Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 13. sept. 1960 MORCVTS BL AÐIÐ 11 Ólafía Hallgrímsdóttir 75 ára FRÚ ÓLiAPÍA Hallgrimsdóttir, Reykjavikurvegi 3 í Hafnarfirði er 75 ára í dag. Hún er fædd að Lónakoti í Hraunum 13. sept. 1885, en þar bjuggu foreldrar hennar Hallgrímur Grímsson bóndi og kona hans Rannveig Ólafsdóttir. Ólafía ólst upp í foreldrahús- um, en giftist 18. febrúar 1904 Steingrími Torfasyni frá Hafn- arfirði. er þá var starfsmaður klæðaverksmiðjunnar „lðunn“ í Reykjavík. Dvöl þeirra í Reykjavík varð þó ekki löng, því árið 1906 réðist Steingrím- ur til starfa í fræðingarbæ sín- um, og í Hafnarfirði varð heim- iii þeirra síðan óslitið. Síðar kom Steingrímur á fót verzlun, sem hann starfrækti um langt árabil, en auk þess hafði hann ýmis trúnaðarstörf á hendi fyr- ir bæjarfélagið og einkum lagði hann drjúgan skerf af mörkum til margvíslegra menningar- og liknarmála. „Það er ekki gott, að mað- urinn sé einsamall“, ekki sízt ef hann hefir mörgum og vanda- sömum störfum að gegna, og Steingrímur Torfason átti því láni að fagna að eiga þá konu sér við hlið, sem ríkulega studdi hann í hverju starfi og efldi hann til liðveizlu hverju góðu málefni. Steingrímur lézt 23. sept. 1946. Á þriðja tug ára hafði hann þá gegnt formannsstörfu’n í sóknarnefnd Hafnarfjarðar- sóknar og svo má heita, að öli þau ár væru verkefní safnaðar- ins ákveðin og vandamál hans ráðin til lykta á heimili þeirra hjóna. Þar var hver sóknarnefnd arfundur haldinn, og við, sem þá fundi sátum, eigum frá beim árum hinar ljúfustu minningar um ánægjlega dvöl á þessu ebku lega heimili. Þar voru gamlar og góðar dyggðir í hávegum hafð- ar; þar var trúin ljósið, sem lýsti huga og hönd. Og ekki lét hús- móðirin sitt eftir liggja í því að gera heimilið bjart og búa góðvinum þar ánægjulega dvöl og veita þeim af rausn. Frú Ólafía Hallgrímsdóttir er ein af stofnendum Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju og átti hún sæti í stjórn þess langt árabil Enn er hún ein af þessum áhuga sömu og fórnfúsu félagskonum, sem eru jafnan reiðubúnar til að veita virka aðstoð til þjón- ustu fyrir kirkju sina. búsett í Hafnarfirði og fátt mun henni meira gleðiefni, en að geta daglega haft samband við börn sín, því svo mikilhæf sem hún hefur verið í hverju hlutverki sinu á liðnum árum, þá sátu móðurstörfin hennar ætíð í íyr- irrúmi og alla tíð hefur hún verið í móðurhlutverkinu stæist. Og hvaða vitnisburð er hægt að gefa góðri konu betri. Við vinir hennaí árnum henni heilla á þessum merku tíma- mótum í lífi hennar, þökkum trygga vináttu hennar og biðj- um þess, að henni megi lengi enn veitast óskert þrek til góðra og gifturíkra starfa. Garðar Þorsteinsson. «r wmnti Símon Símonarson SÍMON Simonarson, bílstjóri, andaðist í Reykjavík 24. ágúst sl. og var útför hans gerð frá Frí- kirkjunni 1. september. Þótt nekkuð sé því umliðið, langar mig til að minnast þessa góðvinar míns með fáeinum línum. Símon var fæddur 19. apríl 1890 að Bjarnastöðum í Ölfusi og voru foreldrar hans Símon bóndi Simonarson og Ingiríður Eiríkscióttir kona hans, af