Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. sept. 1960 MORCinvnr4ðið 3 Sigurlíkur FJÓRÐU Norrænu sund- keppninni lýkur fimmtud. 15. sept. nk. Þátttaka hefur yfir- leitt verið góð að þessu sinni. Til dæmis má geta þess, að um 2000 fleiri en í síðustu Komið hefur verið á fót innbyrðis keppni meðal skóla í Reykjavík til að auka þátt- tökuna, og fær sá skóli, sem á flesta þátttakendur, bikar til eignar. Gagnfræðaskólinn við Réttarholtsveg er hæstur eins og er með 60 prósent þátttöku. Einnig hefur verið komið á fót innbyrðis keppni milli bæja. Reykjavík kepp- ir við Akureyri og Hafnar- fjörð, en þar hefur þáittkan £ aukizt til muna. Bigurlíkur okkar eru hreint ekki svo litlar að þessu sinni, þar sem sigur byggist á auk- inni þátttöku frá árunum 1957 og ’54, en þátttaka var fremur léleg 1957 en rétt sæmileg 1954. Síðasta dag sundkeppninnar verða sund- staðir í Reykjavík opnir tii miðnættis. ★ Myndirnar hér á slðunni eru frá Vestmannaeyjum. — Þátttaka þar hefur verið mjög léleg. Aðeins 830 Vestmanna- eyingar höfðu synt 200 metr- ana í byrjun september. Þar af 560 yngri en 16 ára. Þátt- taka hinna eldri er því mjög Gunnhildur Guðmundsdóttir, 56 ára, hafði aldrei í Iaug kom- ið, en lærði að synda í sumar og lauk 200 m í 14. sund- tímanum. — í 200 m sundinu, ef... Elzti þátttakandinn í Eyj- um, Vigfús Sigurðsson, 67 ára. keppni hafa nú lokið 200 metr unum í Reykjavík, eða hátt á 12. þúsund manns. Þátttaka úti á iandi er nú einnig held- ur meiri. léleg miðað við börn og ung- linga. Eiga að minnsta kosti 1000 syndir Vestmannaeying- ar eftir að ljuka sundinu. Það er einkum fólk á aldrinum 20 30 ára, sem hefur látið sinn hlut eftir liggja fram til þessa. Yngsti þátttakandi í sundmu í Vestmannaeyjum er 6 ára og sá elzti 67 ára. Þó þetta sé hvorki mjög hár eða lágur ald ur, sýnir þetta lofsverðan áhuga og vilja. Ahugi meðal kvenna er mestur. Til dæmis má geta þess, að ein kona lærði bein- línis sund í þeim tilgangi að synda 200 metrana. Hún er 56 ára og lauk við sundið eftir 13 daga sundnám. Það má teljast gott afrek og sannar, hve mikið má gera, ef vilj- inn er fyrir hendi. Þetta fólk leggur töluvert á sig til þess að ljúka þéssum áfanga, meðan megin þorn þeirra, sem ekkert þurfa fyrtr þessu að hafa. sRur heima og syndir ekki. Vonandi hópast þetta fólk í Sundlaugarnar næstu daga, meðan enn er tími til. Minningarmót um Eggert Gilfer 11 ísL skákmenn og Norðurlandameist- inn keppa DAGANA 13. sept. til 1. okt. verð ur haldið mót til minningar um Eggert heitinn Gilfer, sem lézt i marzmánuði sl. Mótið, sem hald ið verður í Sjómannaskólanum, er á vegum Skáksambands ís- lands og Taflfélags Reykjavíkur. Friðrik og Ingi í kvöld Freysteinn Þorbergsson, Is- landsmeistari, sem starfað hefur að undirbúningi minningarmóts- ins, og Áki Pétursson, mótstjóri, buðu fréttamönnum á fund sinn í gær og kynntu þá fyrir þátttak- ejjdum mótsins og þá sérstaklega fyrir hinum unga skákmeistara Norðurlanda, Svein Johannessen frá Osló. Dregið var um röð fcinna 12 keppenda og er hún þessi: 1. Friðrik Ólafsson stór- meistari, 2. Ólafur Magnússon, 3 Ingvar Ásmundsson, 4. Benóný Benediktsson, 5. Arinbjörn Guð- mundsson, 6. Kári Sólmundarson, 7. Svein Johannessen Norður- landameistari, 8. Guðmundur Ágústsson, 9. Guðmundur Lárus Eggert Gilfer Jóhannsson fyrrverandi íslands- meistari. í fyrstu umferðinni sem hefist í kvöld, teflir Friðrik við Inga, Ólafur við Gunnar, Ingvar við Jónas, Benóný við Guðmund Lárusson, Arinbjörn við Guðm, son, 10. Jónas Þorvaldsson, 11 Ágústsson, og Kári við Svein. Gunnar Gunnarsson, 12. Ingi R. I Þeir, sem fyrr eru taldir, leika hvítu. Teflt verður fró kl. 7,30 til 11,30 fjögur kvöld vikunnar og biðskákir tefldar tvö kvöld. Góð verðlaun Alls verða 17 þúsund krónur veittar í verðlaun. Fyrstu verð- laun eru 6000 kr., önnur 4000, þriðju 3000, fjórðu 2000 og fimmtu 1000. Auk þess verða veitt 1000 króna fegurðarverðlaun. Þau veitir dómnefnd, sem Baldur Möller, Áki Pétursson og Guðm. Arnlaugsson skipa. Aðgöngumiði fyrir fullorðna kostar kr. 20.00 en kr. 10 fyrir börn. Einnig geta menn keypt miða, sem gildir allt mótið og kostar kr. 200.00. Gefin verður út mótsKrá, þar sem hægt er að finna upplýsing- ar um mótið