Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 24
Crœnlandsför Sjá bls. 13 og 15. 205. tbl. — Föstudagur 9. september 1960 IÞROTTIR eru á bls. 17, 22 og 23. „Furöu reyndist vera Kyrrahafslax Rússar hafa sleppt 60 millj. slíkra seiða 1 N..-íshafið FURÐULAXINN, sem veidd- ist norður í Þingeyjarsýslu í síðustu viku og sagt var frá í blaðinu, var sendur Veiði- málastofnuninni til athugun- ar. Hefur hann nú verið rann- sakaður og reyndist vera teg- und af Kyrrahafslaxi, sem nefna má hnúðlax eða bleik- lax (Oncorhynchus Gor- buscha, Humpback eða Pink salmon), sem er ein af 5 teg- undum laxa, sem finnast í Kyrrahafi. Hafa Bandaríkja- menn og Rússar á undanförn- um árum gert tilraunir með að sleppa Kyrrahafslaxi í ár, sem liggja að Atlantshafi og telur Veiðimálaskrifstofunni líklegt að þessi fiskur sé frá þeim tilraunum kominn og sennilega frá tilraunum Rússa við Barentshaf. Fjórir aðrir fiskar af sömu tegund hafa veiðzt undanfarna daga fyrir norðan. UNDANFARNA daga hefur landbúnaðarnefnd ráðgjafarþings Evrópuráðsins setið á fundum hér í Reykjavík, nánar tiltekið í Alþingishúsinu. 15 ríki standa að Evrópuráðinu, en í landbúnaðar- nefndinni eiga sæti 11 fulltrúar, tveir frá Ítalíu, Þýzkalandi og Frakklandi hverju um sig, og Land búnaða rnefnd Evrópuráðs á fundum hér einn fulltrúi frá hverju eftirtal- inna landa: Noregi, írlandi, Hol- landi, Austurríki og íslandi. For- maður nefndarinnar er ítalskur aðalsmaður, blaðamaður og þing- uiaður, sem ber hið hressilega nafn Lucifero d’Aprigliano. Tveir fyrrverandi landbúnaðarráðherr- ar sitja fundina, Vondeling frá Hollandi og Stúrgkh frá Austur- ríki. Fulltrúi íslands er Rann- veig Þorsteinsdóttir lögfræðing- ur. Þótt nefndin heiti þessu nafni, fjallar hún einnig um fiskimál. Nefndin kvaddi fréttamenn á fund sinn í gær og skýrði frá helztu störfum sínum. Nefndin kemur saman til skipt- is í löndum þeim, sem eiga aðild að Evrópuráðinu, til þess að geta kynnzt vandamálunum á hverj- um stað um sig, og tóku nefndar- menn sérstaklega fram, að hér hefðu þeir öðlazt mikilvægan skilning á sérvandamálum íslend inga, sem þeir hefðu tæpast get- að fengið annars staðar. Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, fræddi þá um ástandið í fiskimálum ís- landinga, og fiskvinnslustöðvar í Reykjavík voru skoðaðar. f>á hafa nefndarmenn athugað Garðyrkju skóla ríkisins á Reykjum við Hveragerði og Mjólkurbú Flóa- manna á Selfossi. Nefndarmenn lofuðu gestrisni íslendinga mjög og báðu blöðin fyrir þakkir í garð þeirra, sem þar áttu hlut að málí. Hinn ítalski formaður hafði þegar gleymt óþægindum og töf- um, sem hann varð fyrir á leið- inni hingað vegna lasleika flug- véla, en þegar hann komst til Framhald á bls. 23 Læknar fóru á skriðbi! á hreindýraveiðar Norðmenn hafa undanfarið verið að finna þennan lax við Norður-Noreg, og reyndar tvær tegundir Kyrrahafslaxa. Segja þeir greinilegt að bleiklaxinn sé að koma suðuryfir frá Rússum, en þeir hafa sleppt 60 millj. laxa seiða frá Kyrrahafinu í Norð- uríshafið á síðustu 4 árum. Virð- ast Norðmenn ekki mjög hrifnir af bleiklaxinum, segja hann að gæðum standa langt að baki þeirri eigin sjólaxi. Telja þeir hættuna þó ekki mikla þar sem svo virðist sem bleiklaxinn ihrygni við mynni ánna. Ef hin Kyrrahafslaxtegundin, sem er íarin að sýna sig hjá þeim. geng- ur aftur á móti upp í árnar, ótt- ast þeir að hún kunni að keppa við laxinn sem þar er fyrir um æti. Laxinn, sem hér fannst veidd- Lucifero d’Aprigliano, formaður landbúnaðarnefndar Evrópu- ráðsins, undir fána ráðsins fyrir framan Alþingishúsið í gær. Fáninn er blár með fimmtán gylltum stjörnum, sem eiga að tákna hvert hinna fimmtán aðildarríkja. HREINDÝRAVEIÐARNAR standa nú sem hæst og hafa ýms ir farið á hreindýraveiðar, bæði menn að austan og aðkomumenn en veiðarnar eru háðar undir eft irliti. Hefur veiðst nokkuð af Kartöfluuppskeran ágœt Þykkvbæingar taka upp úr 1000 ferm. á klukkustund KARTÖFLUUPPSKERAN virðist ætla að verða ágæt, samkvæmt fréttum sem ber- ast frá mestu kartöflurækt- arstöðunum á landinu, en þar er nú unnið að upptöku. f Þykkvabænum eru um 130 hektarar garðlönd og var byrjað að taka þar upp kartöflur um síð ustu helgi, að því er fréttaritari blaðsins á