Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 23
í>riðjudagur 13. sept. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 23 Hömlur á ferðir A.-Þjóð- verja til V.-Evrópu ,Svar' við aðgerðum a-þýzku stjórnarinnar Kennsla Tímarnir í fyrstu grein, j' grindahlaupinu, voru líka léleg- ir .Johnson náði t. d. aðeins 15 3 sek. — maður, sem hlaupið hef- ur undir 14 sek. Ýang var beztur náði 14.6 og tók nú aftur foryst- una í keppninni. Björgvin var ákaflega þungur — ætlaði varla að hafa það yfir síðustu grind- in. Tíminn var 16.2 sek. — þannig fór ein hans allra bezta grein. Sex áttu lakari tíma, lak ast var 18.4 sek. Hjá sumum líkt- ist þetta meira göngu í svefni en spretthlaupi. ■ft Rússnesk rödd. Nú var röðin komin að gamla Iheimsmethafanum Rússanum Kuznetsov að vxnna eina grein. Hann þeytti kringlunni 50.52 m og skákaði öllum. En það dugði lítt til að blanda sér í stríð John I sons og Yang. Johnson náði 3. íbezta kasti 48.49 og endurheimti forystuna, því Yang varð 11. með 39.83. 12. varð Björgvin með 39.50. Og þá kom að stangarstökkinu — keppni sem átti eftir að standa í 5 tíma. Þeir beztu biðu meðan „skussarnir" reyndu við lágu hæðirnar og svo kom að hinum að bíða eftir þeim beztu. Svo fór að Yang reyndist í stangarstökkinu ofjarl margra sem hingað voru sendir einung- is til keppni í stangarstökki. Hann stökk 4,30 metra. En nú náði að fara 4,10 metra 13 sm „yfirgaf“ Johnson sjálfan sig — betur en er hann setti heimsmet sitt. Og það nægði til að halda forystunni — en naum var hún þó. Björgvin fór 3,30 m. Hon- um varð tíðlitið til félaga síns Vilhjálms sem var í þrístökks- keppni við hinn enda vallarins. 3,40 felldi hann illa Hann var 18.—20. í stangarstökkinu. Spjótkastið varð JohAson hag- stæðara en Yang. Johnson kast- aði 69,76 við feikilegan fögnuð. Nú var komin niðdimm róm- versk nótt, en völlurinn var bað aður fljóðljósum, svo að gljáði á svartan líkama Johnsons. John son varð þriðji í spjótkastinu. Rússarnir Kutenko og Kuznetsov reyndust beztir með 71.44 og 71.20 — samt eru þeir bara tug- þrautarmenn. Yang varð 44. í spótkastinu með 68.22 — og nú skildu 67 stig hann og Johnson. Björgvin varð 12. með 5745. 67 stiga munur eftir 9 greinar Spenningurinn náði hámarki — og það var allt bundið baráttu Johnsons og Yang. 67 stig skildu þá að. Yang er miklu léttari maður og líklegri til að ná meiri getu í 1500 metrum. Þeir hlupu saman í síðasta riðli. Yang reyndi allt hvað af tók, en Johnson fetaði dyggi- lega í fótspor hans — sleppti honum ekki þumlung frá sér. — Þannig hlupu þeir hring eftxr hring. Einbeittni Johnsons var mikil og svona hlupu þeirímark. John háfði sigrað. Hann hljóp út í vallarenda — og faðmaði þar kvenpersónu. Fögnuðurinn hjá fólkinu var mikill og klapp- að fyrir þessari spennandi keppni þeirra innilega og engi. Og svo ruddust 2—300 manos inn á völlinn og umkrindu kapp - ana. Það var orðið of lítið af lögæzlumönnum á vellinum til að halda uppi reglu. Þetta var eina greinin, sem Björgvin vann kappana báða í. Hann hljóp 1500 m á 4.40.6 og varð 9.