Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. sept. 1960 MORCTJNTtLAÐlÐ 5 Sl. fimmtudag kom 1/ingað til landsins með M.s. Gullfossi, Albert Gerlach, fyrrverandi skipstjóri frá Bandaríkjunum, en hann er nú á 4 mánaða ferð um Evrópu. Hann lét af störf- um 1949 og hefur síðan notað tímann til ferðalaga og er bú- inn að fara minnsta kosti þrisvar í kringum hnöttinn. I»að virðist undarlegt að mað- ur, sem hefur verið skipstjóri árum saman finni hjá sér svona mikla löngun til ferða- laga. En Gerlach skipstj. seg- ir: — Ég hef verið 46 ár á sjón- um og á þeim tíma varð mér ljóst, að það er hægt að sigla um öll lieimsins höf og sjá sama og ekki neitt. I*ví að í flestum lönd/um eru hafnar- borgirnar mjög svipaðar. Þeg- ar ég hætti störfum, ákvað ég að eyða tímanum til ferðalaga og kynnast hinum ýmsu Lönd- um og íbúum þeirra. Ég hef farið kringum jörðina bæði í austur og vestur, ferðast tvisv ar um Suður-Ameríku, einu sinni um Afríku og oft um Evrópu og einnig hef ég ferð- azt um Ástralíu. Frá íslandi fer ég nú heim til Bandaríkjanna, þar sem ég bý á veturna í Miami í Flor- ida. Ég hafði mjög mikla á- nægju af að koma til íslands og hefði gjarnan viljað að dvöl mín hér yrði lengri. Albert Gerlach fór héðan í gær með flugvél Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup mannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntan- legur aftur kl. 22:30 í kvöld. ,Fer til Osló, Kaupmh. og Hamborgar kl. 08.30 í fyrramálið. — Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Flateyrar, Isafjarðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. — A morgun til Akureyrar (2 ferðir), Hellu, Húsavíkur, Isafj.arðar, Siglu- fjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). —Loftleiðir h.f.: — Hekla er væntan- leg kl. 19:00 frá Hamborg, Kaupmh. og Gautaborg. Fer til New York kl. 20:30. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er á Akureyri. — Arnarfell fer 1 dag frá Málmey til Riga. — Jökulfell er á leið til Grimsby. — Dísarfell er í Rostock. — Litlafell fer frá Akureyri í dag til Reykjavíkur. — Helgafell kemur til Reykjavíkur eftir hádegi í dag, frá Riga. — Hamrafell er í Hamborg. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Heröya. — Askja er í Kefla- vík. Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti- foss er í New York. — Fjallfoss fer frá Rvík í kvöld til Akureyrar. — Goðafoss fór frá Leith í gærkvöldi til Rvíkur. — Gullfoss er á leið til Leith og Kaupmannahafnar. — Lagarfoss fer frá New York í dag til Reykjavíkur. — Reykjafoss fór frá Raufarhöfn 11. til Vopnafjarðar, Seyðisfjarðar, Norð- fjarðar og Eskifjarðar. — Selfoss er í Reykjavík. — Tröllafoss er í Rostock. — Tungufoss fór frá Siglufirði í gær til Akureyrar. H.f. Jöklar: — Langjökull er á leið til Riga. Vatnajökull er í Rotterdam. Ilafskip hf.: — Laxá er á Siglufirði. Uglingsstúlka óskast ti-1 afgreiðslustarfa. NESBÚÐ ta.f. Grensásveg 24. Ráðskona óskast, má vera með bam. Uppl. gefnar á Kirkjuteig 21 frá kl. 6,30—10 á kvóld- in. — Fiðla til sölu Góð, handbyggð, frönsk fiðla ódýrt til sölu. Uppl. í síma 22632. Til sölu notað lofthitunartæki. — Stærð 85000 , B.T.U. Selst á hálfvirði. Uppl. í síma 14248. Get bætt við mönnum í fast fæði. Uppl. í síma 23002. Lítil 2ja—3ja herbergja íbúð óskast, helzt í mið- eða vesturbænum. Einhver fyr irframgreiðsla. Uppl i síma 1-78-69. Sníð og sauma kjóla og barnafatnað. Uppl. í síma 36087. Fatalitun Gluggatjaldalitun — Litir: Grænt — Rautt og Blátt. Efnalaugin Kemiko Laugavegi 53A, sími 12742. Apótek Stúlka getur fengið vinnu við skrifstofu og af- greiðslustörf. Tilboð send- ist afgr. Mbl, merkt: „682“. Vörulager Lítill en seljanlegur vöru- lager til sölu. Tækifæris- verð. Uppl. í síma 19258. Árnað heilla 50 ára er í dag Jón Guðmunds- son, bóndi, Stóru-Ávílk, Árnes- Ihreppi, Strandasýslu. Nýlega hafa opinberað trúlof-un sína, ungfrú Guðrún Daníelsdótt ir, Þórshöfn og Tóm.as Jónsson, Þóroddsstöðum, Ölfusi. Enn-frem ur ungfrú Guðrún Erna Jónsdótt- ir, Þóroddsstöðum og Birgir Haf- steinn OdcLsteinsson, Dalbæ, Hrunamannahrepp. Nýlega hafa opinberað trúlof- iun sína, ungfrú Gréta Bjarna- dóttir, Hólmgarði 52. og Gunn- laugur Óskarsson, Álfaskeiði 29, Hafnarfirði. Nýlega hafa verið giefin saman í hjónaband af sr. Jóni ÞorvarÖs- syni, ungfrú Da.gný Björg Gísla- <ióttir, Úthlíð 15 og Snorri Sveinn Friðriksson frá Sauðárkróki. — Ungu hjónin dvelja í Svíþjóð í vetur. Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Elsa Stefáns- dóttir, Stórholti 12 og Brynjar Jensson, Hátúni 45, Reykjavík. Söfnin Listasafn Einars Jónssonar, Hnit- björgum, er opið daglega frá kL 1.30 til 3.30. Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1—3« Arbæjarsafn: Opið daglega nema xnánudaga kl. 2—6 e.h. Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu- dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum og fimmtudögum kL 14—15. Minjasafn Reykjavíkurbæjar Skúla- túni 2. Opið daglega kl. 2—4 e.h. nema xnánudag. Tæknibókasafn IMSÍ (Nýja Iðnskólahúsinu) Útlánstimi: Kl. 4,30—7 e.h. þriðjud., limmtud., föstudaga og laugardaga. — Kl. 4,30—9 e.h. mánudaga og mið* vikudaga. — Lesstofa safnsins er opin á vanalegum skrifstofutíma og út- lánstima. Bókasafn Lestrarfélags kvenna, — Grundarstíg 10, er opið til útláha xnánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—6 og 8—9. ÁHEIT 09 GJAFIR Sólheimadrengurinn: — H.H. 200,00. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: — lO 50 krónur. Kennslukonan hafði verið að segja börnunium söguná um Þyrnirós, og nú ætlaði hún að vita hvað þa-u myndu af þvf, secm hún hafði sagt. — Hvernig fór konumgssonur- inn að því að vekja Þyrnirós? spurði hún, hvað -gaf hann. henni? Ekkert svar. — En heyrðu nú Sólveig, hann gaf henni það sama, sem mamma þín gefur þér á hverjum morgni, þegar hún vekur þig. — Ó, svaraði Sólveig, hann gaf henni eina skeið af lýsi. að' skúra gólfið? — Ég hef ekki efna á að kaupa öll þessi fegrunarmeðul handa þér, þú getur bara keypt þér slæðu í eitt skipti fyrir öll. Tvær kjaftakerlingar hittas-t á igötu. — Hvað ert þetta þú? Ég hélt að þú hefðir dáið um daginn.... — Hvað segirðu, og þú hefir ekiki haft fyrir því að Mta inn og segja mér frá þvi. Sú saga gekk um Reykjavík í gær, að eftirfarandi frétt hefði borizt til blaða og útvarps: „Leopoldville 12. sept. Kasavuibu át Lumumba í nótt. — Reuter". Fannst ýmsum það góður endir á Kon -gómá 1 um. I»ér eruð þessi Elvis Presley, er það ekki? Konan er bezta stoð mannsins. Hún hjálpar honum út úr öllum þeim ógöngum, sem hann kemst í henn ar vegna. — Samuel Johnson. Maður, sem hefir ekkert að státa af nema forfeður sína, er eins og kartafla. Það bezta af honum er neðanjarðar. —• Gelli. — Hversvegna speglarðu þig svona lengi á morgnana? spurði eiginkonan mann sirin, sem var heldur lítill fyrir mann að sjá. •— Ég var bara að gá að því hvort ég sé í raun og veru til. Leiðrétting. — í texta undir mynd frá Híbýladeild Markaðs- ins, sem birtist í Da-gbóikinni sl. sunnudag varð sú villa, að sagt var, að þar væru á boðstólum teikningar eftir frú Barböru, en teikningarnar eru eftir Hal-ldór Fétursson. Óska eftir að fá leigða litla íbúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði. Uppl. í síma 13430. Ibúð — Ræsting Lítil íbúð óskast fyrir reglusama stúlku. Stiga- þvottur kæmi til greina. Sími 15403. Bandsög 16 tommu þýzk bandsög til sölu. Uppl. í síma 34437, eftir kl. 7,30 á kvöldin. Keflavík — íbúð Barnlaus hjón óska eftir íbúð, 2 herb. og eldhúsi. Uppl. í síma 1804 í dag kl. 9—6 e. h. Fundið Kvenarmbandsúr fannst í Bjarkarlundí um verzlun- armannahelgina. Uppl. gef ur Erla Magnúsdóttir, Þambárvöllum, símstöð Óspakseyri. National peningakassi til söiu. Ennfremur hillu- skápar, flouresenet lampar, fatahengi, speglar o. m. fl. Tækifærisverð. Uppl. i síma 19258. Hárskerar Pumpustólar, speglar ögj' allt tilheyrandi rakara- stofu til sölu. Fæst með aí- borgun. Uppl. í síma 19037i Bifvélavirki óskast að gera við bifreið, í vinnuskiptum gegn tré- smíðavinnu. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag merkt „Vinnuskipti — 929“. ■ ■■ .ii i^— Kaup ?*-,• íbúð eða húspláss sem lág- færa má óskast. Há mán- aðarleg afborgun, á$m minnst út. Tilboð merkt: „Kaup — 0919“ setldist afgr. Mbl. fyrir helgí, Stúlka sem vill-vinna við vefhað óskast. Herbergi og fæði að einhverju leyti getur fylgt. — Vefnaðarstofa Karólínu Guðmundsdóltar'* Ásvallagötu lOa. Aðstoðarmatráðskona oskast Staða aðstoðnrmatráðskonu í Kleppsspítalanum er laus til umsóknar frá 1. nóvember næstkomandi. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til skrif- stofu ríkisspítalanna fyrir 1. október 1960. SKRIFSOFA RÍKISSPÍTALANNA. Okkur vantar sendisveina heilan eða hálfan daginn. Uppl. á skrifstounni Skipholti 33. VIKAIM V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.