Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 23
Föstudagur 9. sept. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 23 Wilma Rudolph vin sælasti keppandinn Heimsmet í 4x100 m boðhlaupi kvenna 1 MILL.IRIÐL.I 4x100 metra boð- hlaups kvenna, sem íram fór í fyrradag, kom í ljós að banda- ríska sveitin var í sér flokki, enda setti hún heimsmet, 44,4 sek. í úrslitunum, sem fram fóru í gser, varð það enn á ný létt fyrir Vi'ilmu Rudolph, sem hefir unnið mestar vinsældir kvennakepp- enda Ólympíuleikanna, að tryggja bandarísku sveitinni sig- ur yfir þýzku sveitinni, sem var feðal-keppinautur hennar. Með léttum og hreinum hlaupa stíl tryggði hún Bandarikjunum og sér sjálfri um leið þriðju gull- vevðlaunin. Hún tók við keflinu nokkru á eftir þýzku stúlkunni, sem hljóp lokasprettinn á móti og var harður keppinautur. Hún ■hafði forustuna við fyrstu skipt- inguna, en við aðra skiptinguna hafði bandaríska sveitin unnið upp forskotið. Við aðra skipting- una misstu brezku stúlkurnar keflið og voru þar með úr keppn inni. Við síðustu skiptinguna var þýzka sveitin aftur fyrst, en Jutte Heine gat ekki haldið for skotinu og Wilma Rudolph brun- aði fram úr henni og kom þrem metrum á undan í mark. Pólska sveitin hljóp einnig vei og varð þriðja. Kom pólska stúlk- an H. Richter tveim me’trum á undan hinni frægu Irina Press í mark. Tímar þriggja fyrstu voru 44.5 I>ýzka sveitin hljóp mjög vel — 44.8 og 45.0 sek. Fanfalegur lokasprettur ur í 10 km hlaupi Timinn á siðasta hring eins og i spretthlaupi 10 km hlaupinu á Olympíu- leikunum lauk með stórkostleg- um Iokaspretti. Þegar bjallan hringdi og gaf til kynna aS einn hringur væri eflir, voru fjórir menn fremstir í einum hóp, Rússarnir Bolotinikov og Desj- atsikov, Þjóðverjinn Grodotski og Ástraliumaðurinn David Power. Um leið og bjallan glumdi tók Rússinn Bolotnikov kipp og geystist fram úr hinum. Hinir reyndu að fylgja honum eftir og hófst nú æðisgenginn enda- sprettur. En enginn hafði neitt við Rúss- anum, sem hljóp þennan síðasta og 25. hring sinn á ótrúlegum túma, 57 sekúndum. En Þjóð- verjinn Grodotski gerði sitt ýtr- asta og þrátt fyrir lokasprett Rússans kom hann aðeins 5 sek- úndum á eftir honum í mark, og Ástralíumaðurinn einni sekúndu þar á eftir. Tími Rússans var 28,39,6, sem er aðeins 1,8 sek. lakara en heims metið en 13,4 sek. betri tími en hið gamla heimsmet, er Rúss. inn Kuts setti í Melbourne 1956. Skiptingar í forustu. Bolotnikov tók forustuna öllu hlaupinu var stöðugt að breytast röð keppendanna. Þeg- ar búið var að hlaupa 1500 m tók Bolotnikov fjörkipp og hljóp fram úr forustuhópnum. En Marokkómaðurinn fylgdi honum einn fast eftir. Þó leið ekki á löngu þar til hinir hlaupararnir voru komnir samhliða og nú undir forustu Ungverjans Ihar- os. Þegar fjórir hringir voru eft- ir fór að draga til úslita. Þá jók Ástalíumaðurinn Power ferðina og aðeins þrír hlauparar fylgdu honum eftir. Bolotnikov, Grod- otski