Morgunblaðið - 09.11.1960, Side 10

Morgunblaðið - 09.11.1960, Side 10
10 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 9. nóv. 1960 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. I.esbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 27.180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BANDARÍKIN ¥ TNDANFARNA daga hafa heimsfréttirnar fyrst og fremst snúizt um kosninga- baráttuna í Bandaríkjunum og í dag eru aðalfréttir um heim allan úrslit þeirra. Hvers vegna vekja kosn- ingar þessar svo gífurlega at- hygli? Það er ekki vegna þess að í Bandaríkjunum eig- ist við tvö gjörólík þjóðfé- lagsöfl og á úrslitum kosn- inganna geti oltið, hvort grundvallarbreyting verði á þjóðfélagsháttum þar í landi. Menn fylgjast þó með því, sem á milli ber og svo per- sónuleika þess manns, sem sezt í embætti forseta Banda ríkjanna. Og áhuginn byggist á því að menn gera sér hvar- vetna grein fyrir því, að framtíð heimsins, friður eða stríð, líf eða dauði, getur verið komið undir því, hversu giftusamlega Banda- ríkjamönnum tekst til í vali æðsta manns ríkisins. Þegar kosningabaráttan harðnar í Bandaríkjunum, kemur í ljós að hinar frjálsu þjóðir um allan heim gera sér grein fyrir því, að fram- tíð þeirra sjálfra, frelsi og sjálfstæði er undir Banda- ríkjamönnum komið. Ekkert vald í veröldinni annað en Bandaríki Norður-Ameríku er þess megnugt að stöðva ógnarvald okkar tíma, al- heimskommúnismann, sem bíður þess albúinn að hremma hverja þá þjóð, sem sofnar á verðinum og þrælka hana undir járnhæl ofbeldis- ins. Þeir sem vilja vita, þeir vita það líka, að kommún- istar mundu hefja styrjöid til að undiroka heimsbyggð- ina, hvenær sem þeir treystu sér til þess án þess að bíða óbætanlegt afhroð. Varð- veizla friðarins er því komin undir herstyrk og stjórn- vizku Banndaríkjastjórnar. Þetta eru óumdeilanlegar staðréyndir, sem verða mönn um ljósar, þegar mikilla tíð- inda er að vænta vestan hafs. Hinu er svo ekki að leyna að sumir eru feimnir og skömmustulegir við að játa þennan sannleika. Þykir þeim fínt að vera menn til að standa uppi í hárinu á risanum. Á þetta jafnt við um menn meðal hinna fornu stórvelda og smáríkjanna. En í báðum tilfellunum byggist það á heldur leið- inlegri minnimáttarkennd. Sannleikurinn er sá, að í samskiptum okkar, sem ann- arra frjálsra þjóða, við Banda ríkjamenn, þurfum við eng- an kinnroða að bera og enga kennd minnimáttar. Á sama hátt og við gerum okkur það ijóst, að líf okkar, sjálfstæði og frelsi, er komið undir styrkleika Bandaríkjamanna, þá er þeim það einnig ljóst, að einangraðir geta þeir ekki vænzt þess að varðveita eig- ið frelsi. Þeim er samstaða með öðrum lýðræðisþjóðum jafn nauðsynleg og okkur er traust það, sem við setjum á þá. Þess vegna getum við alls staðar mætt þeim upp- litsdjarfir án minnimáttar- kenndar eða þess rembings, sem henni venjulega fylgir. Á þetta er hér minnzt vegna þess, að í okkar landi dvelur bandarískt varnarlið, sem hingað er komið að okk- ar óskum og beiðni. Minni- hluti íslendinga er að vísu andvígur þessari dvöl varn- arliðsins, og hann hefur fyllsta rétt til að berjast fyr- ir því að stefnu íslands I þessum málum sé breytt, ef beitt er til þess lýðræðis- legum aðferðum. En meðan varnarliðið dvelur hér að ósk okkar íslendinga eigum við allir að hafa manndóm til að umgangast það að sið- aðra manna hætti. Banda- ríkjamenn eru hvorki verri né betri menn en við sjálfir, heldur ekki þeir æskumenn, sem á Keflavíkurflugveili þjóna sameiginlegum hags- munum lýðræðisþjóða. Og því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að siðferði okkar íslendinga er á sumum sviðum lægra en Bandaríkjamanna, sem auð- vitað byggist fyrst og fremst á hinni pólitísku spillingu, sem hér hefur þróazt. Auðvitað eru vandamál samfara dvöl varnarliðsins, en við eigum hvorki