Morgunblaðið - 04.10.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 04.10.1960, Síða 20
20 MORCVISBLABIÐ Þriðjudagur 4. okt. 1960 nær hann sér ekki upp af vellinum, til þess verður hann að snúa upp í vind- inn! Vafalaust eigið þér einn- ig einhverja leið út úr ógöng- unum. Og þegar þér eruð kom- inn svo langt, munuð þér sjá, að þróun yðar hefur verið fljótari en hún hefði getað orðið án þess arar hindrunar. Rödd dómprófastsins, sem var annars lág og skýr breyttist nú. Hún titraði, er hann hélt áfram. — Ef það getur orðið yður nokkur huggun, sonur, ætla ég að segja yður, að ég hef fundið trú, sem er nægilega sterk til að halda mér uppi til dauðadags. Eg veit, að leið mín liggur fram og upp, þrátt fyrir alla kvala- fulla reynslu, sem ég hef orðið fyrir. Eg veit, að alheimurinn er mín megin! Hann bregzt mér ekki. Eg hef orðið fyrir töfrum og dregizt aftur — en ég næ markinu samt.' Paige sat næstum eins og stirðnaður og hlustaði á stígand ann í hljómmikilli röddinni, þeg ar þessi mikli maður hallaði sér fram á borðið og augun glömp- uðu af innra eldi. Hann studdi olnbogunum á borðið og rétti fram hendurnar og það var næst ' um eins og hann lyftist upp af stóinum. — Eg næ markinu! endurtók hann. — Eg hef þjáðst, en ég veit, að ég er eitt óskabarn for- laganna . . . Þér hafið líka þjáðst . . . en bíðið . . . Þér náið mark- inu . . . Þér getið trúað þeirri fullyrðing- minni. Eg veit það! Þrátt fyrir öll vonbrigði, hindran ir og áhyggjur . . . kemst ég að úr slitamarkinu á veginum — og ■fæ merkið um að halda áfram. Það hefur lengi verið haldið aft ur af mér, en að lokum fæ ég samt — grænt ljós. Nú varð þögn í nokkrar mínút ur. Séra Harcourt hafði hnigið aftur í stólinn. Newell Paige fann með sjálfum sér, að hann hafði verið vottur að dramatisku at- riði, sem fæstir hefðu trúað hin um rólega dómprófasti við Þrenn ingarkirkjuna til að setja á svið. Hann hafði heyrt konur og karla tauta þetta „Eg trúi“. í dag hafði honum auðnazt að sjá aflið, sem rak stórbrotna sál áfram, Ein- hverntíma fyrir mörgum árum hafði hann kamið í rafmagns- stöð og orðið næstum dofinn af blikandi ljósum, hávaðanum og titrandi gólfinu, og hafði horft á risavaxna rafala, sem vörpuðu aflinu frá sér. í dag hafði hann horft inn í mannsál. Hann var mjög hrærður, og rödd hans var eitthvað annarleg, þegar hann rauf þögnina og sagði: ,,Ó, guð! Eg vildi óska, að ég ætti þessa trú!“ —O— Newell hafði gengið gegn um dómkirkjuna og sett sig á bekk í Madison-garðinum til þess að bíða eftir, að klukkan slægi stundarfjórðunginn. Þá ætlaði hann að fara og sækja Sylviu. Hann var þreyttur. Þessi fund ur með séra Harcourt hafði verið taugaæsandi og hann hafði kom ið fram á þann hátt, sem honum var algjörlega annarlegur. Þegar hann var að fara, hafði dóm- prófasturinn sagt blíðlega: — Komdu hér, drengur minn, og tekið báðum höndum um hönd hans . . . Síðasta hálfa árið hafði verið hræðilegt. Hann hafði ekki fyrr gert sér ljóst, hve lítið hann hafði vantað til að falla alveg saman . . . en það var föðurleg viðkvæmni dómprófastsins, sem hafði gert herzlumuninn. Hann hafði lokað augunum fast og bit ið saman tönnunum, en samt höfðu tárin komið .. . dómprófast urinn skildi hann. Hann vissi, að taugar hans voru í háspennu. Harcourt mundi ekki líta á hann eins og barn, en í rauninni hafði Newell sjálfum fundizt hann vera lítill drengur — þreyttur,, vonsvikinn og ringlaður lítill drengur. Honum varð nokkru rórra er hann kom út í hreint loftið og sólskinið, og þegar hann var setztur