Morgunblaðið - 12.10.1960, Qupperneq 10
r
I
10
MORnuJSBLÁÐlÐ
Miðvik’udagur 12. Okt. 1960
f DAG eiga menn að vera
þannig klaeddir hversdags-
lega, vilji þeir fylgja nýjustu
tízku: Jakki úr grófu tweed
og buxur úr loðnu kambgarni.
Jakkinn er gjarnan í dökkum
litum, brúnn eða ólívugrænn.
Litirnir á buxunum eru fjöl-
breyttari, allt frá gráu og ljós
drappiituðu til grænna lita og
svo yrjóttar.
blár, oft lítillega munstuð, og
svo milligrár litur, einnig
munstraður jafnvel með íofn-
um silkiþráðum.
Jakkarnir hæfilega síðir
Jakkinn má ekki vera það
síður að hann sé til þvingun-
ar. Hann fellur laust að lík-
amanum og axlapúðar fyrir-
finnast ekki; örlítið stopp gef-
ur öxlunum fallegri svip.
Buxurnar þrengri
Buxurnar eiga að vera
þröngar. Uppbrotið er horfið.
Margiit vesti
Við einlit föt eru venjulega
notuð vesti í fallegum, ljósum
litum, og stundum úr rús-
skinni. Neðsta hnapn vestis-
Lítill maður í stórum frakka — stór maður í litlum frakka,
þannig hefur herratízkan þróazt. Frakkinn til vinstri er frá
1957 en sá til hægri samkvæmt allra nýjustu tízku.
ins er ekki hneppt. Og umfram
allt er það brýnt fyrir mönn-
um að vera ekki hræddir við
að nota sterka liti.
Þægilegir frakkar
Það erxj frakkarnir, sem
hafa vakið mesta hrifningu á
haust-tízkusýningunni 1960.
Stóru, þungu frakkarnir, sem
gleyptu hvern meðalmann,
eru nú alveg horfnir úr sög-
unni og í staðin komnir stutt-
ir og léttir frakkar, sem falla
þétt að líkamanum. Þeir eru
margir hverjir með stórum
krögum, sem gott er að bretta
upp fyrir eyrun. Mun heppi-
legri flíkur í hvassviðrum og
köldum vetrarveðrum en
gömlu frakkarnir.
Támjóir skór
Það hefur vakið undrun,
hversu skórnir eru támjóir, og
efast margir um að þeir geti
verið þægilegir. En þeir, sem
hafa gengið í slíkum skóm,
eru allir á einu máli um að
þeir séu þeir lang þægileg-
ustu, sem þeir hafi nokkru
sinni stigið í.
Hattarnir
Hinn vinsæli Mr. Higgins-
hattur í örlitlu breyttu formi
nýtur nú mestra vinsælda.
HERRATÍZKAN — hvílíkur
hégómi. Karlmaður, sem ber
virðingu fyrir sjálfum sér,
hugsar ekki um slíkt. —Þannig
tala margir menn, en sem bet-
ur fer ekki allir. Aðrir segja:
— Það er kominn tími til að
gera breytingu á karlmanna-
fötum, þær hafa sama sem
engar verið síðustu áratugina.
Tímarnir hafa breytzt og föt-
in breytast líka.
Ekki alls fyrir löngu var
hleypt af stokkunum tízku-
sýningu á karlmannafatnaði,
sem vakti mikla athygli, og
nú er svo komið að herrafata-
tízkusýning er árlegt fyrir-
brigði erlendis.
Og við skulum líta aðeins
á helztu breytingarnar, sem
orðið hafa á karlmannafötun-
um, og helztu einkenni tízk-
unnar haustið 1960. Það sem
fyrst vekur athygli okkar eru
Líflegir litir
Grái liturinn er nú á hröðu
undanhaldi, enda flestir bún-
ir að fá dauðleið á honum, a.
m. k. í bili. Segja mörg tízku
blöð í gamni, að nú sé búið
að sökkva Grámanni í jörðu
niður fyrir fullt og ailt.
Hversdagsfötin eru aðallega
í brúnum, grænleitum og ólífu
grænum litum; efnin eru létt,
mjúk og með fallegum munst-
um. Liturinn á kvöldklæðn-
aðinum er aftur á móti dökk-
Jafnvel siðir jakkar gátu ekki skýlt þvi að það var næstum
pláss fyrir tvo menn í víðu buxunum, sem mest voru í tízku
fyrir nokkrum árum. Nýtízkulegu, stuttu jakkarnir krefjast
þess að heildarmyndin sé grennri. Og því eru buxurnar
þrengri og án buxnabrots.