staðnum sínar. Unnið er með nýjum stórvirkum vinnu vélum og búið að taka upp um þriðjung uppskerunnar. Gengur vinnan mjög vel, því vélarnar taka upp úr 1000 ferm. á klukku stund. Kveður fréttaritarinn upp skeruna mjög sæmilega. í Hornafirði er einnig byrjað að taka upp, en rigning síðustu þrjá dagana hefur tafið. Kveður fréttaritari blaðsins þar uppsker una alveg ágæta, þar sem hann hefur haft spurnir af. Lakast mun þó sprottið í sandgörðum vegna þurrkanna í sumar. í jgt 1. september í nælonnet rétt Nornafirði var meira sett niður Framh. á bls. 23. en venjulega og kartöfluuppsker an meiri. Skortur á kartöflugeymslum Það veldur þó kartöfluræktend um vandræðum, að kartöflurnar seljast ekki á haustin, ekki hægt að losna við þær fyrr en á út- mánuðum, þó allt seljist upp á sumrin. Einstaka bændur hafa að vísu góðar kartöflugeymslur og Kaupfélagið hefur geysistóra kartöflugeymslu á tveimur hæð- um, þar sem hægt er að hafa visst hitastig allt árið og bjargar það miklu, en dugar þó ekki til. Geymsluskortur háir 'kartöflu- ræktinni. Rófnasprettan í Hornafirði virð ist sæmileg, þó rófur spretti yfir leitt verr í þurrki. En þær geym ast illa og seljast seint eins og kartöflurnar og því eykst ekki rófuræktunin. Þingmenn stiórnar- flokkanna á fundi í FYRRADAG var miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksjns á fundi, og í gær voru þingrnern' Alþýðuflokksins á fundum Til funda þessara var boðað til þess að ræða landhelgismálið, en ems og kunnugt er standa fyrir dyr- um viðræður ríkisstjórna ís- Svona lítur laxinn út, sem Rússar hafa flutt frá Kyrrahafi í Norður-lshafið og nú finnst við Nor- eg og ísland. Myndin er tekin úr rússneskri bók, þar sem m.a. eru myndir af mörgum laxateg., sem finnast í Sovétrikjunum. Geta menn nú borið hann saman við laxinn úr Skjálfandafljóti, scm við birtum mynd af í sunnudagsblaðinu. lands og Bretlands. Munu rað herrar hafa talið eðlilegt að ráðgast við þingmenn flokka sinna, áður en viðræðurnar við Breta hæfust. Af skrifum Tímans í gær virð- ist hins vegar, að nú sé ekki lengur einungis „sviksaralegt" að ræða ágreiningsmálin við Breta, heldur einnig að íslenzkir stjórnmálamenn ræði landhelg- ismálin sin á milli! dýrum, en kjötið ei sett í, frysti, saltað eða reykt. Blaðinu er kunnugt um, að Agnar Bogason, sem fór aus+ur við þriðja mann, fékk veiði.ia suður með flugvél í gær. Bkutu þeir félagar 8 hreindýr. Sex Akureyringar fóru einnig nýlega á hreindýraveiðar og skutu 11 dýr, kjötið um 60 kg. af hverju dýri. Fimm mannanna höfðu leyfi til að skjóta tvö dýr hver, en tvö dýr féllu óvart í síðasta skoti. Þá fóru læknamir dr. Snorri Hallgrímsson, Kristinn Stefáns- son og Kristján Gunnlaugsson, tannlæknir af stað austur 31. ágúst. Fóru þeir í Dodge-trukk og með skriðbíl eða einhvers konar skriðdreka, sem þeir keyptu í vetur af varnarliðinu. Ætluðu þeir norður Sprengisand, upp á Öskju og að Grímsstöðum og síðan þaðan á veiðar. Ekki hefir blaðið haft spurnir af þeim síðan. Skaut 12 linísur HÚSAVÍK 8. sept. — Undan farið hefur venð hér dágóður afli hjá trillubátum. í dag fékk Helgi Héðinsson óvenjulega veiði, er hann var í fiskiróðri á trillu með línu. Hann fékk 1500 pund af ýsu og þorski, en meðan har.n lá yfir línunni skaut hann tólf hnísur. — Helgi er góð skytta, og í róðri í síðustu viku skaut hann þrjá seli, með- an hann lá yfir línunni. —Fréttaritari. íslenzkir fogarar reyna að ná flugmönnunum KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 8 sept.: — Erfiðlega gengur að ná amerísku flugmönnunum tveimur sem veðurathugunarskipið Polar- front 11 bjargaði á dögunum er fiugvél þeirra varð að nauðlenda á hafinu milli íslands og Græn- lands. Flugumferðarstjórnin í Reykja vík hafði samband við togarann Apríl, sem var á heimleið af Grænlandsmiðum og bað hann að taka mennina. Apríl kom á staðinn þar sem Polarfront 11 er í gærkveldi en þá var slæmt í sjóinn, að skip- stjórinn á Polarfront treysti sér ekki að setja bát í sjóinn, til þess að flytja mennina milli skipa. Togarinn Þorkeli Máni, sem er á !eið frá Grænlandi til íslands mun sigla framhjá Polarfront 11 í kvöld og reyna að ná flugmönn- unum ef veður leyfir. — B. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.