Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 6
MORCVNBLAÐ1B Þriðjudagur 13. sept. 1960 Á LAUGARDAG efndi samfylk ing þeirra, er vilja að varnarlið hverfi úr landi, til útisamkomu á Brúsastöðum. Samkoman haíði verið auglýst lengur og ræki- legar en dæmi þekkjast til hér á landi, og mun kostnaður við hvern mótsgesta hafa L'umið a. m. k. 600 krónum. Á föstudag og fyrri hluta laug ardags sátu um 250 manns á fundi í veitingaskála Valhallar og gengu frá „ávarpi til ísiend inga“. Er þar andmælt dvöi hins bandaríska varnarliðs, þar sem hún sé siðferði þj^'iarinnar hættuleg. enda sjáist hennar merki í „aukinni lausur.g, tjár- málaspillingu og málskemmd- um“. Baráttan gegn hinu síðast- nefnda hófst samdægurs á síðum Þjóðviljans, þar sem hagyrðingur stuðlar v á móti w í kvæðis- korni eftir sig. „Stendur í brekku . . . .“ Samkoman skyldi hefjast kl. 3, en bíða varð alllengi eftir því, að fína fólkið í Valhöll lyki mat sínum. Landvættir voru fund- armönnum fúlar og jus i þá regni. Stóðu Brúsaskeggir 1 brekku og biðu foringja sinna svo lengi. að sumir óttuðust að þeir yrðu að mosahrúgu eins og karlinn forðum. Ekki mættu fleiri til fundar en rúm.ega 800 manns, og munu það hafa orðið kommúnistum og fylgdarsvein- um þeirra allsár vonbrigði. Sam- koman var haldin við kvos eina litla og var skjaldar.nerkj uni kaupstaða og héraða raðað um- hverfis. Tilætlunin var að menn skipuðu sér við merkin. en þau höfðu verið staðsett það langt utan hinna endanlegu fundar- marka, að slíkt þótti ekki íært. Sýnir það með öðru, að færri komu til Brúsastaða en búizt hafði verið við Fundurinn fór sæmilega fram, þótt skipulag væri nokk- uð í handskolum. T. d. var söng- fólkið látið syrgja gegn vindi, svo að lítið heyrðist til þess. Að- alræður héldu Sverrir Kristj- ánsson og Gils Guðmundsson, en auk þess var lesið upp og ávörp flutt. Að lokum samþykkti fund arfólk fyrrgreint ávarp og stofn- aði með sér samtök, sem vinna eiga að framgangi hugðarefna þess. Er ráðgert, að talað verði við alla íslenzka kjósendur um varnarmál og þeir beðnir að skrifa undir skjal þess efnis, að þeir séu á sama máli og Brúsa- staðafólk. >á er fyrirhugað að ganga í vor um Suðumes. Spjöll unnin. Þau spjöll voru unnin á Þing- völlum þennan dag. að málað var efst á Almannagjárvegg og hurð í Valhöll orðin „Ami go home“ (Bandaríkjamaður farðu heim), en þetta er vígorð í kom- múnista í löndum, þar sem bandarískt lið dvelst. Þykir mönnum, að lítil virðing fyrir helgi staðarins felist í þessum spellvirkjum. Á sunnudagskvöld hélt Brúsa- staðaliðið útifund I Reykjavík niðri við Tjörn. Kom lið kom- múnista þar saman og slangur af forvitnu fólki. Mjög greir.i- legt var, hve fundur þessi var miklu verr sóttur en fundur sömu aðilja í sumar að aflokinni gönguferðinni um Suðurnes. — Fimm _áhugamenn um varnarmál fluttu þar ávörp, en Bjöm Guð- mundsson flutti „statistik" um giftingar íslenzkra kvenna og bandarískra ríkisborgara. — Að lokum buðu foringjar öllum til veizlu í Lido. Hver borgar brúsann? Óyggjandi fregnir eru fyrir því að kommúnistar hafi boðið fólki í miörgum bæjum ferðir til Brúsastaða fram og til baka, því að kostnaðarlausu. , Stingur það óneitanlega í stúf við yfirlýsingu í forystugrein Þjóðviljans á sunnudaginn, að þar hafi farið fólk, sem lagt hefði á sig mikið erfiði og kostnað af „brennandi áhuga á sjálfstæðismáium þjóð- arinnar". Síðar í sömu forystu- grein er talað af vandlætingu um fólk, sem ferðist á kostnað ríkis- sjóðs. En þeir, sem á máli komm- únista hafa „brennandi áhuga á sjálfstæðismálum þjóðarinnar“ skyldu þó aldrei ferðast á kostn- að erlends ríkisvalds? SYNDIÐ 200 METRANA / ísbirninum í gœrdag UM HELGINA komu hingað á vegum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna tveir Englend- ingar, sem eiga að ferðast milli hraðfrystihúsa S.H. og kenna starfsliði þeirra flökun þess flatfisks, sem nú berst á land með tilkomu dragnótaveið- anna. Mennirnir tóku báðir til starfa í frystihúsi ísbjarnarins hf. í gærmorgun. En þegar ljósmyndari Mbl. kom þar upp úr hádeginu var annar þeirra farinn suður til Keflavíkur, en á miðri myndinni sézt hvar hinn, John Pollard, leiðbeinir tveim flökurum í ísbirninum. Báðir hafa Englendingar þessir mikla æfingu í