Morgunblaðið - 04.12.1960, Síða 2
2
\f /1, r> s- r ' v r> t A nt fí
Sunnudagur 4. des. 1960
Orustuskipið Tirpitz var mesta ógnunin fyrir skipalestirnar. Það leyndist í norskum fjörðum.
— Skipalestir
Frh. af bls. 1
skaga, en svarið var einnig nei-
kvætt. Þessu sama mættu Bret
ar síðar, þegar þeir vildu fá flug
vallaraðstöðu í Norður Rússlandi
til að skipuleggja loftárásir á
þýzka orrustuskipið Tirpitz, sem
lá á þröngum firði í Norður
Noregi.
En einmitt nú fer Tripitz, syst
urskip Bismarcks, öflugasta orr-
ustuskip í heimi, að koma við
sögu.
Þrjár skipalestir QP—9, 10 og
11 sigldu nú nær því samtímis
af stað í byrjun febrúar, tvær
þær fyrrnefndu frá Hvalfirði, sú
síðasta frá Skotlandi með við-
komu á Seyðisfirði.
Kringum 9. febrúar 1942 var
því óvenjulegur fjöldi skipa í
Barentshafi. Það virtist ganga
‘kraftaverki næst, að þau komust
,öll, næstum 30 talsins klakklaust
til rússneskra hafna. En ástæðan
var einföld. Þau hrepptu alla leið
ina rok og stórsjó. Siglingin var
erfið, en örðugra varð Þjóðverj-
um að framkvæma leit og árás í
rokinu.
Tirpitz á slóð skipalesta.
Þann 1. marz lagði konvoj með
16 flutningaskipum af stað frá
íslandi. Hún kallaðist PQ—12.
Um líkt leyti fór stór konvoj
tómra skipa af stað vestur á bóg-
in frá Murmansk.
En 5 dögum síðar barst tilkynn
ing frá enskum kafbáti, sem var
í könnunarferð meðfram Noregs
strönd um að þýzkur herskipa-
floti væri að sigla út úr Þránd-
heimsfirði. Fjandinn var laus,
Tripitz farinn á stúfana.
Samdægurs kom þýzk könnun
arflugvél auga á hina hlöðnu
skipalest. Hún hringsólaði lengi
í kringum hana í hæfilegri fjar-
lægð og sendi flotadeildinni stóru
skeyti um ferð hennar. Vel hefði
svo getað farið, að flugvélin
fylgdist áfram með skipalestinni
og hefði beint Tripitz þangað,
en þá var það enn einu sinni
veðrið sem miskunaði sig yfir
sjómennina. Það gerði öskubyl
og flugvélin hætti að fylgjast
með konvoj inni.
Nú sigldi brezki heimaflotinn
út frá Scapa-flóa á Orkneyjum.
í honum voru m.a. orrustuskipm
King George V, Duke of York
og Renown, flugmóðurskipið
Victorious, beitiskipið Berwick
og tólf tundurspillar. Þeir voru
reiðubúnir að leggja til atlögu
við Tripitz, en voru nokkuð á
eftir og skyggni mjög slæmt.
Tripitz vantaði leiðbeiningar
könnunarflugvélarinnar. Sigldi
norður, en svo vildi til, að hann
fór mitt á milli skipalestanna
tveggja, þvert yfir stefnu þeirra
og varð einskis var og sama gerð
ist þegar hann sneri til baka.
Hann varð þeirra ekki var. Það
má rétt ímynda sér, hvað hefði
gerzt ef Tripitz hefði hitt á skipa
lestirnar. Hann hefði án efa mal
að flutningaskipin niður. Ekki
hefði þurft annað en að hraði
PQ—12 væri einni sjómílu hæg
ari en hann var.
En sjálfur var Tripitz í mikilli
hættu. Brezki flotinn sigldi aust
ur á bóginn fyrir sunnan skipa-
lestina. Ætlunin var að fara
milli hennar og Tripitz, því þeir
gerðu ráð fyrir að Þjóðverjarnir
væru sunnar. En í rauninni var
Tripitz fyrir norðan þá, nær kon
vojinni, aðeins klukkustundar
siglingu í burtu.
Þegar loksins létti til í lofti
fi ndu flugvélar frá Victorious
hvar Tripitz hraðaði för sinni
heim. Nokkrar Albacore flug-
vélar gerðu tundurskeytaárás á
hann, er. ekkert hæfði.
Skipalest sundrast í óveðri.
