Morgunblaðið - 04.12.1960, Side 3

Morgunblaðið - 04.12.1960, Side 3
Sunnudagur 4. des. 1960 MORai!l\PT. AfílÐ 3 afskrsemda mynd af raunveru- leikanum, með því að ýkja þær staðreyndir, sem styrkja hleypi- dómana, og þegja um hið gagn- stæða. Og áróðurstæknin hefur aldrei verið meiri en á þessum tímum. Það hefur aldrei verið erfiðara að greina aðalatriði frá aukaatriðum, rétt frá röngu, HIN miklu hugsjónahugtök — orð eins og sannleikur, frelsi og réttlæti — eru til orðin vegna hugmyndarinnar um manninn og hafa aðeins þýðingu í því sam- bandi. Sannleikur verður aðeins skilgreindur sem hugsanlegasta samræmi milli hugsanlegasta fjölda atriða — algjör sannleik- rrr er ekki til, nema maður haldi inn á trúarleg svið. Al- gjört frelsi er alger endaleysa, því maðurinn er það sem hann er, vegna ýmiss konar hömlun- ar, og algjör framkvæmd rétt- lætis myndi fljótlega leiða til villimennsku. Þegar rætt er um óháða list sem jafnframt er þáttur í and- legu frelsi, verður að skoða hana í sambandi við hlutlægt ástand, ef hún á ekki að hverfa eins og ósýnileg lofttegund út í ó- hlutstætt tómarúm. Þetta hlut- læga ástand hlýtur óhjákvæmi- lega að vera núverandi (1956) heimsástand, nánar til tekið: ástandið í Ungverjalandi. Að ég skuli ekki í sömu and- rá nefna atburðina í Egypta- landi og Súez, er ekki vegna þess að ég áliti þá þýðingar- minni, heldur vegna þess að þeir snerta okkur á allt ann- an hátt. Við höfum viss áhrif á þá og berum samsvarandi hluta af ábyrgðinni, vegna þess forms frelsis, sem vestrænt lýðræði byggist á. Þetta hefur greini- lega komið fram í Englandi, þar sem fjöldi fólks reis á svip- stundu til andstöðu gegn hinni vopnuðu ágengni í Egyptalandi. Þó að við gerum ráð fyrir enn augljósari þátttöku í taflinu um Súezskurðinn, hefur hið lýðræð- islega skoðana- og málfrelsi engu að síður birzt sem lifandi veruleiki — vald sem engin lýð- ræðisstjórn getur skellt skoll- eyrum við. Það gefur okkur sömuleiðis ástæðu til að ætla, að hinu versta hafi verið af- stýrt í Egyptalandi, þó það sem gerðist hafi sannarlega verið nógu slæmt. En hinu versta varð ekki af- stýrt í Ungverjalandi. Eftir því sem ég bezt veit, hefur hvergi í Rússlandi skapazt samhugur meðal fólks gegn hernaðarlegri kúgun á þjóð, sem hafði greini- lega gefið til kynna að hún æskti ekki kommúnistiskrar stjórnar — jafnvel hin óvenju kröf tugu mótmæli hins vest- ræna heims, megnuðu ekki að hafa áhrif á gang málanna. — Hættan á atómstyrjöld kom í veg fyrir að lýðræðisþjóðirnar veittu Ungverjum nokkra aðra hjálp en mannúðarlega, og það er heldur ekki mögulegt að þvinga Sovétríkin siðferðilega, því mótmæli okkar ná ekki til rússnesku þjóðarinnar, sem álita verður að sé óvitandi um það sem raunverulega gerðist og við brögð þess hluta heimsins, sem við byggjum. Vanþekking á raunverulegu ástandi er alltaf hættuleg, og þar sem tækniþróunin hefur tengt alla hluti saman, svo þeir verka hver á annan, er hún helmingi hættulegri. Þess vegna veldur þessi vanþekking — betta sambandsleysi, þessi skort- ur á skoðana- og málfrelsi, okk ur svo djúpum kvíða — og á sök á því að við erum nú al- tekin vanmáttugum ' harmi, beiskju og skömm. Við getum um lítið annað hugsað um þess- ar mundir, og það myndi ekki hafa nokkurn skynsamlegan til- gang að ræða um óháða list, ef ég byrjaði ekki á því að ræða atburðina í Ungverjalandi. Þið getið réttilega vænzt þess af tnér, og ef ég léti undir höfuð leggjast að láta í ljós skoðanir H. C. BRAIVNER, höfundur greinarinnar hér á eftir, er eitt af höfuÖskáldum Dana. Hann kaf- ar dýpra í mannssálina en nokkur annar höf- undur þeirra. ViÖfangsefni