og Desjatjakov. Þessir fjórir skutu nú hinum hlaupur- unum alllangt aftur fyrir sig. Einbýlishús 7 herb. með húsgögnum, á j fallegum stað við sjóinn, til leigu, frá 1. okt. til 14. maí. Tilboð merkt: „906“, sendist afgr. Mbl. hið fyrsta. Þriðja síðasta hringinn hafði Grodotski forustuna. Þeir hlupu næst síðasta hringinn á 66 sek- úndum og síðasta hringinn hófst lokaspretturinn og fór Rússinn hann á þeim fáheyrða tíma 57 sekúndum. Glíma keppenda og stjórnenda. Eftir að fremstu hlaupararnir komust í mark hófst hinn venju legi ruglingur við markið. Sum- ir lökustu hlaupararnir voru tveimur hringum á eftir og stjórn endur hlaupsins rugluðst í hring ferðum þeirra. Glíma hófst milli hlaupara, sem hættu hlaupi og sögðust búnir og dómara, sem héldu því fram að þeir ættu einn hring eftir. Orsakaði þetta há- vaða og læti bæði á leikvangin- um og áhorfendapöllunum. Sýniiiii á eftir- */ 4? prentnnum ÍSAFIRÐI, 7. sept.: —Sl. sunnu dag var opnuð hér í bæ sýning á málverkaeftirprentunum Helga fells og ennfremur nokkrum málverkum eftir Jóhannes S. Kjarval, bæði eldri og nýrri mál verkum. Sýning þessi er á veg- um bókaverzlunar Jónasar Tóm assonar hér í bæ, sem um þess- 1 ar mundir er 40 ára og hefur þess verið getið í fréttum blaðs- ins fyrr. Björn Th. Bjömsson, listfræð- ingur sá um uppsetningu mál- verkanna og á sunnudagskvöld- ið hélt hann fyrirlestur um íslenzka myndlist. Hóf hann að ræða um Sigurð Guðmundsson, málara, og rakti síðan þróun ís- lenzkrar myndlistar til dagsins í dag. Jafnframt skýrði hann — Landbúnaðar- nefnd Frh. af bls. 1 Reykjavíkur um síðir, meira en tveimur sólarhringum of seint, sagði hann: „Ég hef barizt í fjór um styrjöldum. Þetta var sú fimrnta!" Gallar á dreifingarkerfi Nefndin athugaði skýrslur um málefni, sem lögð verða fyrir næsta þing Evrópuráðsins, en það verður haldið í Strasbourg (Strassburg) dagana 21.—30. september. Meðal þeirra var ein um fiskimál Evrópu, sem Rann- veig Þorsteinsdóttir hefur tekið saman. Þar kemur m. a. fram, að gallar á dreifingarkerfi margra Evrópuríkja hindra meiri sölu fiskafurða í álfunni. Þegar fisk urinn kemst loks á markað í sum um þessara landa, er hann orðinn alltof dýr í verði. Skorað verður á einstakar ríkisstjórnir að kippa þessum málum í lag með ýmsu móti, svo sem með því að greiða fyrir fiskuppboðum, flutningi, fiskafurða, gæðamati og svo- kölluðum „köldum keðjum“, en svo nefnast fullkomin dreifingar kerfi á matvælum, sem fela í sér frystigeymslur og frystivagna. Auka á áróður fyrir aukinni fisk neyzlu og samræma stefnu ein- stakra ríkisstjórna í framleiðslu- og viðskiptamálum. ísland og Bretland staðfestu sáttmálann Nendarmenn éru „sannfærðir um að ekki þurfi nema smávægi- legar breytingar (á viðskipta- málum) til þess að bæta aðstöðu íslenzka fiskiðnaðarins“. Þá er minnt á nauðsyn þess, að ríkin staðfesti sáttmálann um fisk- veiðar í Norðaustur-Atlantshafi, sem öll Evrópuríkin hafa skrifað undir, en