Vík- ingslækjarætt. Forfeður Símon- ar höfðu búið mann fram af manni á Bjarnastöðum. Hann var elztur sex systkina, auk uppeldis bróður ÖU eru systkini hans á lífi. Með foreldrum sínum ólst Símæn upp og vandist snemma við vinnu. Ungur fór hann til sjó róðra í Þorlákshöfn og síðar var hann formaður í Herdísarvík sjö vertíðir og sá síðasti, sem gerði út þaðan. Einnig var hann á skútum og gerðist eftir það togarasjómaður. En 1929 veiktist hann og hætti sjómennsku upp úr því. 1930 varð hann bifreiðarstjóri, og var um margra ára skeið með vörubíl, eða til 1948. Eftir það stundaði liann fólksflutninga og var einn af stofnendum Borgarbílastöðvar innar. 11. október 1919 kvæntist Sím- on eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Gissurardóttur frá Gljúfurholti í Ölfusi, og varð 'hjónaband þeirra með ágætum. Áttu þau heima fyrstu sex árin á Eyiarbakka, en fluttu hingað til Reykjavíkur 1925. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll lifa og liafa komizt vel til manns. Eru þau þessi: Gissur, húsasmíða- meisfari, kvæntur Bryndísi Guð- mundsdóttur; Ingunn ,gift Jó- hanni Björnssyni, skrifstofu- manni í Hafnarfirði; Margrét Anna, gift Guðmundi Kjærne- sted, skipstjóra, Símon Þóroddur, vélstjóri, kvæntur Elísabetu Ólafíu Sigurðardóttur, og Kristín, enn í foreldrahúsum. Barnabörn- in eru þegar orðin 19 að tölu. Með Símoni er fallinn í valinn góður þegn. Allt, sem hann fékkst við um dagana, fór hon- um vel úr hendi. Meðan hann stundaði sjó, var hann aflasæll og skipaði hvarvetna sitt rúm með sóma. Öll þau ár, sem hann ók bíl, hlekktist honum aldrei neitt á; enda var hann maður greindur, gætinn og rólyndur. Áfram komst hann sína leið, ekki síður en aðrir, og sýndist sjaldan þurfa að flýta sér. Hann kom sér upp myndarlegu húsi og sá alla stund prýðilega fyrir sínu heim- ili. Hversdagslega má vist telja, að hann hafi verið fremur fá- máll og dulur. En eins og hann var þéttur á velli og þéttur í lund, þá hafði hann sínar fastmótuðu skoðanir og gat verið ómyrkur l máli um þær, ef honum þurfa þótti. Staðfestumaður var hann i öllum hlutum og tryggiyndur. úndi hafði Símon af góðum bók- um og var fróður um margt. Einar Ben. var hans uppáhalds- skáld. Kirkju sinni unni Símon af heil um hug og sótti hana reglulega. Hann þurfti ekki að keyra eða vmna á messutima, til að sjá sér farborða. Þvert á móti mun það hafa verið reynsla hans, að hann sá sér betur borgið með því að sækja helgar tíðir. Hann gaf sér og æfinlega tíma til að koma prestinum heim eftir messu í bílnum sínum. Hann var dyggur og virkur safnaðarmaður, bæði í helgihaldi og félagslífi safnaðar- ins. Tvö síðustu árin átti hann við banvænan blóðsjúkdóm að stríða. En manni fannst það næsta ótrú- legt, því hann bar þetta svo vel og mælti aldrei æðruorð. Mun css, sem með honum voru, ætíð minnisstætt, hve glaðúr og reifur hann var í safnaðarferðinni i sumar. En hún varð hans síðasta. Þá var farið um æskuslóðir hans austan fjalls, þar sem hann þekkti hvert örnefni og margar sögur og munnmæli. Þykir oss, sem ekki hafi verið betur frá sagt á ferðalagi í annan