Morgunblaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 1
II Sunnud. 4. des. 7960 'k ENN MUNA íslendingar eftir hinum stóru konvojum, eða skipalestum, sem söfnuðust saman á stríðs- árunum í Faxaflóa, Hval- firði og á ytri höfninni í Reykjavík, — og Aust- firðingar muna eftir skipagrúanum sem safnað- ist oft saman á Seyðisfirði. Algengast var að konvojarnar kaemu upp að landinu í nátt- myrkri að vetrarlagi. Þser hrepptu því oft illviðri og fyrir kom að skip úr þeim færust hér við land. Og hvert stefndu öll þessi þungbúnu grámáluðu skip? Fáein þeirra fluttu vistir til hersins hér á landi, efni í bragga og grind- ur í flugbrautir. En langflest þeirra héldu áfram förinni aust- ur á bóginn, eftir að þau höfðu tekið olíu í Hvalfirði eða Seyðis firði. Þau stefndu upp í Norður íshaf í vetrarmyrkrinu, leiðin lá meðfram Bjarnarey, Svalbarða, Novaya Semlja og til Murmansk eða Arkangeisk. Þessi siglingaleið um Norður íshafið er hættuleg að vetrarlagi Skipalest á leið til Murmansk. — flugvél hefur komið sprengju á eitt þeirra. Það var skipalestin PQ—6, er sigldi frá íslandi 8. des. 1941, sem varð fyrir fyrstu árásinni. Þannig var málum háttað að sjálf aðalfylgdarskipin höfðu skilað henni af sér inn í mynni Kola- flóa og snúið til baka til að fylgja annarri skipalest vesturá bóginn. Voru nú aðeins fáeinir litlir tund urduflaslæðarar, sem fylgdu kon vojinni inn á hinn víða Koia-flóa. Aílt í einu sást skotglampi í norðri og tundurduflaslæðarinn Speedy varð þegar í stað fyrir sprengikúljm, sem felldu mastr ið og eyðilögðu byssur skipsins. Þjóðverjar höfðu algert ofurefli með stórum og hraðskreiðum tundurspillum. En tundurdufiaslæðararnir fóru ótrauðir að senda út frá sér reykský til að skýla skipalest- inni. Þjóðverjarnir virðast hafa haldið að þetta væri gildra og sneru frá. Ef þeir hefðu haldið árásinni til streitu gátu þeir auð veldlega yfirbugað tundurdufia- slæðarana og líklega sökkt ailri skipalestinni. Skipalestin PQ—7 sigldi af stað frá íslandi í tveimur hlutum 31. des. 1941 og 8. janúar 1942. í fyrri hlutanum voru tvö hrað- Höfðu úrslitaáhrif. Saga skipalestanna til Húss- lands hefur lítið verið rakin í þeim sögum Heimsstyrjaldar- innar, sem út hafa verið gefnar. Þó er það þess vert að þeim sé meiri gaumur gefinn. Þær hófust ®Uax og Rússar voru komnir í stríðið og á þeim fjórum árum eem liðu fram til stríðsloka fóru yfir 40 skipalestir til Murmansk ©g Arkangelsk fullhlaðnar skrið- drekum, herflugvélum, vörubíl- tim, eimlestum, fallbyssum, skot- færum og síðast en ekki sízt olíu ©g benzíni. Rússar hafa lítið látið í ljós þakklæti sitt fyrir þessar miklu eendingar. Þó hafa þær vafa- laust haft úrslitaþýðingu í Rúss- landsstríðinu. Það munaði um minna en 5000 skriðdreka og 7000 herflugvélar. Hlutverk þeirra varð þýðingarmikið á rúss nesku vígstöðvunum, en Rússar gsettu þess vandlega, að senda aldrei út frá sér fréttamyndir af vígstöðvunum með þessum banda irísku hergögnum. Þá munaði Xika vissulega um þau mörg hundruð þúsund tonna af sprengi Þannig safnaðist ísingin á skipin. Það gat tekið tíma að gera byssurnar klárar til orustu. vegna frosts og fárviðra. Þó var háveturinn helzt valinn til þeirra, því að illviðrin og myrkr ið skýldu skipunum fyrir öðrum og meiri hættum. Meðfram siglingaleið konvoj- anna lágu hópar þýzkra kafbáta í veiðihug, eins og grimm rándýr. Og skipin urðu óhjákvæmilega að