Jakkarnir voru áður með klossalegum, breiðum krög-
um, mikið stoppaðir á öxlunum og stóru hálsmáli. Jakkan-
um var hneppt á miðjum maganum. Nýtízku jakkarnir falla
aftur á móti þægilega að líkamanum, engir axlapúðar eru
notaðir og gott að hreyfa sig í þeim vegna þess hve hátt
þeir eru hnepptir.
Þeir eru yrjóttir og loðnir,
hattborðin fléttaður og barð-
ið brotið upp að aftan. Barðið
er ekki meira en 5 cm á
breidd.
★
Þetta er það helzta, sem kem
ur fram í herratízkunni nýju.
Aðrar breytingar eru ekki um
talsverðar og sumt, sem kem-
ur fram er bæði til -gamans og
augnayndis, en ríkust áherzla
er lögð á þægindin. Má til
dæmis nefna uppbrotin, sem
hneppt eru upp á frakkaerm-
arnar, og er sú skýring látin
fylgja með, að þarna eigi
menn að geyma t.d. aðgöngu-
miða í leikhús og kvikmynda
hús og svo minnismiðann!
Lcirlr
menn
Grámann kvaddur
Styrkur til rannsóknar-
starfa í lífeðlisfrœði
HOLLENZKUR maður, dr. J. E.
Quintus Bosz, fyrrum ræðismað-
ur íslands og Danmerkur í Sura-
baya í Indónesíu, er lézt árið
1954, lét eftir sig sjóð, sem ætlað
er að styrkja hollenzka, danska
og íslenzka menn til náms eða
rannsóknarstarfa í lífefnafræði,
lyfjafræði eða í næringarefna-
fræði hitabeltislanda, og veita
verðlaun fyrir vísindalegan ár-
angur í þessum fræðigreinum.
íslenzkum aðilum hefur ekki
verið kunnugt um sjóð þennan
fyrr en nú í sumar. en þá kom
hingað fulltrúi sjóðsstjórnar F.H.
Westerling, fyrrum bankastjóri,
frá Blaricum í Hollandi. Atti
hann viðræður við menntamála-
láðuneytið um sjóðinn og ýmis
framkvæmdaatriði í sambandi
við styrkveitingar úr honum- til
islenzkra manna. í þeim viðræð-
um tók einnig þátt dr. Níels P.
Dungal, prófessor.
Dr. Quintus Bosz stofnaði sjóð
inn til minningar um son sinn,
Harald Quintus Bosz, og var
stofnféð 100.000 gyllini. Úthluta
má úr sjóðnum þremur styrkjum
árlega hið mesta, er samtals nemi
5.000 gyllinum, en það jafngildir
um 50.500 íslenzkum krónum.
Sjóðsstjórn ákveður, hverjir
styrki skulí hljóta, en hún er
skipuð fjórum hollenskum há-
skólamönnum auk F. H. Wester-
ling, sem er ritari og gjaldkeri
sjóðsstjórnar. Aðsetur sjóðsins er
í Utrecht í Hollandi.
F. H. Westerling kvað engin
fyrirmæli í stofnskrá sjóðsins
um, hvernig styrkir skyldu skipt-
ast milli landanna þriggja. Hing-
að til hefðu styrkirnir allir runn
ið til Hollendinga, þar sem tæki
færi hefði ekki gefizt til að ganga
frá framkvæmdaatriðum við ís-
lenzka og danska aðila.
Kvað hann nú ráðgert, að ís-
lendingar fengju í sinn hlut alla
úthlutun næsta ár, 1961. Danir
árið 1962, en síðan yrði hverju
sinni valið úr umsóknum frá öll-
um löndunum. Þar sem stofnskrá
in kveður svo á, að styrkir úr
sjóðnum skuli veittir mönnum,
sem stunda eða hafa stundað
nám við hollenzka, danska eða
íslenzka háskóla, er það skilyrði
fyrir styrk til fcenaks umsækj-
anda, að hann hafi um eitthvert
skeið stundað nám við Háskóla
íslands.
Umsóknum um styrk úr minn-
ingarsjóði Harald Quintus Bosz
skulu sendar menntamálaráðu.
neytinu fyrir 1. febrúar n.k. Um-
sókn fylgi upplýsingar um náms-
og starfsferil, staðfest afrit af
prófskírteinum, meðmæli háskóla
kennara, og ýtarleg greinargerð
um rannsóknarstörf, sem umsækj
andi kann að hafa unnið. Æski-
legt er, að umsóknir séu ritaðar
á ensku.