Næsta konvoj, PQ—13 sigldi
frá Reykjavik og Hvalfirði 21.
marz með 19 flutningaskip. Um
sama leyti átti önnur skipalest
PQ—9 að snúa við frá Mur-
mansk. Þýzku kaíbátarnir réðust
fyrst á hana, en gátu ekki að-
gert vegna sterkrar varðfylgdar.
Tundurduflaslæðarinn Sharps-
hooter sökkti einum kafbátnum
U-655 sem gerzt hafði óvenju
frakkur.
En konvojin frá íslandi lenti í
erfiðleikum. Að morgni 24. marz
skall yfir hana óskaplegt fár-
viðri. Það hvein í rám og reiðum
og fjallháar öldur riðu yfir skip
in. Við og við skall yfir frost-
bylur. Skipin höfðu flest fyrir-
ferðarmikinn farm á þilfari og
kom slagsíða á sum þeirra. Þetta
ofsaveður stóð í þrjá daga. Að
vísu var engin hætta frá kafbát
unum á meðan, en það sem verra
var, skipalestin sundraðist ger-
samlega. Þegar storminn lægði
nokkuð á fjórða degi, voru engin
skipanna í sjónfæri hvert við
Pionite
Pionite haröplast er auövelt aö set.la
á boró, skápa og veggi. Pionite er
varanlegt efni seœ holír hverskonar
bletti, cigarettu - br'Jn®
margra ára reynslu hér á
vara
ko8ti
er & í dag.
llef i r
landi sem g*öa
Plonite er þrátt fyrir alla Þessa
eitt ódýrasta haróplöStiO seœ vol
UDboOspean
AftNAiíHVOLL umb
P.O. Box
A heildverrlun
1283. Reytjavík
annað. Fylgdarskipin, beitiskip-
ið Trinindad og tundurspillarnir
höfðu allt í einu enga skipalest
til að fylgja.
Enn var sjórinn úfinn og strekk
ingsvindur. Og nú hófst það erf-
iða verkefni að reyna að smala
skipalestinni aftur saman. Og
það þegar sj ómenfllrnir voru svo
uppgefnir og þreyttir, að þeir
hefðu helzt kosið að leggjast fyr
ir og deyja.
Þann 28. marz komu þýzkar
flugvélar og sökktu tveimur
skipanna. Þrír þýzkir tundur-
spillar óðu út til veiða frá norð
urströnd Noregs. Þeir sökktu
stóru Panama-skipi, en komu
síðan beint í flasið á fylgdarskip
unum. Tveir brezku tundurspill
anna Fury og Eclipse geystust
móti þeim og sökktu þýzka tund
urspillinum Z-26. Þá forðuðu
hinir Þjóðverjarnir sér, enda
hræddust þeir beitiskipið Trini-
dad. Óvíst er að þeir hefðu flú-
ið, ef þeir hefðu vitað um óhapp
ið sem kom fyrir Trinidad. Það
varð fyrir tundurskeyti og var
lítt sjálfbjarga. Þó drózt það
sjálft við illan leik inn á Kola-
flóa. Rannsókn leiddi siðar í Ijós,
sterka herskipafylgd. Hún lagði
af stað frá Hvalfirði 8. apríl
1942. En bráðlega lenti hún í rek
ís, sem er ekki eins hættulegur
og hann lítur út fyrir að vera,
a.m.k. ekki ef veður er' sæmilegt.
En fæstir skipstjóranna höfðu
siglt í ís og því sneru skip við
til íslands. Átta héldu áfram og
var einu þeirra sökkt af kafbát.
Skipin sem áður höfðu horfið
frá mynduðu nýja konvoj og
sigldu að nýju út frá íslandi í
skínandi veðri 26. apríl og höfðu
9 skip bæzt í hópinn svo þau
voru samtals 25. Herskipafylgd
var mjög sterk því að auk sex
tundurspilla, fjögurra vopnaðra
togara og loftvarnarskipsins
Ulster Queen voru í ferðinni fjór
ir vopnaðir tundurduflaslæðarar
sem voru á leiðinni til þjónustu
við Kola-flóa.
Móti þessari skipales1 kom
önnuv frá Rússlandi PQ--11 með
13 skipum og '-afði sízc lakari
vernd, beitiskipið Edinburgh,
sex tundurspilla, fjórar korvett
ur og tvo vopnaða togara. Kon-
vojarnar áttu að mætast eins og
venjulega við Bjarnarey.
En þann 30. apríl gerðist það,
að þýzki kafbáturinn U-456 torp
ederaði beitiskipið Edinburgh,
svo það varð^að beygja ir leið
og urðu tveir tundurspillar að
fara úr varðliðinu og fylgja því
áleiðis *il Murmansk.