tíma, en hann gerði þá. Þakka vil ég Símoni frábæra viðkynningu og votta ástvinum hans samúð mína. ^orsteinn Björnsson. Radíófonn — Vinna Nýr Telefunken-radiófónn með segulbandstæki til sölu vegna flutnings. Tækifæris- verð. Tvo unga menn vantar vinnu sama stað. Uppl. í Gnoðavogi 24 2. hæð til hægri BEZT AÐ AVGLtSA I MOHGUNPLAÐIIVV Af 7 börnum þeirra Stein- grims og Ólafíu eru fjögur á lífi. Þau eru: Sigurveig, ekkja Jó-. hannesar Gunnarssonar kaup- manns, Hallgrímur útgerðar- maður, Guðjón héraðsdómslög- maður og Torfhildur húsfrú. Á Reykj avíkurvegi 3, hefir heim- ili Ólafíu lengst verið og svo er enn, og hjá henni búa þar Hall- grímur sonur hcnnar og niu ára gamall sonarsonur hennar, sem lengst af hefur dvalið hjá iimmu sinni. Önnur börn Ólafíu eru og Rafvirkjar Okkur vantar rafvirkja nú þegar. Upplýsingar á verkstæðinu. Rafvélaverkstæði Austurbæjar Laugavegi 168. Til sölu íbúð að Bivkihvammi 4, Kópavogi, jarðhæð 3 herb. og eldhús. Ti.'boð sendist undirrituðum. RACNAK JÓNSSON, hæstaréttarlögniaður, Vonarstræti 4. Verzlunar eða iðnaðarhúsnæði Snoturt verzlunarhúsnæði, ca. 45 ferm. til Ieigu. Mætti einnig nota fyrir léttan iðnað. Upplýsingar gefnar í síma 34019. íbúb Erum beðnir að útvega góða 4ra—6 herb. íbúð fyrir fámenna fjölskyldu. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. AÐSTOÐ. Sími 13146. Útboð Tilboð óskast i raflögn í Gagnfræðaskólahús sem nú er í smíðum í Keflavík. Teikningar og útboðslýs- ing verða afhentar í skrifstofu minni gegn 500 kr. skilatryggingu. Frestur til að skila tilboðum er til 26. þ.m. og verða tilboðin opnuð í skrifstofu minni kl. 3 e.h. þann dag. Bæjarstjórinn í Keflavík, 12. sept. 1960. EGGERT JÖNSSON. íbúðir til sölu Við Stóragerði eru til sölu 3ja og 4ra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi. Hveni íbúð fylgir auk þess íbúðarherbergi í kjallara auk sér geymslu og sameignar þar. Ibúðirnar eru seldar tilbúnar undir tréverk, húsið fullgert að utan og með öllum útidyrahurðum. Tvöfalt gler. Hægt er að fá íbúðirnar lengra komnar. Bílskúrsréttindi. Hagstætt verð og greiðsluskilmál ir_ ÁRNI STEFÁNSSON, hdl., Málflutningur. Fasteignasala. Símar: 13294 og 14314. Clœsilegt raðhús til sölu við Hvassaleiti. I húsinu eru 2 stórar og skemmti- legar samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, eldhús, bað, skáli, anddyri, þvottahús, geymsla og bílskúr. Mjög stórar og góðar svalir i. móti vestri. Húsið er byggt í stöllum og hefir möguleika til að verða mjög skemmtilegt. Húsið er selt fokhelt. íhúðarflötur um 200 ferm. ÁRIN STEFÁNSSON hdl., Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Stórt hús 4ra hæða s'einhús, rétt við Miðbæinn er til sölu. Húsið er tiivaiið fyrir alls konar iðnað eða verzlun. (Byggt með það fyrir augum) eða félagsheimili, veitingastofur eða læknastofur. Húsið verður selt með mjög góðum skilmálum. Ef einhver kynni að hafa áhuga að kynna sér það nánar, þá gjörið svo vel að leggia nafn og símanúmerinn á afgreiðslu Mbl. fyrir fimmtudagskvöld 15. þ.m. merkt: „Stórt hús 1556“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.