að mikla þau fyrir okkur né láta kommúnista komast upp með að spilla góðu sam- starfi við Bandaríkjamenn. Á vinstri stjórnar tímanum var látið undan ýmsum „gadda vírsgirðingahugsj ón- um“ kommúnista. Og því miður eimir enn eftir af sumum þeirra. — Við Is- lendingar höfum ekki efni á að gera okkur leik að því að skapa okkur fjandmenn með lítilmótlegri framkomu. En á hinu höfum við efni og til þess höfum við manndóm, ef við viljum, að umgangast varnarliðsmenn af fullri kurteisi, enda hefðum við þá litla trú á menningu okkar og tungu, ef við ekki treyst- um okkur til þess. Frú Babette Lagaillarde afhendir aðgöngumiðann sinn við dyr réttarsalarins, þar sem maðut hennar bíður 10—20 ára fangelsisdóms. Alvarleg réttarhöld hyrjuöu sem skopleikur RÉTTARHÖLDIN er hafin voru í síðustu viku í París yfir þeim mönnum, sem stóðu að janúarbyltingunni í Algier, eru alvarleg- ustu réttarhöldin, sem orðið hafa síðan fimmta franska lýðveldið var stofnað. Samt sem áður byrjuðu þau eins og skopleikur. Menn deildu um það tímunum saman hvort einn af hinum ákærðu ætti að fá að vera í ein- kennisbúningi sínum og um það hvar embættismennirnir ættu að sitja, hvor væri fínni, hershöfðingi eða með- dómari. Þegar þetta var loks leyst, þá Delouvrier, æðsta mann í Algier, á hólm, þar sem allt þetta væri í rauninni honum að kenna. Og lýsti því jafnframt yfir að ef Delouvrier vildi berjast við hann mundi hann sem fallhlífarhei'- maður kjósa að berjast ber ofan í mitti og með byssusting faU- hlífarhermanna að vopni. Doks var hægt að byrja á lestri ákærunnar, sem er 140 blað síður á lengd. Þeir ákærðu eru 20 talsins, þar af 16 viðstaddir í réttinum, hin- um tókst að strjúka áður en upp- reisnarmenn gáfust upp, þar á meðal annar aðalforingi upp- reisnarmanna, Ortiz, en hann mun eiga á hættu líflátsdóm, þar ■ eð hann og hans menn byrjuðu ' vist skothríðina 24. janúar, sem gerði óeirðirnar að byltingu. Hinn aðalforingi uppreisnar- mannanna, Dagaiarde á von á að fá 10—20 ára fangelsisdóm. Kona hans, frú Babette, er viðstödd réttarhöldin, en hún bauð sig fram í kjördæmi manns síns í bæjarstjórnarkosningum í Algier, þegar hann var kominn í fang- elsi. Foreldrar hans, sem síðustu daga uppreisnarinnar, gengu í lið með syni sínum, eru þarna líka. Hinir ákærðu koma fyrir herrétt, en vegna rúmleysis fara réttarhöldin fram i hinum stóra sal með gyllingunni í loftinu í gömlu dómhöllinn í París. Þar er þröngt á þingi. 1 miðjum saln- um sitja 50 verjendur í víðu svörtu kuflunum sinum. Sumir hinna ákærðu hafa til öryggis valið sér marga lögfræðinga til varnar. 1 blaðamannastúlkunni troðast 100 blaðamenn um, þar sem í rauninni er rúm fyrir 50—60. Ákæruvaldið hefur ákveð ið að kalla 85 vitni fyrir, en verjendur 250 vitni. Meðal vitn- anna eru margir af þekktustu mönnum Frakklands, svo sem Debré, forsætisráðherra, Massu hershöfðingi, Juin marskálkur, Bidault, Soustelle o. s. frv. Enda er nægur tími, gert ráð fyrir sex eða átta vikum til .ð byrja með. Kosnmgarnar á ítahu ? Allir ánægðir nema konungssinnar Róm, 8. nóv. — (Reuter) BÆJA- og sveitastjórnar- kosningar fóru fram á Italiu um helgina og virðast flestir flokkar ánægðir með úrslil- in, nema konungssinnar, sem töpuðu miklu fylgi. Nærri 25 milljónir manna greiddu atkvæði, eða rúm- lega 90% þeirra er á kjör- skrá voru. Kosið var í 77 aí 90 sveitarstjórnum og í 6.900 af rúmlega 8.000 bæjarstjorn Nenni-sósíalistar buðu nú i fyrsta sinn fram án samvinnu við kommúnista, og héldu fyigi sínu óbreyttu. Kristilegir demókratar, sem fara með stjórnarforystu, juku fylgi sitt úr 38,9% árið 1956 i 40,3%. Kommúnistar og Nenni-sósíal- istar hlutu árið 1956 35,1%. Nú fengu kommúnistar 24,5% og Nenni-sósíalistar 14,4%. Frjálslyndir og ný-fasistar juku einnig nokkuð fylgi sitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.