hann hefur ekki enn verið staðfestur á þingum þátt tökuríkjanna, nema á íslandi og Bretlandi. Þá var rætt um það, hvort unnt yrði að gera samning meðal ríkj- anna um framleiðslu og sölu á vínum, brenndum vínum og öli, og gengið frá bráðabirgðaskýrslu um skelfiskaklak í Evrópu. Þá var rætt um allsherjarstefnumið Ev- rópuríkja i landbúnaðarmálum með sérstöku tilliti til þess, ■hversu dreifa megi afgangsfram- leiðslu landbúnaðarafurða meðal vanþróaðra þjóða, þar sem mat- \æiaframleiðsla er of lítil. Að lokum kváðust nefndar- menn vona, að upplýsingar þær, sem þeir öfluðu þér hér, megi stuðla að aukinni samvinnu Ev- rópuríkja, en það er höfuðverk- efni Evrópuráðsins, — á sviði landbúnaðar og fikveiða, en sú samvinna leið aftur af sér aukna varanlega velmegun allra þjóða, sem lönd Norðurálfu byggja. — Furðulaxinn Framh. af bls. 24. neðan við neðstu brúna á Skjálf andafljóti og var hann lifandi í netinu, er hann náðist. Var annar lax í netinu í sama skipti, en veiðimaðurinn var Theódór Árnason á Rauðuskriðu. ýmsar myndir eftir hina ýmsu málara. Erindið var bæði fróð- legt og skemmtilegt, enda er Björn þekktur fyrir skemmti- legan flutning. Sýningin er í barnaskólahús- inu og verður opin fram á næstu helgi. —GK. Soðinn niður. f fréttatilkynningu Veiðimála- stofnunarinnar um þennan lax segir m. a." „Eins og áður segir eru teg undir Kyrrahafslax fimm tals- ins og er bleiklaxinn einn þeirra. Er hann minnstur vexti og ýmsu öðru frábrugðinn þeim. Hann verður að jafnaði um 50 cm. langur og tekur það hánn 2 ár að ná þeirri stærð. Heim- kynni bleiklaxsins eru norður hluti KyrrabafsB meðfram strönd Asíu, allt frá Beringssundi að aðlægum sjávarsvæðum að norð an og suður að flóa Péturs mikla, að honum meðtöldum, við strönd Ameríku og Sacramento ánni. Hann gengur upp í ár á Komm- andor- Aleuta- og Kurileyjum, á Sakahlin, Hokkadíó og norður hluta Hondo. Hann finnst í mjög litlum mæli í ánum Mackenzie, Kolyma, Indigírka, Jana og Lena. Bleiklaxinn verður alltaf kyn- þroska hálfs annars árs. Hann er farfiskur, lifir í sjó, hrygnir í ám og deyr að hrygníngu lok- inni, eins og allar tegundir Kyrra hafslax gera. Bleiklaxinn geng- ur í ár til hryngningar á tíma- bilinu frá því í júní til október, mismunandi frá einum stað til annars. Bleiklaxinn er mjög mikið veiddur í sjó og fer mest- ur hluti feiðinnar til niðursuðu. 3 laxar komnir til rannsóknar Það var Sigurður Pétur Björns son, sparisjóðsstjóri á Húsavík, sem gerði viðvart um fiskinn og sá um að koma honum til rann- sóknar og á hann þakkir sk’.lið fyrir sinn góða þátt í því máli. Þess má og geta að það var ein- mitt Sigurður Pétur, sem bjarg- aði Grímseyjarlaxinum, stærsta laxi, sem veið6t hefur her á landi svo vitað sé með vissu, frá eyðileggingu á sínum tíma. Frá því fréttin um þennan merka lax kom fram, hafa Veiði málastofnunni borizt til athug- unar 2 aðrir bleiklaxar, sem báð ir veiddust á stöng. Annan þeirra veiddi Bjarni