Morgunblaðið - 13.09.1960, Síða 13

Morgunblaðið - 13.09.1960, Síða 13
Þriðjudagur 13. sept. Í960 MORGVTSHL AÐIÐ 13 Fyrir forsetakosningarnar ÞINGRÆÐI Bandaríkjanna hvílir cins og kunnugt er á stjórnmála- kerfi, þar sem aðeins eru tveir flokkar. Þetta kerfi er á engan hátt boðað í stjórnarskráinni, held ur er það að mestu leyti hefð. Bandaríkin eru nefnilega. eitt elzta þingræðisland í heimi, og á bernskuárum þingræðisins var því oft þannig varið, að ákveðið máiefni skipti fólkinu og væntan- legum fulltrúum þess í tvær fylk- ingar: „samstöðu“fIokk og „and- stöðu“fIokk. ☆ Það er einkum tvennt, som er einkennanidi fyrir tveggja flokka kerfi. Hið fyrra er, að flokkur- inn getur ekki aðeins breytt um stefnu og skoðanir, heldur getur hann hreinlega orðið alger and- stæða þess, sem hann var, án þess að breyta um nafn. Og hið síðara er, að flokkurinn getur innbyrðis verið klofinn í tvær eða fleiri fylkingar, sem inmbyrðis berjast svo biturri baráttu fyrir því, hvaða stjórnarstefnu flokkurinn eigi að beita sér fyrir í heild, að flokikurinn splundrist að lokum alveg. Þegar sambandið var stofnað, voru engir flokkar í Bandaríkj- unum. Allir, sem voru á móti sjálfstæðisyfirlýsingunni, tóku saman föggur sinar og fluttu til Kanada. Þeir, sem eftir voru, mynduðu einhuga og fastskipaða þjóð, sem ekki hafði neina' þörf fyrir flokka. George Washington var kjörirm fyrsti forseti landsins af einróma þjóðarsamkundu, án þess nokkur annar væri í kjöri á móti honnm. En strax að forseta- kosningunum loknum urðu sikoð- anirnar skiptar. Nokkrir héldu því fram, að til þess að landið gæti haldið sjálfstæði sínu, yrði það að hafa sterka allsherjar- stjórn með miklum völdum.; að hin einstöku fyilki yrðu að sýna sambandsstj óminni skilyrðislausa hlýðni. Þessi hluti þjóðarinnar kallaði sig sambandssinna (Fed- eralists). Andstæðingar þeirra álitu hins vegar, að fylkin ættu að hafa óskertan rétt yfir innanrík- ismálum sínum; þau skyldu meira að segja hafa fullan rétt til að segja sig úr sambandinu, ef þau æsktu þess. Þessi hluti þjóðar- innar sakaði sambandssinna um að vilja feta í fótspor konungs- dæmanna og kölluðu síg þess vegna Republikana (lýðveldis- sinna). ☆ í þessari grein rekur dr. W. Kwetzin- sky á skemmtilegan hátt stjórnmálasögu Bandaríkj anna ☆ Nixon Kennedy Bandaríkfunum áttina; deilan milli þeirra vex, og þau reka meira að segja sitt hvora utanríkisstefnuna, að minnsta kosti hvað snertir verzlunarmál. Norðurríkin tóku mikinn þátt í hinni miklu þróun iðnaðarins. Þar voru engir þrælar, hinn ört vaxandi iðnaður þurfti á frjálsu vinnuafii að halda. Hinn mikli straumur evrópskra innflytjenda beindist þess vegna beinustu leið til Norðurríkjanna. Hinn stöðugt vaxandi iðnaður var að öllu leyti miðaður við að fullnægja innan- landsmarkaði og var þess vegna mjög háður verulegum vemdar- tolli. ☆ Sambandssinnar höfðu hins veg ar fleiri fylgjendur, og hinir fyrstu þrír forsetar á eftir Was- hington vou sambandssinnar. (Thomas Jefferson gerði þó mik- ið til að styrkja sjálfsákvörðun- arrétt fylikjanrxa). En árið 1816 hafði