hans er staöa mannsins í nútíma þjúöfélagi. Óttinn viö dauö- ann gegnsýrir flest verk hans. Þrátt fyrir þaÖ nœr örvæntingin ekki tökum á honum. Hann er vitsmunamaöur, sem horfist í augu viö ótt- ann og reynir áð sigra hann. Branner er fæddur áriö 1903. Ef tir stúdents- próf ákvaö hann aö veröa leikari, en hœfileik- ar hans nutu sín ekki á því sviöi. RéÖst hann þá til iifgáfufyrirtœkis í Kaupmannahöfn og starfaöi þar í mörg ár. Síöan 1932 hefur liann nær eingöngu helgaö sig ritstörfum. Ilann hefur skrifaö leikrit fyrir útvarp og sviö, sem náö hafa hylli almennings og hlotiö lof bókmenntamanna. Skáldsögur hans hafa einnig vakiö mikla athygli, en hann hefur án efa náö lengst í smásagnagerö. Þar standa aö- eins fáir rithöfundar jafnfætis honum. Þótt greinin, sem hér er birt, sé skrifuö áiriö 1936, þegar atburöirnir í Ungverjalandi og Egyptalandi vöktu ótta manna og hrylling, !hefur hún ekki misst gildi sitt. Hún á erindi til állra, sem unna hugsjón lýöræöisins. Þess vegna telur Mbl. rétt aö birta hana, þó ekki sé nema í lauslegri þýöingu. H. C. Branner kom hingáð til lands í nóvem- ber í fyrra, eins og margir munu minnast, og flutti fyrirlestur í Háskóla íslands um hlut- verk listarinnar og listamannsins í nútíma þjóöfélagi. v mínar, myndi það valda ykkur vonbrigðum. Það hefur verið rætt og ritað meir en nóg um þessa atburði síðustu vikurnar, og það er hægt að halda því fram með nokkr- um rétti, að betra hefði verið að mikill hluti þess hefði ekki litið dagsins ljós. Það hefur ekkert gott í för með sér að æsa ótt- ann og hatrið til ofstækis, sem hlýtur að leita útrásar inn á við. Illyrði og ósannaðar sakar- giftir koma ekki í stað rök- ræðna. Ofbeldisverk skaða að- eins hugsjón lýðræðisins. En burt séð frá þessu trúi ég ekki á gildi þess, að starf- andi rithöfundar blandi sér í tíma og ótíma í pólitísk mál. Þó að það sé í tízku að halda hinu gagnstæða fram, er það skoðun mín að listir og stjórn- mál eigi að jafnaði ekki sam- leið. Sá sem lifir fyrir skap- andi list er venjulega slæmur flokksmaður. Honum hættir stöðugt til að taka sínar eigin hugmyndir fram yfir pólitískar stefnur, sem eru að meira eða minna leyti hentistefnur, vegna þess að þær verða að brúa bilið á milli ólíkra skoðana og hags- muna. Það liggur í eðli listar- innar að fallast ekki á slíkar málamiðlanir. Hlutverk listamannsins er að leita sannleikans að baki sann- leikans, raunveruleikans að baki staðreyndanna. Hugmyndir hans verða að vera lausar við öll ruglingsleg, handahófsleg og þýð ingarlítil fyrirbæri. Þess vegna verður hann að hafa nægan tíma til endurmats og íhugun- ar, og þess vegna verður hann framar öllu að forðast hinn grófa samhljóm og fullyrðing- ar stjórnmálalegs eðlis, sem sýna okkur þegar bezt lætur satt frá ósönnu. Þetta á jafn- vel við um stjórnmálalega mik- ilvægar athafnir, sem klæðast búningi staðreynda. En hin duldu pólitísku öfl koma öðru hverju fram í dagsljósið við pólitíska jarðskjálfta, sem op- inbera okkur hluta af fortíð- inni. Þá sjáum við raunveru- leikann að baki slagorðanna og hræsninnar og við stöndum and- spænis greinlegu og ótvíræðu vandamáli, sem krefst skilyrðis- lausrar lausnar. Ekki aðeins samvizkan, heldur einfaldlega sjálfsbjargarhvötin neyðir okkur til að standa gegn hverri hern- aðarlegri árásarframkvæmd, hvar í heiminum sem hún á sér stað og af hvaða rótum, sem hún er runnin. Þegar enskar og franskar hersveitir ráðast inn í Egyptaland og ógna íbúum Port Said, verður að fordæma slíka árás, hvað sem Súezskurðinum líður og án tillits til hættunn- ar fyrir ísrael og af hinu fas- istiska einveldi