starfi sínu, enda hafa þeir starfað um árabil hjá fyrirtækinu Brekkes Ltd. í Hull. (Um dag- inn var einmitt samtal við framkvæmdastj. þess hér I blaðinu. Gert er ráð fyrir að þessir menn starfi á vegum S. H. um a. m. k. tveggja mánaða skeið og munu þeir aðallega kenna llökun flatfisks eins og fyrr er sagt. Þeir munu einnig kenna flökun bolfisks eftir því sem nauðsyn krefur. Eru bundnar miklar vonir við starfsemi þessara manna hér. Hæsta vinningar Happdrættis Háskólans LAUGARDAGINN 10. septem- ber var dregið í 9. flokki Happ- drættis Háskóla íslands. Dregn- ir voru 1,105 vinningar að fjár- hæð 1,405,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 100.000 krónur kom á fjórðungsmiða nr. 29,173. Tveir fjórðungsmiðar voru seldir í Borgar.ieu einn fjórðungur í Grafarnesi og einn í umboði Guðrúnar Ólafsdóttur og Jóns St. Arnórssonar Banka- stræti 11 í Reykjavík. 50,000 krónur komu einnig á fjórðúngsmiða númer 23,123. Tveir fjórðungar voru seldir í umboði Arndísar Þorvaldsdótt- ur, Vesturgötu 10, Reykjavík. — Einn fjórðungur á Þórshöfn og annar í Hnífsdal. 10,000 krónur: 4,605 — 7520 — 23232 — 32061 — 39980 — 40139 — 43788 — 50625. 5,000 krónur: 1812 — 2095 — 2999 — 4998 — 13093 — 16275 — 18322 — 20247 — 23218 — 29991 — 28772 — 29172 — 29174 — 34359 — 35126 — 36598 — 36761 — 41716 — 45825 — 47898. * Rimla fyrir opnu gluggana Um daginn var frá því skýrt í fréttum að lítið barn hefði dottið út um glugga á þriðju hæð. Sem betur fer slasaðist það minna en hefði getað orð ið, slapp með lærbrot. í þessu sambandi kom móð ir nokkur að máli við Vel- vakanda, til að koma á fram- færi hvatningu til fólks sem býr með börn á efri hæðum húsa, um að setja rimla í opnu gluggana. Þetta er ofur auð- velt. Sjálf kvaðst kona þessi hafa einn slíkan hættulegan glugga. Hún fékk sér þrjár koparstengur, eins og þær, sem notaðir eru í klæðaskápa og maður getur með lítilli fyrirhöfn sett upp sjálfur, því á endanum er útbúnaður til þess. Úr því þurfti hún ekki að óttast að bamið kynni að detta út, þó það færi eitt upp á loftið. Slíkir rimlar virðast á mjög fáum stöðum fyrir gluggum húsa, hvort sem það nú staf- ar af því að fó k býr ekki með börn hátt uppi eða þá að það tekur áhættuna. íbúðarblokk irnar fara sífellt hækkandi, komnar upp í 10 hæðir. Það er vissulega óhugnanlegt að hafa börn sín svo hátt uppi, nema tryggilega sér frá glugg um gengið, annað hvort að alls ekki sé hægt að opna þá eða rimlar eða grindur séu fyrir þeim sem opnast. Börn eru of fljót að klifra upp í glugga til þess að öruggt sé að treysta því að hægt sé að gæta þeirra. • Þriðjungur til fæðukaupa í síðustu viku var Velvak- andi að velta því fyrir sér hvort við fslendingar notuð- um meiri eða minni hluta af tekjum okkar til fæðukaupa FERDIIM AND ~X~ I nrjr/nnr =-~ CopyrígV.I P. I. B. Bo* 6 Copenhogen en aðrar þjóðir, sem samkv. skýrsiu sameinuðu þjóðanna nota allt upp í 55% til þeirra hluta. * Nú hefir húsmóðir ein sent mér blöð úr heimil.\?dagbók- inni sinni, þar sein skráð eru útgjöldin í tvær vikur Þar er um fjögurra manna tjó’skyldu. að ræða, þ. e. a. s., þriðja barnið hefur nýlega bætzt við en er ekki enn farið pð borða. Og niðurstaðan er sú að fjöl- skyldan notar um þriðjung- inn af tekjunum til matar- kaupa. Af reikningi snnarrar vikunnar sé ég að olia er tai- in með, en tóbak er aftur á móti þar fyrir utan. Þriðj- ungur af tekjunum er heldur meira en Danir nota til þess- •ara þarfa, og svipað eða að eins ívið meira en flestar þjóðir í Norður-Evrópu, sem nota til jafnaðar 28—32% af tekjum sínum í mat. Finnar eru aftur á móti lángt fyrír ofan þetta, þeir eyða 41% af tekjunum til fæðu, og ýmsar fjarlægari þjóðir ennþá meira. Þetta eina dæmi, sem að eins er tekið í tvær vikur sannar auðvitað ekkert, en búreikningurinn er fróðlegur til athuganar. Tekjurnar virð ast eitthvað mismunandi, aðra vikuna kr. 1.316,20, hina 1.773.76 og þessar tvær vikur kostar maturinn 507,20 og 564,95, og segir konan að fæð- iskostnaður sé kr. 300—700 á viku. Fjölskyldan virðist borða kjöt 2—3 svar sinnum í viku, annars fisk, mjólkur- matur er um 65 kr. útgjóld á viku, og hreinlætisvörur 26 krónur. Aðrir liðir smærri. Fundur á Brúsastöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.