—10. Yang náði 4.48.5 og Johnnson 4.49.7 mín. Hitastigið var komið í 19.5 gráður, þegar við héldum heim í kvöldgolu rómverskrar nætar. Við vorum bugaðir af þreytu, eftir 13 tíma setu á vellinum. En hvað bá um tugþrautarmennina. Þeir hafa áreiðanlega sofnað fljótt og fast. Hlaupið í Skaftá HLAUP virðist vera í Skaftá og er jöklafýlan, sem barst í norður yfir landið fyrir og / um helgina úr henni, eins og / Jón Eyþórsson taldi líklegasl í blaðinu á sunnudag. Hefur vatnsmagnið verið mest efra, í Skaftárdal, en áin skiptist mjög þegar neðar kemur og fer í lænur út um hraun, svo vöxtur í henni er ekki eins áberandi þar. Vegamálastjóri varaði þó litla bíla við því að fara yfir hraunið. Sennilega stafar lilaupið af sigi uppi í Vatnajökli, sams- konar og varð þar árið 1955. Unnu og löpuðu HANDKNATTLEIKSFLOKKAR KR, sem nú dvelja í Danmörku, kepptu við H. I. F. í Helsingör á sunnudag. Leikar fóru þannig að karlaflokkurinn vann með 31:24, en kvennaflokkurinn tapaði með 9:10. KAUPMANNAHÖFN, 12. sept. (Reuter-NTB) — Ekki kom til þess í dag, : fyrsta degi ráð- stefnu flugfélagasambandsins IATA hér, að rædd yrðu tilmæli þau, sem bandarísk flugyfirvöld Týndu peningum og happdrættis- miðum TVÆR telpur, sem voru að selja miða í happdrætti Styrktarfélags vangefinna, urðu fyrir því ó- happi í gær að týna umslagi með 15 miðum og 700 krónum. Telp- urnar telja, að umslagið hafi týnzt á Grettisgötu eða nágrenni hennar. Þær voru að koma með föt úr hreinsun, sem sett höfðu verið í poka ásamt umslaginu. Síðar tóku þær fötin úr pokanum og fleygðu honum, og hefur um- slagið þá sennilega enn verið í honum. Pokann gátu þær svo ekki fundið aftur. Fólk, sem gæti veitt einhverjar upplýsing- ar um málið, er beðið að hafa samband við lögregluvarðstof- una. —• v BERLÍN, 12. sept. (Reuter): — í dag voru gerðar fyrstu gagnráð stafanirnar vegna takmarkana þeirra, er austur-þýzka stjórnin setti á ferðir V.-Þjóðverja til A,- Berlínar í sl. viku. — Eftir 2ja stunda fund v.-þýzku stjórnar- innar var gefin út tilkynning, þar sem m. a. var skorað á kaupsýslu menn að ferðast ekki til Austur- Þýzkalands, „á meðan hinar ó- réttiátu takmarkanir gilda“. — Samtímis þessu settu hernaðar- yfirvöld Vesturveldanna í Berl- ín hömlur á nær allar ferðir A.- Þjóðverja til Vestur-Evrópu. Vesturveldin þrjú, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, hafa lýst fyrrgreindar aðgerðir austur- þýzku stjórnarinnar brot á fjór- veldasamkomulaginu um Berlín — en Vesturveldin viðurkenna ekki austur-þýzku stjórnina. — Ferðahömlur þær, sem fyrr grein ir, munu aðeins gilda um lönd utan Þýzkalands. Austur-Þjóð- eru sögð hafa borið fram, um fækkun flugferða SAS-samsteyp- unnar á Norður-Atlantshafsleið- inni. Aðalfulltrúi Bandaríkj- anna, Joseph Minotti, varð síðbú- inn til þingsins og mætti ekki í dag. — Mun þetta viðkvæma mál því varla koma til umræðu fyrr en á miðvikudag. — ★ — I setningarræðu sinni sagði aðalframkvæmdastjóri IATA, Sir William Hildred, að menn yrðu að gera sér grein fyrir því, að á næstu tíu árum yrðu teknar í notkun farþegaþotur, er færu hraðar en hljóðið — „hvort sem okkur líkar betur eða verr“. — Þetta þyrfti að leiða til ódýrari flugferða, ekki aðeins meiri hraða, sagði forstjórinn. ___ 4 SKIPAUTGCRB RIKISINS Hekla fer austur um land í hringferð hinn 17. þ. m. — Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morg un til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Mjóafjaðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers og Húsavíkur. Farseðlar seidir á fimmtudag. verjum verður sem fyrr leyft að koma til Vestur-Þýzkalands, þar sem litið er á slíkar ferðir, sem þær séu innanlandsferðir. — Er talið, að umræddar hömlur muni snerta 500—1000 Austur-Þjóð- verja á mánuði hverjum, mest opinbera embættisménn og kaup- sýslumenn. , I tilkynningu stjórnarinnar í dag sagði, að athugaðar myndu verða frekari gagnráð- stafanir í garð Austur-Þjóð- verja, í samráði við Vestur- veldin þrjú. LES MEÐ SKÓLAFOLKI (þýzku, stærðfræði og margt fl.) Dr. Ottó Arnaldur Ma^nússon, (áður Weg), Grettisgötu 44A. — Sími 1-50-82.