á bekkinn, fannst honum hann hafa hagað sér barnalega, einkum þó þegar dómprófastur- inn hafði verið svo nærgætinn að segja. — Þér þurfið ekki að fara sömu leið út og þér komuð inn, Newell. Það eru dyr þarna til hægri, sem liggja beint inn í kirkjuna. Og hann hafði svarað: —- Já, en ég skildi hundinn minn eftir í forsalnum — rétt eins og hann hefði verið tíu ára. En þá hafði hann áttað sig, og þeir höfðu hlegið báðir. — Gott og vel, sækið þér þá hundinn. — Já, en ég held ekki, að ég þoli að sjá ungu stúlkuna aftur. — Skiljið þá bara hundinn eft ir. Ungfrú Dexter fer rétt strax — klukkan hálfeitt, held ég — og þá getið þér sótt hann aftur. Það væsir ekki um hann hérna á meðan. Þetta hafði Newell þótt góð lausn á málinu, og hann hafði farið út í glampandi sólskinið í grænum skemmtigarðinum. Þegar klukkan sló þrjú kortér, fannst honum hann hafa beðið nógu lengi. Hann stóð því upp, en rétt í sama bil sá hann Syl- víu og imgu stúlkuna koma inn í garðinn. Sylvía gekk svo þétt upp að ungfrú Dexter, að rauð jarpur feldurinn á henni straukst við kjólinn á Phyllis. Þetta var einkennilegt og Sylvíu ólíkt, hugsaði hann.. Hann fékk ákafan hjartslátt þegar hann sá, að þær komu beint til hans. Hann gekk því á móti þeim og Phyllis sendi honum þetta hæga, þokukennda bros, sem hann mundi svo vel hjá frú Dexter, þegar henni datt eitthvað skrítið í hug. — Það var ekki ég, sem ginnti hundinn til að koma með mér, sagði Phyllis. — Hann elti mig bara, rétt eins og . . . — Rétt eins og hann vissi, að þér væruð á leiðinni í matinn, svaraði Parker brosandi, og sá að hún roðnaði, af því að hún vissi ekki almennilega, hvað hún ætti að segja. Þau stóðu þama rétt hvort hjá öðru, og Phyllis leit á hann með næstum barnslegri forvitni. — Eg beið eftir yður, sagði hún. — Gleymduð þér hundinum? —Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá var ég ekki í skapi til að tala við neinn, þegar ég fór út frá séra Harcourt. Eg ætlaði að sækja Sylvíu seinna. — Mér finnst þetta skrítið hundsnafn, sagði Phyllis hlæj- andi. En svo varð hún alR í einu alvarleg, hleypti fallegu brúnun- um, og sagði síðan, eins og við sjólfa sig: — Hvar var það nú? Eg hef einhverntíma áður heyrt talað um tík, sem hét Sylvía . . . Svo færðist ofurlítill skuggi yfir andlit hennar, og hún tautaði svo að varla heyrðist. — Nú man ég það. En svo losaði hún sig við þessar dapurlegu hugsanir, brosti vingjarnlega og dró sig ofurlítið frá honum. — Úr því að þið Sylvía hafið fundið hvort annað, get ég farið í matinn, sagði hún. Hann hneigði sig, yppti hatt- inum og þakkaði. Phyllis kvaddi, klappaði Sylvíu á hausinn og sneri svo í áttina þaðan sem hún hafði komið. Það var einkenni- legt. Hafði hún vitað, að hann var í garðinum? Hafði hún þá verið að leita hann uppi? Hann gekk þ.ví á eftir henni, eins og honum hefði dottið það snögg- lega í hug, en stanzaði aftur. En Sylvía, sem hefur líklega, dottið í hug, að Paige ætlaði að ná í Phyllis, lallaði á undan honum og var þegar komin samsíða henni, og Phyllis kom þegar auga á rauðjarpa hausinn, staðnæmd ist og leit um öxl. Tíkin varð hálf-hvumsa við, en gekk svo setlega nokkur skref til baka og staðnæmdist miðja vega milli þeirra, og' gaut augunum til þeirra á víxl. Phyllis hló að þessu. — Eigum við ekki að borða saman öll þrjú, sagði Parker, — og láta svo Sylvíu ákveða, hvað hún vill? Phyllis staðnæmdist og var sýnilega að íhuga, hvort hún gæti tekið svona boði. Parker gekk til hennar, en Sylvía dingl aði rófunni ótt og títt, af ein- tómri