Morgunblaðið - 04.12.1960, Side 4

Morgunblaðið - 04.12.1960, Side 4
4 MORGUNBLAÐIh sunnuaagur 4. des. 1960 — Ó/ióð lisf Framh. af bls. 3 samgróið mér frá upphafi, það er mér sjálft andrúmsloftið, án þess ætti ég hvorki form né mál. Þess vegna var það fyrst og fremst það, sem ég fann mig knúinn til að vernda gegn öfl- um í okkar eigin samfélagi, sem leitast við að grafa undan því, gegn aukinni samsvörun aust" urs og vesturs, sem birtist eink- um í vígbúnaðarkapphlaupi og stríðsótta. Höfuðviðfangsefnið er að breyta andrúmslofti kalda stríðsins, vinna gegn óttanum og hatrinu, koma á rökræðum í stað illyrða og gagnkvæmra sakargifta, berjast gegn bann- helgi áróðursins með því að varpa ljósi á staðreyndir og draga þannig úr spennunni, en það er aðeins hægt ef skilyrð- in eru fyrir hendi á báða bóga. Eg var ekki „bláeygari" en svo, að ég gerði mér grein fyr- ir misréttinu í hinum komm- únistiska heimi, — það var ekki svo auðvelt að komast hjá því, þar sem meiri hluti þess, sem skrifað er um Rússland í vest- ræn blöð, fjallar um þetta á- stand. En ég tók ekki þátt í hinni almennu fordæmingu, vegna þess mér virtist það ekki þjóna tilgangi friðarins. Sam- bandsleysið gerði það að verk- um að ómögulegt var að hafa nokkur jákvæð áhrif á lífsskil- yrði íbúa Austur-Evrópu, of- boðsáróðurinn gaí þvert á móti aðeins aukið á tortryggnina og þar af leiðandi ófrelsið, og sam- kvæmt endurgjaldslögmálinu myndi hann síðan beinast gegn okkur sjálfum. Eg var heldur ekki „afvegaleiddari“ en svo. að ég gerði mér fulla grein fyrir því að kommúnistar myndu nota nafn mitt í áróðri sínum gegn því þjóðskipulagi, sem ég sjálfur bjó við. Það varð maður að sætta sig við. Mér virtist — og mörgum öðrum — að stefnubreyting í Sovétríkjunum hefði gert það mögulegt að koma á menningarlegum tengslum, þrátt fyrir ríkjandi pólitíska andstöðu, og listamenn hlytu ekki hvað sízt að eiga þar frum kvæðið, þar sem þeir eru næm- astir fyrir ríkjandi ástandi. Hin friðsamlega sambúð, sem hinn austræni áróður hamrar svo mjög á, er annað og meira en slagorð. Hún er lífsnauðsyn í heimi, þar sem helmingur mann kyns er sveltur og óupplýstur, þar sem atómstyrjöld er orðin óhugsandi án tortímingar, og báðir aðilar kalda stríðsins verða að sætta sig við að hinn er til og muni halda áfram að vera til. Að líta á Sovétríkin sem risavaxið líkneski á leirfótum, er jafn hættuleg pólitísk ósk- hyggja og hin kommúnistíska kreddutrú um að hin vestræna þjóðfélagsskipun muni brotna innan frá, vegna innri mótsetn- inga. Það er heldur ekki hægt að trúa því að hinn austræni heimur muni í náinni framtíð koma á stjórnarfari, sem svip- ar til lýðræðis, eða að við mun- um skipta á pólitísku lýðræði og „öreigalýðræði“ og láta ein- staklingsfrelsið fyrir „fjölda- frelsið". Við getum aðeins von- azt til að vinna tíma, þar til lífsaðstæðumar breytast og and- stæður austurs og vesturs verða ekki jafn ofarlega á baugi. Þeg- ar við sem trúðum á þennan möguleika ferðuðumst með sendinefndum til Sovétríkjanna, var það ekki til að láta sann- færast af kennisetningum hinn- ar rökfræðilegu efnishyggju eða reka áróður fyrir ágæti hins rússneska þjóðskipulags, heldur eingöngu í von um aukinn skilning. Við gerðum