hafi möguleika á 1. og 2. sæti í nokkrum greinum — og þá einkum í stökkunum — en að öðru leyti eru allar horfur á því að Þjóðverjar muni sigra með miklum stigamun. 5 nýliðar Eins að framan má sjá þá er íslenzka landsliðið skipað '26 mönnum, þar af 5 nýliðum, en flestir hinna hafa verið í lands- liðinu síðan 1958. Þrír landsliðsmannanna, þeir Hörður, Huseby og Þórður, hafa verið með langst af síðan í 2. landskeppninni (1950), en aðeins einn — Friðrik Guðmundsson — er nú eftir af þeim, sem tóku þátt í fyrstu landskeppninni við Norðmenn 1948. Aðalfararstjóri er Jóhannes Sölvason bréfritari FRÍ, en fyrirliði á leikvelli Þórður B. Sigurðsson. Á laugardaginn verður keppt í 110,m grindahlaupi, hástökki, kúluvarpi, 400 m hlaupi, 100 m hlaupi, 1500 m hlaupi, langstökki, spjótkasti, 5 km hlaupi og 4x100 m boðhlaupi. Á sunnudag: 400 m grinda- hlaupi, stangarstökki, kringlu- kasti, 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, 3 km hindrunarhlaupi, þrístökki, sleggjukasti, 10 km hlaupi og 4x400 m boðhlaupi. Viðgerðir Viðgerðir á bíldynamóujn ag störturum og rafkerfi bíla. — Allir tilheyrandi varahlutir. Rafvélaverkstæði Halldórs Ólafssonar ____ Rauðarárstíg 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.