Gerðu þýzkir kafbátar og flug
vélar nú skarpar og margítrek
aðar árásir á skipalestina en
xoru jafnóðum hraktir brott.
Þegar Þjóðverjar fréttu að Edin-
burgih væri laskað sendu þeir
tundurspillasveit út frá Alten-
firði. Þeir kusu fyrst að ráðast
á skipalestina, en brezku tundur
spillarnir snerust á móti og
reyndu að vernda hana. Fljót-
lega tókst Þjóðverjum að laska
einn brezku tundurspillanna,
Amazon, svo þá voru aðeins þrir
brezkir tundurspillar eftir með
Brezka oruscuskipið Duke of York í stórsjó á Norður íshafi.
að það hafði sjálft skotið tundur
skeytinu. Kemur það stundum
fýrir í sjóhernaði, að tundur-
skeyti fara i hring
Nú svifu kafbátarnir að. Þeir
löskuðu eitt flutningaskipið, en
annað flutningaskip Induna
sendi taug i það og fór að draga
það áfram með fjögurra sjó-
mílna hraða. Það þurfti hug-
rekki til slíks, en hetjudáðin var
I ekki vel launuð. Kafbátar sökktu
þeim báðum.
Tundurduflaslæðarnir í Kola-
flóa sigldu út þegar þessar fregn
ir bárust. Þetta var neyðartil-
felli. Þeir sigldu norður í myrkr
ið þar sem uggvænlegir atburðir
voru að gerast. Þeir vissu að
þýzkir tundurspillar, miklu öfl-
ugri en þeir léku þar lausum
hala. Beitiskipið Trinidad bjarg
arlaust og flutningaskipir varn
arlaus á víð og dreif. Empire
Ranger var að sökkva, Induna
hafði fengið tundurskeyti og kaf
bátur var að ráðast á Effingham.
En þeir héldu ótrauðir út í ó-
vissuna og kom hér og þar að
björgunarbátum og flekum með
skipbrotsmönnum, sem voru að-
framkomnir af kulda. Þeir komu
t.d. að björgunarbát frá Effing-
ham. Á honum voru 15 skip-
brotsmenn, en fimm þeirra-liðin
lík.
Sagan heldur áfram. Nú fer að
vora og birta á norðurslóðum,
en vorið var engin björg fyrir
sjómennina í skipalestunum.
Myrkrið var miklu betra til að
dyljast í.
Átökin harðna.
Næsta konvoj í röðinni var
PQ—14. 1 henni voru 24 skip,
I flest risavaxin Liberty-skip með
4 tommu býssur gegn þremur
þýzkum með 5 tommu byssur.
Bardaginn stóð margar klukku-
Stundir en loks hurfu Þjóðverj-
arnir suður á bóginn í leit að
hinu laskaða Edinbrugh.
Þeir fundu beitiskipið, en tveir
t' ndurspillar Forester og Fore
sight vörðu það. Tókst nú hinn
harðvítugasti bardagi og þó Edin
burgh væri laskað voru fallbyss
urnar í lagi. Kúla frá því lenti
á þýzka tundurspillinum Her-
mann Schoemann svo hann byrj
aði að sökkva. En Þjóðverjarnir
komu pýju tundurskeyti í Edin
burgh, svo byssur þess þögnuðu
og skemmdu svo báða brezku
tundurspillana að þeir voru að
verða uppgefnir. Bráðin lá þarna
á diski fyrir framan Þjóðverj-
ana, en undarlegur atburður gerð
ist. Þjóðverjarnir björguðu skips
mönnum af Hermann Schoe-.
mann og sigldu svo brott. Nú var
svo komið að Bretarnir urðu
sjálfir að sökkva Edinburgh, en
tundurspillarnir tveir komust til
lands. Hvað hafði gerzt, — jú
skýringin fékkst seinna, fjórir
litlir brezkir tundurduflaslæðar
ar stefndu til móts við Edin
burgh frá Murmansk. Þjóðverj
arnir hélau að það væru tundur
spiilar. Því kom asinn á þá
Varla var þessum bardögum
lokið, þegar skipalestin að vest
an kom inn á hættusvæðið. Þann
r. maí komu fyrstu hraðfleygu
Junkers 88 steypiflugvélarnar
ljós út við sjóndeildarhring. Þær
sökktu í fyrstu atrennu tveimur
tundurspillum Botavon og Jut
land. Áhöfnum þeirra var bjarg
að Áhöfninni af þriðja skipinu
flutningaskipinu Cape Corso var
hins vegar ekki bjargað. Það
var hlaðið sprengiefni. Það heyrð
ist aðeins ein þrumandi, geigvæn
leg sprenging og rósrauður
blossi. Það eina sem eftir var —
brakið sem rigndi niður í sjó-
inn.
