Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 1
24 síður
Valdabaráttan
nær hámarki
Kasavubu fyrirskipaði handtöku
Lumumba, en óljóst, hvort handtokan
hefir raunverulega verið framkvæmd
Leopoldville, 12. sept. — (Reuter-NTB) —
JOSEPH ILEO, sem Kasavubu forseti hafði skipað forsætis-
ráðherra í Kongó, lýsti því yfir í dag, að Patrice Lumumba,
sem neitað hefur að leggja niður völd sem forsætisráðherra,
heíði verið tekinn fastur, samkvæmt handtökuskipun frá
Kasavubu. Lögreglumenn nokkrir kváðust hafa verið vitni
að því, er Lumumba var handtekinn og fluttur til herbæki-
stöðvar einnar í Leopoldville. — Skömmu eftir að þessar
fréttir bárust út, fullyrti hins vegar upplýsingamálaráðherr-
ann í stjórn Lumumba, Antoine Bolamba, að þær væru „upp-
spuni frá rótum“. — Lumumba hefði aðeins farið til her-
stöðvarinnar til þess að ræða einhvern „misskilning" við
hernaðarleiðtoga og til að ávarpa hermennina. Hann kvað
Lumumba nú of þreyttan til að taka á móti fréttamönnum.
— AFP-fréttastofan staðfesti og í kvöld, að Lumumba væri
frjáls ferða sinna. Hefði hann haldið til útvarpsstöðvarinnar
er hann kom aftur frá fyrrnefndri herstöð og ætlað að flytja
ávarp. Yfirvöld SÞ höfðu fyrr í dag opnað útvarpsstöðina,
og safnaðist nú þangað fjöldi hermanna, bæði úr liði SÞ,
aðallega Ghana-menn, og úr Kongóher, svo og fjöldi
óbreyttra borgara.
• KYRRT A YFIRBORÐI
Þótt mjög erfitt sé að átta
sig á atburðarásinni, virðist
eitt a. m. k. augljóst — að
vaidabaráttan er nú að ná há-
marki, og getur varla langt
liðið, ]>ar til annar hvor aðil-
Öryggisráðs-
fundi frestað
enn
NEW YORK, 12. sept. (NTB/
Reuter/AFP — Öryggisráðið
kom saman til fundar aftur
í kvöld til að ræða ástandið
í Kongó, eftir að ákveðið var
á laugardag að fresta fundi
og bíða komu sendinefndar
frá Kongó. — Fundurinn í dag
varð hins vegar mjög stutt-
ur, og eftir nokkur orðaskipti
milli bandaríska fulltrúans og
hins rússneska, var samþykkt
tillaga hins fyrgreinda um að
fresta enn fundi vegna hins
mjög svo óljósa ástands í
Kongó, með 9 atkv. gegn 2
atkv.; Sovétríkjanna og Pol-
lands.
— ★ —
Siðar komu ráðsfulltrúar
saman á sérstakan fund utan
„ramma“ sjálfs ráðsins, að
því er glöggar heimildir segja,
og var þar rætt um möguleika
þess að senda sérstaka nefnd
til Kongó án tafar til þess að
reyna að koma á einhvers
konar samkomulagi eða
vopnahléi milli hinna stríð-
andi, pólitísku afla í landinu.
inn ber sigur af hólmi. —
Ástandið var annars kyrrt á
yfirborðinu í dag — og með
tilvísun til þess, var útvarps-
stöðin i Leopoldville opnuð á
ný. í ávarpi var hins vegar
sagt, að engum yrði leyft að
tala í útvarpið á þann hátt, að
valdið gæti æsingi eða leitt til
ofbeldis. Var mestmegnis út-
varpað tónlist i dag.
— ★ —
Tvær sendinefndir eru nú á
leið vestur um haf til að sitja
fund Öryggisráðsins — önnur
skipuð af Ileo forsætisráðiherra,
hin af Lumumba forsætisráð-
herra! Hvor aðilinn um sig hefir
sent skeyti til S. þ., þar sem sendi
nefnd hins er lýst ólöglega skip-
uð og farið fram á, að hún fái
ekki viðurkenningu.
• TSHOMBE KYRRSETTUR
Ileo hóf hér fund síðdegis með
ýmsum leiðtogum viðs vegar að
úr Kongó, í þeim tilgangi að
leysa vandamál hins unga iýð
Framh. á bls. 2.
Gagnbylting í Laos
Ekki búizt við, að i hart fari
Saigon, S-Vietnam, 12. sept.
—■ (Reuter) —•
ÖNNUR stjórnarbyltingin á
rúmum mánuði var gerð í La-
os á laugardaginn. Foringi
hinna nýju byltingarmanna,
Boun Oun prins, skýrði í út-
varpsræðu frá Savannakhet
frá ástæðunum til byltingar-
innar: „Til þess að koma á ró
og friði í landinu, til þess að
vernda konunginn, trúna og
frelsi fólksins, lýsum vér bylt
ingarmenn því yfir í nafni
Laos, að við tökum völdin í
okkar hendur og ógildum all-
an stjórnarskrárlegan rétt nú
verandi ríkisstjórnar, frá þess
um degi- að telja“.
★ ★ ★
Stjórnarerindrekar hér telja
litlar líkur til, að þessi bylting
leiði til bardaga — hún muni
fyrst og fremst vera bragð hægri
sinnaðra til þess að ná sterkari
aðstöðu í samningum við vinstri
menn um stjórn landsins. — Bo-
un Oun heldur því fram, að hin
hlutlausa stjórn Souvanna Pho-
uma, sem mynduð var fyrir 10
dögum, sé í rauninni alls ekki
hlutlaus, ■ heldur ætli hún að
glúpna fyrir kröfum hinnar
kommúnisku Pathet Lao-hreyf-
Framh. á bls 2.