okkur eng ar gyllivonir um þýðingu nokk- urra vikna dvalar í landi, sem ekki er land heldur heill heim- ur, en við gátum notað eigin augu og eyru, skapað okkur mynd þar sem áður var auðn, öðlazt innsýn í menningarlegar aðstæður og komizt í snertingu við íbúa Sovét-Rússlands, lífs- skilyrði þeirra, hugsunarhátt og tilfinnlngar. Og við gætum einn- ig sagt þeim af högum okkar sjálfra, komið þeim í skilning um, hver við vorum og hvers við óskuðum, og reynt þannig að ráða lítilsháttar bót á hinni hættulegu og gagnkvæmu van- þekkingu. Það er ekki hægt að fullyrða að slíkt hafi ekkert gildi. Þetta samband hefur verið _aukið og styrkt fram til þessa tíma Og árangurinn hefur orðið sá, að íbúar V.-Evrópu hafa öðl- azt vissa hlutlæga vitneskju um lífsskilyrðin í Sovét-Rússlandí, sem áður var aðeins áróðurs- efni. Samtímis óx áhugi í Sovét- ríkjunum fyrir vestrænni list og andlegri menningu Vesturlanda, en hún hafði áður verið tilefni djúprar hugmyndalegrar fyrir- litningar. Rússnesk útgáfufyrir- tæki og leikhús, sem höfðu nær eingöngu látið sig varða bók- menntir fyrri aldar, hófu smám saman að gefa út og færa upp nútíma vestur-evrópskar og bandarískar bókmenntir og leik- rit. Nægir í því sambandi að nefna nöfn Sartre og A. Millers. Ef áfram hefði verið haldið á sömu braut, hefði maður getað vænzt þess að raunverulegt samband hefði smám saman myndazt þvert í gegnum hið svokallaða járntjald, milli upp- eldisfræðinga, arkitekta, visinda- manna og listamanna. En harmleikurinn í Ungverja- landi hefur á svipstundu gert pessar vonir að engu í náinni framtíð. Áróðursöskrin hafa aft- ur yfirgnæft raddir skynsem- irinar, og illyrði og gagnkvæm- ar sakagiftir eru aftur komn- ar í stað málefnalegra umræðna. Menningartengslin eru rofin, og rithöfundi í lýðfrjálsu landi er ekki fært að endurvekja þau. Maður vogar ekki lengur að láta nota sig, því maður get- H. C. Branner. ur jafnvel ekki í smæsta atriði látið flækja sig í hið svívirði- lega athæfi í Ungverjalandi. — Trúin á hiiln góða vilja er glöt- uð, og ef maður reyndi við nú- verandi aðstæður að stíga fyrsta skrefið til að endurvekja sam- bandið, væri ekki hægt að forð- ast grun um svik við eigin mál- stað. Maður myndi fjarlægjast það samfélag og þá menn, sem maður á andleg samskipti við. Okkur er ekki lengur fært að mæta rússneskum mennta- og listamönnum á þeirri eigin jörð. Ef samskipti eiga að hefjast aft- ur, verða þeir að mæta okkur, þar sem við stöndum. Þess vegna getum við aðeins vonað ,að at- burðirnir í Ungverjalandi muni hafa þau áhrif í Sovétríkjunum að rússneskir listamenn megni að hefja r-addir sínar til raót- mæla. En því miður eru ekki MAMIE Eisenhower ætlaði að fara að bjoða Jacqueline Kennedy í heimsókn til Hvíta hússins og sýna henni húsið hátt og lágt til þess að búa hana undir flutninginn. En hún varð að fresta heimbou- inu, því Jacquline Kennedy lagðist á saeng mjög óvænt og ól son. ★ Já, þetta var óvænt, það er ekki hægt að segja annað, því nokkrum stundum áður en Kennedy ætlaði að dveljast vikutíma suður á Florida sér til hvíldar og einnig til að undirbúa embættistökuna. En það varð ekki mikið úr Flor- idadvölinni í það sinn. Hann hljóp við fót út úr flugvél- inni áður en