Tovey aðmíráll, yfirmaður
brezka flotans á Norður Atlants
hafi fór nú fram á það að þess
um siglingum yrði frestað yfir
sumarmánuðina þegar bjart er
allan sólarhringinn á þessum
slóðum. Hann bætti því við, að
ef siglingum yrði haldið áfram
um sumarið mættu stjórnendum
ir búast við stórfelldu tjóni.
Pound yfirflotaforingi stunddi
þessa skoðun.
Stærsta skipalestin.
Svarið kom frá brezku stjórn-
inni. Flotaforingjunum var skip
að að sjá um vernd stærstu skipa
lestar, sem nokkurntíma hafði
verið send til Rússlands, PQ—16
með 38 flutningaskipum. Á móti
henni átti QP—12 að koma frá
Murmansk með 15 flutningaskip.
Þær lögðu af stað samdægurs
16. maí 1942. Þeirra beið stöðugt
dagsljós og nær því stöðugar
loftárásir. Þeirra beið líka aukin
áhætta, því að nú voru Þjóð-
verjar búnir að flytja orrustu-
skipið Admiral von Seheer frá
Ermasundi og það lá með vasa-
orrustuskipinu Lútzow í Narvik,
en risinn Tirpitz var á Þránd-
heimsfirði.
Það er ekki gott að segja, hvað
gerzt hefði, ef Þjóðverjar hefðu
sent orrustuskip sín út að þessu
sinni. En þeir voru ragir eins
og endranær. Þeir létu sér nægja
flug og kafbataárásir. En þær
voru harðskeyttari en nokkru
sinni fyrr.
Fyrsta könnunarflugvél Þjóð-
verja sást 25. maí og þar með
skall þrumuveðrið á. Þjóðverj-
ar stefndu geiri sínum fyrst og
fremst að hlöðnu skipalestinni.
Þeir komu eins og mýflugur yfir
hana. Eitt fylgdarskipanna
skráði í leiðsögukókina 108 flug
árásir, en í hverri árás tóku
margar flugvélar oft þátt.
Við skulum taka upp svolitla
lýssingu á ástandinu eftir eina
slíka árás.
„Tvö skip lágu hreyfingarlaus
fyrir aftan konvojna, annað
brennandi, bæði að sökkva. Tvö
til viðbótar e-u að sveigja af,
einnig bjargarlaus. Fjögur skip
sokkin og pólski tundurspillirinn
Garland, laskaður.
Það er miðnætti, en bjart eins
og um miðjan dag. Enn koma
þýzku flugvélarnar inn yfir í
bendum og tveimur skipum til
viðbótar er sökkt. Sjálft forustu
skip konvojarinnar Ocean Voice
hefur fengið gat á sig og eldur
hefur brotizt út í því, en það
heldur þó enn forustinni í lest
inni“.
Þegar sprengj ukastinu og skot-
hríðinni loksins linnir eftir
marga daga og siglt er inn á Kola
flóa, þá undrast menn að það eru
ekki nema sjö skip sem hafa
farizt, tvö eru alvarlega skemmd
og tvö fylgdarskip hafa laskazt.
Það er í rauninnj ekki mikið þeg
ar að því er gætt að nærri 100
flutninga og fylgdarskip höfðu
verið í förinni.
PQ —17.
Og þá erum við komin að
seytjándu skipalestinni, hinni
frægu PQ-17, sem sigldi út úr
Hvalfirðinum, úthjá Eyri í Kjós,
framhjá Reykjavík og Akranesi
þann 29. júní 1942. í henni voru
36 flutningaskip, mestpart 10
þúsund tonna Liberty-skip hlað-
in skriðdrekum, fallbyssum, vöru
bílum, sprengikúlum og benzini.
Skyldu margir fslendingar hafa
horft á eftir henni út á Jökul-
djúpið? Fylgdarskipin voru sex
tundurspillar, 11 korvettur, tvö
loftvarnaskip. Síðan bættust í
hópinn beitiskip og loks þegar
Tirpitz og Admiral Hipper sigldu
út allur heimafloti Breta.
Áður en PQ-17 náði rússnesk-
um höfnum hafði 24 skipanna
verið sökkt og tvö verið skemmd
og niðri á hafsbotni lágu með
þeim 430 skriðdrekar, 210 flug-
vélar, 350 vörubílar, hundruð fall
byssna og 100 þúsund tonn af
ýmis konar öðrum vörum.
Og konvojarnar héldu áfram
siglingunni norður í óvissuna.