ríkið náð svo langt, að það virtist hafa tryggt sér sjálfstæði sitt um aldur og ævi. Á því ári var fyrsti Republikaninn kjörinn forseti landsins. Hann var hinn fimmti í röðinni og hét James Moni'oe. Á tveggja kjörtímabila stjórnartíð hans hurfu sambands- sinnar gjörsamlega úr sögunni, og landið hafði aftur aðeins einn flokk — Republikana. En þegar á tímum eftirmanns Monroes, sem Adams hét, klofn- uðu Republikanar í tvær fylking- ar. Þessi klofning átti á nokkrum árum eftir að ríða Republikönum að fullu. Stænstu ágreiningsmálin á þessum tíma og fram að borg- arastyrjöldirmi voru vandamálin um verndartollinn annars vegar og þrælahaldið hins vegar. Gg á næstu árum myndast mikill á- greiningur milli Norður- og Suð- urríkjanna. Norðurríkin og Suð- urrikin halda nú hvort í sína Suðurríkin voru hins vegar alveg einstakt akuryrkjuland, sem rak mikla utanrikisverzlun með baðmull. Hin ódýra þræla- vinna og skortur á verulegum iðn aði gerði það að verkum, að Suð- urríkin höfðu engan áhuga á verndartolli. í augum þeirra var verndartollurinn miklu fremur hætta sem gat eyðilagt erlenda markaði þeirra. Hið frjálsa vinnu afl var ekki á nokkurn hátt keppn isfært við þrælavinnuna, og þess vegna komu næstum engir evr- ópskir innflytjendur til Suðurríkj anna. Útlendingar voru þar aðal- lega innfluttir braskarar, venju- lega af versta tagi slíkra manna. Að öðru leyti var einkennandi fyrir þennan landshluta, að gaml- ar ættir yfirstéttarmanna (að mestu leyti af enskum uppruna) réðu lögum og lofum í öllum þjóðfélagsmálum. Sá hluti Republiikana, sem stóð með verndartollinum og vildi um fram • allt betra flutningakerfi, klauf flokkinn og myndaði nýjan flokik undir nafninu Whigs. Nafnið var tekið að láni frá Eng- landi, og eins og hinir brezku nafnar þeirra voru þeir frjáls- lyndir og framfarasinnaðir. Þeir voru algerlega á móti þrælahaldi. Þeir, sem urðu eftir í Repu- blikanaflokknum, endurskipu- lögðu þennan hluta flokksins og kölluðu sig Demókrata. Þeir héldu stefnu Republikana í mörg- um atriðum, einkum hvað snerti sjálfsstjóm og sjálfsákvörðunar- rétt hinna einstöku fyikja. — Whigsfloikkurinn átti fylgjendur í Norðurríkjunum, en Demókrat- ar í Suðurríkjunum. CXg Suður- ríkin voru land þrælaeigendanna. Demókratar höfðu þannig tvö mikilvæg mál á stefnuskrá sinni: fullan sjálfsákvörðunarrétt fylkj- anna ásamt rétti til úrsagnar úr ríkjasambandinu og viðhald þrælahaldsins. Adams forseti var næst því að vera Whig. Eftir stjórnartíð hans var bandarísk innanríkis- pólitík í heilan mannsaldur mót- uð af harðri baráttu milli Whigs og Demókrata, sem sigruðu til skiptis með naumum meirihluta. Allt þetta hafði í för með sér ringulreið og harðvítugar deilur og það var sífellt erfiðara að fá hæfa menn til að taka að sér það vonlausa hlutverk að draga þjóðina út úr flækjum innanrík- isstjórnmálanna. Á þessu tíma- bili voru þeir menn, sem settust að í hvíta húsinu, meðalmenn þeg ar bezt lét en aðrir algerlega óhæfir. Menn mega þó ekki gleyma undantekningunum: — Demókratanum James Knox Polk og eftirmanni hans, Zachary Taylor úr