____________ Stnnkomur FlLADELFÍA Samkoma kl. 8,30. — Allir velkomnir. VAGN E. JÓNSSON lögmaður við undirrétt og hæstarétt. Málflutningsskrifstofa Austurstræti 9 Símar: 1-44-00 og 1-67-66 RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 Vkgfræðistörf og eignaumsýsla- Hugheilar þakkir votta ég öllum þeim, sem með heim- sóknum, gjöfum og skeytum heiðruðu mig og sýndu mér margvíslegan hiýh.ug og virðingu á áttatíu ára afmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörn Guðmundsson. Innilega þakka ég frændfólki og vinum nær og fjær margvíslegan heiður með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum á 75 ára afmælisdegi mínum 9. sept s.l. Lifið heil. Stefán M. Bergmann, Keflavik. Þakka hjartanlega börnum, barnabörnum, tengda- börnum mínum og öðrum.sem glöddu mig með gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu 30. ágúst s.l. Jónína Ragnheiður Kristjánsdóttir, Hvítárbaka. Mínar innilegustu þakkir færi ég skyldfólki mínu, tengdafólki og vir.um fyrir gjafir, heimsóknir og skeyti á 60 ára afmæli :nínu. Sérstaklega þakka ég starfsfólki Ríkisútvarpsins höfðinglega gjöf og heimsóknir. Guð blessi ykkur öll_ Tryggvi Bjarni Kristjánsson, Hofteig 16. Eiginkona mín og móðir okkar Armey björnsdóttir I -yngási, Mosfellssveit, andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 10. þessa mánaðar Sigurjón Sigurjónsson og börn. Móðir mín GUÐFINNA JÓNASDÓTTIR andaðist að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund 9. þ. m Fyrir mína hónd og annarra ættingja. Kristín Anna Baldvinsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar ÖRNÓLFUR HÁLFDANARSóN andaðist í Landsspítalanum 11. þessa mánaðar. Margrét Reinaldsdóttir og börn. Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar BRYNJÓLFS KRISTJANSSONAR verkstjóra, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. sept. og hefst kl. 10,30. — Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Miklaholtskirkju eða einhverja líknarstofnun. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Ásta Ólafsdóttir og börn. Útför GUÐLAUGAR VIGFÍ SDÓTTUR frá Geldingalæk, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. september kl. 1,30. Vandamenn. Sonur minn og faðir okkar, TRYGGVI MAGNÚSSON listmálari verður jarðsungirn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. sept. kl. 10,30 f.h. -— Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Anna Eymundsdóttir, Þórdís Tryggvadóttir, Sturla Tryggvason Hjartans þakkir til allra fjær og nær, sem sýndu mér samúð við andlát og jarðarför mannsins míns GUÐBJARTAR SIGURÐSSONAR ' Bolungarvík. Halldóra Sigurðardóttir. Þökkum af elhug öllum þeim, sem auðsýndu okkur vinsemd og samúð við fráfall og jarðarför HARALDAR LEÓSSONAR fyrrv. gagnfræðakennara, ísafirði. Hertha Schenk Leósson, Hans W. Haraldsson, Þóra Gestsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, JÓHÖNNU ODDSDÓTTUR frá Litla-Langadal Aðstandendur Flugfélogsþingið í Höfn hnfið -A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.