Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. sept. 1960 MORCU1VBLAÐ1Ð 15 EIGUM við ekki að óska blikkdósinni til hamingju með afmælið? Hún varð 150 ára 25. ágúst síðastliðinn. Ekki er að efa, að marg.r hafa minnzt þessa merkisaf- mælis. ekki sízt vegna þess, hve náin kynni margir hafa haft af afmælisbarninu. Þc er ekki víst. að fólk yfirleitt viti, að blkkdósin fæddist í raun og veru þennan dag fyr- ir 150 árum. Árið 1795 bauð franska stjórnin 12 þúsund franka verðlaun þeim, sem gæti fundið nýja og fullkomna að- ferð til að geyma matvæli ó- skemmd. Óþekktur Parísar búi og vínyrkjumaður, Ni- colas Appert að nafni, kom þá með þá hugmynd að búa um matinn í glerflöskum á sama hátt og vín. Appert vann að þessari hug mynd í 15 ár. Það gekk á ýmsu í Frakklandi á þessum tíma. Stjórnir og einva'.dar komu og fóru, og loks kom Napóleon til valda. Þá var það árið 1810, að Appert tókst að framkvæma hugn.ynd sína. Hann hafði sannað að hægt var að sjóða niður mat í flöskur og borða hann ó- skemmdan mörgum mánuð- um síðar og keisarinn sjálfur sæmdi hann verðlaununuin. Niðursuðuaðferð Apperts kom Napóleon að góðu haldi og notaði hann hana til að sjá herjum sínum fyrir mat í hinum mörgu herleiðöngr- um sínum. Og þegar Napóle- on var í útlegðinni á 'Sankti Heleneyju fékk hann matinn í niðursuðukrukkum. á niðursuðuiðnaðinn, þvi að matvælaþörfin var mikii bæði hjá Norður- og Suður- ríkjamönnum. í lok striisins var framleiðslan t. d. orðin 30 milljón dósir á kls. Þegar fram liðu stundir, komu hugmyndaríki. menn með margar og góðar endur- bætur á niðursuðuiðnaðinum. Árið 1856 hóf Geú Borden, landmælingamaður blaða- maður og fyrsti framleiðandi þurrmjólkur, framieiðslu á niðursoðnum barnamat. Tann læknir einn, 1. W. Lyons að nafni, fann upp sérstaka blikkdós undir tannkrems- duft, sem sáldrað var út. Gerhard Mennen var fyrstur með þá nýjung að láta gera smágöt ofan a blikkdósir með skrúfaðan tappa, fyllti þær með púðri og seldi mæðrum til að sáldra á smábarnarassa og hefir eigi þekkzt hentugri aðferð til þess hingað til. Blikkdósin fór eins og flóð- alda um allan heim — inn á heimili, verksmiðjur og sveita bæi — hún var notuð alls stað ar. Hún átti í harðri keppni var ekki til fyrir 150 árum Nicolas Appert gaf út bækl ing um þessa aðferð og nefndi hann „Ráð til að geyma alls konar dýra- og jurtafæðu." Bæklingurinn kom í hendur . .Englendings, Peter Durand að nafni. Durand notaði blikk dósir í tilraunum sínum í stað glerflaskanna, en notfærði sér aftur á móti aðferð App- erts við að innsigla ílátið, áð- ur en hann setti það í sjóð- andi vatn. Tilraunir Durands heppn- uðust, og hinn 25. ágúst 1810 fékk hann einkaleyfi hjá Georgi þriðja Bretakóngi til að sjóða niður mat á þennan hátt. Durand notaði ekki sjálfur leyfið, heldur se’di hann það tveimur löndum sxnum, Bryan Donkin og Joi, Hall, og stofnuðu þeir nu með sér niðursuðufyrirtæki. Brezki landherinn og sjó- herinn keyptu vörurnar af þeim félögum og komust ?3 raun um, að þær voru ó- skemmdar og bragðgóðar Brátt skipaði blikkdósin æðsta sess í heimi matv'æl- anna. Blikksmiðir í Þýzka- landi fóru að sjóða c.iður mat í frístundum sínum um helg- ar. Margir kunnir landkönn- uðir og ævintýramenn höfða með sér matarbirgðir í niður- suðudósum í leiðangra sír.a. Maður að nafni Thomas Kensett fluttist frá Englandi til Ameríku árið 1812. Hann sauð niður ávexti og græn- meti, og 1825 veitti James Monroe forseti honum einKa- leyfi til að stunda þessa iðju. Þegar gullæðið greip menn, og þeir flykktust til Kali- forníu, fóru peir klyfjaðir af niðursuðuvörum frá Kensett. Um allan heim risu nú upp smáfyrirtæki, þar sem fram- leiðslan gekk hægt ,því að ekki var vélunum fyrir að fara í þá tíð. En með iðnbylt- ingunni á 19. öld, breyttist þetta og niðursuðuvélar komu ■ til sögunnar. Fyrst í stað voru afköst vélanna takmörk uð Kringum 1870 var fram- leiðslan t. d. 60 dósir á klst., en áratug síðar voru þær orðnar 2500 á klst. í þræla- stríðinu komst mikill skriður við glerkrukkuna, og barátta hennai við glerglös er enn ekki útkljáð, enda við ötulan að etja. Nú á 150. afmælisdegi sín- um getur blikkdósin stært sig af því, að Bandaríkjamenn eta daglega úr 115 mi'ljón niðursuðudósum og ársneyzl- an er 250 niðursuðudósT á hvern Bandaríkjamann. Enn í dag sækja menn og málleysingjar krafta sína og orku í matinn — og fylla sig. Við getum þvi öll tekið uvxdir og óskað blikkdósinni ti! ham ingju með afmælið — bví að hún er ein af mörgum orku- lindum mannsins. (The Johns Hopk ns University, Lynn Poole) EKKERT ELDHtÍS ER FULLKOMIfi ÁN KÆLISKÁPS •fc Kelvinator kæliskápurinn er árangur áratuga þróunar bæði tæknilega og að ytra útliti L L ó í ' ;:é’ K E L V I N A T 0 R Fullkornln 5 ára ábyrgð er tekin á mótorum í Kel- vinator kaxliskápnum. — Ársábyrgð er að öðru Leyti. Höfum eig;ð viðgerðarverkstæði að Laugavegi 170. Sími 17295, sem annast allar viðgerðir og vara- hlutasölu. -w-’’ ír ■k 'L œlióbápóLn^ Höfmn nú fyrirliggjandi eftirtaldar stæðir: 6,—7,7, og 10,1 rúmfet. Kynnið yður hina hagkvæmu afborgunarskilmála. — G / ö r i ð svo ve/ að / í t a inn Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.