flokki Whigs, hinn fræga hershöfðingja í Mexíikó- stríðinu). Á eftir Taylor koma þrír al- gerlega duglausir forsetar í röð. Og nú leið ört að hinni stærstu kreppu, sem nofckurn tíma hefur verið í innanríkisstjórnmálum Bandaríkjanna. Á þessum tólf ár- um fyrir borgarastyrjöldina hafði hin pólitíska spilling náð há- marki. Menn urðu að fara varlega í að ljáta í Ijós pólitískar skoð- anir sínar, því pólitískar óeirðir og meira að segja morð voru ekki fátíðir atburðir í þá daga. Embættismenn . og opinberir starfsmenn Suðurríkjanna stund- uðu njósnir og ofsóknir. Allt bitn aði þetta hart á hinum svokölluðu Whigs, sem í stöðugum tili'aun- um sínum til að miðla málum höfðu svo óákveðna stefnu, að þeir misstu allt fylgi sitt, og flokkurinn leystist upp. haldið skyldi afnumið, spillingin upprætt, og aftur skydi ríikja ró og friður. Tími mála'iniðlana var liðinn . Hinn nýj flokkur, sem hafði þessi mál á stefnuskrá sinni, var stofnaður árið 1856, og hann tók sér hið gamla nafn, Republikan- ar. Alilt frá þessum tíma og fram á okkar dag hafa Repnblikanar og Detaókratar verið svo til ein- ráðir í stjórnmiálum Bandaríkj- anna. Hinn fyrsti forseti, sem var kosinn árið 1860, fyrir réttum hundrað árum, úr röðum hins nýja flokks Republikana, hét Abraham Lincoln. Þróunin eftir borgarastyrjöld- ina er flestum kunn. Sigur Norð- urríkjanna í þrælastríðinu varð einnig sigur fyrir flokk Repu- blikana. Frá 1860 til 1912 var röð forseta Republikana aðeins rof- in tvisvar sinnum og það af sama manninum, Demókratanum Cleve land. Hann er eini forsetinn í sögu Bandaríkjanna, sem rólkti í tvö kjörtímabil, án þess þau væru í röð. En jafnvel á valdatímum Clevelands höfðu Republikanar meirihlutann í öldungaráðinu. í þau 52 ár, sem Republikanar fóru með völdin, breyttist floikk- urinn hægt en markvisst. Hann varð — ef svo miá að orði kom- ast — hugsjónalega úrkynjaður. Frá því að vera frjálslyndur, al- þýðlegur flokkur breyttist hann að miklu leyti í eins konar verk- færi í höndum stóriðjunnar, einn- ig þess huta stóriðjunnar sem — þegar bezt lætur — er á mörk- um þess að vera lögleg. Þetta kemur einkum skýrt fram á ár- unum milli styrjaldanna. Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar voru Demókratar við völd (forseti var W. Wilson). En strax að styrjöld- inni lokinni komust Republikan- ar til valda. Hinir þrír forsetar Republikana á árunum 1920—32 stóðu mjög illa í stöðu sinni. Harding forseti var persónulega viðriðinn allmörg vafasöm og Ijós fælin viðskipti. Hann dó á dular- fullan hátt á þriðja starfsári sínu. Eftirmaður hans, C. Coolidge, var virðingarverður borgari, en hann var einnig mjög varkár stjórn- málamaður. Stæsta skyssa hans var sú, að hann lét ekki aðeins hjá líða að stemma stigu fyrir hinni taumlausu bjartsýni, sem einkenndi al'lt hið svakallaða prosperity-tímabil, heldur ýtti hann undir hana. Þegar svo hin óumflýjanlega fjármálakreppa kom til skjalanna, hafði hann verið nógu varkár til að vera búinn að draga sig í hlé frá stjóm málum. Það féll því i verkahring Hoovers forseta og greiða úr þeirri