Nasseers. Þegar ungverskir verkamenn og stúd- entar ,sem ekki hafa krafizt ann ars er réttar síns til sjálfs- ákvörðunar, berjast við erlend- ar hersveitir, sem komnar eru til að ræna þá þessum sjálfs- ákvörðunarrétti, þá hlýt eg að hafa óskipta samúð með verka- mönnunum og stúdentunum. Það er þýðingarlaust að tala um sótsvart afturhald, hvítt ofbeldi og fasistalýð Horthys. Það er nauðsynlegt að bera kennisetn- ingarnar öðru hverju saman við framkvæmdirnar, ef hugtaka- ruglingur á ekki að eiga sér stað. Þegar ákveðin þjóð ræðst inn í land annarrar þjóðar með hugmyndakerfi sitt í fallbyssu- vögnum og reynir á þann hátt að útbreiða kenningar sínar um frið, frelsi og bræðralag allra manna, þá hefur hugsjónin svik- ið sjálfa sig. Það er hægt að segja með rétti að öll pólitísk hugmynda- kerfi hafi þannig gengið af sjálfum sér dauðum og saga mannkynsins sé ekki annað en saga um sviknar hugsjónir. — Þetta á einnig við um lýðræð- ið. En einmitt þess vegna er lýðræðislegt skoðana- og mál- frelsi geysilega mikilvægt. Það gefur tækifæri til opinberra umræðna, sem samprófa hug- sjón og veruleika og afhjúpa misræmið. Þrátt fyrir allt sem hægt er að finna að pólitísku lýðræði, hefur reynzt unnt að samhæfa það breytilegum lífs- skilyrðum. Þjóðfélagskerfi Sovét ríkjanna er aftur á móti gegn- sýrt kreddubundinni trú á ó- skeikulleika þess og veitir enga möguleika til grundvallargagn- rýni. Það byggir á efnishyggju- legri söguskoðun, sem er sam- þykkt í eitt skipti fyrir öll og vegur og metur hina eilífu sköp un sögunnar eftir stirðnuðum lögmálum, og innri togstreitur þess opinberast ekki fyrr en þær leiða til ófarnaðar. Samt sem áður — eða ein- mitt af þessum ástæðum — fylli ég flokk þeirra, sem reynt hafa til hins ýtrasta að við- halda trúnni á gildi menningar- legra tengsla milli vestrænna lýðræðisþjóða og Sovétríkjanna, og ég hef öðru hverju reynt að leggja mitt að mörkum í þeim tilgangi. Það hefur leitt til þess að ég hef verið stimplaður „blá- eygur hugsjónamaður" og „af- vegaleiddur andi“ og „kommún- istískur taglhnýtingur“ — eða hver þau nú eru þessi slagorð — af ákveðnum hópi tortryggn- ismanna. Eg hef borið þetta með jafnaðargeði, vegna vitund- arinnar um að ég hef aðeins talað og skrifað sem sjálfstæð- ur einstaklingur í lýðræðisþjóð- félagi. Ef menn vilja gera sér það ómak að lesa bækur mín- ar — óg rithöfundur er fyrst og fremst hann sjálfur í sköp- unarverkum sínum — þá munu þeir sjá að ég hef alltaf fjallað um sálarlíf einstaklinga. Það er það eina sem ég hef áhuga fyr- ir sem listamaður, það er það eina sem ég hef nokkra þekk- ingu á, og af þeim ástæðum ein- um gæti ég aldrei orðið áhang- andi pólitísks hugmyndakerfis, sem hefur flokkað sálfræðina undir lífeðlisfræðina og metur einstaklinginn aðeins sem hluta af heildinni. Auk þess verð eg sem listamaður að lýsa því yfir, að eg er svarinn fjandmað- ur hinnar kommúnistísku nyt- semiskenningar um listina. Mér væri ómögulegt að falla frá kröfunni um óháða list. Hún grundvallast á andlegu frelsi, og það er skilyrðið fyrir tilveru minni sem listamanns. Það er Framh. á bls. f R R HVÍLDARSTÓLUNN er aiger nýjung ó íslenzkum markoSi R R HVÍLDARSTÓLLINN er bezti hvíldarstóli ó heimsmorkaðinum RR HVÍIDARSTÓUINN er stillanlegur I ótto mismunandi stöSur. en auk þess mó noto honn sem venjulegan ruggustól R R HVÍIDARSTÓLNUM fylgir óvenju þœgilegur fótaskemitt sem stillo mó i mismunandi hœðum er fromleiddur meS einkoleyfi fró ARNESTAD BRUK. Oslo SKUIASON I JONSSON, húsgognoverzlun laugaveg 62 Skólavörðustíg 41 Símor: 11381 . 13107 •»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.