hrifningu. — Eg veit nú ekki, hvort ég get það, sagði Phyllis. — Eigin lega er það bara Sylvía, sem hef ur kynnt okkur. — Já, ekki megum við gleyma henni, svaraði Parker hátíðlega. — Það er henni að þakka, að við erum hér saman . . . og . . . ef ég má segja það, þá er Sylvía afar vandlát þegar hún velur sér vini . . . er kannske ofurlítið hégómagjörn. Og hrifning henn ar hefur alveg ákveðið mig. Hann slóst nú í för með Phyllis og þau gengu hægt út að hliðinu. — Það væri nú ekki rétt af mér að fara að þiggja þetta boð, sagði hún lágt. — Eg var búin að lofa kunningjum mínum að hitta þá klukkan eitt. — Getum við við þá ekki borð að með kunningjunum? spurði Skáldið 09 mamma litla 1) Og hver er svo þessi í hvítu fötunum? 2) Þetta er forsætisráðherra Indlands, Javarhalal Nehru! 3) Ja var ha lal .... heitirInokkurn tíma að segja stelp- maðurinn það? I um hvað hann heitir skrítnu 4) Heldurðu að hann þori’nafni? .— Ég veit ekki hvernig við eig | farinn_ Tomimi! r am að lifa þegar pabbi þinn er | — Ég sé fyrir okkur á ein- hvern hátt mam. áhyggjur! íkki 1 — Chip veiðivörður afhenti I mér þetta bréf til þrn Tómas .. *.. Þú ættir að opna það! Parker, en var þó ekki sérlega hrifinn af tilhugsuninni. — Nei, það getum við auðvitað ekki, svaraði Phyllis alvarlega. — Hversvegna? Er það af því, að við höfum ekki verið form- lega kynnt? —Bæði þessvegna og af öðrum ástæðum. Leiguvagn staðnæmdist rétt hjá þeim, og ökumaðurinn opn- aði dyrnar. — Getið þér ekki hringt til þessara kunningja? spurði Parker lokkandi. Hún kinnkaði kolli og brosti ofurlítið, og þegar hún hafði tek ið ákvörðun sína, kastaði hún sér algjörlega út í ævintýrið. Sylvía kunni sér engin læti fyrir gleði. Hún settist fyrir framan þau með svo skrítilegum hrifningarsvip, að þau fóru bæði að hlæja. ajtltvarpiö Þriðjudagur 4. október 8.00—10.20 Morgunútvarp <Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynnir.gar). 12.55 ,,A ferð og flugi'*: Tónleikaí kynntir af Jónasi Jónassyni. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 ..Hugur einn það veit‘‘, bókar« kafli eftir Karl Strand lækni (Höfundur flytur). 20.50 Tónleikar: Þ*rjú atriði úr óper- unni „Hollendingnum fljúgandi** eftir Richard Wagner (Leonie Rysanek og Sigurd Björling syngja). 21.35 Utvarpssagan: ,,Barrabas“ eftir Pár Lagerkvist; IV. (Olöf Nor- dal). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Sval arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 5. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttlr og tilkynningar). 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00) 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 ,,t Svartaskóla hjá Indriða miðli" greinarflokkur eftir Guðmund Hannesson prófessor; I. kafli (Anna Guðmundsdóttir flytur). 21.00 Píanótónleikar: Ignaz Friedman leikur verk eftir Chopin. 21.30 Upplestur: Baldvin Þ. Kristjáns- son flytur kvæði eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. 21.40 Finnsk tónlist (Rússnesk útvarps hljómsveit leikur. Stjórnandi: Tauno Hannikainen). a) Valse triste eftir Sibelius. b) Berceuse eftir Járnefelt. c) „Terkheniemi", þáttur úr Kalevalasvítu eftir Uuno Klami. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður i Havana" eftir Graham Greene; XX. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 „Um sumarkvöld‘‘: Leikbræður, Elga Olga Svendsen, Max Greg- er, Freddy, Galina Kazakova, Natal- ino Otto, Rosemary Clooney, Jimmy Rodgers og Ruby Murray skemmta. 23.00 Dagskárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.