flækju, en það var blut- verk, sem hann var á engan hátt vaxinn, hann reyndi ekki einu sinni að greiða úr flækjunnL Landið rambaði bókstaflega á barmi byltingar, þegar Demó.krat ar voru kjörnir til að leysa vanda málin. Það var Franklin D. Roose velt, eini forseti Bandaríkj anna, sem hefur verið endurkjörinn þrisvar sinnum, sem tókst að hefta útbreiðslu kreppunnar, kom í veg fyrir byltingu og kom á stórfelldum endurbótum. Þetta starf forsetans hefti síðari heiims styrjöldina. Roosevelt andaðist i upphafi fjórða kjörtímabils síns, um þær mundir er úrslit styrjald- arinnar voru þegar ráðin. Harry S. Truman hélt farsællega áfram verkum Roosevelts, og svo má segja, að þeir atburðir, sem á eftir komu, gerist svo að segja fyrir allra augum. # • Einikennandi fyrir þessa hat- römmu tíma var myndun lítils flokks í Norðurríkjunum, flokks, sem hafði að meðlimum hatrömm ustu andstæðinga þrælahaldsins. Þeir kölluðu sig „Frelsisflokk- inn“ og höfðu á stefnuskrá sinni hvorki meira né minna en úr- sögn Norðurríkjanna úr samband inu. En þá tók fólkið í Norður- ríkjunum sig til. Bkki mátti koma til greina að leysa upp samband- ið. Þvert á mótj — allt skyldi gert til að tryggja heild ríkisins, það skyldi ganga fyrir sérhags- munamálum fylkjanna. Þræla- Félagsdeild ,,Junior Chamber" á íslandi MÁNUDAGINN 5. sept. sl. komu nokkrir ungir kaupsýslumenn saman í Þjóðleikhúskjallaranum til að ræða stofnun félags í anda Junior Chamber í Svíþjóð, en þá hreyfingu höfðu þeir kynnt sér og fengið áhuga á að koma upp slíkum félagsskap hér á landi. Ákveðið var að stofna félagið og því valin stjórn þá þegar, en framhaldsstofnfundur mun verða innan skamms. Á fundinum mætti fulltrúi frá Junior Cham- ber sambandinu í Evrópu, Liljen- quist, og hvatti til stofnunar deild ar á íslandi, gaf leiðbeiningar um stofnunina og ræddi við væntan- lega félaga. í stjórn Reykjavíkurdeildar Junior Chamber voru kjörnir: Form.: Ingvar Helgason, verzlun armaður, varaform. Pétur Pét- urssojí, forstj., og Erlendur Ein- arsson, forstj., ritari Haraldur Sveinsson, forstj., meðstj. Hjalti Pálsson, framkvstj., gjaldkeri Ás mundur Einarsson, forstjóri. I félagið gengu á þessum fundi 25 félagar og kusu sér laganefnd, sem skila á uppkasti að lögum fyrir deildina og tillögur um nafn félagsins á framhaldsstofnfundi. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að efla kynni meðal ungra kaupsýslumanna bæði innanlands og erlendis og vinna að auknurn kunnugleika meðal félaganna á verzlunar-, viðskipta- og fjár- hagsmálum. Fullgildir félagar geta orðið allir menn, sem eru í ábyrgðar- stöðum fyrirtækja og stofnana en verða þó að vera innan 40 ára aldurs. Fækkað mönnum í her S-Kóreu SEUL, S-Kóreu, 10. sept. Reuter. Ákveðið hefur verið að fækka herliði Suður-Kóreu um 50 þús- undir manna á árinu 1961. Nú eru í her landsins 650 þúsund her menn. NÝJU-DEHLI, 8. sept. — Meg- inhluti indversks hjúkrunar- flokks, 100 manna hópur, lagði af stað til Kongó í dag, þar sem hann mun koma á fót 400 rúma sjúkrahúsi ,að beiðni Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.