Morgunblaðið - 09.09.1960, Síða 11

Morgunblaðið - 09.09.1960, Síða 11
Föstudagur 9. sept. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 Friðfinnur Sigurðsson í Rauðuskriðum 95 ára 16. JÚLÍ í sumar átti Friðfinnur Sigurðsson í Rauðuskriðu 95 ára afmæli. Friðfinnur er fæddur að Hóli í Kinn 16. júlí 1865. Hann er af hinni kunnu Halldórsstaðaætt, sem margir þrek- og hæfijeika- menn hafa skipað eins og kunn- ugt er. Friðfinnur í Skriðu, en svo hefur hann verið nefndur lengst af, var um marga áratugi einn af kunnustu og gildustu búhöld- um Suður-Þingeyjarsýsln Hann lióf búskap sinn í hörðu árferði við lítil efni á Hal]dórsstöðum í Kinn fyrir 72 árum, að- eins 23 ára að aldri. En Frið- finnur lét ekki erfiðleikana buga sig. Með óvenju mikilli ráðdeild, (þreki og fyrirhyggju skipaði hann sér brátt í röð beztu og mest- virtu bænda í héraði sínu. Keypti hann Rauðu-Skriðu í Aðaldal fyrir 65 árum, eitt mesta höfuð- ból að fornu, og hefur búið þar eíðan, við vaxandi traust og vel- megun í efnalegu tilliti, fram undir síðustu ár — að vísu um alllangt árabil með sonum sínum tveim er hafa nú tekið við ábúð jarðarinnar fyrir allmörgum ár- um. Síðustu 7 árin hefur Frið- finnur legið rúmfastur vegna beinbrots, oft við miður góða líð- an. Mætti því ætla að áhugamái hans væru nú færri en áður. Svo er þó ekki. Fylgist harm með öllu, sem gerist, bæði heima og annars staðar og hefur jafnvel meiri áhuga á þjóðmálum og framfaramálum en margir, sem eru á léttasta skeiði. Er hann enn svo mikill bjartsýnismaður á ’ífið og tilveruna að það vekur aðdáun og undrun allra, sem til þekkja. Jafnvel þótt Friðfinnur sjái ekki nema rétt djarfa fyrir heiðarbrúninni ofan við bæinn sinn — út um herbergisgluggann —- finnst honum það hin mesta hamingja, margfalt meiri en sum- ir aðrir verða að láta sér nægja, sem líða meiri þjáningar, eða hafa misst sjónina að fullu og öllu, en sjón hans er nú mjög tekin að bila. Ég hitti Friðfinn — hinn gunn reifa öldung — að máli á afmæj- isdaginn og ræddi við hann litla stund. Vildi gjarnan fræðast um ævistörf hans og skoðanir á við- fangsefnum dagsins. Um störf sín fórust honum orð eitthvað á þessa leið: Ég byrjaði búskapinn með 25 kindur, 1 .tú og 1 hest. Jók ég búið smátt og smátt, eftir því sem kringum- stæðurnar leyfðu upp í 230 fjár, 4 kýr og 6 hross þegar fiest var. Heylaus varð ég aldrei og gat ég stundum miðlað heyi í vor- harðindum eins og t. d. vorið 1920 er ég gat hjálpað sveitung- um mínum um 160 vættir af heyi. Tel ég það mikla nauðsyn hverj- um bónda að setja tryggilega á og eiga jafnan nokkrar heyfyrn- ingar — einskonar varaforða til þess að geta mætt misjöfnum ár- um, sem alltaf geta komið — ókvíðinn. Ég innti hann eftir opinberum störfum og lét hann fremur lítið yfir þeim. Sagðist þó hafa verið einn af stofnendum Sparisjóðs Kinnunga, verið úttektarmaður ©g virðingarmaður í 30 ár, setið í hreppsnefnd í aldarfjórðung, 6éð um vegaviðhald og verk- stjórn þrjá tugi ára, gegnt deildarstjórastörfum i Kaup- félagi Þingeyinga um 20 ára skeið og síðan heiðurs- félagi þess í 8 ár, átt sæti í sókn- arnefnd í 25 ár, verið sáttasemj- ari og formaður bræðrafélags sveitarinnar um nokkurt skeið, verið böðunareftirlitsmaður við útrýmingu fjárkláðans og verið einn af stofnendum