nálgast Norður Noreg, þar sem þýzkar sprengjuflugvélar biðu þeirra á flugvöllum og orr- ustuskipið Tripitz leyndist á þröngum fjörðum með fleiri þýzkum beitiskipum og tundur- spillum. Konvojin varð að fara bvo nálægt norsku ströndinni að ekki var nema fimm til sex stunda sigling fyrir þýzku skip- in út til hennar. efni og flugvélabenzíni sem skipa lestirnar fluttu þeim til Mur- mansk. Rússar þökkuðu og virtu lítils alla þá erfiðleika og þján- ingar, sem sjómennirnir lögðu á sig við erfiða siglingu um íshaf- ið, hvað þá að þeir minntust þeirra 90 skipa, sem fórust eða sjómannanna sem drukknuðu. Fyrir nokkru kom út í Bret- landi athyglisverð bók um Mur- mansk-skipalestirnar. Hún heitir „The Gates of Hell“ (Hlið vítis) og er eftir Ewart Brookes, gef- in út af Jarrolds bókaútgáfunni. í henni eru margar áhrifamiklar lýsingar af baráttunni á Norður íshafinu og er frásögnin hér á eftir byggð á henni. Það er frá- sögnin af PQ—17 skipalestinni. Fyrsta árásin. Fyrstu fimm skipalestirnar til Norður Rússlands komust heilar á áfangastað. Þjóðverjar höfðu orðið seinni til að skipuleggja á- rásir á þær en Vesturveldin að hefja siglingarnar. Kom ekkert sérstakt fyrir i þeim nema að kafbátar sáust á sveimi kring um þær. Skipalestir á Ishafinu skreið oliuflutningaskip og kom ust þau klakklaust til ákvörðunar staðar. Meginskipalestin komst einnig nær því á leiðarenda. Þá tókst Þjóðverjum að sökkva einu skipi, en annað laskaðist af tund urdufli í mynni Kola-flóans. Þarna lögðu Þjcðverjar stöðugt tundurduflum, svo að Bretar urðu að senda hópa tundurdufla slæðara þangað. Tóku Bretar það þó nærri sér, því að mikil tundur duflahætta var í heimahöfum þeirra og skortur á slæðurum. Skipbrotsmenn í sjónum. Rétt eftir að þessi skipalest var komin til hafnar í Rússlandi sökkti þýzkur kafbátur brezka tundurspillinum Matabela á heimleið við Bjarnarey, þann 17. janúar. Björgunarskip hraðaði för sinni þangað og var komið á staðinn eftir nokkrar mínútur. Þegar þeir komu þangað sáu þeir mennina fljóta í sjónum í stórum hópum. Björgunarbelin héldu höfðum þeirra upp úr, augun störðu brostin á björgunar skipið, og augnlokin depluðust ekki. Þarna risu þeir upp og nið ur í sjónum með öldunum, eins og þær tækju þátt í stórum hræði legum hringdans . . . þeir voru allir liðin lík, höfðu frosið í hel á dálítið lengri tíma en það tek ur að sjóða egg. Hver konvojin á fætur annarri lagði af stað austur á bóginn. Nú voru Bandaríkin komin í styrjöldina og fóru að taka meiri þátt í flutningunum. Vesturveld in litu svo á, að konvojarnar til Rússlands væru með þýðingar- n estu flutningum styrjaldarinn ar. Þeir sáu þeim fyrir öflugri vopnaðri fylgd, t.d. miklu öfl- ugri en þeirri sem skipalestir á suðurhluta Atlantshafsins fengu. Einn allra hættulegasti staður skipalestanna varð brátt mynni Köla-flóans. 'Og sérstaklega fóru þær að eiga í vök að verjast éft ir að Þjóðverjar fluttu sveitir sprengjuflugvéla til flugvalla í Norður Noregi. Úr þessu hefði nokkuð mátt bæta með því að koma upp varnarflugsveitum á rússneskum flugvöllum. Bretar fóru þess á leit við Rússa, að þeir sendu nokkrar flugvélar norður á bóginn til varnar skipa- lestunum. Þá heyrðist hið rúss- neska Njet e.t.v. í fyrsta en ekki siðasta skipti. Þá fóru þeir þess á leit við þá, að fá flugvelli fyr ir brezkar flugsveitir á Kola- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.