Ingimarsson, skip- stjóri. í Vatnsdalsá í Húnavatns- sýslu, 27. ágúst og hinn veiddi Jón Jónsson, frá Ytra-Lóni, í Miðfjarðará við Bakkaflóa, 28. ágúst. Báðir þessir fiskar vory rúml. 50 cm. að lengd. Það voru Aðalbjörn Arngrímsson á Þórs- höfn og Kjartan Sveinsson, skjalavörður í Reykjavík, sem komu fiskunum á framfæri. Bleiklaxarnir munu verða rann sakaðir ýtarlega með tilliti til aldurs, vaxtar og fleiri atriða, og mun síðar verða gerð frekari grein fyrir þessu merkilega land námi nýrrar fisktegundar hér á landi. Veiðimálastofnunin vill vin- samlegast biðja þá, sem kynnu að verða varir við einkennilega fiska í veiðinni, að vigta þá og mæla og taka hreistur af þeim. (Hreistrið er tekið ofan við rák- ina á miðjum fiskinum undir afturhluta bakuggans), og senda Veiðimálastofnuninni, Tjarnar- götu 10, Reykjavík, ásamt upp- lýsingum um veiðistað og tima og sömuleiðis lýsingu á fiskin- um“. Berjaspretta afbragðs góð ISAFIRÐI, 1. sept. — Allir ís- firzku bátamir, sem fóru til síld- veiða í sumar, eru nú komnir heim. Afli var mjög misjafn. Mestan afla hafði Guðbjörg, skipstjóri Asgeir Guðbjartsson, með 5438 mál og tunnur. Er hásetahlutur kr. 29 þúsund. Berjaspretta hefir verið með afbrigðum góð í sumar og verð- ur það gott búsílag, sem margar húsmæður fá nú í sultu og saft. GK. Vélvirkjameistari með margra ára yfirmannsþjálfun í járnsmíða- og bifreiðaiðnaði, óskar eftir atvinnutilboði. — Upp- lýsingar í síma 22753 næstu daga. Héraðsvötn og Vatnsdalsá. Loks má geta þess. að blað- inu er kunnugt um að Bjarni Ingimarsson dró fyrir nokkrum dögum bleiklax norður í Vatns- dalsá og var hann geymdur í hraðfrystihúsinu á Kirkjusandi, þar sem fræðimenn skoðuðu hann. Og auk þess veiddist einn í Héraðsvötnum, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. KABUL, Afganistan, 8. sept. — Allmiklar olíulindir hafa fundizt í norðanverðu landinu, um 50 mílur frá rússnesku landamær- unum. Undirritaður þakkar sjötíufimm ára þátttöku 5/9 1960. Andrés Johnson. Innilega þakka ég öllum vinum og vandamönnum, sem heiðruðu mig með gjöfum og árnaðaróskum á sjötugs éifmæli mínu 1. september. Ari Magnússon Ég þakka kærlega öllum, sem sýndu mér fagurt hugarþel á sextugs afmæli mínu. Arngrímur Björnsson Þeim, sem glöddu mig í tilefni af 75 ára afmælinu 28. ágúst sL með skeytum, blómum, gjöfum og slepju- lausum vinahótum, þakka ég hjartanlega. Drottinn blessi ykkur ölll. SIG. ARNG RÍMSSON ÓLAFUR ÞORLEIFSSON lézt að heimili sínu Þorkötlustöðum, Grindavík, 7. sept. Ragnheiður Jónsdóttir og börn hins látna Sonur minn og faðir okkar TRVGGVI MAGNCSSON listmálari, lézt aðfaranótt 8. september. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Anna Eymundsdóttir, Þórdís Tryggvadóttir, Sturla Tryggvason. GUDLAUG VIGFÚSIKÍTTIR frá Geldingalæk, andaðist að kvöldi 7. september í Landakotsspítala. F. h. vandamanna, Nikulás Einarssonar, Pétur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.