smjörbús Aðaldæja og Búnaðarfélags Aðal dæla, en Friðfinnur var kjörinn heiðursfélagi búnaðarfélagsins (yrir mörgum árum fyrir marg háttuð störf í þágu félagsins og búnaðaimála sveitarinnar. Um skoðanir Friðfinns á við- fangsefnum dagsins agði hann, að sér hefði verið það mikil ánægja, að lifa þær miklu framfarir, sem orðið hefðu um sína daga í ís- jenzkum landbúnaði og á öllum sviðum þjóðlífsins. Að hugsa sér þann mikla mun, sem orðið hefði í ræktun, byggingum og vélakosti — það væri ævintýri líkast. Það sama mætti segja um efnahags- aðstöðu fólksins. Nú hefðu allir nóg að borða, fólkið væri vel klætt. Það væri bí]l og dráttar- vél næstum á hverjum bæ, út- varp, sími og önnur þægindi. Fjar lægðirnar milli bæja væru nú horfnar þar sem bílvegir væru heim á hvert heimili og væru þvi skemmtanirnar auðsóttar fyrir unga fólkið hvar sem þær væri að finna. En þrátt fyrir þessa gjörbyltingu og ölj þessi marg- þættu þægindi, sem fólkið byggi nú við, fram yfir það sem hann hefði kynnst í uppvextinum, fynd ist sér orka tvímælis að lífsgleði fólksins í dag væri nokkru meiri en fyrir 60—80 árum, þetta virt- ist sér örðugt að skilja. Sjálfum fyndist sér framtíðin hljóta að brosa við unga fólkinu og hreint engin ástæða til að kvarta yfir óhjákvæmilegum aðgerðum í efnahagsmálum, sem ríkisvaldið beitti sér nú fyrir og allir stjórn- málaflokkar hefðu verið sammála um að þyrfti að hrinda í fram- kvæmd til þess að forða þjóð- inni frá efnahagslegu hruni, er gæti leitt til hreinnar glötunar Framh. á bls. 14 VÍR BJÓÐUM TIL CTFLBTNINtíS: Þvoffasápur þyngdir eftir því sem óskað er. Handsápur ýmsir litir, Gjörið svo vel að biðja um verðlist. ýmsar ilmtegundir. Mjög glæsíleg íbúð 4ra herb. íbúð, xúmir 100 ferm. er til sölu með tæki- færisverði ef samið er strax. — Staðgreiðsla nauð- synleg. Austurstræti 14. III. hæð Sími 14120 SÍMASKRÁIN 1961 Orðsending til símnotenda í Reykjavík og Hafnaríirði. Fyrirhugað er að gefa út nýja símaskrá í byrjun næsta árs. Allar breytingar við símaskrána óskast sendar skriflega til skrifstofu Bæjarsímans í Reykja- vík með áiitun „Símaskrá“. Breytingar vM símaskrá Hafnarfjarðar sendist til Bæjarsímans í Hafnarfirði. I>ó má senda þær til skrifstofunnar í Reykjavík, ef símnotendur kjósa heldur. Frestur tál að senda inn breytingar er til 20. þ.m. Bæjarsíminn í Reykjavík og Hafnarfirði 7. september 1960 N ý k o m i ð Grófir telpujakkar Skólavörðustíg 13 — Sími 17710 3/o til 5 herb. íbúð óskast til leigu frá 1. október fyrir mjög góðan leigj- anda. — Gjavnan í Hlíðunum eða nágrenni. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL. Laufásvegi 2. Sími 19960 eða 11628 Til sölu peningaskápur, reiknivél, ritvél, kallkerfi, beygivél og loftpressa. — Upplýsingar á Bifreiðaverkstæðinu Neisti s.f., Kópavogshálsi. Einbýlishús til leigu 6 herbergji með síma .sjálfvirkri þvottavél. — Gæti verið með húsgögnum. — Uppl í síma 19991 eða á Lynghaga 2, efstu hæð. Clœsileg einbýlislóð til sölu í næsta nágrenni Reykjavíkur.— Upplýsingar í síma 16132 e. h. á morgun Bátur til sölu Hefi til sölu 65 tonna vélbát í fyrsta flokks standi, tilbúinn til veiða Báturinn selst með eða án veiðar- færa. JÓN HJALTASON, hdl. Heimagötu 22. Sími 447, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.