og keppendurna. Skrána skreyta myndir aí kepp- endum, sem Halldór Pétursson listmálan hefur gert, og munu þær mesta bókarprýði. Ungur meistari Skákmeistari Norðurlanda Svein Johannessen, er ungur að árum, ekki nema tæpra 24 ára gamall. Hann býr í Osló og er aðstoðar-endurskoðandi að at- vinnu. Hann er sterkur skákmað- ur og hefur t. d. nýlega teflt á alþjóðlegu móti í Svíiþjóð, þar sem hann lenti í fjórða sæti á eftir sænska meistaranum, Kotov og Keres, en margir þekkt ir skákmenn hrukku langt niður fyrir hann. Yngsti þátttakandinn i Eyj- um, Sigurður Pálsson, 6 ára. Drukkinn í árekstri með skammbyssu A SUNNUDAGSNOTTINA var litlum bíl ekið á mannlausan bíl á Sogaveginum. Varð árekstur- inn svo harður. að litli bíllinn, sem var utanbæjarbíll. var ó- ökufær á eftir. Þegar lögreglu- menn komu á staðinn. hittu þeir þar fyrir mjög ölvaðan mann, en sá hafði ekið litla bílnum og taldi sig hafa sofnað sem sn; ggv ast undir stýri 'oiVsins. Maður inn var ómeiddur að heita má I fórum þessa ökumanns fundu lögregluþj ónar skan.mbyssu og tilheyrandi skot. Kvaðst hann hafa tekið þetta í husi þar sem hann hafði verið gestkomandi þessa nótt. STAKSTEIMAR Framsókn móguð Tíminn á sunnud. segir á þessa leið um auglýsingu þá sem komm- ar ætluðu að láta Lesa upp i út- varpinu, en útvarpsráð stöðvaði: „Nöfn þeirra 60 til 70 manna sem áttu að fylgja auglýsingunni voru líka mjög kynlega valin. Þau voru valin úr hópi nokk- urra hundruð manna, sem höfðu undirritað ávarpið um fundinn. Valinu hafði verið háttað þannig að langmest bar á fyligismönnum Sósíalistaflokksins, og mátti því helst halda að hér væri um flokks fyrirtæki hans að ræða, þó slíkt sé fjarri lagi“. Samkvæmt þessu eru þeir Tímamenn mjög móðgaðir yfir því að Brúsastaðafundurinn skyldi vera flokksfyrirtæki Kommúnista. Er engu líkara en Framsóknarmenn langi til að sýna kommúnistum meiri þjón- ustulipurð en þeir síðarnefndu telja sér hollt á þessu stigi. Samúðarkveðjur Tíminn ræðir áfram um Brúsa* staðafundinn og segir svo í nið- urlagi fréttarinnar um hann: „Veður var tvísýnt, en þó var allmargt fólk komið til hátíðar- innar um hádegisbil, og heilla- óskir og samúðarkveðjur bárust fundinum hvaðanæfa af að land- inu og erlendis frá“. Það var vel til fundið að senda Brúsaskeggjum samúðarkveðjur einkum þeim sem ekki eru komm únistar en þjóna þeim í barns- legri blindni. En hvaðan skyldu erlertdiu skeytin hafa komið? Ætli Krúsjeff hafi sett hugsanir sín- ar á blað og Iátið það berast sam- herjunum. Hver er afstaða Tímans? Eins og kunnugt er hefir mál- gagn Framsóknarflokksins und- anfarna mánuði yfirleitt stutt ut anríkisstefnu kommúnista og forð azt að vinna að hugsjónum Atl- antshafsbandalagsins að undan- skildum tveim greinum ungra manna í Tímamum. Af því tilefni leyfði Morgunblaðið sér í sumar að spyrja um hver væri stefna Framsóknarflokksins í utanrik- is- og varnarmálum. Tíminn svar- aði þá með því að birta ályktun síðasta flokksþings Framsóknar- flokksins þar sem stuöningi var lýst við Atlantshafsbandalagið. En siðan ekki söguna meir. Aft- ur var tekinn upp þráðurinn, þar sem frá var horfið, að styðja kommúnista. Þess vegna hljóta menn enn að spyrja: Styður Framsóknarflokkurinn Atlants- hafsbandalagið ekki lengur? 700 nemendur Nýlega var frá því skýrt hér I blaðinu, að nær 700 nemendur muni stunda nám við Mennta- skólann í Reykjavík í vetur. Mikl- um erfiðleikum veldur að koma öllum nemendum fyrir og haust- ið 1962 verður orðið útilokað að taka á móti öllum umsækjendum. Flestir þeir, sem hafa hugsað um þetta vandamál að undan- förnu munu þeirrar skoðunar. að rétt sé að búa 5—700 nemendum góð skilyrði til náms þar sem Menntaskólinn er nú. En til þess þyrfti verulega aukið húsnæði, ekki sízt vegna meiri kennslu í náttúrufræðum, þar sem nauð- synlegt er að auka tæknimnent- un þjóðarinnar. Þetta nýja hús- næði þyrfti til bráðabirgða að nota fyrir aimenna kennslu á með an nýr menntaskóli væri að risa í austurhluta bæjarins, t.d. við Litlu-öskjuhlið eins og fyrirhug- að var. Staður, sem er á góðri leið með að verða að 100,000 manna borg hlýtiur að þurfa þriðja skólann, sem hefur rétt til að útskrifa stúdenta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.