hreyflarnir höfðu stöðvazt — beint upp í DC-6 vél, sem blaðamennirnir, hinir eilífu skuggar hans, höfðu komið'með. Sú var hraðfleyg- ari en hans vél — og um leið og eldsneyti hafði verið bætt á . geymana var haldið áftur til Washington. ★ Á leiðinni barst skeyti um að honum væri fæddur sonur og móður og barni liði vel. Hrópað var margfalt húrra í flugvélinni og verðandi for- seti Bandaríkjanna brosti ut undir eyru. Hann hélt beinustu leið til fæðingardeildarinnar og þar hafði þá safnazt allmikill mannfjöldi. „Hvað á sonurinn að heita?“ spurði einhver um leið og Kennedy gekk upp tröppurnar. Hann staldraði við: „Ha? John F. Kennedy, yngri“. Svo þagði hann and- artak en sagði síðan: „Já, ég held að hún hafi ákveðið það Jacqueline var flutt til fæð- ingardeildarinnar fór Kenne- dy flugleiðis suður á Florida. Þau áttu ekki von á barninú fyrr en nokkrum vikum seinna. Heldurðu að ég missi barn- ið? spurði hún lækninn, þegar hún lagðist í sjúkrakörfuna og var flutt áleiðis til fæðingar- deildarinnar. Nei, vertu alveg óhrædd, svaraði hann. Jacqueline hafði tvisvar misst fóstur áður en hún ól Caroline litlu, fyrir þremur árum. Og núna eins og áður var barnið tekið með keisara- skurði. ★ Flugvél Kennedys var kom- in hálfa leið til Florida, þegar sjúkrabíllinn brunaði að heim ili hans í Washington. Flug- vélin var lent á flugvellinum í Palm Beach og var að aka upp að flugstöðvarbygging- unni, þegar loftskeytamaður- inn fékk skeytið um að Jae- queline væri komin í sjúkra- hús. iumenn — já, það hefur verið ákveðið. John F. Kennedy, yngri“. ★ Og í fyrsta sinn síðan 1901 verður nú vöggustofa í Hvíta húsinu. „Eg ætla að ala mín börn upp sjálf“, sagði Jac- queline. „Eg vil ekki að barn- fóstrur og leynilögreglumenn annist uppeldi þeirra. Eg reyni að vera eins mikið með þeim og ég get. Þau munu sjálfsagt hafa minna af föður sínum að segja en venjuleg börn“. miklar líkur til að svo verði. Það er beiskt að þurfa að við- urkenna það. Og það er engin ástæða fyrir áróðursmennina að hælast um. Við höfum allir beð- ið ósigur, því við lifum enn í tvískiptum heimi, þar sem hvort tveggja er óhugsanlegt, stríð og friður. ítalska skáldið Silone tók fyr- ir nokkrum mánuðum þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Feneyj- um. Þar voru einnig staddir rússneskir rithöfundar, og hann sneri sér til þeirra í ræðu og hvatti þá til einlægra umræðna. Því, sagði hann, ef við erum ekki fúsir til að gagnrýna og verða gagnrýndir, þá tölum við dautt mál, þá tölum við sem úr gröf. Hann minntist á hina miklu rússnesku rithöfunda fyrri aldar — Gogol, Tolstoi, Dosto- jevski og alla hina, sem ávallt vörðu hina undirokuðu og nið- urlægðu gegn gjörræðisvaldi rík isins. Hvers vegna hefur ekki orðið framhald á þessu í rúss- neskum bókmenntum? spurði hann. Hvernig gátu rússneskir rithöfundar beygt sig fyrir rík- isaga, sem rændi þá frelsinu? Hverja hjálp getur rithöfundur, sem látið hefur frelsi sitt af höndum, veitt við sköpun nýs heims? — Silone talaði um ein- 1 ræði Stalíns, um hin óteljandi morð og misþyrmingar, sem nú hefðu verið viðurkennd, en ekki skýrð. Hvernig var einum manni fært að halda uppi svo gjörræð- isfullri stjórn? Hvers vegna hafa rithöfundarnir þagað og sam- þykkt allt þetta? Hann spurði þá beint: „Hvað segið þið um þetta? Hvað gerið þið? Eða öllu heldur: Hvað hefur verið gert við ykkur?