RUSSNESKA skipið „Baltika"
fór í gær um Ermarsund og
lagði út á Atlantshaf með hinn
dýrmæta „farm“ sinn, Krúss-
jeff, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, ásamt nær 140
manna fylgdarliði, og auk þess
aðalkommúnistaleiðtoga Ung-
verjalands (Kadar), Rúmeníu,
Búlgaríu, Úkraínu og Hvíta-
Rússlands. - Þessir herramenn
allir munu sitja Allsherjar-
þing S. þ., sem hefst í New
York 20. þ.m. — Og hér er
mynd af „Baltika“.
Verhfoll póstmnnno í Höfn
Fyrsta verkfall opinberra
starfsmanna i Danmörku
Kaupmannahöfn, 12. sept.
(Einkaskeyti frá frétta-
ritara Mbl.)
DREIFING á pósti í miðhluta
borgarinnar má heita stöðvuð
í dag vegna verkfalls póst-
manna. — Samkomulag hafði
náðst um deiluefnið, sem er í
sambandi við eftirvinnu, á
milli póststjórnarinnar og
Tannhvass biskup
rekinn frá S.-Afríku
Jóhannesarborg, S-Afríku,
12. sept. — (Reuter) —
ERKIBISKUP ensku biskupa
kirkjunnar í S-Afríku, Am-
brose Reeves, sem lengi hefur
einarðlega gagnrýnt stefnu
ríkisstjórnarinnar í kynþátta-
málum, var fluttur úr landi
í dag, aðeins tveim dögum
eftir að hann kom heim aftur
úr 5 mánaða „útlegð“. — Var
Reeves settur með leynd um
borð í flugvél, sem fór til Eng
lands. Við komu sína hingað
sl. laugardag, eftir 5 mánaða
dvöl í Englandi, sagðist hann
ákveðinn í að halda áfram
starfi sínu, „bæði andlegu og
pólitísku“.
★ „I þágu þjóðarinnar“
í yfirlýsingu um mál þetta frá
innanríkisráðuneytinu sagði: —
Ráðherrann getur, ef hann telur
það í þágu þjóðarinnar, fyrir-
skipað brottflutning hvers þess
manns, sem ekki hefur borgara-
rétt í S-Afríku“. — I júní sl.
hafði innanríkisráðherrann, Tom
Naude, sagt, að stjórnin mundi
ekki taka ákvarðanir um mál
biskupsins fyrr en hann sneri
aftur til S-Afríku. Þótt Reeves
væri ekki fæddur S-Afríkubúi,
hefði hann öðlazt heimilisfesti
með dvöl sinni í landinu. Þegar
biskupinn sneri aftur mundi
ákveðið, hvort það væri „í þágu
alþjóðar, að hann dveljist áfram
í S-Afríku“. — Reeves hélt úr
landi með leynd, þegar lýst hafði
verið yfir neyðarástandi.
Framh. a bls. 2.
Uppreisn-
artilraun
kœfð
CARACAS, 12. sept. NTB-AFP
Uppreisnartilraun var gerð
hér I höfuöborg Venezúela
snemma í morgun. — Um 30
vopnaðir uppreisnarmenn
náðu þá á sitt vald útvarps-
stöðinni „Radio Conlinente“
— en hermenn, sem trúir eru
Betancourt forseta kæfðu upp-
reisnartilraunina í fæðing-
unni.
— ★ —
Samkvæmt opinberri til-
kynningu frá stjórnarvöldun-
um, urðu uppreisnarmenn að
gefast upp, er þeir höfðu haft
útvarpsstöðina á valdi sínu að-
eins skamma stund. Foringi
þeirra var lautinant að nafni
Llamado Saldivia.
— ★ —
Ekki er vitað til, að slíkir
atburðir hafi gerzt víðar i land
inu — og ríkisstjórnin segir,
að allt sé nú með kyrrum kjör i
stjórnar félagsins — en sam-
komulagið var fellt á almenn-
um fundi í póstmannafélag-
inu. —
★
Þegar póststjórnin skipaði 70
póstmönnum í Köbmagergade-
pósthúsinu að vinna eftirvinnu,
neituðu þeir — og fengu þar með
uppsögn. Tvö hundruð aðrir bréf-
berar lögðu þá niður vinnu í mót
mælaskyni — og hófu þar með
fyrsta verkfall opinberra starfs-
manna í Danmörku, en slík verk
föll eru bönnuð.
. ★
I dag eru engir póstkassar
tæmdir og engin bréf borin út í
Köbmagergade-umdæminu, að-
alverzlunarhverfi miðborgarinn-
ar. — Annars staðar, t. d. í Avis-
pósthúsinu eru póstberar í
„setuvefkfalli“. — Segja má, að
öll verzlunarstarfsemi og kaup-
sýsla sé meira og minna lömuð
vegna þess ástands, því að pen-
ingasendingar með pósti og vöru-
pantanir komast ekki til skila
o. s. frv.
— ★ —
Allt eins er gert ráð fyrir,
að verkfallið breiðist út um
alla Kaupmannahöfn.
um.
Umsáfiirsástand
BAMAKO, Súdan, 12. sept. NTB-
AFP: — í dag var lýst yfir um-
sátursástandi um allt Súdan, en
„undantekningarástand" var lýst
í landinu 30. ágúst sl. — Ekki
er vitað um ástæður til þessarar
ráðstöfunar í dag — en tilkynn-
ingin kemur í kjölfar þess, að
franska ríkisstjórnin hefir viður-
kennt Senegal sem sjálfstætt ríki
og lýst yfir stuðningi við kröfu
þess til inngöngu í Sameinuðu
þjóðirnar.