“ Eftir undirokun ungversku þjóðarinnar hlýtur maður að spyrja hina rússnesku listamenn aftur: Hvað hefur verið gert við ykkur? Hvers vegna talið þið ekki? Stundum er aðeins hægt að verja það sem manni er kært með því að ráðast gegn því. Það hefur alltaf í för með sér áhættu að vera listamaður. Listin getur þjónað pólitískri hugsjón, ef listamaðurinn er stöðugt reiðubúinn til að sam- prófa hana veruleikanum. Það stríðir á móti eðli listarinnar að steypa allt í sama mót. Þess vegna sveik sovét-rússnesk list bæði sjálfa sig og hugsjón sína, þegar hún gerðist nytsöm, þegar hún tók einhliða að sér það uppeldislega hlutverk að túlka og skýra ríkjandi pólitískan veruleika fyrir fjöldanum. Þá hætti hún að vera list. Þegar ég tala um andlegt líf í Rúss- landi, þá á ég ekki við þjóð- félagslegar raunsæisbókmenntir, sem hvorki eru þjóðfélagslegar né raunsæjar, ekki þessa ve- sælu sunnudagaskólaframleiðslu, sem er öll steypt í sama mót, þessar skáldsögur, smásögur og leikrit, þar sem ágæti sovét- þjóðskipulagsins er lofsungið, þar sem allt endar örugglega vel, og þar sem hið góða getur aðeins sigrað það sem er minna gott, því gengið er út frá því sem vísu, að ekkert raunveru- lega vont geti þrifizt í samfélag- inu — nei, eg er ekki að hugsa um þessa leiðinda hluti en ég hugsa eins og Silone um hin miklu og hugdjörfu skáld for- tíðarinnar, um Gogol, Dosto- jevski og Tolstoi, um Tjekhov og Gorki. Það skyldi engan undra, að rússneskur almenn- ingur tekur þá einnig fram vfir rithöfunda þjóðfélagsraunsæinn- ar, því þeir hafa þjónað hug- sjóninni um mannlegt samfélag miklu betur. Af þeim er hægt að læra tífalt meira um rúss- neskan anda og veruleika, um rússneskan mannkærleika og fórnfýsi, já, jafnvel um Rúss- land nútímans, en hægt er að tileinka sér í menningarsendi- nefnd á för um Sovétríkin. Og það sama á sér stað í hin- um vestræna heimi. Þegar mér verður hugsað til bandarískrar menningar og bandarísks anda, þá er nær ekki í huga hin kaupsýslulega frægðardýrkun, ekki aragrúi teikniblaða og vin- sælla tímarita, harðsoðnar væmn iskvikmyndir og skáldsögur, heldur fyrst og fremst hin miklu vakningarskáld liðinnar aldar og fram á okkar dag: Whitman og Lee Master, Faulkn er og Arthur Miller — allar þessar ljóslifandi nútímabók- menntir, sem bera að öllu leyti af nútímabókmenntum annarra þjóða. Þessir bandarísku rithöf- nndar eru aldrei í sátt við allt og alla, því þeir eru alltaf reiðu búnir til miskunnariausrar gagn rýni. Þeir eru sannir lýðræðis- sinnar, því þeir sannprófa sí- fellt hugsjón lýðræðisins og raunveruleikans. Þeir eru ótta- lausir í list sinni, því þeir sprengja vanabundnar hugsanir okkar og neyða okkur til að horfast í augu við sjálf okkur. Þeir valda okkur alltaf óróa, hrista okkur oft og skelfa, en veita okkur jafnframt nýja von. Þeir eru súrdeigið, sem smám saman gegnsýrir og umskapar samfélagið. Á þann hátt bera þeir hina miklu vestrænu bók- menntahefð áfram. Ef rússnesk. ir rithöfundar hefðu á sama hátt viðhaldið sinni bókmennta-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.